Morgunblaðið - 03.06.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.06.2004, Qupperneq 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BREKKUGATA 35 á Akureyri hefur litið forvitnilega út að undan- förnu og vakið upp spurningar hjá þeim sem þar eiga leið hjá. Þar sýnir nú listakonan og sýningarstjórinn Yean Fee Quay útilistaverk. Gulur aðvörunarborði líkt og notaður er til að afmarka t.d. svæði þar sem slys hefur átt sér stað eða glæpur verið framinn umvefur íbúðarhúsið að Brekkugötu 35. Fee hefur hér gert sinn eigin borða með áletruninni „Aðvörun! Öll lífsins gæði. Aðgangur bannaður.“ Það gætir nokkurrar kaldhæðni í þessum orðum en slag- orð Akureyrarbæjar er „Öll lífsins gæði“. Fee tekst að slá nokkrar flug- ur í einu höggi í þessu verki sínu, en mikilvægasti þáttur þess er þó greinilega hugtakið Aðgangur bann- aður og allar mögulegar merkingar þess í þessu samhengi. Aðgangur bannaður: utanaðkomandi? útlend- ingum? almenningi? fátækum? börn- um? konum? körlum?…Notkun hennar á slagorði Akureyrarbæjar er síðan kaldhæðin, hér er meðalhús- ið gert að táknmynd fyrir Öll lífsins gæði, og aðgangur að því er um leið bannaður. Er það kannski dæmigert fyrir okkur, við hreiðrum um okkur í híbýlum okkar, stærum okkur af því að þar sé öll lífsins gæði að finna og um leið lokum við á umheiminn? Borði Fee spilar einnig inn á forvitni okkar um ófarir annarra, hefur eitt- hvað hræðilegt gerst í þessu húsi? Yean Fee Quay hefur sett upp eft- irminnilegt útilistaverk sem er bæði aðgengilegt og vekur til umhugsunar og umræðu. Gallerí+ er hróður að því að kynna hana og ég hlakka til að sjá fleiri verk eftir hana í framtíðinni. Gjörningur eða raunveruleikasjónvarp? Hrund Jóhannesdóttir er ung listakona, útskrifuð úr skúlptúrdeild LHÍ 2002. Hún hefur unnið bæði með innsetningar og myndbönd og sýnir nú verk sín í Kunstraum Wohn- raum, heimagalleríi Hlyns Hallsson- ar og fjölskyldu að Ásabyggð 2, Ak- ureyri. Hrund sýnir þrjú verk unnin úr tré og myndbandsverk. Ágætur samhljómur er milli þessara verka þótt þau séu ekki unnin sem ein heild. Myndbandið sýnir Hrund eina í gluggalausu herbergi að drykkju, hún setur sér að tæma eina vodka- flösku á klukkutíma, nokkuð sem ég hefði annars haldið að gæti verið lífs- hættulegt og mæli varla með. Hrund spilar á forvitni okkar um ófarir ann- arra en áhorfandinn áttar sig fljótt á því sér til hugarhægðar að hún virð- ist í ágætu jafnvægi og mun ganga í gegnum þetta eins og hverja aðra þolraun og standast hana. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar gengu margir svokallaðir gjörningar listamanna einnig út á andlegar eða líkamlegar þolraunir, oft með sam- félagsádeilu sem þema. Gjörningar hafa nú um þó nokkurt skeið notið vinsælda hjá listamönnum af yngri kynslóðinni en þá er oft um mynd- bönd að ræða sem bera meiri keim af raunveruleikasjónvarpi en listrænni ádeilu fyrirrennaranna. Hrund fer hér bil beggja, henni tekst að fram- kvæma ásetning sinn á einlægan og tilgerðarlausan hátt og án þess að vera sjálfsupptekin. Persóna hennar er ekki aðalatriðið hér og því nær hún að spila á sammannlega strengi. Skúlptúrar Hrundar búa yfir svip- aðri þráhyggju og felst í myndband- inu og andrúm þeirra er einnig dálít- ið brenglað og óþægilegt, líkt og einvera hennar í gluggalausu her- berginu. Laus við alla rómantík og væmni fjallar Hrund um einangrun einstaklingsins í samfélaginu. Verk hennar eru ekki ádeila heldur opin og óbein umfjöllun, hún treystir áhorfandanum, líkt og oft er ekki þörf á að segja góðum vini berum orðum hvað manni liggur á hjarta heldur er treyst á gagnkvæman skilning. Listamenn af ýmsum toga Tengsl listamanna og áfengis birt- ast á allt annan hátt í verkum Jóns Laxdals sem nú sýnir í Safnasafninu ásamt fleiri listamönnum. Jón hefur gert sérhannaðar flöskur með mynd listamanna, eins konar portrett og fær hver sína lögun og lit, dökkan eða ljósan allt eftir persónuleika. Hér eru bæði rithöfundar, skáld, tónlistar- menn og myndlistarmenn á ferð og Jón nær persónuleika margra þeirra listavel í þessum portrettum sínum. Áferð og útlit verkanna minna nokk- uð á t.d. listaverk súrrealistanna á fyrri hluta síðustu aldar og hann nálgast viðfangsefni sitt á ljóðrænan hátt og eftir tilfinningu. Það er varla hægt að segja að þessi verk Jóns séu frumleg eða hafi mikið að segja en sem litlar, persónulegar portrett- myndir standa þessi verk ágætlega fyrir sínu og þessi sýningarstaður hentar þeim vel. Þráhyggjuna sem ég fann fyrir í verkum Hrundar Jóhannesdóttur er einnig að finna í tannstönglavinnu Joris Rademaker sem einnig sýnir í Safnasafninu. Hann umbreytir hlut- um með tannstönglum og skapar nýj- an veruleika sem er bæði viðkvæmur og oddhvass, sérstaklega er spegill hans áleitið verk þar sem áhorfand- inn endar með að stinga sig á stöngl- unum komi hann of nálægt og einnig birtast stönglarnir sem svífandi sjón- blekking í spegilmyndinni. Hér finn ég líka fyrir tengslum við súrreal- istana og umbreytingu þeirra á veru- leikanum, kunnuglegir hlutir taka á sig nýja og draumkennda eða mar- traðarkennda mynd. Fleiri listamenn sýna í Safnasafninu um þessar mundir, m.a. eru tréskúlptúrar Að- alheiðar S. Eysteinsdóttur úti við og Valdimar Bjarnfreðsson sýnir mál- verk. Safnasafnið er frábært heim að sækja og þar heppnast vel að sýna samtímalist hlið við hlið með alþýðu- list, en margt fleira er að sjá í safninu er hér er nefnt. Táknmyndir staða Húbert Nói hefur um allnokkurt skeið málað landslagsmyndir í róm- antískum stíl en ekki látið þar við sitja heldur hefur hann við framsetn- ingu þeirra jafnan velt fyrir sér stöðu málverksins, eðli myndefnis síns og því hvernig við kerfisbundið túlkum umhverfi okkar, í þessu tilfelli ís- lenskt landslag. Málverk Húberts hafa færst frá því að vera næstum al- myrk og tiltölulega ógreinileg yfir í landslagsmyndir sem sýna landslag um sumarnótt í anda Þórarins B. Þorlákssonar. Framsetning verk- anna í sal 02gallery er vandlega nið- urnjörvuð, en Húbert sýnir verkin í kössum sambærilegum þeim sem Landmælingar Íslands geyma kort sín í, setur þau í álramma og letrar á hann GPS-staðsetningu þeirra staða sem sýndir eru á myndunum. Hann leikur sér með kerfisbundna túlkun okkar á náttúrunni, sýnir málverkin eins og væru þau landakort. Hefð- bundið táknkerfi landslagsmálverks- ins er gert gegnsætt og sýnilegt en um leið getur áhorfandinn ekki ann- að en gleymt sér í draumi um unaðs- lega kyrrlátar sumarnætur. Þessi sýning finnst mér einna tærust og markvissust af hendi listamannsins á undanförnum árum. Á sama tíma velti ég því fyrir mér hvað myndi ger- ast ef listamaðurinn sleppti sér laus- um í þeirri náttúrurómantík sem augljóslega á hlut í hjarta hans, ef hann gleymdi sér alveg í sumarnótt- inni, sleppti öllum formerkjum og málaði hreint út af þeirri ástríðu sem maður skynjar undir niðri, málaði upp á líf og dauða? Það er miður að sýningarsalur eins og 02gallery þurfi að loka dyrum sín- um í haust vegna hærri leigu, það er missir að salnum bæði fyrir Akureyr- inga og gesti þar. 02 heldur starfsemi sinni þó áfram fram í september og munu án efa margir njóta hennar á meðan varir. Öll lífsins gæði Aðgangur bannaður, útilistaverk Fee við Brekkugötu. Kortlagning rómantíkurinnar, Húbert Nói í 02 gallery. MYNDLIST gallerí+ Brekkugötu 35, Akureyri ÚTILISTAVERK, YEAN FEE QUAY Til 6. júní. Listaverkið er sýnilegt allan sólarhringinn. KunstraumWohnraum Ásabyggð 2, Akureyri BLÖNDUÐ TÆKNI, HRUND JÓHANN- ESDÓTTIR Til 25. júlí. Opið eftir samkomulagi. Safnasafnið Svalbarðsströnd JÓN LAXDAL, JORIS RADEMAKER, ÝMSIR LISTAMENN Til 25. júní. Yfir sumartímann er Safna- safnið opið daglega frá kl. 10–18. 02 gallery BLÖNDUÐ TÆKNI, HÚBERT NÓI Sýningu lokið. Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stóll og borð á vegg; eitt verka Hrundar í eldhúsinu í Ásabyggð 2. ingunni nú, að fólkið á myndum Huldu er þekkjanlegt, en þeir sem áður hafa prýtt myndir hennar hafa verið óskilgreindir ein- staklingar, auk sæskrímsla og dýra, meðal annars. „Fólkið á myndunum, sem er allt nafngreint, hefur verið að þvælast á þessari torfu í einhvern tíma, lengri eða skemmri.“ Alls prýða fjórar portrettmyndir sýn- inguna, hver með tveimur einstaklingum sem Hulda hefur valið saman, en auk þess gefur þar að líta skip, hús, gæsahóp og hrafnahóp. „Ég veit ekki hvort það hefur verið þannig áður, en undanfarið hefur mér þótt bera mik- ið á hrafninum hér í Reykjavík, hann er orð- inn svo mikill borgarfugl. Þegar hann er far- inn að svífa upp Bankastrætið og beygja niður Ingólfsstrætið, verður hann bara að fá að vera á sýningunni. Þetta er því mjög lókal sýning,“ segir hún. Ánægjulegir tímar í myndlist Hulda segist fagna tilkomu hins nýja 101 gallery. „Mér finnst allt jákvætt sem er til uppbyggingar á Hverfisgötunni. Ég hef búið þar svo lengi og um tíma jaðraði hún við að vera „slömm“. En að undanförnu hefur hún braggast mjög og það að fá líf í þetta port er stór hluti af því. Auk þessa hefur vantað mjög að fá fleiri gallerí í bæinn,“ segir hún. Rýmið kom Huldu líka á óvart, sem hún lýsir sem gömlu, glæsilegu iðnaðarhúsnæði. „Mér finn- ast ánægjulegir tímar í myndlist á Íslandi núna. Það sem af er árinu hefur sýning Ólafs Elíassonar verið í Hafnarhúsinu, sem ég held að hafi aukið áhuga almennings hér á sam- tímalist, Klink og Bank verið opnað í Braut- arholti og nú er þetta nýja gallerí að opna. Þetta er allt á réttri leið að mínu mati.“ Hulda Hákon lauk myndlistarnámi árið 1983 og er sýningin í 101 gallery tuttugasta og sjötta einkasýning hennar. Verk eftir Huldu eru í eigu listasafna og einkasafna á Ís- landi, í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu. „HRAFNINN sveif í lágflugi upp Bankastræt- ið, beygði til vinstri niður Ingólfsstrætið og síðan til hægri inn Hverfisgötuna.“ Með þess- um orðum er kynnt myndlistarsýning Huldu Hákon, sem verður opnuð í dag í nýju gall- eríi, 101 gallery. Galleríið stendur við Hverf- isgötu 18a, í bakhúsi gegnt Þjóðleikhúsinu og er rekið af Ingibjörgu S. Pálmadóttur, sem rekur 101 hótel. „Lókal“ sýning Viðfangsefni myndanna á sýningunni, sem eru málaðar lágmyndir, er sótt í nánasta um- hverfi myndlistarmannsins, sem rammast inn af Hverfisgötu, Traðarkotssundi, Laugavegi og Ingólfsstræti. „Ég bý á Hverfisgötunni og fjölskylda mín hefur verið þar síðan 1930. Þetta svæði, sem er rammað inn af þessum fjórum götum, hefur alltaf verið minn blettur í Reykjavík. Þannig að í staðinn fyrir að leita út fyrir mig, leitaði ég alveg inn í þennan litla ferning,“ segir Hulda í samtali við Morg- unblaðið, en hún er jafnframt eigandi kaffi- hússins Gráa kattarins, sem er til húsa á svæðinu. Sú nýbreytni er í myndunum á sýn- Morgunblaðið/Eggert Hulda Hákon er fyrst til að sýna í nýju galleríi, 101 gallery. Leitað inn í lítinn ferning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.