Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 26
MINNINGAR
26 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Svafa HildurHalldórsdóttir
fæddist á Hnausum í
Breiðuvík á Snæ-
fellsnesi 18. desem-
ber 1912. Hún andað-
ist á Elli- og
hjúkrunarheimilinu
Eir 27. maí síðastlið-
inn. Hún var áttunda
af sautján börnum
Kristjáns Pálssonar
bónda (1880–1962)
og Danfríðar Brynj-
ólfsdóttur konu hans
(1883–1958). Svafa
var fóstruð (og síðan
ættleidd) 12 daga gömul til Hall-
dórs Eyjólfssonar, búfræðings og
kennara, og Guðlaugar Gísladótt-
ur rjómabússtýru. Þau bjuggu í
Hólmi á Mýrum í Austur-Skafta-
fellssýslu. Svafa ólst upp með
þremur fóstursystkinum: Sigur-
laugu, Tryggva og Sigríði.
Svafa bjó í Hólmi þar til hún
kynntist eiginmanni sínum Hjalm-
ar Willy Juliussen árið 1943.
Hann fæddist 19. júlí 1921 í Nor-
egi og lést 10. janúar sl. í Reykja-
vík Þau bjuggu í Reykjavík allan
sinn hjúskap. Willy starfaði lengst
af við sænska sendiráðið í Reykja-
vík. Svafa starfaði
mörg ár við kjóla-
saum.
Svafa og Willy
eignuðust tvær dæt-
ur: Dóru Sigurlaugu
14. maí 1945 og
Önnu Karinu 1. maí
1946. Dóra er fé-
lagsráðgjafi, gift
Karli Marinóssyni
félagsráðgjafa, f.
23.5. 1944. Þau eiga
synina Hjálmar, f.
24. mars 1987, og
Egil, f. 30. maí 1990.
Anna Karin er fé-
lagsráðgjafi, gift Guðmundi
Kristjánssyni hæstaréttarlög-
manni, f. 20.2. 1946. Anna á tvo
syni með Ingibergi Elíassyni: 1)
Eirík Stein, f. 18. desember 1965,
kvæntur Susanne B. Götz, f. 7.
mars 1966. Börn: Jóhannes Davíð,
Kristján Daníel og Símon Alex-
ander. 2) Ragnar, f. 17. mars
1972, kvæntur Sigríði Ólafsdótt-
ur, f. 21. október 1965. Börn: Geri
og Vilji. Sigríður á dóttur, Elísa-
betu Ellertsdóttur.
Svafa Hildur Halldórsdóttir var
jarðsungin frá Laugarneskirkju
18. júní.
Mamma var fædd undir Snæfells-
jökli og alin upp undir Vatnajökli.
Í hennar persónuleika voru nokkr-
ir skýrir drættir: Listfengi sem kom
fram í blýantsteikningunum hennar
af konum og hestum og fallegu kjól-
unum sem hún saumaði og postulíns-
máluninni á efri árum. Sjálfstæði
sem sýndi sig í skoðunum hennar
sem oft gengu þvert á það sem öðr-
um fannst. Frelsisþrá sem fékk út-
rás í hestamennsku hennar austur á
Hornafirði, þar sem hún ræktaði upp
Nökkva, landsfrægan kynbótahest
og hans afkvæmi. Hæfileiki til að for-
gangsraða samkvæmt eigin gildum í
lífi sínu.
Alls þessa nutum við sem vorum
svo heppin að vera hennar fólk. Við
nutum þess að ganga í fallegum föt-
um sem hún gerði handa okkur, vor-
um hvött til að halda okkar skoðun-
um til streitu, hún samgladdist
okkur þegar við lögðum land undir
fót og kvöddum hana til að fara til
náms erlendis eða ferðast okkur til
skemmtunar, þótt við vissum að hún
vildi helst alltaf hafa okkur nálægt.
Og það sem var dýrmætasta vega-
nestið okkar út í lífið: Hún lét okkur
finna að við værum elskuð.
Mamma minnti um margt á aðal-
persónuna í sögunni „Babettes
gæstebud“ eftir Karen Blixen. Hún
bjó yfir ríkum hæfileikum og kunn-
áttu, sem voru á heimsmælikvarða,
en hún lét einungis þá njóta er stóðu
henni næst.
Anna Karin.
SVAFA HILDUR
HALLDÓRSDÓTTIR
Dvínar þrek og þróttur
þver,
þungt og sárt margt
sporið er.
Hjartakæri Jesú himnaherra,
hjálpa nú í þrautum mér.
Hér ligg ég í dúradvala,
Drottinn minn, ég kalla á þig,
leið mína önd til sælusala,
sonur Guðs, ó, bænheyr mig.
(Jón Ólafsson)
Látin er fyrrverandi tengdamóðir
mín og amma okkar. Hún var búin að
heyja erfiða baráttu við langvarandi
veikindi.
Það var ótrúlegt hvað Sigga var
sterk, öll þau veikindi sem hún hefur
gengið í gegnum á síðustu áratugum,
enda kjarnorkukona með stórt
hjarta. Þvílíkt æðruleysi sem þessi
kona bjó yfir.
Það var ekki mulið undir hana eins
og sagt er. Mjög ung þurfti hún að
fara að vinna og draga björg í bú,
faðir hennar dó ungur frá konu og
fimm ungum börnum.
Við mæðgurnar rifjuðum upp
liðna tíð og margs var að minnast um
ömmu Siggu og afa „gamla“ eins og
stelpurnar kölluðu þau.
Við urðum þeirrar gæfu aðnjót-
andi að dvelja vor og haust í nokkur
ár á Borðeyri hjá þeim þegar stelp-
urnar voru litlar, þannig að þau áttu
stóran sess í lífi okkar.
Sigga var mikil húsmóðir, borðin
svignuðu undan kræsingum í hvert
mál, það var ýmislegt sem ég smakk-
aði hjá henni í fyrsta sinn, t.d. laufa-
brauð og hinn magnaði sherry-from-
age hennar. Og enginn var
sokkurinn með gati á því heimili.
Hún var snilldarhagleikskona í
höndunum, saumaði, prjónaði og
föndraði mikið hin seinni ár. Mikla
elsku bar hún til barna sinna og
barnabarna.
Margs er að minnast. Nú í sumar
eru tuttugu og fimm ár síðan ég
kynntist Siggu. Þegar ég kom til
hennar í fyrsta skipti lét hún mig
gera við gauðrifinn jakka af syni sín-
um. Til að gera langa sögu stutta
stóðst ég prófið. Þegar ég horfi til
baka sé ég að akkúrat svona var
Sigga, best að hafa allt á hreinu.
Hvernig var hún þessi stúlka sem
ætlaði að verða tengdadóttir hennar,
kunni hún eitthvað til verka?
Tengdamóðir mín var hreinskilin og
góð manneskja.
Það var yndislegt að vera hjá þeim
Siggu og Valda á Borðeyri í gamla
daga.
Vorið sem nafna hennar fæddist
vorum við um tíma hjá þeim. Eitt-
hvað fékk ég að gramsa í tuskupoka
og fann þar gamlan og gulnaðan
skírnarkjól. Hafði þetta verið hennar
skírnarkjóll, vildi ég endilega fá að
nota hann við skírn barnsins þar sem
hún átti að heita í höfuðið á henni, al-
nafna. Hún hélt nú ekki að barnið
yrði skýrt í þessari dulu, og jú það
SIGRÍÐUR JÓNA
INGÓLFSDÓTTIR
✝ Sigríður JónaIngólfsdóttir
fæddist á Prest-
bakka í Hrútafirði
22. október 1922.
Hún andaðist á Dval-
arheimili aldraðra í
Borgarnesi 5. júní
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Prestbakka-
kirkju 18. júní.
vildi ég, fannst mér
þetta algjört æði að
hafa fundið þennan
fjársjóð sem kjóllinn
var í mínum augum,
nöfnurnar skírðar í
sama kjólnum, vá!
Ég held hún hafi
þvegið kjólinn í hálfan
mánuð daglega áður en
ég fékk „jæja þá“.
Dálítið hafði hún nú
gaman af þessu sjálf
veit ég.
Eitt sinn gáfum við
ömmu Siggu tvo páfa-
gauka í búri. Ekki varð
henni um sel þegar nafna hennar
klifraði upp á fuglabúrið. Það væsti
ekki um fuglana í umsjá ömmu, því-
líkt dekur og dúll við þá. Amma
Magga á Hellu gaf þeim nöfnin Pét-
ur og Lína þegar hún og afi komu í
heimsókn á Borðeyri um það leyti
sem fuglarnir tóku hús þar. Þessir
litlu vinir ömmu, sem þeir voru svo
sannarlega, gáfu henni mikla gleði.
Amma Sigga var með eindæmum
þolinmóð, kenndi okkur að spila m.a
marías og manna, þá var oft kátt á
hjalla. Amma Sigga og afi voru hjá
okkur á Hellu um jól í mörg ár og
amma eftir að afi dó í janúar 1990.
Þegar við systur vorum litlar kom
amma alltaf með nýjustu bókina um
Fríðu framhleypnu og las hana fyrir
okkur, það var alltaf mikið tilhlökk-
unarefni.
Nú á seinni árum hafa aðstæður
verið þannig að við höfum ekki hitt
ömmu eins oft og skyldi. Með söknuð
í hjarta viljum við minnast yndis-
legrar konu sem skilur eftir ljúfar
minningar okkur til handa sem eftir
lifum og biðjum Guð að varðveita
ömmu Siggu og afa.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Fríður Norðkvist Gunnars,
Sigríður Jóna Ingólfsdóttir,
Magnhildur Ingólfsdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Við kveðjum þig, kæra
Sigga, og þökkum fyrir góð
kynni.
Innilegar samúðarkveðjur
til aðstandenda.
Magnhildur
og Gunnar, Hellu.
HINSTA KVEÐJA
Svafa Hildur Halldórs-
dóttir var tengdamóðir mín
um nokkra hríð. Okkar sam-
skipti voru friðsöm og lagði
hún mér ætíð gott til. Sonum
mínum og Önnu Karinar
dóttur hennar reyndist hún
óþreytandi að sinna og hlúa
að og sá raunar ekki sólina
fyrir þeim. Ég vil þakka fyrir
hin gömlu kynni og votta
fjölskyldu Svöfu samúð nú er
hún hefur kvatt jarðvistina.
Ingibergur Elíasson.
HINSTA KVEÐJA
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
Englasteinar
LegsteinarElskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR,
áður til heimilis í Dynskógum 20,
Hveragerði,
verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju í Ölfusi
föstudaginn 25. júní kl. 14.00.
Hulda Björg Lúðvíksdóttir, Brynjar Röine,
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, Erna Hannesdóttir,
Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, Elís Kjartansson,
Þjóðbjörg Hjarðar Jónsdóttir, Sigurþór H. Sigmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
FRIÐÞÓR GUÐLAUGSSON,
Illugagötu 49,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
laugardaginn 19. júní.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn
26. júní kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á líknarfélög.
Margrét Karlsdóttir,
Stefán Friðþórsson, Svala Sigurðardóttir,
Brynja Friðþórsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson,
Guðlaugur Friðþórsson, María Tegeder,
Sigurhanna Friðþórsdóttir, Jón Atli Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
bróðir, afi og langafi,
RÖGNVALDUR JÓN AXELSSON,
Hraunbæ 52,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut
sunnudaginn 20. júní.
Sálumessa er sungin í Kristskirkju, Landakoti,
mánudaginn 28. júní kl. 13.30.
Kristrún Elíasdóttir,
Rögvaldur Axel Rögnvaldsson,
Margrét G. Rögnvaldsdóttir,
Anna A. Rögnvaldsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN BJÖRN SAMÚELSSON,
Eyjabakka 22,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 24. júní kl. 13.30.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Bergþór Kristjánsson, Valdís Gestsdóttir,
Björn Kristjánsson, Sigríður Lindbergsdóttir,
Kristján Lindberg Björnsson, Anna Karen Björnsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítala háskólasjúkra-
húss að morgni sunnudagsins 20. júní.
Gígja Árnadóttir, Rúnar Sveinsson,
Þórunn Árnadóttir, Þórir Lárusson,
Árni Þór Árnason, Lísbet Sveinsdóttir,
Guðmundur Árnason, Margrét Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.