Morgunblaðið - 23.06.2004, Side 22

Morgunblaðið - 23.06.2004, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ rír af þeim fimm mönnum sem gegnt hafa embætti forseta Íslands hafa setið á Alþingi og tóku um tíma virkan þátt í stjórnmálum. Þrátt fyrir það hefur forsetaemb- ættið samt lengst af verið ópólitískt og hafa þeir sem kosnir hafa verið lagt áherslu á sameiningarhlutverk embættisins. Deilur hafa þó af og til risið um ákvarðanir forseta. Sveinn Björnsson hefur þá sér- stöðu að hafa í upphafi verið kosinn af Alþingi. Hann var kosinn á Þingvöllum 17. júní 1944 þegar lýðveldi var stofn- að. Hann var sjálfkjörinn 1945 og 1949. Ríkisstjóri á ófriðartímum Sveinn Björnsson var sonur Björns Jónssonar ritstjóra Ísafoldar, en Björn varð ráðherra 1908. Sveinn sonur hans tók einnig þátt í stjórnmálum og sat í borgarstjórn Reykja- víkur og á Alþingi. Hann var tvívegis nálægt því að verða ráðherra á 3. áratugnum. Auk stjórnmálastarfa stóð hann í fararbroddi á mörgum sviðum. Hann var meðal stofnenda Eimskipafélags Íslands og var fyrsti stjórnarformaður þess og tók þátt í að stofna Brunabótafélag Íslands. Sveinn lauk lögfræðiprófi í Kaupmannahöfn og stofnaði málflutningsstofu að námi loknu. Hann var ásamt Eggerti Claessen fyrstur manna til að öðlast réttindi til að flytja mál fyrir Hæstarétti við stofnun hans 1920. Sama ár ákvað Sveinn að venda sínu kvæði í kross og flytjast til Kaup- mannahafnar og gerast sendiherra Íslands í Danmörku. Hann varð þar með fyrsti sendiherrann sem Íslendingar eignuðust. Það kom því í hlut Sveins að byggja upp utanrík- isþjónustuna eftir að landið fékk fullveldi. Samhliða þessari breytingu hætti Sveinn allri þátttöku í stjórnmálum. Þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku árið 1940 kallaði ríkisstjórnin hann heim til að vera henni til ráðgjafar um utanríkismál og hermál. Við hernámið hafði ríkisstjórn Ís- lands tekið að sér að fara með konungsvald, en 1941 var ákveðið að fela sérstökum ríkisstjóra að fara með þetta vald. Sveinn Björnsson var kjörinn ríkisstjóri og gegndi hann því fram að stofnun lýðveldisins 1944. Ekki samstaða um kosningu fyrsta forsetans Þegar Sveinn tók við embætti ríkisstjóra flutti hann ræðu þar sem hann lagði áherslu á að á þeim óróatímum sem þjóðin stæði frammi fyrir skipti miklu að menn stæðu saman og vikju ágreiningsefnum til hliðar. Stjórn- málamenn á þessum tíma stóðu frammi fyrir mörgum erf- iðum málum og reyndist samstaða ekki vera fyrir hendi hjá þeim til að leysa þau öll. Ágreiningur um aðgerðir í efna- hagsmálum leiddi til þess að þjóðstjórnin féll vorið 1942. Átök sem urðu í stjórnmálum það ár ollu því að flokkunum gekk illa að mynda meirihlutastjórn. Þetta varð til þess að Sveinn Björnsson skipaði utanþingsstjórn, sem var skipuð mönnum sem ekki sátu á Alþingi. Margir stjórnmálamenn reiddust þessari ákvörðun Sveins og átti það þátt í því að hann fékk einungis 30 af 52 atkvæðum þegar alþingismenn kusu forseta árið 1944. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar kom þjóðinni á óvart enda hafði ágreiningur um skipan ut- anþingsstjórnarinnar lítið verið ræddur á opinberlega. Andstaða í hópi þingmanna við Svein skýrist einnig af af- skiptum hans af skilnaði við Dani. Sveinn var í hópi þeirra Íslendinga sem vildi bíða með að stofna lýðveldi þangað til hernámi Þjóðverja á Danmörku væri lokið. Þó að hann væri þeirrar skoðunar að hinn raunverulegi skilnaður milli Ís- lands og Danmerkur hefði farið fram 1918 taldi hann ekki rétt að slíta konungssambandi ríkjanna meðan stríð kæmi í veg fyrir að viðræður gætu farið fram milli landanna um formlegan aðskilnað. Lagði hann m.a. til við Alþingi að boð- að yrði til þjóðfundar til að ræða hvernig ganga ætti end- anlega frá málinu. Þingmenn hunsuðu þessa ósk Sveins. Ágreiningur stjórnmálamanna og Sveins um skipan ut- anþingsstjórnarinnar átti, að því er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir, þátt í því að sett var inn í stjórn- arskrána ákvæði um synjunarvald forseta, þ.e. að forseti geti synjað lögum staðfestingar en að þá verði lögin borin undir atkvæði þjóðarinnar. Í ágúst 1944 fór Sveinn Björnsson í opinbera heimsókn til Roosevelts forseta Bandaríkjanna. Heimsóknin vakti mikla athygli á Íslandi enda þótti felast í henni mikil við- urkenning af hendi valdamesta þjóðhöfðingja heimsins á hinu unga lýðveldi. Frumkvæði að heimsókninni átti Vil- hjálmur Þór utanríkisráðherra, sem var áhugasamur um nánari samvinnu Íslands og Bandaríkjanna. Þetta olli tor- tryggni hjá sumum fjölmiðlum og stjórnmálamönnum sem óttuðust að Sveinn ætlaði að semja um áframhaldandi veru varnarliðs Bandaríkjanna sem enn var í landinu. Samskipti landanna á sviði viðskipta og varnarmála komu til umræðu á fundinum en engir samningar voru gerðir enda hafði for- setinn ekkert umboð til þess frá Alþingi. Sveinn leitaðist við að skapa embættinu ákveðinn virðu- leik og festu. Jafnframt lagði hann sig fram um að halda góðu sambandi við almenning í landinu og undirbjó fljót- lega eftir forsetakjörið opinberar heimsóknir í öll byggð- arlög landsins. Sveinn lést 1952. Forsetakosningarnar 1952 voru afar harðar og eru meðal sögulegustu kosninga sem haldnar hafa ve Stjórnmálaflokkarnir og blöðin sem þá stu þátt í kosningabaráttunni. Niðurstaða kos hins vegar með þeim hætti að flokkarnir h tekið beinan þátt í forsetakosningum. Alþingismaður og ráðhe Nafn Ásgeirs Ásgeirssonar var fljótlega ræða hófst um eftirmann Sveins Björnsson fátæku fólki kominn, en lauk samt prófi í g stundaði framhaldsnám á Norðurlöndunum kjörinn alþingismaður Framsóknarflokksi arsýslu árið 1923. Ásgeir var þá aðeins 29 var kvæntur Dóru Þórhallsdóttur. Faðir h hallur Bjarnason biskup Íslands og bróðir Tryggvi Þórhallsson sem árið 1927 varð fo ríkisstjórn Framsóknarflokks. Ásgeir ávann sér fljótt virðingu þingma og öfgalausan málflutning. Hann var kjöri einaðs Alþingis og stýrði þingfundi á Þingv 1000 ára afmælis Alþingis var minnst 1930 Tryggvi Þórhallsson rauf þing árið 1931 ingar varð Ásgeir fjármálaráðherra. Krep in á og erfið ár fóru í hönd. Harðar deilur v sóknarflokksins á þessum árum og tókust Jónsson frá Hriflu hart á. Þrátt fyrir ands varð Ásgeir forsætisráðherra árið 1932 í sa sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Átökin innan Framsóknarflokksins leid flokkurinn klofnaði 1934 og Tryggvi Þórha Bændaflokkinn. Ásgeir gekk þó ekki í þan bauð sig fram utan flokka 1934 og vann gó þá og 1937, en Ásgeir var þá genginn í raði ins, lögðu andstæðingar hans mikið á sig ti en höfðu ekki erindi sem erfiði. Ásgeir var skipaður bankastjóri Útvegs árið 1938 og gegndi því embætti samhliða að Ásgeir yrði ekki ráðherra aftur tók han afgreiðslu umdeildra mála. Hann var fyrst frumvarps um breytt kosningalög árið 194 inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið Sögulegar kosningar Kosningarnar 1952 voru fyrstu forsetak þjóðin tók þátt í, en eins og áður segir var son kjörinn af Alþingi árið 1944 og hann va 1945 og 1949. Sveinn hafði haft talsverð af málum meðan hann var forseti og stjórnm töldu miklu skipta hver skipaði þetta háa e væri frá upphafi að Ásgeir Ásgeirsson nyt úr öllum flokkum fór ekki hjá því að talsve það að hann var þingmaður Alþýðuflokksi arflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Frams höfðu frumkvæði að því að finna frambjóða um. Talsverðan tíma tók að finna frambjóð staða var um, en stuttu áður en framboðsf tilkynntu forystumenn flokkanna að þeir m séra Bjarna Jónsson vígslubiskup. Bjarni beinan þátt í stjórnmálum en var stuðning stæðisflokksins. Auk Ásgeirs og Bjarna va alþingismaður einnig í kjöri. Stuðningsme kynntu hann sem frambjóðanda sem sams um meðal þjóðarinnar. Morgunblaðið og T framboð hans eindregið og forystumenn S og Framsóknarflokks tóku virkan þátt í ko Bjarna og skoruðu á stuðningsmenn flokk hann. Forystumenn sósíalista voru líka an vegna stuðnings hans við inngöngu Ísland eitt blað, Alþýðublaðið, studdi Ásgeir en þ markaða útbreiðslu. Margir töldu því mes geir myndi fara halloka í kosningunum. Stuðningsmenn Ásgeirs gáfu út blað, Fo háðu kosningabaráttuna undir kjörorðinu forsetann“. Auk þess að tefla fram reynslu Ásgeirs töldu þeir að flokkarnir ættu ekki ann heldur þjóðin. Kosningin snerist því a flokksagann og hvort tækist að brjóta flok aftur. Það einkennilega við þessa kosningu að berjast gegn flokksræðinu hafði tekið v stjórnmálum í 30 ár, verið þingmaður og r sem var talinn frambjóðandi flokkanna ha afskipti af stjórnmálum. Niðurstaða kosninganna varð sú að Ásg forseti með naumum meirihluta. Aðeins m kvæðum á honum og séra Bjarna. Andsnúinn utanríkisstefnu vinstri s Eftir þau hörðu átök sem verið höfðu um 1952 hefði kannski mátt ætla að Ásgeir yrð seti, en það varð ekki. Almennt tókst góð s hans. Ekki urðu sömu deilur milli hans og manna og sköpuðust í tíð Sveins Björnsson talsverð á vettvangi stjórnmálanna á fyrri bils sem Ásgeir var forseti. Vegna stjórnar undirbjó hann skipan utanþingsstjórnar, e hana notaði hann til að þrýsta á stjórnmála Ekki alltaf full s Fimm einstaklingar hafa gegnt embætti forseta Íslands af þrír fyrrum alþingismenn en tveir höfðu áður starfað ingarmálum. Í umfjöllun Egils Ólafssonar kemur fram að forsetarnir hafa almennt reynt að forðast bein afskipt stjórnmálum en frá því eru þó undantekningar. TENGSLIN VIÐ AUSTUR-EVRÓPU Í fréttaskýringu Rúnars Pálmason-ar blaðamanns í Morgunblaðinu ígær kemur fram að hagsmuna- gæzla Íslands og hinna EFTA- ríkjanna, sem aðild eiga að samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið, gagnvart Evrópusambandinu verði erfiðari og flóknari eftir stækkun sam- bandsins. Dregið hefur úr áhrifum framkvæmdastjórnarinnar, sem EFTA-ríkjunum er tryggður formleg- ur aðgangur að samkvæmt EES-samn- ingnum, en völd ráðherraráðs ESB, þar sem fulltrúar ríkisstjórna aðildar- ríkjanna sitja, og Evrópuþingsins hafa aukizt. Miklu máli skiptir fyrir íslenzka hagsmuni að geta haft áhrif á ákvarð- anir á mótunarstigi innan Evrópusam- bandsins, enda rata þær margar síðar inn í íslenzk lög í gegnum EES-samn- inginn. Á undanförnum árum eru nokkur dæmi um að Ísland hefur náð fram breytingum á ákvörðunum ESB með því að rækta tvíhliða tengsl við einstakar ríkisstjórnir aðildarríkj- anna. Náin pólitísk tengsl Íslands við norrænu aðildarríkin hafa þá stundum skipt sköpum, en einnig vináttubönd við stærri aðildarríkin, ekki sízt Þýzkaland. Kjartan Jóhannsson, sendiherra Ís- lands í Brussel, segir í samtali við blað- ið í gær að þetta starf verði umfangs- meira með því að ESB-ríkjunum fjölgi úr 15 í 25. „Á hinn bóginn er ekki ljóst hvort við munum fá betri eða verri hljómgrunn hjá nýju aðildarríkjunum. Það getur vel verið að í ýmsum málum falli hagsmunir og viðhorf þeirra betur að hagsmunum okkar en raunin var með hin ríkin 15,“ segir Kjartan. Hann bendir t.d. á að mörg nýju ríkjanna hafi mikla hagsmuni af verzlun með sjávarafurðir og séu líkleg til að taka undir íslenzk sjónarmið í þeim efnum. Með fjölgun aðildarríkjanna aukist hins vegar hætta á að eitthvert ríki hafni algerlega sjónarmiðum Íslands. Í þessari stöðu virðist liggja beint við að efla og rækta tengslin við hin nýju aðildarríki ESB í Austur-Evrópu. Ísland á þar nú þegar hauka í horni, ekki sízt Eystrasaltsríkin, sem ekki hafa gleymt þætti Íslands í sjálfstæð- isbaráttu þeirra. Þá skipta gömul við- skiptatengsl við lönd á borð við Pól- land, Tékkland og Ungverjaland miklu máli. Það þarf hins vegar að sinna vel tengslunum við öll ríkin. Það er ekki raunhæft að gera það með stofnun sendiráða, en hægt er að fara ódýrari leiðir á borð við áformaða stofnun embættis viðskiptafulltrúa í Póllandi, sem á að vera til reynslu um nokkurt skeið. Gagnkvæmar heimsóknir ráða- manna geta gert mikið gagn og – eins og Bjørn T. Grydeland, sendiherra Noregs í Brussel, bendir á í Morgun- blaðinu í gær – geta starfsmenn utan- ríkisþjónustunnar þurft að fara fyrr á fætur og leggja meira á sig. ÓTRYGGUR FRIÐUR Ótti fer nú vaxandi um að átök kunniað brjótast út á ný í Kongó. Á und- anförnum mánuðum hefur verið ólga í landinu. Stjórnarherinn hefur barist við uppreisnarmenn í austurhluta landsins og missti meðal annars borg- ina Búkavú í hendur þeirra, en náði henni aftur á sitt vald. Einn af foringj- um uppreisnarmanna flúði til Rúanda ásamt nokkur hundruð manna liðsafla og hefur stjórnarherinn í Kongó nú safnað um tíu þúsund manna liði í aust- urhluta landsins, skammt frá landa- mærum ríkjanna. Stjórnvöld í Rúanda saka ráðamenn í Kongó um að ætla að ráðast inn í land- ið. Stjórn Kongó kveðst hins vegar ein- vörðungu vera að bregðast við aðgerð- um uppreisnarmanna í Kongó og lýsti yfir því í gær að tekist hefði að afvopna þá. Samið var um frið í Kongó fyrir ári eftir styrjöld, sem stóð í fimm ár. Upp- tökin mátti rekja til þjóðarmorðsins í Rúanda á fyrri hluta síðasta áratugar. Margir þeirra sem báru ábyrgð á morð- unum á Tútsum í Rúanda flúðu yfir landamærin til Kongó og gerðu síðan árásir yfir landamærin. Stjórn Rúanda sendi í tvígang herlið yfir landamærin til þess að stöðva árásirnar, sem leiddi til þess að árið 1997 steyptu uppreisn- armenn, sem nutu stuðnings Rúanda, Mobutu Sese Seko af stóli. Ári síðar reyndu þeir að steypa arftaka hans, Laurent Kabila. Fimm ríki drógust inn í átökin. Angóla, Simbabve og Namibía studdu stjórn landsins, en Rúanda og Úganda uppreisnarmenn. Uppreisnar- mönnum tókst ekki að fella stjórnina, en þeir náðu svæðum með auðugum demantanámum á sitt vald og átökin urðu gríðarlega hörð. Sögðu Samein- uðu þjóðirnar að það eitt vekti fyrir þeim ríkjum, sem skárust í átökin, að komast yfir náttúruauðlindir landsins og þá sérstaklega demantanámurnar. Rúmlega þrjár milljónir manna létu líf- ið í átökunum, flestir vegna hungurs og sjúkdóma. Á síðasta ári tókst loks að stilla til friðar og mynduð var bráðabirgða- stjórn, sem á að sitja við völd þar til gengið verður til kosninga að ári. Fyrir henni fer Joseph Kabila, sem tók við völdum eftir að faðir hans var myrtur árið 2001. Í stjórninni eru fjórir vara- forsetar, þar af tveir úr röðum upp- reisnarhreyfinga, sem höfðu reynt að komast til valda með vopnum. Marga mánuði tók að koma á friði og þurfti að leiða saman fulltrúa ýmissa hópa í Kongó, sem og þjóðanna sem drógust inn í stríðið. Kongó nær yfir landflæmi á stærð við Evrópu og samgöngur eru erfiðar þannig að það er ekki auðvelt verkefni að fylgja friðarsamkomulag- inu eftir. Í Kongó eru 20 þúsund friðargæslu- liðar á vegum Sameinuðu þjóðanna, helmingurinn á þeim slóðum sem tekist hefur verið á undanfarna mánuði. Bandaríkjamenn hafa lýst yfir áhyggj- um af ástandinu og sent fulltrúa sína til Kongó og Rúanda til að hvetja stjórn- völd til að sýna stillingu. Hörmungarnar í Kongó og Rúanda eru skelfilegar. Þar hafa samanlagt fallið fjórar milljónir manna á einum áratug án þess að alþjóðasamfélagið skærist í leikinn. Nú horfir á ný ófrið- lega á þessu svæði í Afríku og mikil- vægt er að gripið verði til aðgerða í tæka tíð þannig að hörmungarnar end- urtaki sig ekki. Rétt eins og í Rúanda árið 1994 eru Sameinuðu þjóðirnar þegar með liðsafla í Kongó. En nú verður að bregðast við kallinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.