Morgunblaðið - 03.06.2004, Side 43

Morgunblaðið - 03.06.2004, Side 43
ÍSLENDINGAR eignuðust sinn tíunda stórmeistara í skák sl. föstu- dag. Sérhver nýr stórmeistaratitill er stórtíðindi í íslensku skáklífi, en nú þegar við eignumst okkar fyrsta kvennastórmeistara er sérstök ástæða til að fagna því. Að þessu sinni var það þó ekki FIDE sem hafði lokaorðið um það hvort nýr stórmeistari bættist í okkar hóp, heldur var það Alþingi sem sam- þykkti á lokadegi þingsins að veita tékkneska kvennastórmeistaranum Lenku Ptácníková íslenskan ríkis- borgararétt. Lenka hefur búið hér á landi um nokkurra ára skeið. Hún hefur verið virkur þátttakandi í ís- lensku skáklífi og hefur tekið þátt í fjölda skákmóta. Hún hefur verið mjög sigursæl í þeim kvennaskák- mótum sem hún hefur tekið þátt í. Lenka hefur einnig tekið drjúgan þátt í eflingu kvennaskákar hér á landi í samvinnu við Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. Þær, ásamt fleiri skákkonum úr Taflfélaginu Helli, hafa m.a. staðið fyrir kennslu og skákæfingum fyrir konur á öllum aldri. Fyrsta konan í forsetastól SÍ? Aðalfundur Skáksambands Ís- lands verður haldinn á laugardag- inn. Núverandi forseti sambands- ins, Stefán Baldursson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embættið. Á þriðjudag tilkynnti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, nú- verandi varaforseti og margfaldur Íslandsmeistari í skák, að hún hygðist bjóða sig fram til forseta. Þetta er eina framboðið sem til- kynnt hefur verið. Fari svo að Lilja verði kjörin forseti Skáksambands Íslands verður hún fyrsta konan til að gegna því embætti. Ungmennafélagið Fjölnir stofnar skákdeild Ný skákdeild var stofnuð þann 27. maí innan Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi. Á stofnfund- inum var kjörin stjórn deildarinnar og rætt um helstu framtíðarverk- efni Fjölnis innan skákhreyfingar- innar. Stefnt er að því að Fjölnir sendi lið til keppni í 4. deild Ís- landsmótsins í ár og taki þátt í Landsmóti ungmennafélaganna á Sauðárkróki, dagana 8.–11. júlí. Áhersla verður lögð á uppbygging- arstarf meðal grunnskólanema í Grafarvogi en nemendur þar hafa nú þegar náð frábærum árangri á öllum grunnskólamótum, einkum skáklið Rimaskóla sem státa af Ís- landsmeistaratitlum drengja og stúlkna. Aðalstjórn Fjölnis, með þá Guð- laug Þór Þórðarson og Birgi Gunn- laugsson í fararbroddi, var mjög hvetjandi að stofnun skákdeildar- innar og gerðust báðir forystu- mennirnir stofnfélagar. Skákfélagið Hrókurinn, sem vinnur nú ein- göngu að útbreiðslu skákarinnar, hefur einnig boðist til að vera Fjölnismönnum innan handar við uppbyggingarstarfið. Hrókurinn hefur í nokkurn tíma verið í árang- ursríku samstarfi við Fjölni. Skákdeild Fjölnis lét það því verða sitt fyrsta verkefni að bjóða þeim Hrafni Jökulssyni og Róbert Harðarsyni, forsvarsmönnum Hróksins, að gerast liðsmenn Fjölnis og er fastlega reiknað með því að þeir verði í fylkingarbrjósti í sterku skákliði félagsins strax í byrjun. Lenka Ptácníková: Tíundi stórmeistari Íslendinga Nýkjörin stjórn skákdeildar Fjölnis. F.v. EggertSkúlason, Helga Sigurð- ardóttir, Helgi Árnason formaður, Gunnlaugur Egilsson og Kristjón Kormákur Guðjónsson. Morgunblaðið/Ásdís Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Lenka Ptácníková. SKÁK Reykjavík FYRSTI STÓRMEISTARI KVENNA 28. maí 2004 dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Áskirkja. Opið hús kl. 14–17 í neðri sal fyrir unga sem aldna. Organisti Áskirkju leiðir söng. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. For- eldramorgnar kl. 10. Vinaheimsóknir til þeirra sem þess óska. Upplýsingar í síma 511 5405. Langholtskirkja. Foreldra- og ungbarna- morgunn kl. 10–12. Opið hús, spjall, fræðsla á vegum Heilsuverndar barna, söngstund, kaffisopi. Umsjón hefur Gígja Sigurðardóttir leikskólakennari. Allir foreldr- ar ungra barna velkomnir. Nánari upplýs- ingar í Langholtskirkju. Landspítali – háskólasjúkrahús. Grensás. Helgistund kl. 20. Rósa Kristjánsdóttir djákni. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á há- degi. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið frá kl. 12–12.10. Að lokinni kyrrðarstund er léttur málsverður í boði á kostnaðarverði í safnaðarheimilinu. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúðum aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Digraneskirkja. Bænastund kl. 12.10. Fella- og Hólakirkja. Helgistund og biblíu- lestur í Gerðubergi kl. 10.30. Sjá nánar: www.kirkjan.is/fella-holakirkja. Kópavogskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 17. Fyrirbænarefnum má koma til kirkju- varðar eða presta. Lindakirkja í Kópavogi. Bænastund kl. 12 í safnaðarheimilinu, Uppsölum 3. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Von- arhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorgunn) í dag kl. 13. Kjörið tæki- færi fyrir heimavinnandi foreldra til að koma og eiga skemmtilega stund í notalegu um- hverfi. Kaffi og léttar veitingar, spjall, fönd- ur, fyrirlestrar, kynningar og fleira. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Sr. Þorvaldur Víðisson. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.30. For- eldramorgnar kl. 10. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði eftir stundina. Samhygð kl. 20.30. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hallgrímskirkja Sumarbrids Sumarspilamennskan er lífleg og spennandi eins og ávallt á þessum tíma og er kjörið að æfa sig fyrir hinn árlega Alheimstvímenning sem verð- ur næsta föstudagskvöld (einnig verður boðið upp á að spila Al- heimstvímenning á laugardeginum). Hér má sjá efstu pör undanfarinna spilakvölda. Miðvikudagskvöldið 26. maí: Páll Þórsson – Ómar Olgeirsson 14 Erla Sigurjónsdóttir – Guðni Ingvarss. 12 Friðrik Jónsson – Jóhannes Guðmannss. 9 Fimmtudagskvöldið 27. maí: Hermann Friðr. – Hlynur Angantýss. 19 Sturlaugur Eyjólfss. – Jón Jóhanness. 18 Hrafnhildur Skúlad. – Jörundur Þórðars. 3 Föstudagskvöldið 28. maí: Gylfi Baldurss. – Guðmundur Baldurss. 59 Lilja Kristjánsdóttir – Örlygur Örlygss. 40 Sigurður Steingrímss. – Gísli Steingr. 29 Að loknum tvímenningi var að venju spiluð fjörug og skemmtileg Miðnætursveitakeppni og varð sveit Guðrúnar Jóhannesdóttur hlut- skörpust, með Guðrúnu voru í sveit þær Kristjana Steingrímsdóttir, Harpa Fold Ingólfsdóttir og Brynja Dýrborgardóttir. Mánudagskvöldið 31. maí: Jón Stefánsson – Gísli Hafliðason 15 Unnar A. Guðm. – Jón Halldór Guðm. 9 Magnús Sverriss. – Eðvarð Hallgrímss. 5 Júlíus Snorrason – Guðlaugur Sveinsson 3 Spilað er í sumarbrids fimm kvöld í viku, mánudaga til föstudaga, í allt sumar. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánud. 24. maí 2004. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Kristján Jónsson – Þorsteinn Sveinss. 264 Björn E. Pétursson – Gísli Hafliðason 254 Elín Jónsdóttir – Soffía Theódórsdóttir 241 Árangur A-V: Magnús Oddsson – Ragnar Björnsson 258 Halla Ólafsdóttir – Friðrik Hermannss. 250 Jóhann M. Guðm. – Hjálmar Gíslason 229 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 27.5. Spilað var á 9 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Olíver Kristóf. – Sæmundur Björnss. 273 Ólafur Ingvarss. – Ægir Ferdinandss. 254 Ragnar Björnsson – Magnús Oddsson 254 Árangur A-V: Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 271 Stefán Ólafsson – Þórarinn Árnason 238 Alda Hansen – Jón Lárusson 233 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 43 www.thumalina.is www.thjodmenning.is Veikindafjarvistir lífstíll - vinna - viðbrögð Morgunverðarfundur Föstudaginn 4. júní 2004 8.30-10.00 Sunnusal Radison SAS Hotel Saga Work-related health problems-possibilities for prevention and rehabilitation (Nygren & Åsberg). Veikindafjarvistir nokkurra starfshópa á Íslandi (Kristinn Tómasson). Panel umræður með þátttöku, fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Sjúkrasjóðs Verslunarmannafélags Reykjavíkur, lækna og Flugleiða. Aðgangseyrir kr. 2.000 (morgunverður innifalinn). Fundarstjóri: Eyþór Eðvarðsson. Fundurinn er einkum ætlaður stjórnendum fyrirtækja, starfsmannastjórum, starfsmönnum tryggingarfélaga og sjúkrasjóða og öðrum, sem fást við skyld störf eða sérstakan áhuga hafa á málefninu. Fundurinn er haldinn á vegum Vinnueftirlitsins og Landlæknisembættisins - þjóð gegn þunglyndi- með stuðningi frá Samtökum atvinnulífsins, Icelandair, Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, VÍS, Lýðheilsustöðvar og Tryggingastofnunar ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.