Morgunblaðið - 03.06.2004, Page 38

Morgunblaðið - 03.06.2004, Page 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Björg Magnús-dóttir Thorodd- sen fæddist í Reykja- vík 26. maí 1912. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 27. maí síðastliðinn. For- eldrar Bjargar voru hjónin Magnús Guð- mundsson, sýslumað- ur Skagfirðinga og síðar ráðherra, f. á Rútsstöðum í Svína- vatnshreppi 6.2. 1879, d. 28.11. 1937 og Sofia Bogadóttir Smith, húsfreyja, f. á Arnar- bæli á Fellsströnd 6.10. 1878, d. 3.3. 1948. Foreldrar Magnúsar voru hjónin Guðmundur Þorsteins- son, bóndi á Rútsstöðum og síðar í Holti, Svínavatnshreppi, f. 18.2. 1847, d. 11.2. 1931 og Björg Magn- úsdóttir, húsfreyja, f. 10.9. 1849, d. 24.12. 1920. Foreldrar Sofiu voru hjónin Bogi Laurentius Martinus Smith, bóndi og trésmiður á Arn- arbæli á Fellsströnd, f. 14.9. 1838, d. 4.5. 1886 og Oddný Þorsteins- dóttir, húsfreyja, f. 20.1. 1842, d. 5.9. 1907. Systkin Bjargar voru Bogi, stýrimaður, f. 27.4. 1909, d. 25.8. 1937 og Þóra, húsfreyja, f. 18.7. 1913, d. 1.2. 1995. Uppeldissystir þeirra er Guðrún Jónsdóttir Wood, fyrrum verslunarstjóri, f. 1915, sem búsett er í Bandaríkjunum. Hinn 23.12. 1933 giftist Björg Þórði Jónasi Thoroddsen, hæsta- réttarlögmanni, fyrrum borgar- fógeta í Reykjavík og bæjarfógeta á Neskaupstað síðar á Akranesi, f. í Reykjavík 18.11. 1908, d. 11.11. 1982. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Thoroddsen, landsverk- fræðingur og yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík, f. á Leirá í Leirársveit 16.7.1863, d. eru: Magnús Thoroddsen, f. 9.11. 1989, Stefán Páll, f. 30.4. 1991 og Hera Sólveig, f. 24.12. 1994. Barn Ívars er Óli, f. 4.10. 1982. C) Þóra Björg, viðskiptafræðingur í Bandaríkjunum, f. 23.9. 1962, gift Aðalsteini Jónatanssyni, bólstrara, f. 1.11. 1958. Börn þeirra eru: Sól- veig Anna, f. 10.5. 1994 og Kristín Björg, f. 18.9. 1990. Barn Aðal- steins er Gunnar Þór, f. 14.8. 1981. 2) María Kolbrún, húsfreyja í Reykjavík, gift Erni Ingólfssyni, verslunarmanni, f. 18.3. 1939, d. 11.7. 1998. Barn Maríu Kolbrúnar er A) Björg, lögfræðingur í Reykjavík, f. 15.4. 1962, gift Sig- urði Erni Hektorssyni, lækni, f. 12.11. 1954. Dóttir Bjargar og kjördóttir Sigurðar Arnar er María Kolbrún, f. 26.7. 1983. Barn hennar er Arna Björg Reynisdótt- ir, f. 12.12.2001. Barn Sigurðar Arnar er Árný Björk, f. 5.12. 1982. 3) Soffía Þóra, húsfreyja á Sel- tjarnarnesi, f. 14.9. 1945, gift Sig- urði Kristinssyni, rafvirkja, f. 25.1. 1943. Börn þeirra eru A) Björg Kristjana, verslunarmaður, f. 19.10. 1979. B) Þórður Jónas, nemi, f. 3.11. 1982. C) Kristinn Sigurður, nemi, f. 23.12. 1987. 4) Sigurður, f. 17.12. 1947, d. 23.10. 1955. Björg stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík og brautskráð- ist þaðan árið 1930. Árið 1932 nam hún ensku í Edinborg og starfaði síðan sem skrifstofudama hjá J. Þorlákssyni & Norðmann, þar til hún giftist í árslok 1933. Björg var um árabil félagi í Kvenfélaginu Hringnum og vann þar ötult starf til styrktar byggingu Barnaspítala Hringsins. Sömuleiðis vann hún sjálfboðastarf á Landspítalanum fyrir Rauða Kross Íslands. Útför Bjargar fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 29.9. 1955 og María Kristín Claessen, húsfreyja, f. á Reyni- stað í Skagafirði 25.4.1880, d. 24.6. 1964. Foreldrar Sig- urðar voru hjónin Jón Thoroddsen, sýslumaður og skáld á Leirá í Borgar- fjarðarsýslu, f. 5.10. 1819, d. 8.3. 1868 og Kristín Ólína Sívert- sen, húsfreyja, f. 24.6. 1833, d. 27.11. 1879. Foreldrar Mar- íu Kristínar voru hjónin Jean Valgard van Deurs Claessen, kaupmaður á Sauðár- króki og síðar landsféhirðir í Reykjavík, f. 9.10. 1850, d. 27.12. 1918. Er þau Björg og Jónas gift- ust, var hann í laganámi sínu og því bjuggu þau sín fyrstu búskap- arár hjá foreldrum hennar að Staðastað við Sóleyjargötu í Reykjavík og hjá foreldrum hans að Fríkirkjuvegi 3. Síðan fluttust þau búferlum til Neskaupstaðar og bjuggu eftir það á Akranesi og í Reykjavík. Frá 1973 áttu þau heimili að Grundarlandi 15 í Reykjavík. Börn þeirra Bjargar og Jónasar eru: 1) Magnús, hæstaréttarlög- maður í Reykjavík og fyrrum hæstaréttardómari, f. 15.7. 1934, kvæntur Sólveigu Kristinsdóttur, kennara, f. 25.4. 1935. Börn þeirra eru A) Sigurður Tryggvi, verk- fræðingur og prófessor í Singa- pore, f. 9.5. 1958, kvæntur Funmi Kosoko, líffræðingi, f. 12.2. 1965. Börn þeirra eru: Tinna Sólveig, f. 1.4. 2000 og Magnús Tryggvi, f. 3.7. 2002. B) Gerður Sólveig, lög- fræðingur í Reykjavík, f. 18.8. 1959, gift Ívari Pálssyni, viðskipta- fræðingi, f. 26.2. 1958. Börn þeirra Komið er að kveðjustund í lok samveru okkar móðurömmu minnar, Bjargar Magnúsdóttur Thoroddsen. Með söknuði kveð ég þessa merku konu, sem mér var svo náin og kær. Þessi nánu tengsl okkar urðu til strax í frumbernsku minni, þar eð ég ólst upp á heimili hennar og afa míns heitins, Jónasar Thoroddsen, hrl. og fyrrum borgarfógeta. Með ástríki sínu og staðfestu veittu þau mér ómetanlegan stuðning í uppvextin- um og hlúðu vel að græðlingi sálar minnar. Það eru forréttindi fyrir barn að eiga þess kost að alast upp hjá afa sínum og ömmu og njóta lífs- reynslu og þroska þeirra sem eldri eru. Þessi ríku andlegu gæði verða barninu æ ljósari eftir því sem á ævi þess líður. Þannig er því og varið hvað mig snertir. Mér er því þakk- lætið efst í huga nú þegar komið er að lokum vegferðar okkar ömmu saman. Þó svo leiðir okkar afa hafi skilið í bili við fráfall hans fyrir lið- lega 20 árum síðan, þá beinast þakk- ir mínar eigi síður til hans en ömmu. Minning þeirra er samofin í huga mér – enda erfitt fyrir þá sem þekktu til þessara sómahjóna, að minnast aðeins annars þeirra án þess að mynd hins komi í hugann. Heimili þeirra ömmu og afa – hvort heldur sem það var staðsett á Akranesi eða í Reykjavík – bar smekkvísi og listfengi ömmu skýr merki. Hún var mikill fagurkeri og naut þess í ríkum mæli að hafa fal- legt í kringum sig, enda alin upp á miklu rausnar- og menningarheimili foreldra sinna. Dyggilega studd af manni sínum, naut amma þess að skreyta heimili þeirra fögrum hús- munum og listaverkum frá ýmsum heimshornum. Þau afi ferðuðust mikið, einkum til menningarborga Evrópu og Bandaríkjanna. Í þessum utanferðum sínum – eða „siglingum“ eins og þau nefndu þær að eldri sið – söfnuðu þau hinum fegurstu munum sem amma kom fyrir á heimilinu af stakri smekkvísi sinni. Sömuleiðis naut hún þess að klæða fjölskylduna og sjálfa sig fallegum fötum, og lagði ríka áherslu á að fjölskyldumeðlimir væru vel til fara og huggulega til hafðir. Fegurð náttúrunnar heillaði ömmu og ósjaldan brá hún sér út undir bert loft til að njóta himin- blámans og hlusta á söng fuglanna. Einkum hélt amma upp á söng heiðlóunnar og blístraði lóutóna óspart þegar hún var í léttu skapi, í bland við að flauta tónverk klassísku meistaranna. Þau afi höfðu ennfrem- ur mikið yndi af góðum bókmennt- um, og áttu bæði fallegt og gott bókasafn á heimili sínu. Þetta bóka- safn veitti mér ófáar góðar stundir í uppvextinum og kenndi mér að meta gildi bókarinnar sem dyggs vinar. Gestrisni og virðing fyrir mannfólk- inu einkenndi bæði afa og ömmu, og var því tíðum gestkvæmt á heim- ilinu. Þau veittu gestum sínum ríku- lega af hlýju, vináttu og góðum mat. Afa og ömmu var umhugað um þá er minna mega sín, og bæði voru þau afar greiðug. Studdi amma ötullega hin ýmsu störf sem unnin voru til styrktar góðu málefni og er mér það sérstaklega í minni þegar merkja- sölubörnin knúðu dyra hjá henni. Keypti amma þá af þeim fjölda merkja, tók aðeins eitt þeirra handa sjálfri sér og gaf börnunum afgang- inn, svo þau mættu endurselja þau og afla meira fjár. Síðan leysti hún þau út með vænum sælgætismola og hrósaði þeim fyrir dugnaðinn. Amma átti ætíð til góðgæti handa börnum, enda vöndu sum hver þeirra komur sínar til hennar, til að spjalla og fá eitthvað gott í munninn. Ferðalög afa og ömmu innanlands voru á efri árum þeirra fólgin í bíl- túrum, löngum og stuttum, þar sem ævinlega var áð á góðu hóteli, veit- ingastað eða kaffihúsi til að drekka miðdagskaffi og spjalla. Þessar ferð- ir þóttu okkur upplyfting hin mesta, enda nutu afi og amma þessi ávallt að skoða umhverfi sitt. Hafði afi löngum af því ómælda ánægju að fá sér kaffi, góða brauðsneið og vindil í hópi fjölskyldu eða vina. Kveikti hann þá í vindlinum með sínum sér- stöku tilburðum, dró augað í pung, saup á kaffinu og púaði vindilinn með tilþrifum. Þrátt fyrir að hafa haft mikla ánægju af bíltúrum, var hvor- ugu þeirra afa eða ömmu það til lista lagt að vera fimur bílstjóri, enda lærðu þau ekki til aksturs á unga aldri eins og nú tíðkast. Amma lagði aksturslistina fljótlega á hilluna eftir að hún hafði aflað ökuréttinda – enda skynsöm og greind kona; horfðist einfaldlega í augu við það að margt annað var henni gefið en lipurð við stýrið. Mér er t.d. tjáð að eitt sinn hafi amma komið akandi heim á aur- brettalausum bílnum og í heldur slæmu skapi. Einnig sagði móðir mín mér að hún hafi sem barn hreinlega verið dauðskelfd að sitja í bíl með ömmu, og hafi hún eitt sinn sárbeðið ömmu um að fá að yfirgefa bifreiðina og fara heim með strætisvagni. Þau amma og afi voru afar ólík að upplagi; hann var hægur mjög, þol- inmóður, einstaklega rólyndur – og húmoristi hinn mesti. Kímnigáfuna höfðu þau sameiginlega, þó svo hljóðlát kímni ömmu hafi farið lægra. Amma var kvik, skapstór og var lítið fyrir að bíða eftir hlutunum. Sömuleiðis var hún afar reglusöm og á heimilinu var hver einasti hlutur á sínum stað. Það hvein á stundum í þessari smávöxnu, ákveðnu og vilja- miklu konu ef henni var misboðið, og hvorki börn né barnabörn komust upp með að svíkjast um að rækja skyldur sínar. Á mínum yngri árum gustaði því stundum í samskiptum okkar ömmu, því margt er líkt með skyldum og hvorugri okkar það að skapi að láta hlut sinn. Við tilhugs- unina brosi ég í huganum og þakka henni ekki síður staðfestuna í upp- eldi mínu, en glaðar og fjörugar stundir okkar saman. Þá sagði hún mér sögur, fór með uppáhaldskvæð- in sín fyrir mig og bað með mér bæn- ir. Hún bjó mig út í skólann og beið eftir mér heima þegar skóla lauk. Þessa miklu gjöf gaf hún mér. Ég mun ávallt minnast og þakka mildi afa, og styrks ömmu. Ég þakka ömmu minni og afa inni- lega samfylgdina og bið Guð að geyma þau í sínu fagra ríki – nú þeg- ar þau eru loks sameinuð á ný. Björg Rúnarsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Móðuramma mín og nafna, Björg Magnúsdóttir Thoroddsen er nú lát- in. Langri lífsgöngu er lokið en eftir BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR THORODDSEN Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG SVAVA HELGADÓTTIR frá Hlíðarenda í Fljótshlíð, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu, mánudaginn 31. maí. Dóra Ingvarsdóttir, Ólafur Oddgeirsson, Helgi Ingvarsson, Bára Sólmundsdóttir Bragi Hannibalsson, barnabörn og barnabarnabörn.  Fleiri minningargreinar um Björgu M. Thoroddsen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina standa ótal góðar og fallegar minn- ingar um einstaka konu sem var okk- ur afkomendum sínum öllum svo mikils virði. Það er skrýtið að hugsa sér til- veruna án Ömmu Lillýjar, svo stór hluti var hún af lífi okkar. Jafnt hversdags sem og á stórhátíðum var hún höfuð fjölskyldunnar, ættmóðir- in sem fylgdist vel með öllu sem gerðist í kringum hana og var stöð- ugt vakandi yfir velferð sinna nán- ustu og einnig annarra. Amma var traust og sterk kona og hún stóð allt- af við það sem hún lofaði. Eitt af því sem lýsir persónueinkennum og styrk hennar hvað best er það að þegar Siggi, yngri sonur hennar lést í bílslysi aðeins 7 ára gamall árið 1955 þá fór amma og hitti manninn sem valdur var að slysinu, gekk til hans og tók í höndina á honum. Amma lagði ýmsum góðum málum lið, hún starfaði m.a. sem sjálfboða- liði fyrir Kvennadeild Rauða Kross- ins og var einnig virk í Kvenfélaginu Hringnum sem barðist m.a. fyrir byggingu barnaspítala enda varð amma stolt og ánægð þegar nýi barnaspítalinn var loksins risinn. Amma var mikil sjálfstæðiskona og studdi flokkinn bæði í orði og á borði, hvað sem á dundi, og Sjálfstæðis- flokkurinn sér nú á bak traustum og tryggum kjósanda. Eitt sinn kaus amma þó Alþýðuflokkinn, þá var afi Jónas á lista Alþýðuflokksins á Nes- kaupsstað, amma vildi að sjálfsögðu kjósa sinn mann, en var ekki jafn- hrifin af því að kjósa Alþýðuflokkinn en gerði það þó samt en strikaði yfir alla frambjóðendurna nema afa. Kosningin var hins vegar ekki leyni- legri en svo að daginn eftir var það altalað í bænum hvernig amma hefði varið atkvæði sínu, þrátt fyrir að hún hefði ekki sagt nokkrum manni frá þessu uppátæki, heldur hafa talning- armenn gert sér í hugarlund að þarna hafi kona Jónasar verið á ferð og sagan komst á kreik. Hvar sem amma kom vakti hún at- hygli fyrir reisn og glæsileika. Hún var fagurkeri og allt í kringum hana var fallegt og snyrtilegt og hún lagði mikla alúð í sitt nánasta umhverfi. Heimili hennar í Grundarlandinu bar henni glöggt vitni enda lagði hún mikla rækt við það og gætti þess vel að hver hlutur væri á sínum stað. Amma var heimskona. Hún talaði ensku og dönsku mjög vel og gat einnig bjargað sér á frönsku, sem e.t.v. var ekki algengt með fólk af hennar kynslóð, og ferðaðist oft til útlanda, fór þá í „siglingu“ eins og hún kallaði það og gladdi okkur barnabörnin með glæsilegum gjöf- um þegar heim var komið. Síðustu misseri voru ömmu erfið og veikindi settu mark sitt á hana og hún varð að flytjast á hjúkrunar- heimili sem var henni þvert um geð fyrst um sinn. Amma var stolt kona og það var ekki hennar stíll að vera upp á aðra komin, en á Sóltúni var hugsað sérstaklega vel um hana og hún eignaðist góða kunningja bæði úr hópi starfsfólks og heimilisfólks. Nú er Amma Lillý horfin á vit feðra sinna og samverustundir okkar verða ekki fleiri í þessu lífi, ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að í þessi ár og ég ber nafnið hennar stolt og mun halda minningu hennar á lofti. Guð veri með þér, elsku amma Lillý og takk fyrir allt. Björg Kristjana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.