Morgunblaðið - 21.06.2004, Side 18

Morgunblaðið - 21.06.2004, Side 18
18 C MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kynntu þér kosti www.hus.is a sb yr g i@ a sb yr g i. is • w w w .a sb yr g i. is • w w w .h u s. is 3JA HERBERGJA HÁAGERÐI - RIS Mjög falleg 54 fm ris íbúð í Hágerði. Húsið er í mjög góðu standi og íbúðin mikið uppgerð. Sólríkar suðursvalir. (34196) Verð: 10,4 millj. HRAUNBÆR - AUKA HERB. Mjög góð 3ja herbergja 95,7 fm íbúð með miklu útsýni, ásamt herbergi í kjallara í góðu steinklæddu húsi. Nýjar innréttingar á baði.(til. 34191) Verð: 12,7 millj. 2JA HERBERGJA SEILUGRANDI - LAUS STRAX Mjög góð íbúð á 4. hæð í góðu fjölbýli með stæði í bílageymslu. Fallegt útsýni. Lyklar eru á skrifstofu Ásbyrgi. Laus strax. (33745) Tilboð SUNDAGARÐAR - LEIGA Til leigu í Olíshúsinu við Sundagarða 160 fm verslunar- og skrifstofuhús- næði á jarðhæð. Mjög vandaðar inn- réttingar, stórir verslunargluggar. Hús- næðið hentar vel fyrir hvers konar verslun og þjónustu. Nánari upplýsing- ar veitir Ingileifur Einarsson hjá Ásbyrgi í síma 568-2444. Laust strax. SAMTENGD SÖLUSKRÁ SEX FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR. GUNNAR BERGMANN JÓNSSON SÖLUMAÐUR SÍMI 690 3408 GUNNAR HALLGRÍMSSON, SÖLUMAÐUR SÍMI 898 1486 Við erum í Félagi fasteignasala ATVINNUHÚSNÆÐI SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Köllunarklettsvegur til sölu eða leigu ný- uppgert skrifstofu og fundarhúsnæði með fallegu útsýni yfir sundin og til Esju, sam- tals ca 615 fm. Húsnæðið hentar vel t.d. fyrir skrifstofur eða félagasamtök. Öll skipti möguleg, öll tilboð skoðuð. Laus strax. Allar nánari upplýsingar hjá sölu- mönnum Ásbyrgi í síma 568-2444. HAFNARSTRÆTI - SKRIF- STOFUR Til leigu eða sölu 94 fm skrifstofupláss á 4. hæð með miklu útsýni m.a. yfir höfnina. Herbergin eru með parketi og eða teppi á gólfum. Góð sameign. Nánari upplýsingar hjá Ásbyrgi fasteignasölu. www.hus.is Nýtt í sölu Glæsilegar 2ja, 3ja og 4ja herbergja íbúðir með bílskýli í nýju lyftuhúsi í Grafarholti. Íbúðirnar skilast fullfrá- gengnar með eða án gólfefna, inn- réttingar spónlagðar með eik eða mahóní, baðherbergi flísalagt með hita í gólfi. Grasflatir tyrfðar. Bíla- stæði malbikuð og gangstéttir steyptar. Teikningar og bæklingar á skrifstofu Ásbyrgi fasteignasölu. MARTEINSLAUG 8–16 STÆRRI EIGNIR STAPASEL Glæsilegt 201 fm einbýli á fallegum stað ásamt 37 fm bílskúr og 60 fm aukaíbúð, auk 20 fm aukaherbergi. Samtals ca 318 fm. Hornhús með miklu útsýni og stórum garði. Eigninni hefur verið haldið mjög vel við, lítur mjög vel út. 6 svefnherbergi, 4 baðherbergi, opið eldhús, hátt til lofts. Falleg eign. (tilv. 33878) ÞVERÁS - PARHÚS Glæsilegt 146,9 fm parhús með 24,5 fm bílskúr á besta stað í Árbæ. Eignin lítur mjög vel út í alla staði, halógen-lýsing í lofti, parket á herbergjum, flísar á baði.(tilv.34026) Verð: 25,9 millj. HLÍÐARHJALLI - KÓPAVOGUR Mjög skemmtilegt og fallega innréttað 214 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 31,3 fm innbyggðum bílskúr. Frábær stað- setning, frábært útsýni. (tilv. 33611 Óskað eftir tilboðum. REYKJAVÍKURVEGUR Til sölu eða leigu mjög snyrtilegt iðn- aðarpláss í Hafnarfirði, gott útipláss. Plássið er einn stór salur með góðri kaffistofu og skrifstofu, innkeyrsludyr. Lóð malbikuð gott útipláss fyrir gáma eða aðra starfsemi. (tilv. 33629) LAUST STRAX. Verð: 13,9 millj. Sumarhús í Grímsnesi Kerengi Til sölu í Kerengi Grímsnesi mjög vandaður og fallegur bústaður á 0,9 ha eignarlóð. Til afhendingar strax. (til 34041) VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Nú vantar okkur allar gerðir eigna á skrá, höfum ákveðna kaupendur að eign- um í Kópavogi og Árbæ. Við hjá Ásbyrgi komum og metum eignina þér að kostnaðarlausu, ásamt því að finna eign sem þér hentar. Við erum með sam- tengdan gagnagrunn sex fasteignasala, þú setur eignina þína í einkasölu hjá okkur en ferð inn á sameiginlegan grunn hjá HUS.IS. Kynntu þér kosti HUS.IS og vertu í sambandi við sölumenn okkar. Slíkt gerir auðvitað ekkinokkur maður, ekki nemahann sé rammur bindind-ismaður, en þá mundi hann ekki aðeins hella helmingnum í vask- inn heldur öllu víninu. Nei, líklega gerir þetta ekki nokkur maður sem á annað borð kann að meta vín. En stundum eru menn að kaupa gæði, fá þau vel útilátin og skeyta engu um hvort helmingurinn fari í súginn. Því miður er þetta að gerast út um borg og bý, bæði hjá þeim sem eiga digra pyngju sem þeim sem lít- inn eiga sjóðinn. Þetta er vatnið sem við kaupum til að hita upp okkar hallir sem hreysi og þó við hérlendis búum við einhverja ódýrustu orku til upphitunar, er engin ástæða til að sóa því sem keypt er. Þetta skilja flestir þegar samlík- ingin er eðalvín og allir ef hún er brauð. Það kaupir enginn þriggja korna brauð, étur helminginn og kastar hinum partinum í sorpfötuna. En nú er að renna upp sá tími ársins þegar margir hverjir sóa mestu af heitu vatni, þetta finnst efalaust mörgum fjarstæðukennt. En svona er það samt og á því er afar einföld skýring. Úrelt stýritæki Þessi pistill er ætlaður útvöldum en í þetta sinn eru þeir ekki fáir, heldur ætlaður mörgum útvöldum. Lítið aðeins á myndina af Danfoss retúrlokanum, þessum gamla vini okkar hérlendis, en engin þjóð hefur tekið þennan loka eins upp á arma sína eins og Íslendingar. Sá gamli Danfoss retúrloki skal vissulega fá að njóta sannmælis, hann er búinn að þjóna okkur lengi og að sumu leyti vel, hann hefur gert sitt gagn meðan annað var ekki betra í boði. Það hafa vissulega verið betri stýritæki í boði sl. 20 ár, en sá gamli var búinn að vinna sér slíkan þegn- rétt að það er ekki auðvelt að losna við hann. Í samanburði við hann var það barnaleikur að slíta sig frá landa hans, kónginum langa Kristjáni 10., fyrir sextíu árum síðan. En þetta á að verða stutt kennslu- stund um að leggja af sóun, jafnvel þó húsráðandi ætli að búa við gömlu Danfoss retúrlokana enn um sinn. Þá er það fyrsta að líta í kringum sig, skoða hvort það sé sá gamli sem ræður ríkjum á þínu heimili. Þá skaltu leita í kringum ofnana. Ekki er ólíklegt að hann klúki niður við gólf við annanhvorn enda ofnsins. Sé hann þar skaltu slást í hópinn. Það er nefnilega hægt að nota þrjótinn sér til gagns, það er að segja ef hann er í lagi. Stutt retúrlokanámskeið Ofan á hausi lokans eru tölur frá 1 - 8. Ef rétt hefur verið gengið frá lokanum í byrjun, eða þó seinna sé, ætti ekki að vera hægt að stilla hann á hærri tölu en 3 en stillingin miðast við merki inni á miðjum hausnum. Þessi stilling, 3, merkir að vatnið getur runnið út af ofninum 40°C sem er ekki viðunandi, það er illa nýtt. Ein lúsarleg spurning; hvað oft breytir þú stillingu lokanna og á hvað hefur þú þá stillta? Það eru æði margir sem hreyfa þá aldrei og það er ekki gott. Þessir lokar eru þeirrar náttúru að þeir taka ekkert tillit til hitans í húsinu, þeir stjórnast af hit- anum á vatninu sem um þá rennur. Þess vegna eru þeir ekki góðir hita- stillar, en þeir koma samt í veg fyrir ofursóun á heitu vatni. Lágmarkið er að breyta still- ingum tvisvar á ári, lækka á vorin og hækka á haustin. Getur það verið að lokinn sé stilltur á 3 og getur það verið að hann sé það árið um kring? Þá skaltu rifja upp söguna um eðal- vínið og kornabrauðið, það er ekki ólíklegt að nokkur glös af víni og margar brauðsneiðar hafi farið í vaskinn og sorptunnuna. Það hefur verið sólríkt þessa dag- ana, sólin vermir láð og lög en geisl- ar hennar ná einnig inn í hallir sem hreysi. Þar fáum við mikinn ókeypis varma og þá koma gallar retúrlok- anna í ljós; þeir taka ekki tillit til þess að það er jafnvel orðið yfirheitt í stofum og öðrum vistarverum. En retúrlokinn heldur áfram að etja kappi við sólina og lætur vatnið renna á sínum hraða í gegnum ofn- inn sem skilar varmanum frá sér eins og á köldum jóladegi. Hvað gerir þú þá? Lækkarðu still- inguna á lokunum? Að sjálfsögðu, þú lækkar stillinguna niður á 1 til 2 eða gerirðu kannski eitthvað allt annað. Það skyldi þó ekki vera að þú látir retúrlokana ósnerta, en opnir þess í stað glugga og auðvitað svaladyrnar, þær hleypa svo miklum hita út. Nú er einmitt sá árstími sem fjölmargir keppast við að kaupa heitt vatn til upphitunar og þegar hitinn er alla að kæfa henda þeir hitanum út. Nú skilurðu dæmisöguna um vínið og brauðið. Niðurstaða námskeiðsins er sú að það er hægt að lifa við það að stýra hita með retúrlokum á ofnum. En þá verður sá, sem við það býr, að vita hvernig þeir virka. Þeir virka þannig að það er vatnið sem um þá rennur sem stýrir því hvort þeir opna eða loka. Þá verður sá hinn sami að vita hvernig á að nota þá og stilla. Retúrloka ætti ekki að stilla hærra (og ætti ekki að vera hægt) en á 2,5 (35°C út), hærri stilling þýðir sóun á vatni og í svefnherbergjum aldrei svo hátt, stilla þar á 1 - 2. Á vorin ætti að lækka allar stillingar, niður í 2, en í svefnherbergjum og öðrum vistarverum á 1 -1,5, hækka svo aftur í september. Enginn má taka þessar tölur sem heilagar, þær eru aðeins leiðbeinandi. Hver og einn á að hafa þann hita sem hann óskar, en alls ekki að eyða til þess meiru af heitu vatni en þörf krefur. Það er kjarni málsins. Kaupirðu eðalvín og hellir helmingnum í vaskinn? Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.