Morgunblaðið - 03.06.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 03.06.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Af með gömlu sjóhattadruslurnar, nú eruð þið orðnir alvöru sægreifar. Kynna íslenskar rannsóknir í sálfræði Yfirlit yfir störf sálfræðinga Ráðstefna um ís-lenskar rannsókn-ir í sálfræði verður haldin á morgun í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, af sálfræðiskor háskólans, og er tilefnið 50 ára afmæli Sálfræðinga- félags Íslands. Það eru sál- fræðiskor Háskóla Ís- lands, Geðsvið Landspítala – háskólasjúkrahúss og Sálfræðingafélag Íslands sem standa að ráðstefn- unni. Á ráðstefnunni verða 15 erindi um rannsóknir ís- lenskra sálfræðinga og um 20 veggspjöld verða kynnt á milli fyrirlestra. Efni fyr- irlestra er mjög margbrot- ið og eru m.a. á sviði klín- ískrar sálfræði, skynjunarsálfræði, sálfræðilegra prófa og afbrotasálfræði, segir Daníel Þór Ólason, aðjúnkt í sál- fræði við Háskóla Íslands, og starfsmaður nefndarinnar sem skipuleggur ráðstefnuna. – Er mikill áhugi á sálfræði sem fræðigrein í dag? „Áhugi fólks á sálfræði hefur vaxið mikið undanfarin 15 ár og er nú svo komið að 300 manns hefja nám við sálfræðiskor HÍ ár hvert. Sálfræðingafélagi Íslands hefur einnig vaxið mjög ásmegin og starfandi sálfræðingum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Nú eru 201 sálfræðingur í félaginu og þar af 25 með sérfræðiviðurkenn- ingu.“ – Hvað verður fjallað um á þessari ráðstefnu? „Ráðstefnan gefur ágætt yfirlit yfir rannsóknir sem sálfræðingar stunda hér á landi, en óhætt er að segja að fátt mannlegt er sálfræð- ingum óviðkomandi. Á ráðstefn- unni verða haldin 15 erindi í fjór- um dagskrárliðum, og hefst dagskráin kl. 9 föstudaginn 4. júní með ávarpi Einars Guðmundsson- ar, skorarformanns sálfræðiskor- ar. Á milli dagskrárliða kynna sál- fræðingar rannsóknir sínar með fjölda veggspjalda. Í fyrsta dagskrárlið verða fjög- ur erindi sem öll tengjast klínískri sálfræði, en þar verður rætt um hugmyndir manna um geðröskun sem skaðlega truflun, félagskvíða aldraðra, áhrif langvinnra veik- inda barna á fjölskyldur þeirra, og árangur hugrænnar atferlismeð- ferðar á þunglyndi og kvíða. Annar dagskrárliður verður á sviði skynjunarsálfræði en þar verða þrjú erindi sem m.a. fjalla um rannsóknir á dagsbirtu á Ís- landi, ýfingaráhrif í sjónskynjun og lýkur með erindi um skynjun hljóðlengdar í íslensku tali. Í þriðja dagskrárliðnum verða fjögur erindi á sviði sálfræðilegra prófa. Þar verður rætt um nýlega könnun á spilavanda meðal 16–18 ára unglinga í framhaldsskólum á Íslandi, réttmæti fimm þátta framsetningar á skimunarlista fyrir einhverfuróf, um stöðlun NEO-PI-R persónuleikaprófsins og lýkur með erindi um túlkun prófa og undir- prófa Íslenska þroska- listans. Síðasti dagskrárlið- ur samanstendur af fjórum erindum. Þar verður rætt um persónuleikaeinkenni sem spá fyrir um afbrotahegðun, um sjálfsvíg ungs fólks á Íslandi, um kenningu Weiners um áhuga og geðshræringar og að síðustu verð- ur rætt um rannsóknir á svipsýn- um, ofskynjunum og meintri reynslu af látnum.“ – Hverjar voru niðurstöður rannsóknarinnar á spilavanda meðal 16–18 ára unglinga, er spilavandi algengur á þessum aldri? „Þessi rannsókn var hluti af stærra verkefni þar sem tilgang- urinn var að safna gögnum um tíðni spilavanda, og voru þátttak- endur 750 nemendur úr 12 fram- haldsskólum. Við vorum þrjú sem unnum rannsóknina, Karen Júlía Sigurðardóttir, ég og Jakob Smári. Helstu niðurstöður voru þær að nánast allir nemendur höfðu spilað peningaspil einhvern- tíma á ævinni og voru vinsælustu fjárhættuspilin skafmiðar, spila- kassar og lottó. Tíðni spilavanda var á bilinu 2–2,7% fyrir allt úr- takið.“ – Var einhver munur á spila- vanda milli kynja? „Spilavandinn var mun algeng- ari meðal drengja en stúlkna. Vandinn hjá strákunum er á bilinu 3,7–5% en hjá stelpunum einungis 0,3%. Síðar hefur verið gerð stærri rannsókn á þessum vanda með 3.500 krökkum, og reyndust niðurstöður úr þeirri rannsókn sambærilegar við þessar tölur. Fyrri könnunin var meira próf- fræðileg, til að staðfesta að mæli- tækin virki, en úrtakið sjálft er hentugleikaúrtak, ekki tilviljunar- kennt úrtak úr öllum unglingum á þessum aldri. En í stærri könn- uninni erum við með tæplega 80% af öllum krökkum á tilteknum aldri, og það því mun áreiðanlegri könnun á þessum spilavanda hjá ungu fólki.“ – Fyrir hverja er ráðstefnan? „Ég hvet sálfræð- inga og alla sem hafa áhuga á íslenskum rannsóknum í sálfræði til að mæta á ráðstefnuna og kynna sér rann- sóknir íslenskra sálfræðinga. Nefna má að hluti erinda sem kynnt verða á ráðstefnunni munu einnig birtast í 9. árgangi Sál- fræðiritsins sem er tímarit Sál- fræðingafélags Íslands. Dagskrá ráðstefnunnar má jafnframt sjá á heimasíðu sálfræðingafélagsins www.sal.is.“ Daníel Þór Ólason  Daníel Þór Ólason er fæddur 10. janúar 1967 í Reykjavík. Hann lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1995, og lauk doktorsnámi í sálfræði frá háskólanum í York á Englandi árið 2000. Hann starfaði sem verkefnisstjóri hjá IMG Gallup að loknu námi, en hefur verið að- júnkt í sálfræði við Háskóla Ís- lands frá árinu 2002. Sambýlis- kona Daníels er Þóra Tómasdóttir, kennari við Wal- dorfskólann í Lækjarbotnum og eiga þau dæturnar Hildu Björk, Sólveigu Önnu og Ernu Diljá. Um 3,7–5% drengja með spilavanda SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur tilkynnt að 6 milljónir króna verði settar til uppbyggingar á Gljúfrastofu, gestastofu og upplýs- ingamiðstöð þjóðgarðsins í Jökuls- árgljúfrum og nágrenni. Féð kemur frá umhverfisráðherra, samgöngu- ráðherra og iðnaðarráðherra sem allir leggja fram 2 milljónir hver. Fyrir höfðu safnast 2,5 milljónir kr frá samgönguráðuneyti, Umhverfis- stofnun, Kísilgúrsjóði og sveitar- félögunum í kringum þjóðgarðinn. „Það hefur lengi verið draumur manna að koma upp gestastofu í Jökulsárgljúfrum þar sem innlendir og erlendir ferðamenn geta notið fræðslu um þjóðgarðinn. Í vetur hef- ur verið unnið að rafrænu fræðslu- efni um þjóðgarðinn þar sem texta, myndum, kortum og lesmáli er blandað saman. Til stendur að setja þetta fræðsluefni á vefsjá sem stað- sett verður í gestastofunni þegar hún verður opnuð. Einnig verður þar í boði fjölbreytilegur fróðleikur sem höfðar bæði til fullorðinna og barna. Með þessu fjárframlagi hefur náðst mikilvægur áfangi við verk- efnið sem um leið sýnir þann góða stuðning sem það hefur fengið víða að,“ segir í fréttatilkynningu. Gljúfrastofa fær sex millj- ónir króna í uppbyggingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.