Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
153 AÐGERÐIR YTRA
Ferðir vegna læknisaðgerða er-
lendis voru 153 í fyrra. Kostnaður al-
mannatrygginga vegna þessara að-
gerða nam tæplega hálfum milljarði
króna eða um 493 milljónum króna.
Göngudeildir efldar
Nefnd forstjóra Landspítalans
segir í nýrri skýrslu að efla þurfi
verulega starfsemi dag- og göngu-
deilda spítalans. Jafnframt telur hún
að skoða þurfi vel möguleika á að
auka þjónustu, sem veitt er í heima-
húsum, til að draga úr þörf fyrir inn-
lögn á LSH og stytta legutíma. For-
maður nefndarinnar segir kostnað
einstaklinganna aukast en sam-
félagsins minnka.
Átta metrum lægri
Hvannadalshnúkur er samkvæmt
nýjum mælingum Jöklarannsókna-
félagsins átta metrum lægri en eldri
mælingar sýndu. Er hann sam-
kvæmt mælingunum 2.111 metrar í
stað 2.119 m.
Lýsa ábyrgð á árásum
Að minnsta kosti 92 biðu bana og
um 320 særðust í árásum íraskra
uppreisnarmanna á bækistöðvar
írösku lögreglunnar og Bandaríkja-
hers í nokkrum borgum í Írak í gær.
Aðgerðirnar virðast hafa verið sam-
hæfðar og á vefsíðu íslamista birtist
yfirlýsing þar sem hinn herskái al-
Qaeda-tengdi félagsskapur Jórd-
anans Abu Mussab al-Zarqawis lýsti
ábyrgð á hendur sér.
Tilræði í Tyrklandi
Fjórir létu lífið og um 15 særðust í
sprengjutilræði í strætisvagni í Ist-
anbúl í gær. Áður sprakk sprengja
nálægt hóteli í Ankara þar sem búizt
er við að Bandaríkjaforseti muni
gista er hann kemur þangað á morg-
un. Leiðtogafundur NATO hefst í
Istanbúl á mánudag.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Í dag
Sigmund 8 Minningar 30/37
Viðskipti 12 Staksteinar 51
Erlent 16/17 Bréf 30
Höfuðborgin 22/23 Skák 41
Akureyri 22 Dagbók 40/42
Suðurnes 22 Brids 41
Landið 21 Leikhús 44
Listir 44/45 Fólk 46/49
Umræðan 28/29 Bíó 46/49
Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50
Viðhorf 28 Veður 51
* * *
!
"
#
$
%&' (
)***
+
HARALD Snæhólm, flugstjóri hjá
Icelandair, flaug sitt síðasta áætl-
unarflug á vegum félagsins í gær-
dag, er hann stýrði vél félagsins
milli Keflavíkur og Óslóar og til
baka. Hann lauk þar með 45 ára
flugstjóraferli, sem hófst í Noregi.
„Þaðan fór ég að fljúga í Þýska-
landi, og tók síðan til starfa hjá
Loftleiðum árið 1961,“ sagði Harald
í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi. Hann segir síðasta flugið
hafa gengið mjög vel og áhöfnina
hafa verið frábæra.
Til viðbótar við flugstjórastarfið
hefur Harald verið þjálfunarflug-
stjóri þotuflugmanna undanfarin 25
ár, og segist hafa hug á að halda
þjálfun áfram þótt hann hætti nú
formlega störfum. „Ég fæ oft
beiðnir um að þjálfa, bæði hér
heima og erlendis,“ útskýrir Har-
ald.
Mikill heimshornaflakkari
Auk þess að fljúga á hefð-
bundnum áætlunarleiðum Ice-
landair tók Harald þátt í fjöl-
breyttu leiguflugi á vegum félagsins
víða um heim. „Ég tók þátt í flugi á
vegum Air India og pílagrímaflugi í
Sádi-Arabíu og víðar. Sömuleiðis
var ég að fljúga í Bíafra-stríðinu og
í Kongó. Auk þess var ég þriðji
flugstjórinn hjá Cargolux þegar það
tók til starfa,“ rifjar Harald upp.
Hann lenti meðal annars í árás í
Bíafra, og var hann 48 klukku-
stundir í frumskóginum eftir að
flugvél hans var skotin niður. Einn-
ig lifði Harald af flugslysið á Sri
Lanka í nóvember 1978.
Harald segir erfitt að draga fram
einstök minnisstæð atvik úr svo
langri starfsævi í fluginu. „Ég er
þakklátur fyrir að fá að ljúka ferl-
inum svo farsællega eftir 45 ára
starf. Að sama skapi er söknuður
við að kveðja þessa stóru fjölskyldu
sem flugheimurinn er,“ segir hann.
Aðspurður segir Harald ekki
auðvelt að gera upp á milli flug-
vélagerðanna sem hann hafi flogið.
„Ég flaug DC-8 þotunum lengst á
minni starfsævi, en Boeing-
þoturnar, sem Icelandair notar í
dag, eru einnig frábærar vélar,“
segir Harald. Nú, þegar formlegu
starfi sleppir, mun Harald snúa sér
að umhirðu jarðar sinnar vestur á
fjörðum, og halda þjálfun þotuflug-
manna áfram.
Harald Snæhólm flugstjóri lýkur störfum eftir 45 ár
Þakkar farsælt starf með góðum félögum
Morgunblaðið/ÞÖK
Harald Snæhólm flugstjóri fékk góðar móttökur í Keflavík hjá Nirði Erni
Snæhólm barnabarni og Írisi Mjöll Gylfadóttur, tengdadóttur sinni.
EINAR Oddur Kristjánsson, vara-
formaður fjárlaganefndar Alþingis,
segist undrandi á þeim fullyrðing-
um að framhaldsskólana vanti fjár-
veitingar til að geta tekið á móti
þeim nemendum næsta haust sem
voru að ljúka 10. bekk grunnskól-
anna. Hann segir að fjárþörf fram-
haldsskólanna hafi legið fyrir við
fjárlagagerðina síðasta haust. Auk
þess hafi 600 milljónum verið bætt
við fjárveitingu skólanna, við aðra
umræðu um fjárlagafrumvarpið,
vegna leiðréttingar sem fram hafi
komið í reiknilíkani skólanna. „Það
lá því fyrir síðasta haust hver þörf-
in væri,“ segir hann. „Við höfum
vitað um fjölda nemenda allan tím-
ann.“ Telur hann umræðuna nú um
fjárþörf skólanna til komna vegna
þrýstings frá forsvarsmönnum
skólanna um aukið fjármagn. Slík-
ur þrýstingur komi alltaf frá for-
svarsmönnum
stofnana á þess-
um tíma árs.
Einar segir
auk þess að það
fái ekki staðist
að framhalds-
skólarnir geti
ekki tekið á móti
nemendum sem
luku grunnskól-
anum nú í vor.
„Skólunum er skylt að taka á móti
hinum unga árgangi,“ segir hann
og vísar til laga um framhalds-
skóla. Þar segir m.a.: „Allir sem
lokið hafa grunnskólanámi eða
hlotið jafngilda undirstöðumenntun
skulu eiga kost á að hefja nám í
framhaldsskóla.“
Einar segir að ef skólarnir geti á
hinn bóginn ekki tekið á móti eldri
nemendum sem sótt hafi um ný-
skráningu, verði þeir, þ.e. nemend-
urnir að leita annað; menntaskól-
arnir geti ekki endalaust tekið við.
Menntamálaráðherra tilkynnti í
vikunni öllum framhaldsskólum að
taka skyldi inn alla nýnema á
hausti komanda. Skólarnir muni fá
aukafjárveitingu til að mæta aukn-
um kostnaði. Einar segir að fjár-
laganefnd hafi ekki borist nein
beiðni frá ráðuneytinu um auka-
fjárveitingu. „Það er þannig að við
getum aldrei áætlað fjárþörfina ná-
kvæmlega. Komi hins vegar í ljós í
haust að það vantar eitthvað upp á
þá bætum við það við þriðju um-
ræðu fjáraukalaga fyrir árið 2004.“
Ítrekar hann að lokum að hann sé
óánægður með að menntamála-
ráðuneytið skyldi gefa í skyn að
mikill munur sé á fjárveitingum til
skólanna skv. núgildandi fjárlögum
og fjárþörf þeirra.
Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar
Fjárþörf skólanna
lá fyrir síðasta haust
Einar Oddur
Kristjánsson
16 ára pilt-
ur dæmdur
fyrir kyn-
ferðisbrot
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi í gær 16 ára pilt í 2 mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferð-
isbrot gegn 13 ára stúlku í fyrra.
Hann var sakfelldur fyrir að hafa að
minnsta kosti haft fjórum sinnum
samræði við stúlkuna, en hann neitaði
sök og sagðist aðeins hafa verið vinur
hennar og hitt hana nokkrum sinnum.
Við ákvörðun refsingar var litið til
þess að ákærði var aðeins 15 ára þeg-
ar brotin voru framin og samræði
hans og stúlkunnar var ekki að óvilja
hennar. Hins vegar hafi brotin beinst
að mikilsverðum hagsmunum 13 ára
gamallar stúlku sem ekki hafði
þroska til að meta hvort hún væri
reiðubúin til þess að stunda kynlíf.
Málið dæmdu héraðsdómararnir
Gunnar Aðalsteinsson dómsformað-
ur, Guðmundur L. Jóhannesson og
Þorgeir Ingi Njálsson. Verjandi
ákærða var Örn Höskuldsson hrl. og
sækjandi Sigríður Jósefsdóttir, sak-
sóknari hjá ríkissaksóknara.
EINS OG margir þekkja geta álftir
verið aðgangsharðar við önnur dýr
þegar kemur að því að vernda
hreiðrin og ungana. Í vikunni ók
starfsfólk Náttúrustofu Vest-
urlands í Stykkishólmi fram á álft
sem greinilega tók vernd-
arhlutverk sitt mjög alvarlega, þar
sem hún rak kind með lömbin sín
tvö við Straumfjarðará í Eyja- og
Miklaholtshreppi. Var álftin mjög
aðgangshörð og beit margsinnis í
afturenda kindarinnar. Hún lét
ekki staðar numið fyrr en komið
var í nokkur hundruð metra fjar-
lægð frá maka hennar og unga.
Ljósmynd/Gunnlaugur Árnason
Álft í smalamennsku
Stykkishólmi. Morgunblaðið.