Morgunblaðið - 23.06.2004, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 23.06.2004, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 41 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5, 7, 8 og 10 E. tal. ÁLFABAKKI Kl. 5.30. B.i. 12. Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV  HL Mbl KRINGLAN Sýnd kl. 6.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV  HL Mbl ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Tom Hanks er einhver útsmognasti, klárasti, færasti og mest heillandi afbrotasnillingur sem nokkru sinni hefur REYNT að fremja glæp aldarinar! Kvikmyndir.is Kvikmyndir.is KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 5 og 8 . ÁLFABAKKI Kl. 4, 6, 8 og 10.10 AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.10. AKUREYRI Kl. 5 og 10.30. B.i. 14. KEFLAVÍK Sýnd kl. 5 og 8. KRINGLAN Forsýning kl. 10.15 KRINGLAN Sýnd kl. 7 og 10. ÁLFABAKKI Kl. 8. B i 12  SV MBL Kvikmyndir.is Með hinum eina sanna og ofursvala Vin Diesel. Geggjaaður hasar og magnaðar tæknibrellur. BÓKIN Engill tímans kemur út í dag og er hún gefin út til minningar um Matthías Viðar Sæ- mundsson, dósent í ís- lenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, en Matthías lést 3. febrúar sl. eftir erfið veikindi. Að sögn Eiríks Guðmunds- sonar og Þrastar Helga- sonar, ritstjóra bók- arinnar, var hún upphaflega hugsuð sem afmælisbók en Matthías hefði orðið fimmtugur í dag hefði hann lifað. Að sögn Þrastar og Eiríks voru efnistök bók- arinnar og val á höfundum unnin í nánu samráði við Matthías. „Við fór- um á fund Matthíasar í nóvember sl. með þessa hugmynd um að gefa út af- mælisrit þegar hann yrði fimmtugur. Hann tók hugmyndinni vel og var glaður að við, fyrrverandi nemendur hans, vildum heiðra sig á þennan hátt. Matthías lagði á það ríka áherslu að bókin yrði ekki eins og dæmigert afmælisrit þar sem hinir og þessir henda inn göml- um ritgerðum um ryk- fallið efni, heldur að fundið yrði verðugt umfjöllunarefni sem lagt yrði fyrir höfund- ana og þeir beðnir að frumsemja greinar fyr- ir bókina,“ segir Þröst- ur og tekur fram að sér finnist mjög dýrmætt að bókin hafi verið gerð í slíkri samvinnu við Matthías. „Í fram- haldinu leituðum við til Jóhanns Páls Valdi- marssonar hjá JPV- útgáfu sem tók hug- myndinni mjög vel og gefur bókina út með miklum sóma,“ bætir Eiríkur við. Aðspurðir segja Eiríkur og Þröst- ur rannsóknarspurningu bókarinnar snúa að því hvað taki við eftir að póst- módernisminn er liðinn undir lok. „Þannig má segja að þetta sé kannski enn ein tilraunin til að ganga frá póst- módernismanum. Sjálfum var Matt- híasi meinilla við upplausnarástand póstmódernismans og sífellt að reyna að finna smuguna út. Það var því leið- arspurning hjá okkur hvar útgöngu- leiðin er,“ segir Eiríkur. „Við ætlum einmitt að finna þennan engil tímans, sem er nokkurs konar skilaboða- skjóða er ber okkur boðin um það sem við eigum að taka okkur fyrir hendur,“ segir Þröstur. „Auk þess má í bókinni finna ádrepur um það sem betur mætti fara, eitthvað sem við getum kallað fjarvist engilsins. Þannig ritar Álfrún Gunnlaugsdóttir prófessor á mjög beittan hátt um stöðuna í rannsókn- arsamfélaginu hérlendis og gagn- rýnir gæðastýringu, punktasöfnun og innihaldsleysi fræðanna. Í grein sinni fjallar Sigfús Bjartmarsson um Ís- land sem vanþróaða bókmenntaþjóð, þ.e. hvernig við höfum farið á mis við margt sem hefur gerst í bókmenntum á meginlandi Evrópu alla 20. öldina. Önnur grein sem talar mjög til sam- tímans er grein Guðna Elíssonar um Píslarsögu Krists eftir Mel Gibson sem kemur beint inn í umræðuna,“ segir Eiríkur. Fíflaskip siglir um sundin blá Spurðir hvort „konsept“ bók- arinnar hafi breyst mikið við það að bókin breyttist úr afmælisbók í minn- ingarbók svara þeir Eiríkur og Þröst- ur því neitandi. „Hins vegar má vera að það hafi kannski breyst ómeðvitað í hugum þeirra sem voru að skrifa, þ.e. að sumir hafi kinka kolli til Matt- híasar á annan hátt en þeir hefðu annars gert. Þannig er lokagreinin eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur kveðjuorð og um leið þakklætt- isvottur frá ungri fræðakonu, sem okkur fannst við hæfi að ljúka bókinni á til að sýna hvað Matthías hefur haft mikil áhrif á fólk í fræðasamfélag- inu,“ segir Eiríkur. Alls leggja þrjátíu og fimm höf- undar til efni í Engli tímans og koma þeir úr hinum ýmsu geirum listalífs- ins og fræðaheimsins. Þannig má í höfundahópnum finna háskólamenn, sjálfstætt starfandi fræðimenn, skáld og myndlistarmenn, en meðal höf- unda má nefna Ástráð Eysteinsson, Birnu Bjarnadóttur, Matthías Jo- hannessen, Elísabetu Kristínu Jök- ulsdóttur, Sjón, Thor Vilhjálmsson, Úlfhildi Dagsdóttur, Þorstein Gylfa- son og Þorstein frá Hamri sem ritar kveðjuorð, en Eiríkur og Þröstur skrifuðu inngang og er þar farið yfir fræðaferil Matthíasar. Í tilefni útgáfunnar verður gömul hugmynd Matthíasar, um að sjósetja dárafley, gerð að veruleika, því í dag kl. 18 mun svokallað Fíflaskip leggja úr höfn frá Ægisgarði og sigla út á sundin, en um borð verða m.a. höf- undar bókarinnar og útgefendur. Fíflaskipið er að sögn Eiríks fyr- irbæri á mörkum skáldskapar og veruleika, en sagnir herma að fyrr á öldum hafi sturluðum einstaklingum verið safnað saman á Fíflaskip sem síðan var sent á haf út. Að sögn Þrastar var það Matthías sem stakk upp á siglingunni þegar farið var að ræða hvernig fagna ætti útgáfudeg- inum. „Enda var það gamall draumur hjá honum að safna saman þeim sem þykjast hafa vitið á Fíflaskip,“ segir Þröstur. „Það er einmitt mjög Matt- híasarlegt og hann hefði eflaust glott við tilhugsunina um skáld og fræði- menn sem sigla undir merkjum sturl- unar,“ segir Eiríkur. Bókin kemur út í takmörkuðu upplagi og er meirihluti þess þegar seldur í áskrift. Leit að engli tímans silja@mbl.is Matthías Viðar Sæmundsson Engill tímans nefnist minningarbók um Matthías Viðar Sæmundsson sem kemur út í dag. Silja Björk Huldudóttir ræddi af því tilefni við Eirík Guðmundsson og Þröst Helgason, ritstjóra bókarinnar. Morgunblaðið/Eggert Þröstur Helgason og Eiríkur Guðmundsson, ritstjórar minningarbókar um Matthías Viðar Sæmundsson sem nefnist Engill tímans. Nokkrar Hollywood-stjörnur eru stadd- ar hér á landi í þeim til- gangi að leika golf. Shan- non Eliza- beth, sem lék skipti- nemann þokka- fulla í Americ- an Pie-myndunum og Bond-stúlkan Tanya Ro- berts úr A View To A Kill og sjónvarpsþátt- unum Svona var það ’76 eru hér í tengslum við Amstel Light golfmótið, ásamt Eric Szmanda úr CSI-þáttunum sem einn- ig kom í fyrra … Hinn vinsæli Harry Pott-er kveður sér hljóðs á íslensku á föstudaginn. Þá verður frumsýnd talsett út- gáfa á myndinni í Sambíó- unum. Það gleð- ur vafalítið margan ung- an unnanda galdra- drengsins sem orðinn er vanur að fá að sjá hann tala íslensku, en fyrri mynd- irnar tvær voru báðar sýndar í bíó með íslensku tali við góðar undirtektir. Myndin var annars sú vinsælasta um síðustu helgi hér á landi, 3.500 manns sáu hana yfir helgina og er aðsóknin nú komin í 35 þúsund manns … Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.