Morgunblaðið - 03.06.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 03.06.2004, Síða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 23 Keflavík | Sólúrið við Myllubakkaskóla í Keflavík er þegar orðið vinsæll áningarstaður einstaklinga og hópa sem ganga um Reykjanesbæ. Þegar blaðamann bar að garði voru þar til dæmis börn úr 4. bekk Heið- arskóla í fylgd kennara sem sýndi þeim hvernig úrið virkaði. Sólúrið á lóð Myllubakkaskóla var afhjúpað síðastlið- inn laugardag. Það er gjöf nemenda Barnaskóla Kefla- víkur sem fæddir eru árið 1950, í tilefni af fjörutíu ára fermingarafmæli hópsins. Sólúrið er tileinkað minn- ingu Vilhjálms Ketilssonar, fyrrverandi skólastjóra Myllubakkaskóla, sem lést á síðasta ári og annarra úr fermingarhópnum sem fallnir eru frá. Sigrún Ólafs- dóttir, ekkja Vilhjálms, og Ketill Vilhjálmsson, faðir hans, afhjúpuðu verkið að viðstöddum gefendum og öðrum gestum. Sólúrið er þannig útbúið að sá sem ætlar að nota það til að sjá hvað tímanum líður verður að stíga á mán- uðinn og sjá skugga sinn falla á klukkuna. Það reyndu börnin úr Heiðarskóla að gera en sáu að þau yrðu að koma aftur þegar bjartara væri yfir og mögulegt að mynda skugga. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sólúr: Hvað skyldi klukkan vera? Stúlkan stendur á júní og myndi sjá hvað tímanum liði ef bjartara væri yfir. Sólúrið vinsæll áningarstaður Reykjanesbær | Fulltrúar Samfylk- ingarinnar og Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar telja að meirihluti sjálfstæðismanna sé á góðri leið með að keyra sveitarfélag- ið í þrot. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins segja að þrátt fyrir mikla uppbyggingu hafi tekist að styrkja efnahag bæjarins. Ársreikningar Reykjanesbæjar fyrir árið 2003 voru til síðari um- ræðu á fundi bæjarstjórnar í vik- unni og voru þeir samþykktir sam- hljóða að lokinni umræðu. Við þetta tækifæri lögðu fulltrúar meirihluta og minnihluta fram bókanir þar sem misvísandi túlkanir eru á fjárhags- stöðu bæjarins. Margfaldur framkvæmdaþróttur Árni Sigfússon bæjarstjóri talaði fyrir bókun meirihlutans, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þar kemur fram að þrátt fyrir mikla uppbygg- ingu í Reykjanesbæ hafi tekist að lækka skuldir og styrkja efnahag bæjarins. Það hafi verið gert með aukinni áherslu á að Reykjanesbær leiti samstarfsaðila við uppbygging- arverkefni og margfaldi það fram- kvæmdaþróttinn. Vakin er athygli á því að fram- undan séu frekari uppbyggingar- verkefni sem kalli á tímabundnar lántökur. Nefnd er áframhaldandi uppbygging Iðngarða við Helguvík og fullnaðarfrágangur Tjarnahverf- is, þar sem eftirspurn eftir húsnæði hefur verið langt umfram björtustu vonir. Þessar fjárfestingar muni skila sér í auknum tekjum sveitarfé- lagsins þegar fram í sæki og styrkja rekstur Reykjanesbæjar. Þá vekur meirihlutinn athygli á að í ársreikn- ingi 2003 komi fram að niðurstaðan sé mun hagstæðari en gert hafi ver- ið ráð fyrir en það sé vegna mikils hagnaðar af sölu eigna til Fasteign- ar hf. Þetta hafi gerst þrátt fyrir óvæntar gjaldfærslur lífeyrisskuld- bindinga og kostnað við gatnagerð- arframkvæmdir umfram áætlanir. „Ljóst er að minnihluti hvers tíma finnur ársreikningi allt til foráttu í hvert sinn sem hann er framlagður. Á því er engin undantekning nú. Staðreyndirnar hér að ofan tala þó sínu máli,“ segja sjálfstæðismenn. Stefnir í þrot „Óstjórn í fjármálum sveitarfé- lagsins“ er yfirskrift bókunar sem Kjartan Már Kjartansson lagði fram fyrir hönd minnihlutans, full- trúa Framsóknarflokks og Samfylk- ingar. „Ársreikningur Reykjanes- bæjar fyrir árið 2003 sýnir að meirihluti sjálfstæðismanna er á góðri leið með að keyra sveitarfélag- ið í þrot og virðist á engan hátt hafa náð tökum á rekstri þess,“ segir þar. Fram kemur að rekstrarhalli bæjarsjóðs nemi 866 milljónum kr., 27,3% af heildartekjum. Rekstrar- gjöld umfram fjárhagsáætlun árs- ins, sem þó hafi verið endurskoðuð í október, séu 290 milljónum hærri en gert var ráð fyrir, „og af því má ætla að stjórnendur sveitarfélagsins hafi alls ekki nógu góð tök á rekstr- inum enda gerir endurskoðandi sveitarfélagsins alvarlegar athuga- semdir við þessa umfram- keyrslu …“ Minnihlutinn segir að rekstrarhalli samstæðu Reykjanes- bæjar sé alls 954 milljónir kr. Eigið fé samstæðunnar sé 3,5 milljarðar. „Af því má sjá að ef ekki verður al- gjör viðsnúningur á fjármálastjórn meirihlutans mun eigið fé verða uppurið innan 5 ára með sama áframhaldi.“ Þá kemur fram að á árinu 2002 var rekstrarhalli samstæðunnar 331 milljón sem þýði að niðurstaðan hef- ur versnað um 620 milljónir á milli áranna 2002 og 2003. Rekstrarhall- inn hafi verið fjármagnaður með söluhagnaði fasteigna og verði fróð- legt að sjá niðurstöðuna fyrir árið 2004 þegar engar eignir séu eftir til þess að selja. Vakin er athygli á því að skuld- bindingar samstæðu Reykjanesbæj- ar séu mun hærri en fram komi í skuldum á efnahagsreikningi. Húsa- leiguskuldbindingar gagnvart Fast- eign hf. hafi numið 3,3 milljöðrum kr. í lok síðasta árs, samkvæmt skýringum með ársreikningi. „Að breyta lánum í leigu breytir ekki því að sveitarfélagið er skuldbundið til næstu 30 ára að greiða þau.“ Í lok bókunar sinnar segja fulltrú- ar minnihlutans: „Fjármálastjórn sem þessa er ekki hægt að túlka öðruvísi en sem óstjórn í fjármálum. Þær kennitölur sem sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn Reykjabæjar hafa verið að birta og eiga að sýna góðan rekstur þeirra, standast ekki nánari skoðun. Ef ekki á illa að fara verður að beita aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins á næstu árum og fylgja þeim áætlunum sem liggja fyrir. Bókhaldsæfingar bæta ekki afkomu bæjarbúa.“ Sjálfstæðismenn segja fjárhag Reykjanesbæjar styrkjast Minnihlutinn segir óstjórn í fjármálum Grindavík | Hagnaður af rekstri Bláa lónsins hf. nam rúmlega 25 milljónum kr. á síðasta ári. Kom þetta fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var í vikunni. Um 320 þúsund gestir heimsóttu Bláa lónið – heilsulind á síðasta ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að rekstrartekjur jukust um 15% frá fyrra ári, námu nú 663 millj- ónum kr. Rekstrarhagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði var 87,5 milljónir og hagnaður ársins nam rúmum 25 milljónum kr. Eiginfjár- hlutfall fyrirtækisins er um 60%. Bláa lónið hf. stendur nú fyrir miklum framkvæmdum á athafna- svæði félagsins í Grindavík. Bygging húðlækningastöðvar er í fullum gangi og á næstunni hefjast fram- kvæmdir við nýtt framleiðsluhús. Bæði þessi mannvirki verða tilbúin til notkunar á öndverðu næsta ári. Samið hefur verið við KB banka vegna fjármögnunar þessara verk- efna og við Keflavíkurverktaka um framkvæmdir. Stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum. Eðvarð Júlíusson er for- maður, Júlíus Jónsson varaformaður og með þeim í stjórn eru Albert Al- bertsson, Einar Sigurðsson og Gunnar Örn Gunnarsson. Bláa lónið hagnaðist um 25 milljónir kr. Reykjanesbær | Keflavík – íþrótta- og ungmennafélag og Ungmenna- félag Njarðvíkur standa saman að íþrótta- og leikjaskóla í sumar og mun Keflavíkurfélagið annast rekst- urinn. Þá eru veiðibúðir við Seltjörn, fyrir 10 til 14 ára krakka, meðal nýj- unga í tómstundum í Reykjanesbæ í sumar. Út er kominn bæklingurinn Sum- ar í Reykjanesbæ, í fjórða sinn. Menningar-, íþrótta- og tóm- stundasvið Reykjanesbæjar dreifir honum í öll hús í bænum. Reynt er að safna saman helstu upplýsingum um það sem í boði er fyrir börn og unglinga á vegum bæjarins og félaga og félagasamtaka í sumar. Sameiginlegur leikjaskóli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.