Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hafnarfjörður | Fleiri ruslatunnur, sjálfsstyrkingarnámskeið, aukin kynfræðsla, fjármálanámskeið og sameiginleg félagsmiðstöð voru að- eins brot af þeim uppástungum sem hafnfirskir unglingar kynntu fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar á bæj- arstjórnarfundi á þriðjudag, en þá var einmitt haldið upp á níutíu og sex ára afmæli kaupstaðarins. Tillögur unglinganna fæddust á afar frjóu unglingaþingi, sem hald- ið var á dögunum undir yfirskrift- inni Unglingabylting 2004. Þar komu saman fulltrúar allra bekkj- ardeilda í Hafnarfirði og þinguðu um þá hluti sem betur mættu fara í aðstöðu fyrir unglinga í bænum og einnig þá hluti sem vel fara. Þóttu unglingarnir standa sig með mestu prýði og sýna mikla rökvísi og sköruleik í kynningum sínum á til- lögunum, enda hafði þeim verið gerð full grein fyrir því að tillögur þeirra yrðu teknar alvarlega og þær myndu skipta máli í stefnumót- un bæjarins í umhverfis-, æskulýðs- og forvarnamálum. Alls var tillögunum skipt í átta málaflokka, en þingmenn unglinga- þingsins höfðu einmitt unnið í átta vinnuhópum, hver með sinn mála- flokk. Þessir málaflokkar eru: Skipulags- og umhverfismál, for- varnir og fræðsla, félagsmið- stöðvar, skóli – nám, skóli – fé- lagsmál, íþróttir og tómstundir, vinnuskólinn og menningarmál. Fjölmörg málefni brenna á unglingum Meðal þeirra mála sem brunnu hvað heitast á unglingunum voru hugmyndir um sameiginlega fé- lagsmiðstöð sem opin væri á sumr- in, en þá væri þörfin mest fyrir slíka félagsmiðstöð og gegndi hún mikilvægu hlutverki við að fyr- irbyggja vímuefnanotkun, hangs og sjónvarpsgláp, auk þess sem slík miðstöð myndi auka samskipti milli unglinga innan Hafnarfjarðar og minnka fordóma. Aukin tónlistar- kennsla var einnig ofarlega á baugi og fannst unga fólkinu svíða hvað biðlistar í tónlistarnám væru lang- ir, allt upp í fimm ár. Áhugi væri fyrir hendi, þannig að slíkar breyt- ingar væru nauðsynlegar. Stytting skólaársins, enda væri tilgangs- laust að hanga í skólanum að lokn- um prófum, sérstaklega í ljósi stutts sumars. Þá vildu unglingar auka vægi verkgreina svo fleiri börn og unglingar njóti sín í skólanum. Einnig vildu þeir leggja niður krist- infræði og kenna frekar almenna trúarbragðafræði, þar sem öllum trúarbrögðum yrðu gerð jöfn skil. Sameiginleg böll milli skóla og félagsmiðstöðva skiptu unglingana einnig máli, til að kynnast nýju fólki. Þá kváðust unglingar lang- þreyttir á því að dvelja innan veggja listaverka, þar sem ekkert svigrúm væri til breytinga og vís- uðu þar til þröngrar hönnunar skól- anna. Virkara skákstarf og hjóla- brettaaðstaða, auk æfingarhúsnæðis fyrir hljómsveitir var einnig ofarlega á baugi. Gjald í strætó og sund þótti ung- lingunum einnig allt of dýrt og sögðu þeir fráleitt að skilgreina unglinga sem fullorðna vegna gjaldtöku þegar skýrt er kveðið á um það í lögum og barnasáttmála SÞ að einstaklingur sé ekki fullorð- inn fyrr en við 18 ára aldur. Þá vildu unglingarnir meiri vinnu fyrir unglinga í vinnuskólanum og stað með hollan skyndibita í miðbæinn. Hugmyndir teknar alvarlega Fjölmargar aðrar hugmyndir komu fram hjá unglingunum og voru þær allar kynntar bæj- arfulltrúum, sem tóku afar vel í þær og sögðu sumar þeirra ekki svo erfiðar í framkvæmd. Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, seg- ir sér hafa litist vel á fjölmargar ábendingar, til dæmis bæði varð- andi skólastarfið og nýbreytni í því. „Þar má nefna hugmyndir þeirra um styttingu skólaársins, en það var mjög ákveðin krafa í að taka lenginguna burt sem hefur ekki skilað sér með þeim hætti sem menn voru að gera sér væntingar um,“ segir Lúðvík og bætir við að honum hafi þótt vænt um að sjá til- lögur varðandi umhverfismál og umgengni í bænum. „Það komu fram fjölmargar tillögur sem við munum geta moðað úr og komið í framkvæmd í samvinnu við æskuna nú á næstu misserum.“ Bæjarstjórn samþykkti sam- hljóða tillögu Lúðvíks og Magnúsar Gunnarssonar, oddvita sjálfstæð- ismanna, um að vísa tillögunum til yfirferðar og skoðunar í ráðum og nefndum bæjarins, þar sem tekið verði efnislega á þeim. Þá segir Lúðvík einnig at- hugavert að sjá hugmyndir um skólabyggingarnar innan frá, frá þeim sem lifa og hrærast í þeim. „Þau eru að vekja okkur til um- hugsunar um að innri búnaðurinn og aðstaðan þeirra skipta máli,“ segir Lúðvík. „Þau hafa lagt mikla og góða vinnu í þetta. Við vildum tryggja það strax í upphafi að þau gerðu sér grein fyrir að við mynd- um taka þau alvarlega það er margt hægt að gera og bæta og það þarf ekki allt að kosta mikla pen- inga.“ Morgunblaðið/ÞÖK Kynning: Unglingar þóttu kynna málefni sín af rökfestu og röggsemi. Hafnfirskir unglingar skila tillögum Vel rökstudd- ar og frjóar hugmyndir „ÆTLI ég tuði ekki bara eitthvað í tuttugu mínútur að venju,“ segir Björn Ingólfsson, skólastjóri Greni- víkurskóla, en skólaslit verða þar í dag og lætur Björn þá jafnframt af störfum eftir 36 ára starf skóla- stjóra. Byrjaði haustið 1968, þá tuttugu og fjögurra ára og nýút- skrifaður úr Kennaraskóla Íslands. Hann hafði nokkrum árum fyrr, nítján ára, kennt einn vetur við skólann. Var kippt inn, eins og hann orðar það, því það vantaði kennara. „Ég vissi ekkert hvað ég átti að leggja fyrir mig, en sá að þetta var skemmtilegt starf, það átti vel við mig,“ segir hann, en eft- ir þennan vetur varð ekki aftur snúið. Björn ákvað að gerast kenn- ari. Að námi loknu hittist þannig á að starf skólastjóra við Grenivík- urskóla var laust. Og hann stökk beint inn í það úr Kennaraskól- anum. „Ég hef ábyggilega verið svo vitlaus að ég gerði mér enga grein fyrir því út í hvað ég var að fara,“ segir hann. „Þetta hefur samt gengið ótrúlega vel. Þetta er gott samfélag hérna og það hefur farið vel með mig.“ Segist aldrei hafa haft neinar áhyggjur af því að hann væri ekki á réttri hillu. „Ég kann þessu starfi ljómandi vel, það er skemmtilegt,“ segir hann, og kannski er það skýringin á því að Björn hefur aldrei tekið sér frí frá störfum þessi 36 ár. „Mér fannst einhvern veginn aldrei vera rétti tíminn,“ segir hann en þvertekur fyrir að hann hafi litið svo á að hann væri ómissandi. „Nei, alls ekki. Ætli það hafi ekki frekar ver- ið fyrir uppburðarleysi að ég tók mér aldrei ársfrí.“ Starf skólastjóra nú segir hann gjörólíkt því sem áður var. „Fyrstu árin var starfið aðallega fólgið í því að opna dyrnar á morgnana, kenna sína 36 tíma, gera námsbókapöntun og skrifa haust- og vorskýrslur,“ segir Björn. Þá fóru samskipti um málefni skólans fram við fulltrúa í menntamálaráðuneytinu, „sem skildi ekki alltaf hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í 60 barna skóla norður í landi.“ Nokkur framför varð þegar fræðsluskrifstofur voru settar á laggirnar í kjördæmum landsins, þá þurfti að leita um ögn skemmri veg eða til Akureyrar, „en fólkið var á svæðinu og skildi út á hvað lífið gekk. Hins vegar fengu fræðsluskrifstofurnar aldrei það fjármagn sem þær þurftu frá rík- inu.“ Stærsta stökkið og það besta segir hann hafa verið þegar sveit- arfélögin tóku við rekstri grunn- skólanna og því fyrirkomulagi myndi hann ekki vilja breyta. „Nú þarf ég bara að ganga hérna niður eftir til Guðnýjar [Sverrisdóttur sveitarstjóra] til að ræða um mál- efni skólans,“ segir hann. Það sé metnaðarmál hverrar sveit- arstjórnar að halda úti góðum skól- um, ekki hvað síst í smærri byggð- arlögum úti um landið. Enda snúist búseta í viðkomandi byggðarlagi um góðan skóla, „og líka um at- vinnu og góðar samgöngur, annars fer fólkið bara eitthvað annað.“ Þó svo að Björn láti af störfum við Grenivíkurskóla hefur hann ekki í hyggju að setjast í helgan stein. Enda rétt nýlega orðinn sex- tugur. „Ég er nú ekki búinn að skipuleggja tímann alveg fram á grafarbakkann, en næsta ár liggur nokkuð ljóst fyrir,“ segir Björn. Hann hefst handa við það í ágúst- mánuði að skrifa sögu Sparisjóðs Höfðhverfinga, en hann varð 125 ára 1. janúar síðastliðinn og er næstelsta peningastofnun landsins. Hann mun koma sér fyrir á skrif- stofu sparisjóðsins og ætlar sér ár til verksins. „Þetta verður mikið verkefni, en skemmtilegt geri ég ráð fyrir. Þetta verður vonandi ekki bara saga sparisjóðsins, held- ur líka kafli í byggðasögu hrepps- ins,“ segir Björn, en hann hefur áð- ur skrifað bókina Bein úr sjó, sem út kom árið 2002 og fjallar um út- gerð og fiskvinnslu í Grýtubakka- hreppi. Þá sér Björn einnig um sameiginlegt bókasafn skólans og hreppsins og hyggst halda því starfi áfram. Bókasafn hreppsins var stofnað 1875 og þar er að finna bækur næstum 200 ára gamlar. Fyrsta bókin sem keypt var í Lestrarfélag Grýtubakkahrepps, eins og það hét fyrst, var Lestr- arbók handa alþýðu eftir Þórarin Böðvarsson, gefin út 1874. Hún er enn til „og mikið lesin,“ segir Björn. Björn Ingólfsson lætur í dag af störfum skólastjóra Grenivíkurskóla eftir 36 ára starf Gott samfélag sem farið hefur vel með mig Morgunblaðið/Margrét Þóra Ætlar að setjast við skriftir: Björn Ingólfsson, skólastjóri á Grenivík, hefur ekki í hyggju að fara eftir tilmælum á verðlaunaskilti Bjössa frá Ártúni; að slökkva á sér, þó að hann láti af störfum í dag eftir 36 ára starf. NÝ námsbraut er á meðal þess sem stjórnendur Verkmennta- skólans á Akureyri eru þessa dagana að velta fyrir sér að setja á fót við skólann. Verkmennta- skólinn er tuttugu ára í ár og hefur tímamótanna verið minnst með ýmsum hætti, en þau eru einnig notuð til að skoða hverju breyta megi í starfsemi skólans eða bæta. Hjalti Jón Sveinsson skóla- meistari gerði grein fyrir hug- myndum sem fram hafa komið í þeim efnum við skólaslit á dög- unum. Nefndi hann þar tilkomu nýrrar námsbrautar sem bygg- irst á grunni viðskiptadeildar skólans, „sem átt hefur undir högg að sækja vegna minnkandi aðsóknar undanfarin ár,“ sagði hann. Hugmyndin tengist einnig þeirri staðreynd, að sögn skóla- meistara, að málabraut sem skól- inn hefur boðið upp á um árabil „hefur ekki náð því flugi sem við ætluðum vegna þess að ein- hverra hluta vegna virðist hún ekki höfða til nemenda,“ sagði hann. Því er nú ætlunin að þróa „nýja og spennandi námsleið fyr- ir duglega og áhugasama nem- endur,“ sagði Hjalti Jón, en brautin mun byggjast á góðri þekkingu á viðskiptagreinum, góðri tungumálakunnáttu, færni í tölvu- og upplýsingatækni „og síðast en ekki síst góðu læsi á hið alþjóðlega umhverfi sem við er- um nú stödd í við upphaf 21. ald- ar,“ sagði skólameistari. Hann sagði að enn væri ekki komið nafn á nýju brautina „en hún gæti sem best heitið viðskipta- og alþjóðalína, alþjóðabraut eða einfaldlega þjóðbraut.“ Komið til móts við dugmikla nemendur Annað sem einnig er til skoð- unar er að hlúa betur að dug- miklum nemendum sem vilja ljúka stúdentsprófi á skemmri tíma en fjórum árum, m.a. með því að liðka til þannig að árekstr- ar verði færri þegar þeir eru með fullbókaða stundatöflu önn eftir önn. „Skoðun mín er sú að innan núverandi kerfis, hvort sem er í áfangaskólum eða bekkjarskólum, megi fjölga þeim nemendum sem ljúka þessu námi á þremur árum, og án þess að hrófla við námsskrám, sem valda myndi miklu uppnámi í gjörvöllu framhaldsskólakerfinu, og þá ekki síst í skipulagi verk- og starfsnáms,“ sagði Hjalti Jón. Verkefnastjóri Loks nefndi hann að næsta haust myndi sérstakur verkefna- stjóri úr hópi kennara sinna þeim nemendum sem hefðu að móðurmáli aðra tungu en ís- lensku í því skyni að koma betur til móts við aðstæður þeirra og þarfi. Skólameistari gat þess að þessi hópur hefði farið stækk- andi undanfarin ár. „Þessir ein- staklingar standa mjög misvel að vígi í að skilja og tjá sig á ís- lensku. Þá þarf að aðstoða við að ná tökum á málinu og ekki síður að ná félagslegum tengslum við aðra nemendur skólans,“ sagði hann. Ný námsbraut við VMA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.