Morgunblaðið - 03.06.2004, Side 46

Morgunblaðið - 03.06.2004, Side 46
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Olivia kemur og fer í dag. Cesaria, Laug- arnes og Árni Frið- riksson koma í dag. Helgafell og Goðafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Arnar kemur í dag. Bootes og Polar Siglir fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíð- ar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð. Sími 535 2760. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan op- in, almenn handavinna. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Fyrstu vikuna í júní er lokað vegna viðgerða á hús- næði. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Vinnustof- an opin miðviku-, fimmtu- og föstudag með leiðbeinanda til 15. júní. Púttvöllurinn opinn. Böðun mánu- og fimmtudaga. Fótaað- gerðastofa á mið- vikudögum, aðra daga eftir samkomulagi. Hárgreiðsla alla daga kl. 9–12 Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Karla- leikfimi kl. 13. Opið í Garðabergi kl. 13–17. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 videókrókur, kl. 10– 11.30 pútt, kl. 11.20 leikfimi, kl. 13.30 bingó. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. Dagsferð í Rangárþing 10. júní, Ferð um norð- urland 29. júní–3. júlí, Akureyri, Hofsós, Grímsey o.fl. Skráning á skrifstofu félagsins í síma 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, umsjón sr. Svavar Stefánsson; frá hádegi verða opnar vinnustofur og spila- salur. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinna, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Kl. 9.05 landsmótsæfing. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin alla virka daga frá kl. 9–17. Handa- vinnustofan er opin frá kl. 13–16. Alltaf heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og búta- saumur perlusaumur, kortagerð og hjúkr- unarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 , kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10–11 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl.13.30 fé- lagsvist. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrt- ing þriðju- til föstu- dags. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 sam- verustund og leir. Vesturgata. Kl. 9– 10.30 setustofa, dag- blöð og kaffi, kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14 að- stoð v/böðun, kl. 9.15– 15.30 hannyrðir, kl. 9–10 boccia, kl. 9.30–11.30 skraut- skrift, kl.13–14 leik- fimi. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, perlusaumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og bridge. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Opið kl. 9–14. Kl. 9.15 leikfimi, kl. 10–12 verslunin. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar í fé- lagsheimilinu að Gull- smára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður á morgun, föstudaginn 4. júní kl. 10 við Austur- bæjarskóla (forsýning) og kl. 14 við Árbæj- arsafn (frumsýning). Bandalag kvenna í Reykjavík. Gróð- ursetningarferðin verður mánudaginn 7. júní, farið frá Hallveig- arstöðum kl. 17.15. Skárning í s. 561 5622 Elín Snorradóttir, s. 551 6701 Dóra Ólafs- dóttir eða s. 551 8577 Lotted Gestsson. Í dag er fimmtudagur 3. júní, 155. dagur ársins 2004, fardagar. Orð dagsins: Enginn kveikir ljós og byrgir það með keri eða setur undir bekk, heldur láta menn það á ljósastiku, að þeir, sem inn koma, sjái ljósið. (Lk. 8, 16.)     Á vef Samtaka versl-unar og þjónustu (SVÞ) birtist í gær pistill, sem augljóslega beinist gegn landbúnaðarkerf- inu. „Samkeppnislög banna bæði lóðrétt samráð um verð o.fl. á milli sölustiga, t.d. heild- og smásölu, svo og lárétt samráð, þ.e.a.s. á milli fyrirtækja á sama sölustigi t.d. í heildsölu,“ segja SVÞ. „Ef fyrirtæki á smásölumarkaði kæmu sér saman um verkaskipt- ingu, verð og síðan skipt- ingu tekna sín á milli þannig að allir kæmu a.m.k. sléttir út úr rekstr- inum þá væru þau að fremja glæp. Ef upp um þau kæmist mættu fyr- irtækin og forystumenn- irnir búast við sektum og jafnvel fangelsi. Þá mætti jafnframt reikna með að þessi fyrirtæki og for- ystumenn yrðu að þola bið í fjölda mánaða eða ára þar til niðurstaða fengist í mál þeirra hjá Samkeppnisstofnun.     En það sem einum erkennt er öðrum bent. Þrátt fyrir endurteknar athugasemdir og álit Samkeppnisstofnunar um skaðsemi opinberrar verðlagningar mjólk- urvara á heildsölustigi fyrir samkeppni og al- mannahagsmuni hefur Alþingi nú fullgilt samn- ing landbúnaðarráðherra við mjólkuriðnaðinn til ársins 2012. Þar er skattfé landsmanna varið til að viðhalda óskilvirku framleiðslu- og dreifing- arkerfi með tæplega 30 milljarða fjárframlagi.     Þetta kerfi skilar ís-lenskum neytendum ágætum framleiðsluvör- um á mjög háu verði enda ekki til að dreifa mikilli samkeppni við þær. Í skjóli þessa samnings eru þarna leyfð vinnubrögð sem væru brot á sam- keppnislögum á almenn- um markaði. Þeir sem verja þetta kerfi eru ekki að hugsa um hagsmuni heildar- innar, heldur hag fárra fyrirtækja, sem enginn virðist eiga og sem ráða sér sjálf að flestu leyti. Framleiðendur búvara virðast ekki telja þau sína eign og víst er að þeir reiða ekki klyfjar gulls frá þeim er þeir bregða búi og fá greidda eign sína í þeim.     SVÞ hafa ítrekað bent áað þetta sé óeðlilegt fyrirkomulag. Þýðing- armikið sé að sjá til þess að samkeppni ríki í allri verslun og það sé ekki ráðlegt að leyfa einum það sem öðrum er bann- að. Þurfi að verja sam- keppnina sé betra að gera það með reglum og eft- irliti um afslætti og und- irboð en opinberri verð- stýringu. Aukinn innflutningur landbún- aðarvara og niðurfelling innflutningsgjalda á þær er brýnt úrræði til að tryggja samkeppni og skilvirkni innlendrar framleiðslu og þar með lægra verð en nú býðst.“ STAKSTEINAR Einum kennt, öðrum bent Víkverji skrifar... Víkverji hjólaði um Hvalfjörð ogendaði síðan efst uppi í Borg- arfirði í sumarbústað um hvíta- sunnuhelgina. Tekið skal fram að hjól Víkverja er ekki knúið lífrænum heldur vélrænum mótor. Víkverji var þarna að aka í annað sinn um Hvalfjörð á þessu sumri og hefur tekið nokkru ástfóstri við þá leið sem honum þótt oft ægilega leið- inlegt að keyra fyrir tíma Hvalfjarð- arganganna þegar endalausar bíla- lestir mynduðust í lok umferðarhelga enda víða óhægt um framúrakstur á leiðinni. Nú er þetta gerbreytt og hægt að bruna í af- slöppun og lítilli umferð um fjörðinn og njóta þeirrar fegurðar sem hann hefur upp á að bjóða. Og fyrir þá sem vilja stoppa og fá sér hressingu er tilvalið að stoppa við Laxá, inni í botni eða í Ferstiklu þar sem enn er rekin greiðasala. x x x Víkverji upplifði ekkert nema fyr-irmyndarökumennsku og tillits- semi um helgina þar sem hann brun- aði ásamt félaga um sveitirnar með óvenjulegan hlýjan sumarvind í fang og andlit. Síðasta spottann, efst í Borg- arfirði, var ekið eftir svona rétt þokkalegum malarvegi í átt að Fljótstungu og hægðu allir bílar á og viku vel fyrir Víkverja sem ekur götuhjóli sem ekki er beinlínis gert fyrir akstur á malarvegum. Á þessu var engin undantekning og var Vík- verji hálfsnortinn yfir þessari kurt- eisi gagnvart mótorhjólamanni sem þykir ekki beint þægilegt að víkja út í lausamöl fyrir bílum á mikilli ferð. Einmuna blíða var uppi í Borgarfirði og sjálfsagt 15–18 stiga hiti og var því notalegt fyrir hjólamennina að hvíla lúin bein í legustólum þegar komið var í sumarbústaðinn og fara síðan í heitan pott á eftir, svona til að skola af sér óhreinindin fyrir góða grillmáltíð um kvöldið. x x x Umferðin var orðin nokkuð þungsíðla dags á mánudag þegar Víkverji ók til baka til Reykjavíkur. Nokkuð ljóst var eftir að Víkverji var kominn niður á hringveginn að nær samfelld umferð bíla var alla leið í bæinn og reyndist vera nokkur röð við Hvalfjarðargöngin. Ekki er það besta loft sem Víkverji hefur andað að sér sem mætti honum þeg- ar hann hjólaði inn göngin og gegn- um þau og viss feginleiki fylgdi því að koma út hinum megin fjarðarins. Víkverji sá að framúrakstur var svo að segja tilgangslaus eftir að komið var á hringveginn og ákvað að fylgja bara umferðarhraðanum sem var þó minni en hann hefði kosið. Nær allir bílstjórar virtust ákveða að sýna sömu þolinmæði og því varð Víkverji ekki var við hættulegan fram- úrakstur sem fylgja vill löngum bíla- lestum. Morgunblaðið/Golli Borgarfjörður, Baula í baksýn. Skriplað á skötu SKELFING er það þreyt- andi að þurfa að hlusta á menn sem telja sig hátt yfir aðra hafna og segjast hafa dvalist langdvölum í öðrum löndum fara rangt með al- kunnar alþýðuvísur og skrumskæla textann. Gísli Marteinn þáttastjórnandi, sem er glaður, en ekki síður sjálfumglaður, ræddi við kunnan blaða- og fjölmiðla- mann sl. laugardagskvöld. Þeim varð báðum tíðrætt um margra ára dvöl Eiríks Jónssonar sem fréttaritara Ríkisútvarpsins í Kaup- mannahöfn. Samt tókst ekki betur til en báðir spek- ingarnir skripluðu á skötu þegar kom að einni fræg- ustu söngvísu Dana, Kun de var en Lørdagaften. Báðir sögðu Lørdagsaften. Það er ekkert s í þesari ljóðlínu. Þetta hefði frétta- ritari íslenska Ríkisút- varpsins átt að læra á sjö ára starfsferli í Höfn. Það er einkar óviðeigandi hjá fjölmiðlamönnum þegar þeir stagast og staglast á orðinu „Köben“ þegar átt er við Kaupmannahöfn. Ís- lendingar sögðu jafnan Höfn, þegar rætt var um höfuðborg Danmerkur hér heima eða meðal Hafnar- Íslendinga. Pétur Pétursson þulur. Flosnál óskast FLOSNÁL óskast keypt. 866 7535. Vatnsdalur er í Aust- ur-Húnavatnssýslu ÍBÚI í Austur-Húnavatns- sýslu hafði samband við Velvakanda og tjáði honum að Víkverji hefði farið með rangt mál hinn 27. maí sl. er hann sagði Vatnsdal vera í Vestur-Húnavatnssýslu. Hið rétta er að Vatnsdalur er ekki í Vestur-Húna- vatnssýslu heldur í Austur- Húnavatnssýslu. Dýrahald Yndislegur fress fæst gefins KELINN, eins og hálfs árs gamall fress fæst gefins vegna flutninga. Hann er svartur að lit. Upplýsingar í síma 696 0802 eftir kl. 18. Yndislegan kött vantar heimili VEGNA ofnæmis verðum við að finna nýtt heimili fyr- ir kisann okkar. Hann er 1 1/2 árs, rauðgulbröndóttur að lit og yndislega blíður og góður. Allir nauðsynlegir fylgihlutir fylgja með hon- um. Ef einhver góður gæti hugsað sér að taka hann að sér þá fást upplýsingar í síma 867 8640 eða 695 6237. Gullfallegir kettlingar fást gefins TVEIR bröndóttir kett- lingar fást gefins. Þeir eru gullfallegir og að auki kassavanir. Upplýsingar gefur Lára í síma 694 5368. Yndislegur kettlingur fæst gefins FJÖGURRA mánaða gam- all svartur högni fæst gef- ins. Hann er kassavanur, blíður og góður. Upplýsing- ar í síma 562 4766. Gefins köttur SEX mánaða gamall fress leitar nú logandi ljósi að góðu heimili. Upplýsingar í síma 587 1589 eða 869 3729. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 vafasöm, 4 hand- sömum, 7 þýðanda, 8 nagdýrs, 9 litla tunnu, 11 svara, 13 fíkniefni, 14 ganga, 15 gljálaust, 17 uppspretta, 20 agnúi, 22 heysáta, 23 fuglar, 24 beiskt bragð, 25 geta neytt. LÓÐRÉTT 1 háski, 2 drengs, 3 naum, 4 framkvæmt, 5 seðja hungur, 6 skordýrs, 10 óhreinka, 12 rödd, 13 mann, 15 horaður, 16 munnum, 18 sér eftir, 19 rudda, 20 verma, 21 landabréf. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 uggvænleg, 8 flaut, 9 ragna, 10 net, 11 rétta, 13 auðug, 15 vaska, 18 lifur, 21 frí, 22 staur, 23 tíran, 24 blákaldur, Lóðrétt: 2 glatt, 3 vatna, 4 narta, 5 eggið, 6 afar, 7 laug, 12 tak, 14 uni, 15 vasi, 16 svall, 17 afrek, 18 lítil, 19 fornu, 20 rann. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.