Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. GUITAR Islancio mun leika á Listahátíðinni í Sjanghæ í október á þessu ári og efna til hljómleikaferðar um Kína árið 2005. Með- limum tríósins bárust fréttir þess efnis í gær en Óttar Felix Hauksson lék lög af nýrri plötu þeirra, „Scand- inavian Songs“ fyrir for- ráðamenn hátíð- arinnar sem hrif- ust svo mjög að afráðið var að bjóða sveitinni að leika þar í landi á þessu ári og því næsta. Óttar er staddur í Kína í tengslum við und- irritun útgáfusamnings með tónlist ítalska „undrabarnsins“ Robertino og kom tríóinu á framfæri í sömu ferð. Þá fékk hann fyr- irspurn frá aðstandendum Listahátíðarinnar um Íslenska dansflokkinn. Björn Thoroddsen, gítarleikari í Guitar Islancio, segir ekkert fyrirsjáanlegt í tónlist- inni en sér hafi aldrei dottið í hug að hann ætti eftir að leika í Kína. „Við erum í skýjunum yfir þessu,“ sagði hann. Enginn þeirra félaga hafi komið til Kína eða leikið þar áður. Guitar Islancio er auk Björns skipað þeim Gunnari Þórðarsyni, gítar og Jóni Rafnssyni, kontrabassa. Í hljómleika- ferð um Kína á næsta ári Guitar Islancio heitir tríó þeirra Gunnars Þórðarson- ar, Björns Thoroddsens og Jóns Rafnssonar. ALLIR nemendur í Ingunnarskóla í Graf- arholti, vel á annað hundrað talsins, hafa nú fengið íþróttatreyjur merktar Fylki úr Árbæn- um að gjöf frá félaginu. Voru viðbótartreyjur afhentar í gær, við mikinn fögnuð nemendanna eins og sjá má. Að sögn Arnar Hafsteinssonar, því, auk þess sem verið var að skipta út bún- ingum fyrir yngri flokkana. Segir Örn tilgang- inn ekki hafa verið þann að ná krökkunum í Fylki á undan Fram, sem gert hefur samning við Reykjavíkurborg um framtíðaraðstöðu í Úlfarsfelli, næsta nágrenni við Grafarholtið. framkvæmdastjóra Fylkis, hafa nemendurnir verið í leikfimikennslu í íþróttahúsinu í Árbæn- um, þar sem slíkt mannvirki er enn ekki til staðar í Grafarholti og verður ekki fyrr en haustið 2005. Þótti tilhlýðilegt að merkja krakkana félaginu, enda mörg farin að æfa hjá Morgunblaðið/ÞÖK Nemendur Ingunnarskóla í Fylkistreyjum STEFNT er að því að endurvekja sögusvið Gísla sögu Súrssonar í Dýrafirði sumarið 2005. Verður í þeim tilgangi m.a. komið fyr- ir u.þ.b. tuttugu söguskiltum víða í grennd við þjóð- veginn, einskonar söguslóð með upp- haf sitt í Önund- arfirði þar sem Gísla saga Súrs- sonar hefst. Þá eru uppi hugmyndir um að koma á á fót víkingamiðstöð á Þing- eyri þar sem fólki gefst kostur á að fræðast um allt er viðkemur sögu og lifnaðarháttum víkinga. Gíslasöguverkefnið er eitt sex íslenskra þátttökuverkefna í fjölþjóðlegu samstarfs- verkefni, „Destination Viking“ sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins. Sögusvið Gísla sögu Súrssonar endurvakið Teikning af einu söguskilt- anna, við Dýrafjarðarbrú, sem ráðgert er að reisa.  Nýtt víkingatímabil/22 HEILDARKOSTNAÐUR Samkeppnis- stofnunar við rannsókn á meintu samráði tryggingafélaganna er tæplega 32 milljónir króna. Rannsóknin nær frá árinu 1997 fram til ársins 2004. Þetta kom í skriflegu svari viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þing- manns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Jóhanna spurði hvort ástæða hefði verið til að ætla að vegna fjárskorts Samkeppnis- stofnunar og skorts á mannafla hefði tekið svo langan tíma að fá niðurstöðu en í svarinu segir að ýmsir samverkandi þættir hafi vald- ið því hversu langan tíma hafi tekið að ljúka málinu, og fjárskortur ekki ráðandi þáttur. Kostaði 32 milljónir króna  Heildarkostnaður/10 Rannsókn á meintu samráði tryggingafélaganna ♦♦♦ ♦♦♦ MIKIL hætta skapaðist á Suður- landsvegi og Vesturlandsvegi síð- degis í gær vegna ofsaaksturs ökumanns á stolnum bíl. Lög- reglumenn reyndu að stöðva öku- manninn eftir að hann sinnti fyrst ekki stöðvunarmerkjum við Litlu kaffistofuna. Eftir langa og stranga eftirför á háannatíma tókst lögreglunni að króa manninn af í Túnahverfi í Mosfellsbæ og hafði hann þá ekið utan í einn fólksbíl og skemmt þrjá lögreglu- bíla. Mildi þykir að enga hafi sakað í ofsaakstri mannsins. Tilkynnt hafði verið um stolinn bíl á Selfossi og fljótlega kom í ljós að um sama mann var að ræða og rændi bensínstöð og verslun á Laugarvatni á mánudag. Skömmu eftir að Selfosslögreglan sleppti honum um fjögurleytið í gær, eftir að hann viðurkenndi ránið í yfir- heyrslum, tókst honum í annarri tilraun að stela bíl til að komast á til Reykjavíkur. Daginn áður var maðurinn handsamaður á Þing- völlum af eigendum verslunarinn- ar á Laugarvatni, sem veittu hon- um eftirför yfir Lyngdalsheiðina. Sökum annarlegs ástands var ekki hægt að yfirheyra hann fyrr en í gærmorgun. Eftir að bílstuldurinn á Selfossi hafði verið tilkynntur fór lögregl- an í Reykjavík á móts við manninn og mætti honum við Litlu kaffi- stofuna. Þar var hann mældur á 140 km hraða en sinnti ekki stöðv- af, korteri eftir að tilkynnt var um stolinn bíl á leið til borgarinnar. „Það er alveg ljóst að almenn- ingi stafaði mikil hætta af ökulagi mannsins á einhverjum fjölfarn- asta vegi landsins. Aksturinn var langt umfram hámarkshraða og flestar umferðarreglur brotnar að okkar mati,“ segir Karl Steinar og er ánægður með vinnubrögð lög- reglumanna undir miklu álagi. Fagmannlega hafi verið að verki staði hjá hans mönnum og þeir náð að afstýra stórslysi. Maðurinn var í haldi lögreglunnar í gærkvöld og að sögn Karls Steinars verður tek- in afstaða til þess í dag hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum. unarmerkjum. Lögreglan greip til þess ráðs að setja upp hindrun á Suðurlandsvegi við Rauðavatn en þar komst maðurinn framhjá og hélt för sinni áfram að Vestur- landsvegi. Þar beygði hann í átt til Mosfellsbæjar og höfðu fleiri lög- reglubílar þá bæst í eftirförina. Króaður af í Mosfellsbæ Karl Steinar Valsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn segir að þegar þarna hafi verið komið sögu hafi lögreglumenn fengið fyrirmæli um að koma ökumanninum af Vesturlandsvegi sökum mikillar slysahættu og stöðva akstur hans. Tókst svo að lokum á Skarhóla- braut í Mosfellsbæ að króa hann Viðurkenndi rán á Laugarvatni hjá Selfosslögreglu og fór skömmu síðar á stolnum bíl til Reykjavíkur Mikil hætta skap- aðist af ofsaakstri Morgunblaðið/Júlíus Lögreglumenn ræðast við eftir að hafa króað ökumanninn af í Mos- fellsbæ. Fyrir aftan þá er sendibíll sem maðurinn stal á Selfossi, hálf- tíma eftir að hann losnaði úr yfirheyrslum lögreglu vegna ráns. NOKKURRAR óvissu gætir með atvinnu fyrir ungt fólk í sumar, en að sögn starfsmanna Vinnumiðlunar ungs fólks (VUF) er ekki hægt að veita nema rúmlega helmingi um- sækjenda þar vinnu. Um 2.600 námsmenn, 17 ára og eldri, hafa sótt um hjá VUF, en af þeim fá um 1.470 vinnu. Þó er sá fyrirvari á að flestir sækja um á fleiri en einum stað, svo ekki er fullljóst hversu margir verða án vinnu í sumar. Í bréfi frá framkvæmda- stjóra ÍTR, sem lagt var fyrir borgarráð í gær, kemur fram að alls muni 5.200 ungmenni starfa hjá borginni í sumar, en þar er með talin Orkuveita Reykjavíkur og Vinnuskólinn, en Orkuveitan ræður um 200 manns í afleysingar og ýmis störf í sumar. Upphaflega var gert ráð fyrir um 870 störfum fyrir ungt fólk hjá stofnunum borgarinnar, á vegum VUF, en með 150 milljóna aukafjárveit- ingu verður bætt við 600 störf- um á ýmsum stöðum. Helmingur fær vinnu Selma Árnadóttir, forstöðu- kona VUF, segir að rúmur helmingur umsækjenda fái vinnu og að stór hópur verði þó áfram á biðlista. „Fólk er von- andi að leita á önnur mið, en hér er einungis um að ræða ráðningar hjá borgarstofnun- um, þótt einkaaðilar leiti einnig til okkar eftir fólki, sem betur fer,“ segir Selma. Óvissa með sum- arstörf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.