Morgunblaðið - 23.06.2004, Page 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÉRFRÆÐINGAR í greiningar-
deildum Landsbanka og Íslands-
banka telja litlar líkur á því að al-
mennar lækkanir verði á
fasteignamarkaði á næstunni. Ný-
skipaður yfirhagfræðingur Seðla-
banka Íslands er sama sinnis en seg-
ir að verðið muni lækka, þó óvíst sé
hvenær. Sérfræðingur á greiningar-
deild KB banka segir að þróunin á
fasteignamarkaði veki áhyggjur.
Morgunblaðið hafði samband við
sérfræðinga bankanna í tilefni af
niðurstöðum Axels Hall og Tryggva
Þórs Herbertssonar, sem eru starfs-
menn Hagfræðistofnunar Háskóla
Íslands. Þeir komust að þeirri nið-
urstöðu í grein sem þeir skrifuðu og
birt var í Morgunblaðinu síðastliðinn
mánudag, að ekki sé eignaverðsbóla
á húsnæðismarkaðinum. Þá telja
þeir að hverfandi líkur séu á al-
mennum lækkumum á fasteigna-
verði.
Óvissa í lok framkvæmda
Arnór Sighvatsson, yfirhagfræð-
ingur Seðlabanka Íslands, segist
vera sammála því mati að ekki sé
líklegt að fasteignaverð muni al-
mennt lækka hér á landi á næstu ár-
um. Hugsanlegt sé þó að bakslag
komi í ráðstöfunartekjur fólks þegar
hinum miklu framkvæmdum sem nú
standa yfir lýkur. Það gæti kallað
fram lækkun á fasteignaverði.
Arnór segir að einn mælikvarðinn
til að meta hvort fasteignaverðs sé
orðið hátt sé að skoða hlutfallið á
milli fasteignaverðs og bygginga-
kostnaðar. Samkvæmt honum sé
fasteignaverðið orðið mjög hátt.
Annar mælikvarði sé svo saman-
burður á fasteignaverðsþróun og
tekjuþróun. Á þeim mælikvarða sé
fasteignaverðið ekki eins hátt.
Hann segir að samspilið á milli
framboðs og eftirspurnar skipti
miklu máli. „Fjárfesting í íbúðarhús-
næði hefur aukist verulega á síðustu
tveimur árum. Í dag er verið að
byggja á forsendum þess háa verðs
sem er á húsnæði nú. Til þess getur
komið fyrr eða síðar að verðið lækk-
ar. Hvort það gerist með nafnverðs-
lækkunum eða raunlækkunum á
löngu tímabili liggur ekki fyrir.
Dæmi eru um hvort tveggja.“
Arnór segir líklegt að að því muni
koma að fasteignaverð lækki. Að-
stæðurnar muni þá hafa mikið að
segja um hvort afleiðingarnar verði
alvarlegar eða ekki. Stuttur sam-
dráttur þurfi þó ekki að hafa alvar-
legar afleiðingar í för með sér.
Aukið lánsfé hækkar verð
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu-
maður greiningardeildar Lands-
bankans, segir að deildin hafi birt ít-
arlega greiningu á fasteigna-
markaðnum í byrjun mars. Þar hafi
verið komist að þeirri niðurstöðu að
verðbóla hafi ekki myndast hér á
landi og lækkunarhrina sé því ekki í
spilunum. Henni sýnist að niður-
staða þeirra Axels og Tryggva Þórs
sé sú sama. Þeir horfi þó bæði
framhjá auknu framboði nýbygg-
inga og væntanlegum breytingum á
lánafyrirgreiðslu Íbúðalánasjóðs.
Það takmarki gildi greiningarinnar
varðandi mat á núverandi stöðu.
Aukið framboð nýbygginga dragi úr
verðhækkunum, en aukið framboð
lánsfjár hækkar fasteignaverð. Lík-
legt sé að næstu misserin muni áhrif
lánsfjárins yfirgnæfa áhrif nýbygg-
inganna og fasteignaverð því halda
áfram að hækka.
Edda Rós segir að frá því grein-
ingardeildin gaf út greiningu sína
hafi fasteignaverð hækkað um 5,4%
sem jafngildi 21% hækkun á árs-
grundvelli. „Svo mikil hækkun
stenst auðvitað ekki til lengdar og
með sama áframhaldi getur hæglega
myndast verðbóla. Mér þykir því lík-
legt að Seðlabankinn hækki vexti
meira á næstunni en gert hefði verið
ef meiri ró væri yfir fasteignamark-
aðnum. Aðgerðir Seðlabankans ættu
að draga úr hættu á að verðbóla
myndist,“ segir Edda Rós.
Óvissa í lok árs
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur
greiningardeildar KB banka, segir
að fasteignaverð hafi sjaldan verið
hærra sem hlutfall af launum en nú.
Sú staða geti ekki verið varanleg. Til
að ná aftur jafnvægi verði laun að
hækka hraðar en fasteignaverð.
Slíkt gæti reyndar vel gerst. Það
verði þó að teljast áhyggjuefni að
þróunin virðist stefna í þveröfuga
átt. Töluverður þrýstingur sé enn til
staðar á hækkun fasteignaverðs, en
dregið hafi heldur úr launahækkun-
um. Flest bendi til þess að laun muni
ekki hækka mikið umfram það sem
samið var um í síðustu kjarasamn-
ingum. Af þeim sökum veki þróunin
á fasteignamarkaði fremur áhyggjur
en punktstaðan nú.
„Þá verður að hafa í huga að sam-
anburður launa og fasteignaverðs
veitir aðeins upplýsingar um lang-
tímajafnvægi. Þegar til skemmri
tíma er litið er það fyrst og fremst
samspil framboðs og eftirspurnar
sem ræður verðinu. Flest bendir nú
til þess að töluvert af nýju húsnæði
sé að koma inn á markaðinn og
spurning hvort nægjanleg eftir-
spurn muni vera til staðar til þess að
taka við þegar líður á árið,“ segir
Ásgeir.
Vísbendingar fremur
en sönnur
Ingólfur Bender, forstöðumaður
greiningar Íslandsbanka, segir að í
riti um þróun eignaverðs sem deild-
in gaf út í lok maímánaðar hafi þeirri
spurningu verið velt upp hvort verð-
bólga væri á innlendum íbúðamark-
aði um þessar mundir. Niðurstaðan
hafi verið að svo væri ekki og að fátt
bendi til þess að skarpar verðlækk-
anir séu framundan. Þvert á móti
bendi flest til þess að hækkanir á
íbúðaverði séu á næsta leiti, knúnar
áfram af auknum kaupmætti, auknu
framboði lánsfjár og tiltölulega lág-
um langtímavöxtum.
Ingólfur segir að sú staðreynd að
raunverð íbúðarhúsnæðis standi
sögulega hátt um þessar mundir
segi lítið sem ekkert um hvernig það
muni þróast eða hvort verðbóla sé á
markaði. Mun réttara sé að bera
saman þætti eins og markaðsverð
íbúðarhúsnæðis og byggingarkostn-
að að viðbættu lóðaverði. Sé verð-
bóla á markaðinum muni framboð af
nýju húsnæði aukast og draga verð-
ið niður. Segir hann fátt benda til
þess að munurinn sé mikill um þess-
ar mundir og að framboð nýbygg-
inga verði það mikið á næstunni að
það skrúfi niður íbúðaverð almennt.
Þá segir Ingólfur að hlutfall launa
og íbúðaverðs bendi ekki til þess að
verðbóla sé á innlendum íbúðamark-
aði. „Að öllu þessu sögðu verður þó
að reka þann fyrirvara að þó að
ofangreindar aðferðir bendi ekki til
þess að verðbóla sé á íbúðamarkaði
er hér fremur um vísbendingar að
ræða en sönnur. Aðferðir sem skera
úr með fullri vissu um hvort slík bóla
sé til staðar eru ekki til,“ segir Ing-
ólfur.
Lækkun fasteignaverðs
ekki líkleg á næstunni
Sérfræðingar greiningardeilda bankanna
og hjá Seðlabankanum eru almennt sömu
skoðunar og starfsmenn Hagfræðistofn-
unar um að litlar líkur séu á því að almenn-
ar lækkanir verði á fasteignamarkaði á
næstunni. Þó heyrast efasemdir.
Morgunblaðið/ÞÖK
Mismunandi mælikvarðar Fasteignaverð er hátt í samanburði við þróun
byggingarkostnaðar en ekki eins hátt í samanburði við tekjuþróun, að
sögn nýskipaðs yfirhagfræðings Seðlabanka Íslands.
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
!"
#
$ #%
&' (
) %
* #%
$ #
+,
+,#, -'
&
,(
./,
. -"(,
'%0
.
! ! /!(1
/0
2
( ("(,
'(3'
-
! $ #
-"(,
'(0
-',
!
! # 4 (
5
!
5 %3(!
5 %! 6 !%0
5!(1
0 7/(
8!%
)#%
) '
*9( *9( :
!
;</,
.$-
.9#
." (3' .! #
.:
= '
=1''
'
! !
>
!
7 0
.:%,'
!
"#$#
%
-
,#
?1(!
* #9
$ # . " =:
(:
>" 1''
'(3' $ #
.9!
!0,!
@
@
@
@
@
,1
' ("
(1
!0,!
@
A BC
A
BC
A BC
A BC
A BC
A BC
A BC
A BC
A BC
A BC
A BC
A BC
A BC
A BC
A BC
A BC
A @BC
A BC
A BC
A BC
A BC
5,
#
!
#'
=
% ! 9 #'D
) .
0
0
0
0 0
0@
0 0
0 0
0@
0
@
@@0
@0@ 0
0
0 0
0
@
@
@
@
@
@
@
@
@
@
@
>
!
9 E60 0 - #
!
● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði enn í
dag og náði sínu hæsta lokagildi
frá upphafi. Vísitalan endaði í
2.957 stigum og hækkaði um
1,1%. Það sem af er júnímánuði
hefur vísitalan hækkað um 11%.
Hækkunin varð mest á bréfum Mar-
el hf. en þau hækkuðu um 6,32%.
Eyrir fjárfestingarfélag ehf. jók tals-
vert hlut sinn í félaginu í dag og á
nú 7,60% hlutafjár í Marel.
Ekki urðu markverðar hreyfingar
á mörkuðum úti í heimi. Banda-
rísku vísitölurnar hækkuðu eilítið,
en flestir markaðir í Evrópu lækk-
uðu, að þeim danska undanskild-
um.
Eyrir ehf. kaupir
6,56% hlut í Marel hf.
● MEÐALLAUN landsmanna gerðu
lítið meira en halda í við verðbólguna
á milli apríl og maí í ár, en bæði vísi-
tala neysluverðs og launavísitala
hækkuðu um 0,8% á tímabilinu.
Kom þetta fram í tölum sem Hag-
stofan birti í gær.
Í Morgunkorni greiningardeildar
Íslandsbanka í gær kemur fram að á
síðustu tólf mánuðum hafi laun
hækkað að meðaltali um 4,6%, en
verðbólga á sama tíma mældist
3,2%. Hefur hún því étið upp nær 2⁄3
hluta allra launahækkana sem orðið
hafa síðastliðna tólf mánuði. Af
þessum sökum hefur kaupmáttur
vaxið tiltölulega hægt að undanförnu
eða um 1,4% á síðustu tólf mán-
uðum.
„Hægur vöxtur kaupmáttar hefur
þó ekki aftrað því að heimilin hafa
aukið útgjöld sín hratt að undanförnu
og hafa þau fjármagnað bilið með
lántökum,“ segir að lokum í Morg-
unkorninu.
Laun rétt halda í við
verðbólgu
● GUNNAR Thoroddsen hefur verið
ráðinn bankastjóri Landsbanka Lux-
embourg S.A. frá 1. júlí næstkom-
andi. Á sama
tíma lýkur tíma-
bundnum ráðn-
ingarsamningi nú-
verandi
bankastjóra,
Tryggva Tryggva-
sonar, sem
hverfa mun aftur
til fyrri starfa hjá
Landsbanka Ís-
lands hf. í Reykja-
vík.
Gunnar er 34 ára lögfræðingur
með meistarapróf frá Duke-háskóla í
Bandaríkjunum og MBA frá Háskól-
anum í Reykjavík. Hann hefur áður
starfað sem framkvæmdastjóri
Hamla hf., dótturfélags Landsbanka
Íslands og sem forstöðumaður sér-
tækra útlána hjá höfuðstöðvum
bankans.
Nýr yfirmaður Lands-
banka í Lúxemborg
Gunnar
Thoroddsen
● HLUTHAFAR í bresku versl-
unarkeðjunni Londis, en þeir reka
jafnframt verslanir keðjunnar, sam-
þykktu með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða að taka 60 milljón sterl-
ingspunda yfirtökutilboði Musgrave.
Í tilkynningu Londis Holdings Ltd
segir að af þeim 1.626 hluthöfum
sem atkvæði greiddu á fundinum
hafi 97,36 af hundraði verið fylgjandi
því að kauptilboðinu yrði tekið. Hver
hluthafi fær í sinn hlut um 31.000
sterlingspund, eða um 4,1 milljón ís-
lenskra króna.
Londis-keðjan seld
;#F
.GH
B
B
-=.?
IJ
B
B
KK &+J
B
B
)-J
;
,
B
B
LK?J
I M 8 ,
B
B