Morgunblaðið - 03.06.2004, Side 48

Morgunblaðið - 03.06.2004, Side 48
ÍÞRÓTTIR 48 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ PORTÚGALINN Jose Mourinho var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Chelsea í stað Claudio Ranieri sem vikið var úr starfi á mánudag eftir tæp fjögur ár hjá Lúndúnaliðinu. Mourinho, sem er 41 árs gamall, náði undraverðum árangri með Porto þau tvö og hálft ár sem hann stjórnaði liðinu. Hann tók við liðinu í janúar 2001 og á sínu fyrsta heila tímabili vann Porto undir hans stjórn portúgölsku deildina, bik- arkeppnina og Evrópukeppni fé- lagsliða. Í síðustu viku bættist enn ein rósin í hnappagatið hjá Mour- inho þegar Porto sigraði Mónakó í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu auk þess sem liðið vann deild- arkeppnina í Portúgal annað árið í röð. Ráðning Mourinhos átti sér lang- an aðdraganda en lengi var vitað að dagar Ranieris hjá félaginu væru taldir. Sögusagnir þess efnis að Mo- urinho tæki við liðinu höfðu verið lengi á kreiki, en strax eftir leik Porto og Mónakó sagði Mourinho að verkefni sínu hjá félaginu væri lokið. Mourinho skrifaði undir þriggja ára samning við Chelsea þar sem hann verður bæði knattspyrnu- stjóri og yfirþjálfari. Á blaða- mannafundi í gær sagði hann að þetta væri krefjandi verkefni. Chelsea væri frábært lið skipað leikmönnum á heimsmælikvarða. Þó er búist við að Mourinho eigi eft- ir að gera breytingar á liðinu. Hann segist vilja hafa lítinn hóp sem ekki sé skipaður fleiri en 21 útileik- manni, sem þýðir að einhverjir leik- menn verða látnir fara frá félaginu. Spurður hvort einhverjir leikmenn Porto fylgi honum til Chelsea sagði hann: „Ef allir þeir leikmenn sem orðaðir hafa verið við liðið væru á leiðinni þýddi það að við hefðum 50 leikmenn og ég þoli ekki að vinna með stóran hóp.“ Ekki er enn ljóst hvað Claudio Ranieri mun taka sér fyrir hendur. Hann hefur gefið það út að hann vilji starfa áfram í Englandi en hann hefur einnig verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Valencia. Á blaðamannafundinum í gær þver- tók Peter Kenyon, stjórnarformað- ur Chelsea, fyrir að félagið væri að reyna komast undan því að borga Ranieri þau laun sem hann á inni hjá félaginu en þau eru talin vera um sex milljónir punda. Jose Mourinho tekur við Chelsea FÓLK  KÁRI Einarsson, 17 ára piltur úr Víkingi, lék sinn fyrsta leik í efstu deild í knattspyrnu þegar lið hans mætti FH í fyrrakvöld. Kári lék síð- ustu 10 mínúturnar. Í umfjöllun um leikinn í blaðinu í gær var hann sagður Árnason, eins og nafni hans í Víkingsliðinu, og er beðist velvirð- ingar á því. Þá var gult spjald tví- skráð á Sverri Garðarsson, FH-ing, sem fékk aðeins að líta það einu sinni.  ATLI Jóhannsson kom inn á sem varamaður hjá ÍBV gegn KR í fyrra- kvöld en nafn hans féll niður á lista yfir leikmenn liðanna.  BRYNJAR Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Fram, var varamark- vörður liðsins þegar það sótti Grindavík heim í úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Brynjar, sem er fertug- ur, hefur leikið einn leik í marki Fram í efstu deild, fyrir ellefu árum.  THOMAS Kahlenberg hefur verið kallaður inn í danska landsliðshóp- inn. Hann kemur í stað Morten Wieghorst sem meiddist á hné. Kahlenberg, sem er 21 árs miðju- maður, leikur með Bröndby í Dan- mörku. Stig Töfting verður því ekki valinn að þessu sinni en hann kom til greina er Wieghorst meiddist.  KNATTSPYRNUSAMBAND Georgíu hefur meinað georgíska lið- inu Sioni Bolnisi þátttöku í Evrópu- keppni félagsliða á næsta tímabili. Ástæðan er sú að aðdáendur liðsins komu af stað óeirðum er liðið spilaði úrslitaleik við WIT Georgi Tblisi um deildarmeistaratitilinn þar í landi sem það síðarnefnda vann, 2:0.  LÆTIN hófust þegar Tblisi skor- aði fyrsta mark leiksins og varð að stöðva leikinn, sem stóð yfir í þrjár klukkustundir, í þrígang. Tveir aðdáendur Sioni voru fluttir á sjúkrahús með alvarleg stungusár og kalla þurfti til óeirðalögreglu. Félagið var einnig sektað um tíu þúsund dollara og dæmt til að leika næstu tíu heimaleiki sína á hlutlaus- um velli.  BILL Kenwright mun taka við formennsku hjá enska úrvalsdeild- arliðinu Everton. Hann tekur við af Philip Carter sem hefur setið í stjórn félagsins í 30 ár. Kenwright, sem er einn eiganda liðsins, er núna varaforseti félagsins . Þessi breyt- ing er hluti af uppstokkun á stjórn félagsins en í síðasta mánuði var Trevor Birch ráðinn sem stjórnar- formaður en hann hefur áður gegnt slíku hlutverki hjá Leeds og Chelsea.  SKOSKI landsliðsmaðurinn Paul Dickov, framherji Leicester, gekk í gær til liðs við Blackburn. Nokkur ensk úrvalsdeildarlið voru á hött- unum eftir þessum 31 árs gamla baráttuglaða leikmanni en hann varð markahæstur í liði Leicester sem féll úr úrvalsdeildinni með 14 mörk. Helena sagði að þrátt fyrir tvömörk í byrjun hafi liðið samt ekki gefist upp. „Við verðum strax fyrir miklu áfalli með því að fá á okk- ur tvö mörk og það tekur alltaf tíma að byggja upp sjálfs- traust í liðinu eftir það svo að það tók sinn toll. Mér fannst við samt byrja seinni hálfleikinn mjög vel og skapa okkur færi, mikið fleiri en við gerðum í leiknum í Frakklandi. Engu að síður töpum við leiknum og við erum ekki sáttar við það en við reynum að leggjast yfir þennan leik og taka það besta úr honum.“ Í seinni hálfleik, í stöðunni 2:0 fyrir Frakkland, fór boltinn í hendi fransks leikmanns inni í vítateig en í stað þess að dæma víti lét dóm- arinn aukaspyrnu nægja. „Þótt maður þurfi alltaf að sætta sig við það sem dómarinn dæmir er hund- fúlt að taka því. Það hefur sýnt sig í þessari keppni að maður fær ekki alltaf mjög góða dómara. Ef við hefðum minnkað muninn í eitt mark hefði það gefið stelpunum von og hefði getað gjörbreytt leiknum. Við hefðum þá átt möguleika á að ná í eitt stig,“ sagði Helena og ætlar sér það stig, ef ekki fleiri gegn Rússum í ágúst. „Næst eru Rússar hérna heima en það á margt eftir að ger- ast í riðlinum áður. Við höldum samt ótrauðar áfram og ætlum að sigra hérna heima. Ég held að við skuldum okkar áhorfendum að við spilum betur en þetta.“ Margir leikmenn geta betur „MÉR fannst við aldrei fara almennilega í gang,“ sagði Helena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari eftir 3:0 tap fyrir Frakklandi í gær- kvöldi. „Við vorum að leika við gríðarlega sterka andstæðinga og þá verður að mæta af fullum krafti en mér fannst við alltaf eiga tölu- vert inni. Það getur verið eitthvað spennufall en mér fannst við ekki eins og ég þekki til liðsins. Mér fannst margir leikmenn geta betur. Það vantaði líka uppá hugarfarið, það var eins og við værum oft ekki alveg með. Getur verið að leikmenn hafi verið þreyttir að ein- hverju leyti.“ Eftir Stefán Stefánsson Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hinn skæði framherji Olga Færseth náði ekki að hrella vörn Frakka í gær. Hér hefur Peggy Provost orðið fyrri til. „FYRSTA sem kemur upp í huga minn er að ég er gífurlega vonsvikin,“ sagði Olga Færseth eftir leikinn. „Við vissum að til að eiga möguleika á að ná í stig eða sigra þyrftum við að halda hreinu en svo fáum við snemma í leiknum á okkur mark sem myndi flokkast undir heppn- ismark og það virtist slá okkur aðeins útaf laginu. Svo kemur annað mark í kjölfarið og það var of stór biti fyrir okkur. Við ætluðum að halda hreinu í þessum leik, það var númer eitt, tvö og þrjú. Því miður fannst mér við ekki byrja af fullum krafti frá fyrstu mínútu og því vökn- um við upp við vondan draum og tvö mörk á bakinu. Eftir mörkin tók- um við aðeins við okkur og það varð aðeins meira sjálfstraust í liðinu. Ég var ein frammi og fannst kantmenn okkar og Margrét Lára jafnvel fullaftarlega í byrjun leiks svo það var erfitt að vera ein á móti fjórum en ég vissi það vel fyrir leikinn og sætti mig við það,“ bætti Olga við. „Nú er viðureignin við Rússa lykilleikur og eins og staðan er held ég að við verðum frekar að sigra en taka eitt stig, reyndar svo framarlega sem Rússar tapi á móti Frakklandi. Hinsvegar held ég að það sé tími til kominn að við vinnum þetta rússneska lið því við höfum gert fjögur jafntefli við það og við munum gera allt til þess að vinna í þetta sinn.“ Gífurlega vonsvikin FRANSKI þjálfarinn Elisabeth Loisel var ánægð með sigurinn. „Ís- land er með ungt lið, sem er að læra að spila á alþjóðlegum vettvangi og getur átt möguleika í umspili. Það er með nokkra góða leikmenn, til dæmis númer þrjú (Olga Færseth) og níu (Margrét Lára Viðarsdóttir) og markvörðurinn (Þóra B. Helga- dóttir). Liðið hefði samt mátt spila mun meira sín á milli í stað þess að sparka boltanum fram völlinn, sem það gerði of mikið af,“ sagði Loisel. Hún telur sitt lið í hópi fjögurra til tíu besta í heiminum en sagði þreytu eftir veturinn sitja aðeins í liðinu. „Við erum svolítið þreyttar enda tímabilinum að ljúka í Frakk- landi og ég sá það á hvernig hraða leikmenn okkar náðu í sinn leik, sérstaklega í seinni hálfleik. Sig- urinn er því kærkominn, við erum komin áfram og þurfum ekki að taka þátt í umspili.“ Aðspurð hvort hún teldi að leikurinn hefði þróast öðruvísi ef ekki hefðu komið til tvö mörk snemma í leiknum sagðist hún ekki geta svarað því. Mættu spila meira saman Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frakkland reyndist ofjarl íslenska kvennalandsliðsins í gær- kvöldi þegar liðin mættust á Laugardalsvelli. Hér hefur Sabrina Viguier betur gegn Margréti Láru Viðarsdóttur en Laufey Ólafsdóttir bíður átekta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.