Morgunblaðið - 03.06.2004, Síða 53

Morgunblaðið - 03.06.2004, Síða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2004 53  ARI Í ÖGRI: Dúettinn Acoustics föstudag og laugardag.  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Hljómsveit Hjördísar Geirs laugardag kl. 22 til 03. Caprí-tríó sunnudag kl. 20 til 23:30.  BAR 11: Jan Mayen með tónleika fimmtudag kl. 21. DJ Hædí föstudag. DJ Frosti úr Mínus laugardag. Kvik- myndakvöld: Batman 1966 VS Bat- man 1989, sunnudag kl. 21.  BÚÁLFURINN, Hólagarði, Breið- holti: Feðgarnir Hermann Ingi og Hermann Ingi jr föstudag og laugar- dag. Sponsi kemur og tekur lagið.  CATALINA, Hamraborg 11, Kópa- vogi: Örvar Kristjánsson föstudag og laugardag.  DÁTINN, Akureyri: Dj Andri fimmtudag kl. 22 til 01. Dj Leibbi föstudag kl. 00.  DUBLINER: Spilafíklarnir föstu- dag og laugardag.  EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Tríóið Gloss föstudag. Gildrubandið laugar- dag kl. 23 til 03. Randver, Uppistand- arinn Beggi blindi. Sixties á dansleik sunnudag.  FELIX: Doktorinn föstudag. Dj. Andri laugardag.  FESTI GRINDAVÍK: Kalli Bjarni og hljómsveit föstudag.  FÉLAGSHEIMILIÐ ESKIFIRÐI: Papar laugardag.  FÉLAGSHEIMILIÐ PATREKS- FIRÐI: Papar sunnudag.  GAUKUR Á STÖNG: Han solo og úlpa með tónleika fimmtudag. Íslenski Fáninn föstudag. Dozer og Brain Pol- ice, með tónleika laugard kl. 17 til 20. Jet Black Joe taka síðan við og spila inn í nóttina.  GLAUMBAR: Dj Stonar og Dj Vik- ingur fimmtudag, föstudag og laugar- dag.  GRANDROKK: Tríó Sigga Flosa ásamt Þóri Baldurs fimmtudag kl. 22. Lára, Gummi Jóns og Galeiðan, Day- sleeper, Lokbrá, 9-11́s KGB föstudag kl. 21. Maus, Botnleðja, Tenderfoot- hjálmar, Indigo, Ríkið, laugardag kl. 21. Blúsmenn Andreu sunnudag kl. 22.  GULLÖLDIN: Svensen og Hall- funkel föstudag til 03. Svensen og Hallfunkel laugardag kl. 22. Gullöldin verður 9 ára gömul um helgina og að því tilefni er efnt til stórdansleikja. Á föstudaginu er næstsíðasti dansleikur þeirra félaga Svensen og Hallfunkel. Á laugardaginu er kveðjudansleikur þeirra, en þeir hafa skemmt gestum Gullaldarinnar nær óslitið síðastliðin 7 ár. Við hvetjum alla velunnara þeirra félaga og Gullaldarinnar til þess að fjölmenna og taka með sér gesti um helgina.  H. M. KAFFI, Selfossi: Í svörtum fötum laugardag kl. 17.  HRESSÓ: Búðarbandið fimmtudag. Atli skemmtanalögga föstudag og laugardag.  HVERFISBARINN: Dj Kiddi Bigfoot föstudag og laugardag.  INGÓLFSTORG: Samtökin Komið og dansið standa fyrir dansleik sunnu- dag kl. 14 til 16 í samstarfi við menn- ingarsveit Hins Hússins. Danstónlist verður flutt af geisladiskum með há- talarakerfi og val tónlistar miðað við að flestir finni eitthvað við sitt hæfi.  JÓMFRÚIN, Lækjargötu: Tríó Sig- urðar Flosasonar laugardag kl. 16 til 18.  KAPITAL: Kalli og Lelli ásamt Ex- os fimmtudag. Anonymous, Exos, Tómas THX, Árni Vector Anonym- ous, Exos, Tómas THX, Árni Vector föstudag. c.  KLÚBBURINN VIÐ GULLINBRÚ: Hljómsveitin Ber laugardag.  KRINGLUKRÁIN: Rokksveit Rún- ars Júlíussonar föstudag og laugardag kl. 23.  LAUGAVEGUR 22: Sunboy fimmtudag kl. 22 til 01. Palli og Biggi Maus föstudag. Ragnar (Raggi Botn- leðja) laugardag.  MÚLINN, Hótel Borg: Egg og Beikon sunnudag kl. 21.  NIKKABAR, Hraunberg 4. : Tveir Einfaldir föstudag og laugardag.  PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Hljóm- sveitin Ber föstudag.  PLAYERSPORT BAR, Kópavogi: Stuðmenn föstudag. Sigga Beinteins, Grétar Örvars & Co laugardag.  PRIKIÐ: Búðarbandið föstudag kl. 20.30 til 23.30.  RAUÐA HÚSIÐ, Eyrarbakka: Sumarhátíð línudansara laugardag kl. 12.  RAUÐA LJÓNIÐ: Hin frábæra hljómsveit Hilmars Sverrissonar leik- ur fyrir dansi um helgina. Ísland-Eng- land í beinni.  RÁIN, Reykjanesbæ: Hafrót föstu- dag og laugardag. REIÐHÖLL Sörla: Hafnarfirði, Sixt- ies.  SJALLINN, Akureyri: Kúng fú laugardag til 04.  SJÁVARPERLAN, Grindavík: Í svörtum fötum laugardag.  STAPINN, Reykjanesbæ: Skíta- mórall laugardag.  SÆBJÖRG, skip Slysavarnarskóla sjómanna : Roðlaust og beinlaust laugardag kl. 13. Í tilefni Sjómanna- dagsins er fólki að venju boðið að fara í ferð með Sæbjörgu, í siglingu frá Reykjavíkurhöfn og verður fyrsta ferðin farin laugardaginn 5 júní, kl. 13. Hver ferð stendur yfir í u.þ.b. 45 mín- útur. Í fyrstu ferð skipsins mun hljóm- sveitin spila nokkur sjómannalög um borð en hljómsveitin er skipuð sjó- mönnum af frystitogaranum Kleifa- berg ÓF-2 frá Ólafsfirði. Hljómsveitin gaf nýlega út geisladiskinn Brælublús sem seldur var til styrktar Slysavarn- arskóla sjómanna.  VITINN, Sandgerði: Sixties föstu- dag.  ÝDALIR, Aðaldal: Papar föstudag, gestir verða hljómsveitin Sent. FráAtilÖ Morgunblaðið/Ásdís Jet Black Joe leikur á Gauknum á laugardag en nýtt lag með sveitinni verður að finna á Svona er sumarið 2004 sem kemur út í júlíbyrjun. ÞEIR félagar Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktir sem Simmi og Jói, sitja ekki auðum höndum. Leysa af Audda og Sveppa í 70 mínútna sumarfríinu og nú hinn 13. júní nk. hefur göngu sína á Stöð 2 nýr þáttur með þeim sem heitið „Auglýsingahlé“. Þættirnir eru 30 mínútur að lengd og verða sýndir vikulega næstu níu vikurnar. Þar munu þeir félagar sýna fyndn- ar sjónvarpsauglýsingar alls staðar að úr heiminum. Sérstakur dag- skrárliður mun svo verða und- irlagður fyndnum íslenskum auglýs- ingum. Þættir sem þessir eru ekki nýir af nálinni en fyrsti þáttur þess- arar tegundar var franski þátturinn Pub Culture frá árinu 1987 og síð- astliðinn vetur var sýndur á Stöð 2 hinn breski Ruby Wax: Commercial Breakdown, sem einmitt hefur hinn franska að fyrirmynd. „Þetta er gert alls staðar í heiminum og flestar þjóðir eru með slíkan þátt á boð- stólum og mér til furðu hefur þetta ekki verið gert hér á landi áður,“ segir Simmi. Skemmtiþáttur út í eitt „Þátturinn er skemmtiþáttur út í eitt og við munum reyna að höfða til sem flestra. Okkar aðkoma er með þeim hætti að við opnum þáttinn á almennum nótum og ræðum eitt- hvert ákveðið málefni á gam- ansaman hátt og sýnum í kjölfarið auglýsingar sem tengjast því mál- efni. Hinar íslensku auglýsingar eru alveg sér en rúsínan í pysluendanum er sú að í lok hvers þáttar sýnum við eldgamlar íslenskar auglýsingar, sem á sínum tíma áttu ekkert að vera fyndnar, en í tímans rás hafa þær orðið það.“ Við val á íslensku auglýsingunum fengu þeir Simmi og Jói aðstoð frá Sambandi íslenskra auglýsingastofa. „SÍA tók þátt í því með okkur að fá tilnefningar og allar þær íslensku auglýsingar sem við sýnum hafa ver- ið tilnefndar frá íslenskum auglýs- ingastofum eða íslenskum auglýs- ingargerðarmönnum. Þetta er ekki eitthvað sem við grófum upp sjálfir heldur eru þetta tilnefningar sem við báðum um að menn myndu senda inn sjálfir.“ „Í lok seríunnar ætlum við að velja fyndnustu íslensku auglýsinguna. Það verður sér þáttur í beinni út- sendingu og við verðum þá búnir að velja þær bestu úr þeim auglýs- ingum sem við sýndum yfir sumarið. Þær munu verða sýndar í þessum þætti og besta auglýsingin verður valin af þjóðinni. Það er í takt við annað sem við gerum – þjóðin þarf að taka ákvörðun. Það er nú lenska um þessar mundir að hafa þjóð- aratkvæðagreiðslu,“ segir Simmi. Stjörnuleit á landsbyggðinni Þeir Simmi og Jói munu end- urtaka leikinn og verða kynnar í Idol stjörnuleit sem sló rækilega í gegn sl. vetur. Að sögn Simma er und- irbúningsvinna vegna þáttanna hafin og innan skamms munu auglýsingar vegna áheyrnarprófa birtast. „Við munum fjölga áheyrnarprófunum og færa okkur meira út á landsbyggð- ina. Við munum byrja í Reykjavík, síðan munum við fara til Ísafjarðar, Vestmannaeyja, Akureyrar og Eg- ilsstaða. Sem Egilsstaðabúa er mér þetta mikið hjartans mál,“ segir Simmi og bætir því við að þeir muni eflaust enda þar í kökubasar hjá móður hans. Simmi og Jói stjórna nýjum sjónvarpsþætti Þjóðaratkvæða- greiðsla í Auglýsingahléi Simmi og Jói hafa í nógu að snúast en þeir munu stýra þættinum Auglýs- ingahlé auk þess sem undirbúningur fyrir Idol er hafinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.