Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.06.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 47 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert orðheppin/n og mjög sannfærandi og getur hæg- lega haft atvinnu af mælsku þinni. Þú ert jafnframt frumleg/ur í hugsun og fljót/ ur að tileinka þér hlutina. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er eins og allt aukist þegar tunglið er fullt. Þetta á ekki síst við um erfiðleikana sem við glímum við. Þó getur þó hugg- að þig við það að þetta muni ganga yfir um leið og tunglið fer að minnka á nýjan leik. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert með hugann við eignir þínar og fjárhagsstöðu. Mundu að raunverulegt örlæti felst í því að láta hlutina af hendi þegar þörfin fyrir þá kemur upp. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert eitthvað tvístígandi þessa dagana. Þú ert á báðum áttum um það hvort þú eigir að láta þarfir þínar eða annarra hafa forgang. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur mikla þörf fyrir ein- veru í dag. Þú vilt helst fela þig sem lengst inni í skel þinni og það mælir ekkert á móti því að þú látir það eftir þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt líklega lenda í tog- steitu á milli vina þinna og kunningja annars vegar og fjölskyldu þinnar hins vegar. Þótt fjölskyldan skipti þig mestu máli máttu ekki líta framhjá þörfum vina þinna. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er hætt við að skyldur þín- ar í vinnunni stangist á við þarfir fjölskyldu þinnar þessa dagana. Það er mikilvægt að þú sinnir starfi þínu því annað mun koma niður á fjölskyld- unni þótt síðar verði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það eru miklar líkur á að þú lendir í einhvers konar deilum í dag. Best væri ef þú gætir frestað umræðum um mik- ilvæg málefni fram á föstudag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert ósammála einhverjum um grundvallaratriði málsins sem um ræðir. Þetta þýðir ekki að annað ykkar hafi rétt fyrir sér og hitt rangt. Þið hafið ein- faldlega ólík lífsviðhorf. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það þýðir ekkert fyrir þig að öskra til að ná eyrum annarra í dag. Tunglið er fullt og það skapar sambandsleysi á milli manna. Þetta mun ganga yfir á einum til tveimur dögum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það þýðir ekkert fyrir þig að stappa niður fótunum og krefj- ast þess að þú fáir þitt fram í dag. Bíddu í nokkra daga og sjáðu hverju fram vindur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert í skapi til að skemmta þér þessa dagana. Þig langar til að daðra, leika þér og fara í ferðalög. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki setja þig upp á móti for- eldrum þínum eða öðrum í fjöl- skyldunni í dag. Bíddu með að ræða málin fram á föstudag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MÓÐURMÁLIÐ Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér til heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda. Hallgrímur Pétursson LJÓÐABROT DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 3. júní, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Gísli Gíslason og Ingibjörg Níelsdóttir, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Þau verða að heiman í dag. SUÐUR er gjafari og vekur á fjórum spöðum. Enginn hreyfir andmælum og vest- ur flettir upp hjartadrottn- ingunni: Norður ♠G52 ♥Á872 ♦D43 ♣KD3 Suður ♠ÁKD10963 ♥1095 ♦7 ♣G10 Hvernig myndi lesandinn spila? Vörnin hefur byrjað vel, en það er ótímabært að gef- ast upp. Hugsanlega er hjartaliturinn stíflaður og þá er ekki víst að vörnin hafi samgang til að taka fjóra slagi. Þar kemur tvennt til greina: að útspilið sé frá DG tvíspili eða DGxx. Ef sú er raunin, ásamt því að lauf- ásinn sé með tvíspilinu í hjarta (DG eða Kx), er hægt að vinna spilið með því að spila strax tígli og skera á sambandið í þeim lit: Norður ♠G52 ♥Á872 ♦D43 ♣KD3 Vestur Austur ♠84 ♠7 ♥DG ♥K643 ♦Á1052 ♦KG986 ♣Á9875 ♣642 Suður ♠ÁKD10963 ♥1095 ♦7 ♣G10 Ef þetta er legan má alls ekki byrja á því að sækja laufásinn. Þá á vörnin sam- gang í tígli og getur tekur báða hjartaslagina. Sú vörn er vissulega ekki sjálfsögð (vestur þarf að spila undan tígulás), en gæti þó vel fund- ist. Spilið kom upp á lands- liðsæfingu um helgina og þar var legan allt önnur og leiðinlegri, hjartað 3-3 og vörnin tók strax fjóra slagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 85 ÁRA afmæli. EðvarðTorfason (Ebbi í Brautartungu) verðu átta- tíu og fimm ára mánudaginn 14. júní. Hann tekur á móti gestum laugardaginn 5. júní frá kl. 14 í Félagsheimilinu í Brautartungu. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 Bg7 6. h3 Rf6 7. Rc3 Rd7 8. Be3 e5 9. Dd2 De7 10. Bh6 Bxh6 11. Dxh6 f6 12. Rh4 Rf8 13. O-O Be6 14. f4 exf4 15. Hae1 O- O-O 16. Dxf4 c4 17. d4 g5 18. Rf5 Dd7 19. De3 Bxf5 20. Hxf5 Dxd4 21. Dxd4 Hxd4 22. Hxf6 Rd7 23. Hf5 He8 24. e5 g4 25. e6 Rf8 26. Re4 gxh3 27. c3 Hd3 Staðan kom upp á of- urmótinu í Sarajevo sem lauk fyrir skömmu. Sig- urvegari mótsins, Alexey Shirov (2.713) hafði hvítt gegn Borki Predoj- evic (2.490). 28. Hxf8! Hxf8 29. e7 Hg8 30. g4 Hf3 30. ... Hxg4+ hefði tapað eftir 31. Kh1. 31. Rd6+ Kd7 32. e8=D+ Hxe8 33. Rxe8 hvítur er nú riddara yfir og varð ekki skotaskuld úr því að innbyrða vinn- inginn. 33. ...Hf8 34. Rg7 Hg8 35. Hd1+ Kc8 36. Re6 Hxg4+ 37. Kh2 b6 38. Kxh3 He4 39. Hd8+ Kb7 40. Hd7+ Ka6 41. Rd4 He3+ 42. Kg4 h5+ 43. Kf4 Hd3 44. Rxc6 og svartur gafst upp. Lokastaða móts- ins varð þessi: 1. Alexey Shirov (2.713) 7½ vinning af 9 mögulegum. 2. Sergei Movsesjan (2.647) 6 v. 3.–4. Ivan Sokolov (2.690) og Viktor Bologan (2.665) 5½ v. 5. Zdenko Kozul (2.627) 5 v. 6. Emir Dizdarevic (2.520) 4 v. 7. Nigel Short (2.712) 3½ v. 8. Borki Predojevic (2.490) 3 v. 9.–10. Suat Ata- lik (2.554) og Bojan Kura- jica (2.540) 2½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÁRNAÐ HEILLA MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík       www.lyfja.is Árangur sem sést. Líkaminn sannar það. Nýtt. Body Performance ANTI-CELLULITE visible contouring serum Loksins er komið fram áhrifaríkt vopn í baráttunni gegn appelsínuhúðinni sem gerir svo mörgum lífið leitt. Þetta fjölvirka sermi með einstökum hitavaka og kröftugum jurtakjörnum austan úr Asíu hrekur burtu appelsínuhúðina, hreinlega bræðir hana. Það styrkir og stinnir húðina og hjálpar til að koma í veg fyrir að appelsínuáferðin birtist á ný. Prófanir hafa sýnt konur grennast um allt að 2,5 sm á 4 vikum. Í neytenda- könnunum reyndust allt að 83% kvenna verða minna varar við appelsínuhúð. Prófaðu! Líkaminn sem kemur í ljós sannfærir þig. Glæsileg sólartaska með sólarpúðri fylgir Anti-Cellulite kreminu.* * Á meðan birgðist endast. Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í Lyfju Smáratorgi í dag frá kl. 13-18, Lyfju Lágmúla, föstudag frá kl. 13-18, Lyfju Laugavegi, laugardag kl. 12-16, Lyfju Garðatorgi þriðjudag kl. 13-18, Lyfju Setbergi miðvikud. kl. 13-18. FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 BARNAGÚMMÍSTÍGVÉL breið og góð Litir: Rauð og dökkblá Stærðir: 23-35 VERÐ ÁÐUR 1.295 VERÐ NÚ 695
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.