Morgunblaðið - 23.06.2004, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 23.06.2004, Qupperneq 37
MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 37 BARÐI Jóhannsson og Bang-gengið hans munu leggja land undir fót á næstunni og troða upp á tveimur tónlistarhátíðum. Gengið er reyndar nýbúið að renna í hlað eftir vel heppn- aða ferð til Belgíu þar sem það lék við hvern sinn fingur á Les Nouts Botanique-hátíðinni en þar léku aukinheldur hljómsveitirnar Divine Comedy og The High Llamas. Nýtur vinsælda í rómönsku Evrópu Hátíðirnar sem eru framundan eru Arezzo Wave á Ítalíu 8. júlí og svo hin þekkta hátíð Montreaux Jazz Festival sem fram fer í Sviss 14. júlí næstkomandi. Bang Gang nýtur einhverra hluta vegna mik- illa vinsælda í rómönskum löndum, einkanlega í Frakklandi og svipað virðist vera með Ítalíu og rómanska hluta Sviss en heimsóknin til þessara hátíða er m.a. til þess að láta kné fylgja kviði hvað vinsældarnir varðar. Myndband við skemmtilega ábreiðu Bang Gang yfir hið kunna lag „Stop In The Name Of Love“ fór t.d. á topp- inn hjá MTV Ítalíu yfir mest spiluðu myndbönd á kvöldin og nóttunni. Helstu útvarpsstöðv- arnar á þessum svæðum hafa einnig verið dug- legar að spila lög af nýjustu plötu Bang Gang, Something Wrong. Arezzo Wave er haldin rétt utan við Flórens og sækja hana um 200.000 manns. Bang Gang leikur á stærsta sviðinu fyrir framan rúmlega 25.000 áheyrendur. Einnig leika Black Rebel Motorcycle Club og Cypress Hill þennan dag- inn. Montreaux-hátíðin er ein elsta og virtasta tónleikahátíð Evrópu og hafa margar vinsæl- ustu hljómsveitir heims leikið þar. Bang Gang spila í svonefndu Miles Davis-tjaldi sem rúmar 2.000 manns. Strengjakvartett verður með í för en aðrir listamenn hátíðarinnar eru t.a.m. Dido, Korn, Alicia Keys, Sean Paul, Black Eyed Peas, Air, BB King, PJ Harvey, Van Morrison, Bryan Ferry, Herbie Hancock og Phil Collins. Bang Gang spilar á Montreaux-hátíðinni „Verið þið blessuð. Ég er farinn til Evrópu að kynna nýju plötuna mína.“ www.arezzowave.com www.montreauxjazz.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.