Morgunblaðið - 03.06.2004, Page 12

Morgunblaðið - 03.06.2004, Page 12
SYNJUN FORSETANS 12 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Starfsfólk Norðurljósa fylgist grannt með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, gefa yfirlýsingu um ákvörðun sína varðandi fjölmiðlafrumvarpið og fögnuðu þegar hann sagðist synja staðfestingu laganna. SKARPHÉÐINN Berg Steinars- son, formaður stjórnar Norðurljósa, og Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, vildu ekki tjá sig við Morgunblaðið um synjun forseta Ís- lands á því að staðfesta fjölmiðlalög- in, sem Alþingi samþykkti í síðustu viku, og vísa þeim í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norðurljós tjá sig ekki BJÖRG Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að ákvörðun forseta Íslands að skrifa ekki undir lög um eignarhald á fjöl- miðlum sé auðvit- að tímamóta- ákvörðun og um það séu allir sam- mála. Björg segir hins vegar að hvergi liggi fyrir hvernig væntan- legri þjóðarat- kvæðagreiðslu verði háttað. „26. grein stjórnar- skrárinnar kveður á um að það skuli kjósa um að synja frumvarpinu eða samþykkja og ég býst við að sú spurning hljóti að verða lögð fram fyrir landsmenn með þessum hætti,“ sagði Björg. Varðandi framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar séu ýms- ir kostir í stöðunni. Hægt sé að setja sérstök lög um framkvæmdina, eða beita gildandi kosningalögum, sem gilda um kjör forsetans eða alþing- iskosningar. „Það er í sjálfu sér ekkert svo flók- ið að koma því við,“ segir Björg. Hún segist telja ákjósanlegast að Alþingi setji lög um atkvæðagreiðsluna, en ekki sé endilega forsenda fyrir því, meta megi það í framhaldinu. „Ef Alþingi kæmi saman af þessu tilefni, myndi það væntanlega setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Hvað dómstólana varðar segir Björg að þeir hafi ekkert um málið að segja á þessu stigi og ekki fyrr en hugs- anlega verði höfðað mál fyrir þeim. Verði lögin felld úr gildi í þjóðarat- kvæðagreiðslu muni málið væntan- lega ekki ná lengra og fari væntan- lega aldrei fyrir dómstólana. „Þarna er þessu ákvæði beitt í fyrsta skipti og það sýnir sig hversu mikið vantar upp á að stjórnarskráin mæli fyrir um þetta. Hún kannski botnar ekki alveg málið um það til að mynda hvernig at- kvæðagreiðslan eigi að fara fram og fleira. Það leiðir ef til vill til þess að menn vilja endurskoða þetta stjórn- arskrárákvæði, breyta því eða kveða skýrar á um hvenær forseti getur synjað lagafrumvarpi staðfestingar og fleira. Til þess þarf stjórnarskrár- breytingu og það hljóta menn íhuga áreiðanlega í framhaldinu.“ Björg Thorarensen Stjórnarskrárbreyt- ing kemur til álita Björg Thorarensen ÞÓR Vilhjálms- son, fyrrum hæstaréttardóm- ari og dómari við mannréttinda- dómstólinn, segir að synjun forset- ans á staðfestingu laganna hafi verið óheimil. „Ég er þeirrar skoðunar, eins og ég hef sagt mörgum sinnum, að þessi synjun forsetans persónulega hafi verið óheimil,“ sagði Þór. Hann sagði að fosetinn byggði synjunina á 26. grein stjórnarskrár- inar en um þetta gilti líka 13. grein stjórnarskrárinnar sem að efni til væri sú að forsetinn léti ráðherra framkvæma vald sitt. „Þarna er um að ræða valdbeitingu og hún getur ekki farið fram eftir þessari 13. grein nema eftir tillögu og með meðundirritun ráðherra.“ Hann sagði aðspurður að forseti þyrfti atbeina ráðherra til þess að beita synjunarvaldinu. Stjórnvöld ættu ekkert að gera Hann sagði að ekkert ætti að ger- ast nú að hans mati aðspurður hvert framhaldið yrði. „Það sem ætti að gera núna að því er ég held er að það gerðist ekki neitt. Síðan geta menn sem telja lögskylt að hafa þjóðarat- kvæði farið í mál og krafist viður- kenningardóms fyrir því,“ sagði Þór. Hann sagði að þar með kæmi málið til kasta dómstólanna og það myndi verða hans ráð ef einhver spyrði hann ráða af þeim sem ráða. Deilt hefði verið um þessi atriði og ýmsir haldið öðru fram, meðal annars því að for- setinn hefði ekki framkvæmdavaldið. Það verði að vera með atbeina ráð- herra vegna 13. greinar, en þeir telji að vegna 2. greinar stjórnarskrárinn- ar um þrískiptingu ríkisvaldsins, að þá gildi 13. greinin ekki um löggjaf- arvaldið. „Ég tel að engin merki séu um að þetta sé réttur skilningur. “ Synjun forsetans persónulega óheimil Þór Vilhjálmsson Þór Vilhjálmsson UM SYNJUNARVALD for- seta Íslands er fjallað í 26. grein stjórnarskrárinnar. Þar segir orðrétt: „Ef Alþingi hefur sam- þykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var sam- þykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður laga- gildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir at- kvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri at- kvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Í 13. grein stjórnarskrárinnar segir síðan: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“ Fær laga- gildi þó synjað sé RÓBERT Marshall, for- maður Blaða- mannafélags Ís- lands, segir ákvörðun forseta um að staðfesta ekki fjölmiðlalög ekki koma á óvart. „Ég myndi segja að það væri einfaldlega komið í ljós að þjóðin hafnaði þessum fjölmiðlalög- um í skoðanakönnunum og með undirskriftalistum. Forsetinn sé einfaldlega að staðfesta það,“ segir Róbert sem staddur er erlendis. Þá sagðist hann telja að þjóðin hafi verið óánægð með málsmeðferð fjölmiðlalaganna. „Nú skiptir máli að menn takist málefnalega á um þetta fjölmiðla- frumvarp; það hvernig að lagasetn- ingunni var staðið, það hvaða ákvörðun forsetinn hefur tekið, það er ekki það sem málið snýst um núna. Það eru þessi fjölmiðlalög. Núna þarf þjóðin einfaldlega að fara í málefnalega umræðu um þessi fjölmiðlalög. Ég á fulla von á því að þegar fólk er búið að kynna sé þessi lög til hlítar, þá muni það hafna þeim í þjóðaratkvæða- greiðslu.“ Róbert segist vera mjög ánægður með niðurstöðuna og segir hana ekki hafa komið sér á óvart. „Ég trúði ekki öðru. Það var svo víðtæk óánægja með það hvernig haldið hafði verið á þessu máli allt frá upphafi. Maður fann það í undir- skriftasöfnunum og í skoðanakönn- unum að þjóðinni stóð ekki á sama um þetta.“ Ákvörðunin kemur ekki á óvart Róbert Marshall Róbert Marshall JÓN Steinar Gunnlaugsson, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, segir að líklega komi til þjóðaratkvæða- greiðslu um fjöl- miðlafrumvarpið í kjölfar ákvörðun- ar forseta Íslands um að synja fjöl- miðlafrumvarpi staðfestingar. Setja þurfi sérstök lög um framkvæmd at- kvæðagreiðslu af því tagi. Jón Steinar segist þeirrar skoðun- ar að ákvörðun forsetans breyti eðli forsetaembættisins. „Þegar forsetinn tekur þessa ákvörðun er hann auðvitað að gera sig að virkum þátttakanda í laga- setningunni með því að synja lögum staðfestingar. Það hefur aldrei gerst áður í sögu lýðveldisins að forseti hafi gert það. Með því að beita þessu valdi er hann að gera sig að virkum þátttakanda í stjórnmálunum,“ segir hann. „Það eru einhverjar forsendur sem hann leggur niður fyrir sér þeg- ar hann tekur ákvörðun um að beita þessi valdi. Og til þess að geta beitt þeim forsendum verður hann að þekkja þingmálin og fylgjast með þeim. Fram að þessu hefur það aldr- ei verið talið nauðsynlegt. Forseti Ís- lands, sá sem nú situr, hefur áreið- anlega aldrei talið neina þörf á því að fylgjast sérstaklega með löggjafan- um. Við vitum að hann hefur farið til útlanda án þess að vera að velta því fyrir sér hvaða lög kynnu að vera samþykkt á meðan hann væri ekki nærstaddur. Á meðan hafa handhaf- ar forsetavalds farið með það vald.“ Jón Steinar segir að löngum hafi embætti forsetans og staða hans ver- ið álitin sameiningartákn þjóðarinn- ar. „En það er alveg augljóst að þessi ákvörðun hans breytir þeirri stöðu. Hann er að gerast þátttakandi í póli- tískum deilumálum dagsins með þessum hætti.“ Jón Steinar Gunnlaugsson Eðli forsetaembætt- isins hefur breyst Jón steinar Gunnlaugsson ÁKVÖRÐUN for- seta um að skrifa ekki undir lög um fjölmiðla hefur skapað upplausn í þjóðfélaginu, að mati Ástþórs Magnússonar for- setaframbjóð- anda. „Ólafur Ragnar hefur sett sig í ómögulega stöðu. Hann hefur setið sem forseti í átta ár og hefði átt að láta setja reglur um málsskotsrétt forseta en það hefur hann ekki gert. Ólafur er stjórnmála- fræðingur og ætti að vita að hann má ekki nota málsskotsréttinn þannig að það skapist upplausn í þjóðfélaginu en nú er hætta á að það gerist, sem er mjög neikvætt fyrir þjóðina bæði inn- anlands og út á við,“ segir Ástþór. Aðspurður hvað Ástþór hefði gert í þessu máli, segist hann ekki hafa komið sér í þessa stöðu. „Ég hefði sett á fót nefnd til að skapa reglur um málsskotsréttinn þannig að það væri ekki eins og happdrætti hvenær hon- um yrði beitt. Ég hefði ekki skapað tengsl við fyrirtæki eins og Ólafur hefur gert. Við megum ekki gleyma því að forsetaframboð Ólafs Ragnars 1996 var fjármagnað af Norðurljós- um, umboðsmaður hans í forseta- kosningunum 1996 og 2000 var for- stjóri Norðurljósa og fyrir kosningarnar núna er umboðsmaður hans lögfræðingur Norðurljósa. Sú sem sá um undirskriftarsöfnun fyrir forsetaframboð Ólafs bæði nú og áður var starfsmaður Norðurljósa, þannig að hann er frambjóðandi Norður- ljósa. Þó hann sé ekki lagalega van- hæfur til að koma að þessu máli þá er hann pólitískt gjörsamlega vanhæf- ur,“ segir Ástþór. Hann segir eðlilegt að málsskots- rétturinn sé til staðar en að reglur um málsskotsréttinn verði að vera til staðar svo honum verði ekki beitt þannig að úr verði stríð í þjóðfélag- inu. Ástþór Magnússon Skapar upp- lausn í þjóð- félaginu Ástþór Magnússon BALDUR Ágústsson forsetafram- bjóðandi segist ekki sjá fullnægj- andi rök fyrir þeirri ákvörðun for- setans að hafna því að undirrita lög um fjölmiðla, sérstaklega þeg- ar lögin eru skoðuð í samhengi við önnur umdeild lög. „Eins og ég hef áður lýst yfir tel ég málskots- réttinn mikil- vægan björgun- arbát sem sjálfsagt er að forseti hafi í hendi sinni þegar mikið liggur við. Þegar fjölmiðlalögin eru skoðuð í sam- hengi við önnur mikilvæg lög sem forsetar lýðveldsisns í 60 ár hafa kosið að undirrita þrátt fyrir áskoranir og þrýsting frá hags- munaaðilum og almenningi, mál á borð við öryrkjalögin, Schengen- samninginn, EES-samninginn og inngönguna í NATÓ, sem olli átök- um á Austurvelli á sínum tíma, sé ég ekki fullnægjandi rök til að hafna undirritun þessara laga. Ég vona því að forsetinn hafi haft ein- hverjar upplýsingar sem ég hef ekki sem réttlæta þessa ákvörðun hans. Allt þetta mál ber því sorglegt vitni hvernig fer þegar virkur stjórnmálamaður situr á Bessa- stöðum. Hættan er alltaf sú að hann með orðum sínum og athöfn- um, áður en meðferð máls lýkur á Alþingi, valdi óróa og sundrungu, sem hann síðan dregst inn í og loks móta afstöðu hans þegar til staðfestingar kemur. Þetta mál hefur blásist upp vegna þess að á Bessastöðum og Alþingi sitja tveir ólíkir pólar,“ segir Baldur. Baldur Ágústsson Ekki full- nægjandi rök fyrir synjun Baldur Ágústsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.