Morgunblaðið - 03.06.2004, Side 37

Morgunblaðið - 03.06.2004, Side 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 37 ✝ Sigurveig Jóns-dóttir fæddist í Fossgerði á Beru- fjarðarströnd 3. októ- ber 1912. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 26. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Gunnarsson, f. 4.5. 1877, d. 8.9. 1970, og Sigríður Sig- urðardóttir, f. 23.2. 1884, d. 13.3. 1942. Bræður Sigurveigar eru Kristmann, f. 19.9. 1915 og Þorleif- ur, f. 16.4. 1927, d. 21.6. 1970. Fyrstu árin ólst Sigur- veig upp hjá foreldrum sínum en um fermingu fór hún í fóstur til Katinku Gronvold og Auðuns Hall- dórssonar. 1929 fluttist Sigurveig til Stöðvarfjarðar þar sem hún bjó allt til ársins 1966 er hún flutti til Reykjavíkur. Sigurveig giftist árið 1931 Guðna Brynjófi Eyjólfssyni sjómanni, f. 5.4. 1907, d. 27.3. 1943. Börn Sigurveigar og Guðna eru: Sigurjón, f. 22.7. 1932, Karl, f. 29.5. 1934, Stefán Sólmundur, f. 28.5. 1935, d. 16.11. 1953, Gunnar Eyjólfur, f. 7.4. 1938, d. 29.10. 1976, Halldór, f. 21.9. 1939 og Kristrún, f. 24.6.1942. Útför Sigurveigar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nú kveð ég elsku ömmu mína, Sig- urveigu Jónsdóttur eða Veigu eins og hún var kölluð. Það sem tengdi okkur ömmu sterkt var að við áttum sama afmæl- isdag, 3. október. Ég fæddist á af- mælisdegi hennar þegar hún varð sextug. Fyrstu minningar um hana á ég þegar ég fór til dæmis til hennar á efri hæðina í Mjölnisholtinu og fékk rúsínur í vasann á náttfötunum mín- um. Hún bjó þá í sama húsi og við. Þá fórum við systkinin oft upp til henn- ar. Ég minnist þess líka að hafa farið til hennar á Rauðarárstíg þar sem ýmislegt var brallað; byggð voru hús úr öllu mögulegu og búnar til kókós- kúlur eða súkkulaðibúðingur. Amma var alla tíð minnug og fylgdist vel með. Yfirleitt alltaf þeg- ar ég kom í heimsókn til hennar at- hugaði hún í hverju ég væri til að kanna hvað væri í tísku á hverjum tíma. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga, allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma, þakka þér fyrir allar stundirnar. Hvíl þú í friði og blessuð sé minning þín. Þín Guðrún. Ég vil með þessum fátæklegu orð- um minnnast ömmu minnar, Sigur- veigar Jónsdóttur. Efst í huga eru þær stundir sem ég eyddi á Rauðarárstígnum stóran hluta barnæsku minnar og varð það á vissan hátt mitt annað heimili, allt þar til hún flutti á Elliheimilið Grund. Það var ávallt gott að geta komið til hennar eftir skóla þar sem alltaf var eitthvað gott á boðstólum. Hún virðist hafa haft gaman af fé- lagsskapnum af okkur systkinunum og gátum við oft verið að spila og gantast langt fram eftir kvöldi. Það var gott að hafa tryggan stað og munu stundirnar hjá ömmu alltaf verða stór hluti af minni barnæsku. Kolbrún Kristín Karlsdóttir. Ástkær amma mín, Sigurveig Jónsdóttir, er látin. Amma Veiga var fyrirmynd mín í lífinu. Hún fæddist ekki með silfur- skeið í munni, var send ung í vist hjá ókunnugum og varð ekkja með sex ung börn aðeins 31 árs að aldri. Fyr- ir okkur áttu að liggja svipaðir vegir í lífinu og var þá gott að eiga hana að sem fyrirmynd. Amma var glaðlynd, átti til að gantast og dansa um gólfin. Dans- gleðina erfði ég frá henni og þótti mér leitt að hún gat aldrei séð mig svífa um gólfið í argentínskum tangó. En hún fékk ljóðabókina mína, Lífið er tangó, og fylgdu ljóðin úr henni ömmu minni yfir móðuna miklu, en systir mín Jóhanna las þau fyrir hana á dánarbeðinu. Þau fóru líka með henni í kistuna. Amma var ekkert fyrir að bíða með hlutina, heldur að gera hlutina í dag en ekki á morgun. Hún var röggsöm í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, og það var margt. Þótt hún ætti sjálf nóg með sitt var hún alltaf fyrst að rétta hjálparhönd öðrum sem áttu bágt. Hún sagði mér frá frostavetrinum mikla þegar bæina hélaði að innan og bleiurnar frusu á börnunum. Einnig hvernig hún þurfti sem vinnukona, 6 ára, að bera vatn í fötum heim í hús um hávetur og hvernig Jón pabbi hennar lifði á berjum þegar hann sat yfir ánum þótt hann væri vinnumað- ur hjá sjálfum prestinum. Það var alltaf gott að koma til Veigu ömmu sem dró fram alls konar heimabakaðar smákökur og skons- ur, eða brotakex frá Fróni. Hún kenndi mér að prjóna og að búa til dúkkur úr hveitipokalökum, dúkkur sem ég klæddi síðan í gömlu ung- barnafötin hennar. Það var líka hægt að fara í búðarleik inni í pottaskápn- um hennar í Mjölnisholtinu. Þegar ég fór að búa sjálf kom hún með rút- unni til Grindavíkur til að passa langömmubarnið sitt á meðan ég vann í sláturhúsinu. Amma fór allra sinna ferða með strætisvagni, rútu eða flugvél hvert á land sem var nema til útlanda, þangað komst hún aldrei nema í huganum. Ég í Svíþjóð og systir mín Jóna á Spáni munum þó ætíð finna fyrir nálægð hennar í gegnum allar góðu minningarnar sem hún, baráttukonan frá Stöðvar- firði, gaf okkur. Hvíldu í friði, amma. tælandi litur sorgarinnar geymir tár syrgjandi kvenna þvert í gegnum heimsálfur mynda konur og sorg þeirra þéttofið mynstur órofa heild í sundrungu heimsins Helen Halldórsdóttir, Svíþjóð. SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Þín Dagný. Helga tók alltaf vel á móti okkur þegar við komum í kaffispjall í eld- hússkotið á Langholtsveginum. Hún var áhugasöm um að vita hvað á daga manns hefði drifið og hvernig aðrir fjölskyldumeðlimir hefðu það. Sjálf átti hún stóra fjölskyldu því þegar hún og Raggi bróðir rugluðu saman reytum lögðu þau jafnt til, Helga strákana sína tvo og Raggi stelpurnar sínar tvær. Saman eign- uðust þau svo Oddnýju sína, svo alls eru börnin 5. Fjölskyldan kom oft saman á Langholtsveginum því þar voru allir velkomnir og mikið líf og fjör. Það sýndi sig líka vel í veikindum Helgu hversu samhent þau eru. Ekki má gleyma að minnast á hennar frábæru vinkonur í sauma- klúbbnum, þær studdu hana hvort sem þær voru að ferðast erlendis eða voru hér saman heima. Síðla sumars, fyrir tæpu ári, greindist Helga með krabbamein. Ekki heyrðum við hana kvarta þótt oft væri hún mjög veik. Við systurn- ar ræddum það okkar á milli hversu jákvæð hún væri þrátt fyrir sjúk- dóminn og hefur það eflaust hjálpað henni og okkur hinum sem í kringum hana voru að gera þennan tíma þol- anlegri. Við þökkum elsku Helgu fyrir þann tíma sem við áttum með henni. Guð geymi hana. Elsku Raggi og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Díana, Jónína og María (Día, Jóna og Mæja). Þau eru mörg minningarbrotin sem renna í gegnum hugann þessa dagana, er við kveðjum kæra vin- konu okkar, Helgu Birnu Þórhalls- dóttur. Vináttan nær langt aftur í tímann, eða um 40 ár, og á þeim tíma hefur margt verið brallað. Fyrsta utanlandsferðin til Mall- orca 1975 vekur ennþá hlátrasköll og sama má segja um þær sem á eftir komu. Eftir að Helga Birna greind- ist með MS-sjúkdóminn fyrir 7 árum hefur hjólastóllinn verið tekinn með og reyndist hann hið mesta þarfa- þing, því oftar en ekki sást varla í hana fyrir pokum og pinklum. Helga Birna var stór kona í litlum líkama og hvernig hún brást við veik- indum sínum var okkur óskiljanlegt, en síðastliðið haust greindist hún með krabbamein. Alltaf bar hún sig vel og hafði áhuga á öllu sem var að gerast í kringum hana. Hún var okk- ar gagnabanki sem hægt var að fletta upp í, hvort sem um var að ræða hver væri með næsta sauma- klúbb eða hvaða dag eða ár hlutirnir gerðust. Helga Birna var með allt á hreinu. Fyrir um það bil 19 árum kynntist hún yndislegum manni, Ragnari Blöndal, og hefur hann og fjölskyld- an staðið eins og klettur við hlið hennar í veikindunum. Húmorinn og léttleikinn milli þeirra var einstakur og á Langholtsveginn voru allir vel- komnir og alltaf gott að koma. Elsku Raggi, Oddný, Siggi, Tóti, Oddný S., Elín, Stebbi, Valdís, Krist- ín og fjölskyldur, megi Guð og allir englar styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Guðbjörg, Kristín, Val- gerður, Rannveig, Guðlaug, Katrín og fjölskyldur.  Fleiri minningargreinar um Helgu Birnu Þórhallsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ELÍAS EYJÓLFSSON prentari, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Samband lungnasjúklinga. Ragnhildur Sigurjónsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Sjöfn Ólafsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Guðmundur Guðjónsson, Gísli Sigurðsson, Þórdís Brynjólfsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Hlöðver Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur stjúpfaðir okkar, SIGMUNDUR JÓNSSON málarameistari, Ægisgötu 12, Ólafsfirði, sem andaðist mánudaginn 31. maí, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 4. júní kl. 16.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Ámundason, Sigrún A. Ámundadóttir. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, ÞORGERÐUR HJÁLMARSDÓTTIR (Gerða) frá Dölum í Vestmannaeyjum, Álandi 11, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi föstudag- inn 28. maí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 4. júní kl. 15.00. Björgvin Óskar Bjarnason, Inga Lára Bragadóttir, Guðjón Bjarnason, Margaretha Andersen, Halldór Bjarnason, Jensína Kristín Jensdóttir, Hjálmar Bjarnason, Þórey Þ. Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, systkini og mágkonur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, áður Ljósheimum 16, Reykjavík, lést á Hrafnistu föstudaginn 28. maí. Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 4. júní kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Björn Sævar Árnason, Þóra Sverrisdóttir, Anna Bára Árnadóttir, Jónas Þór, Árni Viðar Árnason, Auður Oddgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og út- farar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FJÓLU STEFÁNSDÓTTUR, Minni-Ökrum. Stefán Vagnsson, Guðrún Þrúður Vagnsdóttir, Hjörtína Dóra Vagnsdóttir, Aðalbjörg Vagnsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.Helluhrauni 10, 220 Hfj.Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.