Morgunblaðið - 23.06.2004, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 31
Tvö lið á Evrópumótið
í brids í Svíþjóð
Evrópumótið í sveitakeppni verð-
ur haldið í Malmö, Svíþjóð dagana
19. júní–3. júlí. Keppt verður í opn-
um flokki, kvennaflokki og flokki
eldri spilara. Samhliða Evrópu-
mótinu verða spiluð opin mót alla
daga svo þarna verður samfelld
bridgeveisla í tvær vikur, hvort sem
bridgeáhugafólk vill spila eða fylgj-
ast með Evrópumótinu.
Á heimasíðu mótsins www.bridge-
festival.net verður hægt að fylgjast
með fjölda leikja í beinni útsendingu
og nú þegar liggur fyrir að margir
leikir íslenska liðsins í opnum flokki
verða sýndir beint.
Lið Íslands eru þannig skipuð:
Kvennaflokkur:
Einar Jónsson, fyrirliði, Anna Ív-
arsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir,
Ragnheiður Nielsen, Hjördís Sigur-
jónsdóttir, Alda Guðnadóttir, Stef-
anía Sigurbjörnsdóttir.
Opinn flokkur:
Guðmundur Páll Arnarson, fyrir-
liði, Jón Baldursson, Þorlákur Jóns-
son, Bjarni Einarsson, Þröstur Ingi-
marsson, Matthías Þorvaldsson,
Magnús Eiður Magnússon.
Frá eldriborgurum
í Hafnarfirði
Spilað var föstudaginn 11. júní.
Úrslit urðu þessi.
N/S
Árni Bjarnason – Þorvarður S. Guðm. 113
Sævar Magnúss. – Bjarnar Ingimarss. 105
Jón R. Guðmundss. – Kristín Jóhannsd. 98
A/V
Hermann Valsteinss. – Jón Sævaldss. 110
Kristján Þorláksson – Guðni Ólafsson 109
Sófus Berthels. – Haukur Guðmundss. 99
Önnur umferð hafin
í bikarkeppninni
Önnur umferð í bikarkeppninni hófst sl.
sunnudag en þá mætti sveit Eðvarðs Hall-
grímssonar sveit Sparisjóðsins í Keflavík. en
Eðvarð og félagar höfðu helgina áður farið
til Súðavíkur og unnið heimamenn.
Liðsmenn Eðvarðs eru í góðum gír ef svo
má að orði komast og unnu bikarjaxlana af
Suðurnesjum nokkuð sannfærandi en sigur-
vegararnir unnu fyrstu og aðra lotu, töpuðu
þriðju lotu og lentu undir í leiknum en unnu
fjórðu lotu sannfærandi og þar með leikinn. Í
sveit Eðvarðs spiluðu ásamt honum þeir Jör-
undur Þórðarson, Júlíus Sigurjónsson og
Magnús Sverrisson.
Félag eldri borgara í Kópavogi
Efstu pör í spilamennskunni sl. föstudag:
N/S:
Rafn Kristjánsson - Oliver Kristófss. 218
Auðunn Guðmundss. - Bragi Björnsson 169
A/V:
Heiður Gestsd. - Ingiríður Jónsd. 195
Halla Ólafsd. - Jón Lárusson 187
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Frá bikarkeppninni. Guðjón S. Jensen og Gísli Torfason spila gegn Magnúsi Sverrissyni og Eðvarð Hallgrímssyni.
Til sölu veitingastaðurinn
Zanzibar, Mývatnssveit
Húsnæðið er 244 fm, í fullum rekstri. Áskilinn
réttur að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum. Upplýsingar gefnar í síma 898 0442.
Til leigu
verslunar-, skrifstofu-, þjónustu-, lager- og
iðnaðarhúsnæði á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Fasteignafélagið Kirkjuhvoll.
Vefsíða okkar er www.kirkjuhvoll.com
Uppl. veitir Karl í síma 892 0160 og Styrmir
Karlsson í síma 899 9090.
TILKYNNINGAR
Deiliskipulag -
Eyvindarholt 1
Bæjarstjórn Álftaness auglýsir hér með tillögu
að deiliskipulagi landspildunnar Eyvindarholt
1, Álftanesi, skv. 25. gr. skipulags- og bygging-
arlaga nr. 73/1997. Skipulagssvæðið afmarkast
af mörkum lands Eyvindarholts 1, sem liggur
austanvert við Norðurnesveg. Í skipulagstillög-
unni er gert ráð fyrir íbúðarlóð með einu ein-
býlishúsi í Eyvindarholti 1, auk óbyggðs svæð-
is innan veghelgunarsvæðis meðfram Norður-
nesvegi.
Skipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrif-
stofu Álftaness, Bjarnastöðum, frá kl. 8:00-
16:00 alla virka daga frá 23. júní til 23. júlí
2004.
Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta,
er gefinn kostur á að gera athugasemdir við
skipulagstillöguna. Frestur til að skila inn at-
hugasemdum rennur út 4. ágúst 2004. Athuga-
semdum skal skilað til skipulagsfulltrúa Álfta-
ness, Bjarnastöðum.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir við tillöguna
innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.
Bæjarstjórinn á Álftanesi.
Jónsmessuferð til Þingvalla
Á morgun fimmtud. 24. júní
verður farið í okkar árlegu Þing-
vallaferð á Jónsmessu. Hittumst
við Bolholt 4 kl. 19:00 og sam-
einumst um bíla eða við Valhöll
kl. 20. Tökum með okkur nesti.
Stjórnin.
Mosfellsbær
Deiliskipulag
á frístundalóð norðan
Krókatjarnar, þjóðskránr. 9000-1080
Á fundi bæjarstjórnar þann 26. maí 2004
var samþykkt tillaga að deiliskipulagi fyrir
frístundalóð norðan Krókatjarnar, þjóð-
skránr. 9000-1080.
Skipulagstillagan nær til frístundalóðar
sem er 5,6 ha norðaustan við tjörnina og
nær lóðin að tjarnarbakka.
Tillagan verður til sýnis í afgreiðslu bæjar-
skrifstofu Mosfellsbæjar, í Þverholti 2,
fyrstu hæð, frá 23. júní 2004 til 23. júlí
2004. Athugasemdir ef einhverjar eru,
skulu hafa borist skipulags- og byggingar-
nefnd Mosfellsbæjar fyrir 5. ágúst
2004. Jafnframt má kynna sér tillöguna á
heimasíðu Mosfellsbæjar, www.mos.is
undir framkvæmdir.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkir tillögunum.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
23.06 Jónsmessuferð á
Hafnarfjall (844 m).
Brottför Mörkin 6 kl. 18.30.
Verð 1800/2300. Fararstjóri
Guðlaugur Þórarinsson.
ATVINNA
mbl.is
Í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær
vegna kynningar Íbúðalánasjóðs á
bráðabirgðaútboðslýsingu í tengslum
við fyrirhuguð skipti á tilgreindum
flokkum húsbréfa og húsnæðisbréfa
yfir í íbúðabréf var ekki greint rétt frá
því hvar hin nýju íbúðabréf sjóðsins
verða gefin út. Í fréttinni sagði að
uppgjörsfyrirtækið Clearstream
Banking sæi um það. Hið rétta er að
uppgjörs- og vörslufyrirtækið Clear-
stream mun gefa bréfin út.
Villa í töflu
Í töflu um hlutabréfaviðskipti í
Kauphöll Íslands, sem birtist á bls. 14
blaðinu í gær og verður framvegis á
viðskiptasíðu, hliðruðust tölur um við-
skipti með bréf í „öðrum félögum á
aðallista“ niður um eina línu. Beðizt
er velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Sængurfataverslun,
Glæsibæ • Sími 552 0978
Sængur, koddar
og dýnuhlífar