Morgunblaðið - 23.06.2004, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.06.2004, Qupperneq 15
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Sveitarstjóri Vestfjarða | Heimamað- urinn Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, sigraði í keppni um tit- ilinn Sveitarstjóri Vest- fjarða sem haldin var á Bryggjudögum í Súða- vík síðastliðinn laug- ardag. Sagt er frá úrslit- unum á vef Súðavíkurhrepps. Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri Hólmavík- urhrepps, hafnaði í öðru sæti en Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lenti í því þriðja. Lestina ráku Einar Pétursson, bæjarstjóri Bolung- arvíkur, og Einar Örn Thorlacius, sveit- arstjóri í Reykhólahreppi. Fulltrúar ann- arra vestfirskra sveitarfélaga sendu ekki keppendur til leiks. Sveitarstjórarnir leystu fjölbreyttar þrautir sem aðstandendur keppninnar töldu reyna á svipaða hæfileika og að stjórna sveitarfélagi. Meðal annars glímdu þeir við að þræða fíngerðar nálar, sem ef til vill er vísun í glímuna við fjármál sveitarfélaga, pilla 300 grömm af rækju og teikna Íslandskort.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Sýning | Kristinn G. Harðarson mynd- listarmaður opnaði sýningu í galleríi Klaustri 11. júní sl. Á sýningunni er verk í ellefu hlutum frá 1992–1993, svipmynd- ir úr almenningsgarðinum Walnut Hill Park í New Britain, Connecticut í Bandaríkjunum, en Kristinn bjó í ná- grenni garðsins um árabil. Þá sýnir Kristinn einnig nokkrar bækur sem hann hefur unnið upp úr dagbókum er hann hefur haldið undanfarin 20 ár. Sýningin er opin á sama tíma og hús skáldsins, milli kl. 10 og 18 alla daga, og stendur til 30. júní nk.    Klifruðu í 11 tíma | Krakkarnir úr Björg- úlfi, unglingadeild Björgunarsveitar Hafn- arfjarðar, fóru í klifurmaraþon síðastliðinn laugardag. Klifrað var í ellefu klukkustund- ir á klifurvegg Fimleikafélags Bjarkanna í Hafnarfirði. Var þetta einn liður í fjáröflun þeirra fyrir ferð sem áætluð er til Sviss í ágúst, en þar munu krakkarnir dvelja í æf- ingabúðum og læra margt um björgunar- störf. Söfnuðust nokkur áheit á þetta klif- urmaraþon. Jón B.G. Jónssonsagði af sér trún-aðarstörfum fyrir bæjarstjórn Vest- urbyggðar á síðasta fundi bæjarstjórnar. Hann er fluttur úr bæjarfélaginu. Guðmundur Sævar Guð- jónsson var kjörinn for- seti bæjarstjórnar í hans stað. Á fundinum voru Jóni þökkuð vel unnin störf í þágu bæjarfélagsins. Kolbrún Pálsdóttir bæjarfulltrúi vildi láta það koma fram við þetta tæki- færi að það væri fyrst og fremst Jóni að þakka að í Vesturbyggð væru risin tvö íþróttahús. Einnig að sveitarfélagið, sem hefði verið eitt af þeim verst stæðu, væri nú komið í flokk best settu sveitarfé- laga landsins. Kolbrún og Guðmundur Sævar af D-lista voru kos- in í bæjarráð og Sigurður Viggósson fyrir hönd Samstöðu. Nýr forseti Selfoss | Gunnar Gränz myndlistarmaður sýnir verk sín í húsnæði Trygg- ingamiðstöðvarinnar að Austurvegi 6 á Selfossi. Gunnar sýnir 23 vatns- litamyndir frá ýmsum stöðum á landinu. Sýn- ingin er opin á afgreiðslu- tíma TM, klukkan 9 til 16. Gunnar Gränz sýnir hjá TM á Selfossi Á dögunum vargrennslast fyrirum höfunda koní- aksvísna og barst svar frá Eddu Magnúsdóttur: „„Ja hérna hér," sagði hún amma mín stundum þeg- ar hún varð standandi aldeilis hlessa. Þannig fór fyrir mér í dag." Hún seg- ir vísurnar eftir sig og Sigurð Guðmundsson, æskuvin sinn frá Kirkjubóli, sem fallinn er frá fyrir nokkrum árum. Hún hafi veðjað um það við Sigurð að hann fengi fólk út á dansgólfið með því að spila "Kokkinn". Hún hafði rétt fyrir sér og eignaðist þar með sína fyrstu vínflösku. Hún stríddi honum þegar greiðslurnar drógust og sagði tíðkast erlendis að greiða vexti af koníaks- skuldum. „Nokkrum dögum seinna kom drengur ríðandi með koníakspela í ullarsokk til mín og framhaldið veistu. Utan það að Siggi fékk nákvæmlega útmælda tíu dropa úr pelanum í hvert sinn sem hann kom í heimsókn meðan mjöð- urinn entist.“ Koníaksvísur pebl@mbl.is Ólafsvík | Færeysku dagarnir í Ólafsvík verða haldnir nú um næstu helgi í sjötta skiptið. Hefur aðsókn aukist á hverju ári og er nú ein af stærstu útihátíðum á landinu. Á síðasta ári voru komnir saman í Ólafsvík um átta þúsund gestir, og von er á svipuð- um fjölda í bæinn um næstu helgi, Verður dag- skrá að venju með fjölbreyttu sniði, jafnt fyrir börn sem full- orðna. Sumarhá- tíðin Færeyskir dagar í Ólafsvík var fyrst haldin í ágúst árið 1998. Upphafið að henni var sú að þrír Fær- eyingar og makar þeirra sem búa í Ólafsvík tóku sig saman veturinn 1998 og hófu undirbúning ásamt öðru fólki úr Ólafsvík. Það er engin tilviljun að þessi hátíð hafi verið tileinkuð Færeyingum. Fær- eyingar tóku mikinn þátt í að byggja Ólafsvík upp. Á árunum frá 1954 og til alveg til ársins 1980 komu Færeyingar til starfa á vertíðarbátum frá Ólafsvík. Flestir voru þeir árið 1958. Það ár voru um 120 Færeyingar í Ólafsvík eða um nær 20% af bæjarbúum og settu þeir mikinn og góðan svip á bæinn. Færeyskir dagar í Ólafsvík Eskifjörður | Ganga á til samninga við byggingafyrirtækið Viðhald fasteigna um stækkun Grunnskóla Eskifjarðar. Er það síðasti áfangi í stækkun skólans, nú um ríf- lega 200 fermetra, og verður þar vinnuað- staða kennara og stjórnunarrými. Viðhald fasteigna bauð tæplega 45 milljónir í verk- ið, en Dalhús ehf. bauð nokkru hærra, eða um hundrað þúsund krónum. Kostnaðar- áætlun nam 41,7 milljónum króna. Grunnskólinn stækkaður ♦♦♦ Egilsstaðir | Sankti Bernharðs- -hundurinn Brandý vekur hvar- vetna athygli sökum stærðar sinnar og koníakslitarins á feld- inum. Hún ferðast gjarna um í stórum jeppa með eigendum Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum á dögunum, í för með Arneyju Einarsdóttur, sem átti á köflum fullt í fangi með að sannfæra tíkina um að þær tvær þyrftu að eiga samleið. sínum og þykir stærð farartæk- isins fara þessari stórkostlegu tík vel, þar sem hún hreykir sér í aftursætinu, veraldarvön og hnarreist. Brandý var á fótboltaleik á Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Brandý í boltanum Samleið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.