Morgunblaðið - 23.06.2004, Síða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRAMHALDSSKÓLAR á höfuð-
borgarsvæðinu eru sumir hverjir
þegar búnir að svara nýnemum og
hafna þeim um skólavist næsta skóla-
ár. Aðrir bíða eftir svörum stjórn-
valda um hve mikið fjármagn verður
veitt til að mæta mikilli fjölgun nem-
enda og aukinni aðsókn. Eins og fram
kom í blaðinu í gær vantar skólana
nærri 400 milljónir króna miðað við
að um 700 nemar fái ekki skólavist
sem stendur.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er
einn þeirra skóla sem þegar hafa sent
nýnemum og öðrum umsækjendum
bréf þar sem beiðnum þeirra er svar-
að. Alls bárust 713 umsóknir að þessu
sinni, þar af 226 frá nýnemum sem
luku grunnskóla í vor. Að sögn Krist-
ínar Arnalds, skólameistara FB, hafa
497 nýir nemendur verið teknir inn í
skólann. Það þýðir að 216 umsækj-
endum var hafnað og segir Kristín að
nýnemar séu 43 þeirra. Auk skorts á
fjármagni og húsnæði sé umsóknum
einnig hafnað þar sem nemendur hafi
lokið óviðunandi grunnskólaprófi og
standist ekki lágmarks inntökukröf-
ur. Kristín segir að þetta sé verulegt
áhyggjuefni en annars konar vanda-
mál en verið sé að glíma við vegna
innritunar nýnema.
Kristín segir að ákveðið hafi verið
að svara umsóknum á tilskildum
tíma. Fáist meira fjármagn frá
stjórnvöldum verði staðan endur-
metin í ágúst næstkomandi, að lokn-
um sumarfríum starfsmanna. ,,Við
erum illa stödd í húsnæðismálum og
ekki eini framhaldsskólinn á höfuð-
borgarsvæðinu. Reykjavík hefur set-
ið eftir í húsnæðismálum á meðan
staðan er allt önnur og betri á lands-
byggðinni. En ríki og borg eru að
vinna í þessum málum og hafa heitið
úrbótum á næstu árum,“ segir Krist-
ín.
Yngvi Pétursson, rektor Mennta-
skólans í Reykjavík, segir að skólinn
geti tekið við fleiri nemendum en
hann skorti fjármagn til þess. Því sé
beðið eftir svörum frá stjórnvöldum
áður en umsækjendum sé svarað
formlega. Alls bárust MR ríflega 300
umsóknir fyrir næsta ár en Yngvi
segir að miðað við núverandi fjár-
magn geti skólinn tekið við 164 ný-
nemum. Síðastliðið haust hófu 814
nemendur nám í MR. Að sögn Yngva
er stefnt að því að geta tekið inn svip-
aðan fjölda nýnema og síðasta ár, eða
240 manns. Þetta þýðir að um 60 um-
sækjendur fá ekki inni í skólanum,
þótt viðbótarfé fáist frá ríkinu.
Varðandi húsnæðismál MR vonast
Yngvi til þess að ráðist verði í fram-
kvæmdir á næstu árum. Eins og fram
hafi komið áður sé húsakostur skól-
ans bágborinn og brýnna úrbóta
þörf.
Iðnskólinn hafnar
30 nýnemum
Baldur Gíslason, skólameistari
Iðnskólans í Reykjavík, segir að mið-
að við núverandi stöðu þurfi að hafna
umsóknum 30 nýnema úr grunn-
skóla. Alls sóttu 180 slíkir um, en
Baldur segir skólann aðeins geta tek-
ið við 150 nýnemum. Ef allt er talið
hafa á sjötta hundrað umsóknir bor-
ist Iðnskólanum frá fólki sem vill
hefja þar nám næsta haust. Síðasta
skólaár voru nemendur í dagskóla
um 1.550 en um 2.100 ef kvöldskóli og
fjarnám er talið með.
,,Við erum einfaldlega að sníða
okkur stakk eftir vexti. Hins vegar
má segja að þessi skóli er þannig
byggður að ef ákveðið yrði að fjölga í
honum þá getum við tekið við fleiri
nemendum, ekki síst ef nemendur
myndu raðast á þær námsbrautir
sem við vildum, segir Baldur.
Sumir skólar hafa þegar neitað
nýnemum en aðrir bíða svara
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur neitað
216 af 713 umsækjendum um nám
ÞREMUR erlendum mönnum,
sem komu hingað til lands 6.
maí ýmist með stolin eða fölsuð
skilríki, hefur verið vísað úr
landi og voru tveir þeirra fluttir
í lögreglufylgd til Noregs í gær.
Þeim þriðja verður fylgt út í
dag, miðvikudag. Mennirnir
hafa sætt gæsluvarðhaldi frá
handtöku þeirra 25. maí. Hafa
norsk yfirvöld samþykkt að
taka við þeim en ríkisfang
þeirra er ókunnugt.
Þremur
mönnum vís-
að úr landi
UNGUR maður liggur enn al-
varlega slasaður á gjörgæslu-
deild Landspítalans í Fossvogi
vegna höfuðmeiðsla sem hann
hlaut er hann féll út úr bifreið á
ferð skammt norðan Akureyrar
aðfaranótt 18. júní. Hefur hann
farið í tvær aðgerðir á spítalan-
um og er tengdur við öndunar-
vél. Hefur líðan hans verið svip-
uð undanfarna daga að sögn
vakthafandi læknis.
Óbreytt líð-
an eftir slys
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur
beint því til félagsmálaráðuneytisins
að það taki mál fyrirtækis, sem hafði
kvartað yfir samningi um háhraða-
net í sveitarfélagi, til endurskoðun-
ar. Segir í áliti umboðsmanns að
ráðuneytið hafi ekki uppfyllt ákvæði
stjórnsýslulaga um að mál sé nægi-
lega upplýst áður en ákvörðun er
tekin. Málsatvik eru þau að fyrirtæki
kvartaði yfir því að ráðuneytið hefði
með úrskurði hafnað kröfu þess um
að ógilda ákvörðun hreppsnefndar
um að heimila sveitarstjóra að und-
irrita samning við annað fyrirtæki
um háhraðanet. Fyrrnefnda fyrir-
tækið taldi samninginn ólögmætan
og byggði kvörtun sína m.a. á því að
hreppurinn hefði brotið gegn rann-
sóknarreglu stjórnsýsluréttarins.
Félagsmála-
ráðuneytið fór
ekki að stjórn-
sýslulögum
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík-
ur dæmdi í gær tæplega fer-
tuga konu í fjögurra mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir að
kinnbeinsbrjóta sextuga konu
með hnefahöggi og valda henni
miklum augnskaða.
Konan var kærð fyrir líkams-
árás sem átti sér stað í ágúst
2002 fyrir utan veitingahús við
Laugaveg í Reykjavík. Að mati
dómsins var árásin fruntaleg
og tilefnislaus.
Tekið var tillit til þess að hún
hafði ekki verið dæmd fyrir
hegningarlagabrot frá því á
árinu 1997 og að nærri tvö ár
voru liðin frá brotinu. Þótti því
mega skilorðsbinda refsinguna.
Málið dæmdi Pétur Guð-
geirsson héraðsdómari.
Fruntaleg
og tilefn-
islaus árás
STUTT
SAMÞYKKT var á borgarráðsfundi í gær að leik-
skólanám fimm ára barna verði gjaldfrjálst að
hluta. Næsta haust verður því fimm ára börnum
boðið gjaldfrjálst nám í þrjár klukkustundir á dag,
en samkvæmt þriggja ára áætlun Reykjavíkur-
borgar er stefnt að því að fjölga stundunum í sex.
Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir
sjálfstæðimenn hafa samþykkt málið en ekki bók-
un R-listans. „Hún gekk út á það að við töldum að
þetta væri mikilvægt skref í þá átt að gera leik-
skólann gjaldfrjálsan. Það voru hártoganir má
segja um túlkun á því orðalagi hvort þetta þýddi
að stefnan væri ekki að hafa allan leikskólann
gjaldfrjálsan, eða fimm ára börnin eins og við höf-
um í raun gert ráð fyrir í þriggja ára áætlun
Reykjavíkurborgar núna.“ Árni segir að sjálf-
stæðismenn hafi viljað fá frekari útskýringu á
bókuninni og skilið hana á þann veg að R-listinn
væri að boða það að allur leikskólinn ætti að vera
gjaldfrjáls. „Við gáfum ekkert svo sem sérstak-
lega út á það. Við sögðum bara að við værum að
fagna því að þetta skref væri tekið og að það væri
mikilvægt jafnræðismál að fólk gæti átt kost á
leikskóladvöl, óháð efnahag, fyrir sín börn. Þetta
er auðvitað skref í þá átt en við höfum ekki tekið
aðra pólitíska ákvörðun en þá að byrja á fimm ára
börnunum í okkar langtímaáætlun. Það má segja
að auðvitað væri það æskilegt ef leikskólinn gæti
fallið eins og grunnskólinn undir það að vera
gjaldfrjáls, svona til framtíðar litið,“ segir Árni.
Borgarráð samþykkir að gera leikskólanám gjaldfrjálst að hluta
Fimm ára börnum boðið gjald-
frjálst nám í þrjár stundir
TJALDAPAR hefur hreiðrað um sig með unga á fjórðu
hæð litla turnsins í Kringlunni. Einar Guðmundsson lækn-
ir sem rekur læknastofu í turninum, hefur verið að fylgj-
ast með parinu en segist einnig hafa séð að sandlóupar
hefur komið sér fyrir á þakinu fyrir ofan Kringlubíó. Ein-
ar gerir að gamni sínu og segir að ástæðan fyrir búslóða-
vali sandlóunnar sé „sennilega kvikmyndaáhugi“. Hann
segir að mikið fuglalíf sé í kringum Kringlusvæðið t.a.m.
sé talsvert líf í kringum Borgarleikhúsið og segir Einar
hafa séð starra koma sér upp hreiðri á þakinu undir bár-
unum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Fuglalíf
viðKringluna
22 ÁRA maður játaði fyrir dómi
í gær að hafa framið vopnað
bankarán í útibúi Búnaðar-
banka Íslands við Vesturgötu
17. nóvember á síðasta ári.
Ríkissaksóknari hefur ákært
manninn og 26 ára félaga hans
og var málið þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær. Eldri
maðurinn er sakaður um að
hafa ekið meðákærða umrædd-
an dag og útvegað honum
lambhúshettu og hníf. Neitaði
hann sök að öðru leyti en því að
hann játaði aksturinn.
Í ráninu var gjaldkera ógnað
með hnífnum og hvarf ræning-
inn á brott með 430 þúsund
krónur. Allt að 16 ára fangelsi
liggur við bankaránum skv.
252. gr. almennra hegningar-
laga og krefst ríkissaksóknari
refsingar yfir báðum mönnun-
um.
Aðalmeðferð málsins hefst
21. september.
Játar á sig
vopnað
bankarán
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti
í gærkvöld stúlku sem hafði slasast á
hnjálið í Landmannalaugum. Var
þyrlan að lenda þegar haft var sam-
band við Landhelgisgæsluna,
skömmu fyrir klukkan 23 í gær-
kvöld. Torfært var um landleið og
því var óskað eftir þyrlu.
Slys í Land-
mannalaugum
♦♦♦