Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. L andslið „stórveldanna“ Þýskalands, Ítalíu og Spán- ar eru farin heim á meðan „litlar þjóðir“ á borð við Danmörku, Svíþjóð, Hol- land og Grikkland geta enn gert sér vonir um að hampa sjálfum Evrópumeist- aratitlinum. Fyrir Þjóð- verja og Ítali er sérlega sárt að sitja eftir. Þessar þjóðir eru vanar því að landslið þeirra fari langt eða alla leið á stórmótunum og státa af mörgum stórum sigrum í knattspyrnusögu sinni. Þjóðverjar seigl- uðust alla leið í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar fyrir tveimur árum og Ítalir í úrslitaleik síðustu Evr- ópukeppni, fyrir fjórum árum. Spánverjar eru vanari því að misstíga sig, þeir þykja jafnan í fremstu röð á milli stóru mótanna, en ná aldrei að standa undir væntingum þegar á hólminn er komið. Þeir ætluðu sér enn og aftur stóra hluti í þessari keppni, enda að flestra mati með nægilega sterkt lið til þess. Þjóðverjar fóru mestu sneypuförina til Portúgals að þessu sinni. Þeir unnu ekki einn einasta leik, ekki einu sinni gegn lágt skrifuðu liði Letta eða sannköll- uðu B-liði Tékka. Ítalir töpuðu ekki leik en þóttu leið- inlega varnarsinnaðir að vanda og kenndu eins og áð- ur öðrum um eigin ófarir. Spánverjar þurftu að gjalda þess að ná ekki að knýja fram sigur gegn Grikkjum og lentu fyrir vikið í hreinum úrslitaleik við gestgjafana – nágrannana og „litla bróður“ á Íber- íuskaganum, Portúgal. Þjóðverjar eiga engar stjörnur lengur Þýskur fótbolti er í kreppu. Það lá fyrir áður en þessi úrslitakeppni í Portúgal hófst. Þótt Þjóðverjar hefðu komist í úrslitaleik HM fyrir tveimur árum var það fyrst og fremst vegna skipulags og seiglu, ekki vegna leiftrandi sóknartilþrifa og hágæðafótbolta. Helsta vandamál Þjóðverja er að þeir eru að dragast aftur úr, smám saman, í framleiðslu á snjöllum knatt- spyrnumönnum. Á árum áður var auðvelt að benda á fimm, sex, sjö, jafnvel fleiri svokallaða „heimsklassa- leikmenn“ í landsliðum Þýskalands, og Vestur- Þýskalands þar á undan. Af núverandi leikmönnum Þjóðverja eru markvörðurinn Oliver Kahn og sókn- armiðjumaðurinn Michael Ballack einir eftir sem virkilega geta talist í fremstu röð. Og ýmsir set vel spurningarmerki við snilli Ballacks sem ekk verið eins afgerandi leikmaður fyrir Þjóðverja ast var eftir. Það er enginn Klinsmann, enginn enginn Breitner, enginn Beckenbauer í landsli Þýskalands í dag. Eini leikmaður Þjóðverja sem athygli í keppninni var Christian Wörns, fyrir a ast upp með að halda utan um sóknarmenn mót anna í tíma og ótíma. Þjóðverjar hafa átt í vandræðum með að sko mörk, og það þarf ekki að koma á óvart. Sóknar liðsins, Miroslav Klose, Fredi Bobic og Kevin Kuranyi, skoruðu ekki mörg mörk síðasta vetu enginn þeirra var ofarlega á markalista þýsku deildarinnar. Þar var reyndar aðeins einn Þjóð meðal ellefu markahæstu manna, hinn 36 ára g Martin Max sem aldrei hefur þótt nógu góður f landsliðið. Erlendir leikmenn eru í aðalhlutverk bestu liðum Þýskalands, stjörnur liðanna koma Austur-Evrópu og Brasilíu, ekki frá Berlín og M hen. Fréttaskýrendur hafa viljað tengja hnignun fótboltans við hnignun efnahags Þýskalands, au vinnuleysi og almenna stöðnun í landinu. „Stöð það virðist staðreyndin á öllum sviðum í Þýska um þessar mundir,“ sagði þulur ARD-sjónvarp arinnar þegar Tékkaleikurinn var flautaður af kvöld. Ítalir höfðu meiri áhyggjur af öðrum en sjálfum sér Eins og oft áður hefur Ítölum tekist að beina hyglinni að öðrum en sjálfum sér þegar miður h Fréttaskýring | Mikil vonbrigði með frammistöðu Stórþjóðir í sá R Gianluca Zambrotta hughreystir hinn unga A Cassano eftir að ljóst varð að sigurmark han Búlgörum nægði ekki til að koma Ítölum áfram Það ríkir sannkölluð sálarkreppa hjá þremur evrópskum stór- þjóðum þessa dagana. Knattspyrnulandslið þeirra, sem miklar væntingar voru gerðar til, að venju, eru úr leik í Evrópu- keppninni í Portúgal. Víðir Sigurðsson veltir vöngum yfir því hvers vegna svona fór. Í búar á Fljótsdalshéraði standa nú frammi fyrir vandasamri ákvörðun. Með sameiningu sveitar- félaganna fjögurra yrði til 3.000 manna sveitarfélag og und- irbúningsnefnd um sameininguna segir í málefnaskrá að slíkt sveit- arfélag gæti státað af rótgrónu landbúnaðarsvæði og stærsta þéttbýliskjarna á Austurlandi. Slík eining myndi einnig efla þá félags- og menningarheild sem Héraðið er og treysta byggð á svæðinu til framtíðar. Málefnaskráin tekur til allra helstu málaflokka og er m.a. gert ráð fyrir að stofnuð verði héraðs- nefnd sem fari með málefni dreif- býlisins. Það er ekki síst fólkið úti um sveitir Héraðsins sem sett hefur spurningamerki við kosti sameiningar nú. Í málefnaskrá kemur og fram að stofna eigi þró- unar- og fjárfestingasjóð til að styrkja byggða- og atvinnuþróun- arverkefni, einkum í Fljótsdals- hreppi og á Norður-Héraði. Eiga tekjur sjóðsins að vera sem svar- ar 50% af árlegum brúttótekjum vegna fasteignagjalda af mann- virkjum Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal, fyrstu 15 árin sem slík- ar tekjur falla til. Þær gætu numið í heildina allt að 50 millj- ónum króna árlega. Félagsmála- ráðuneytið hefur þó ekki fengist til að staðfesta opinberlega að ráðstafa megi tekjum sveitarfé- lagsins á þennan hátt til lengri tíma, þótt jákvætt álit hafi verið gefið í samtölum við einstaka for- svarsmenn sveitarfélaga. Sameina á Fellaskóla og Grunnskólann Egilsstöðum í eina stofnun, sem og grunnskólana í Hallormsstað og á Brúarási. Leikskóla á að reka sem sjálf- stæðar einingar en sameina tón- listarskólana og deildaskipta eftir stöðum. Um þetta og mikl fleira eru deildar meining ráðstöfun tekna vegna Ká hnjúkavirkjunar og samsk þar að lútandi við ríkisvald vega þungt í umræðunni. Kosið verður á sömu stö og til forseta, í Valaskjálf, skóla, Brúarási og Végarð atkvæði verða talin í lok k dags. Niðurstöður verða t kynntar að talningu lokinn Verði sameiningin samþyk tekur hún gildi 1. nóvemb og kosning til nýrrar sveit arstjórnar fer fram hálfum uði áður. Á morgun greiða íbúar Austur-Héraðs, Norður-Héraðs, Fellahrepps og Fljótsdals- hrepps atkvæði um sameiningu sveitarfélag- anna. Steinunn Ásmundsdóttir tók púlsinn á umræðunni. , 4 / ,      5% # 4)  # + 6 . / ,    4)  # steinunn@mbl.is SKÓLAVIST Í FRAMHALDSSKÓLUM Undanfarna daga hefur ríktóvissa meðal tilvonandi ný-nema við framhaldsskóla um skólavist. Mun fleiri umsóknir bárust um skólavist í framhaldsskólum á þessu ári en í fyrra. Sumir framhalds- skólar hafa þegar svarað umsóknum og neitaði til dæmis Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 216 af 713 umsækjendum um skólavist. „Allir sem lokið hafa grunnskólanámi eða hlotið jafngilda undirstöðumenntun skulu eiga kost á að hefja nám í framhaldsskóla,“ segir í 15. grein laga um framhaldsskóla. Þeir, sem hyggja á skólagöngu eftir lok grunnskólanáms, eiga því að geta gengið að skólavist vísri og þess vegna er ekki að furða að það valdi nokkru uppnámi þegar svo virðist sem það ætli ekki að ganga eftir. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur menntamálaráð- herra nú tilkynnt öllum framhaldsskól- um að taka skuli inn alla nýnema á hausti komanda og sagt að skólarnir muni fá aukafjárveitingu til að mæta auknum kostnaði. Það er því ljóst að þessi vandi verður leystur, þótt ekki sé þar með sagt að allir muni komast í þá skóla, sem þeir helstu kysu að hefja í nám. Nú lýkur hver árgangurinn öðrum stærri grunnskóla. Árið 2002 luku 3.878 nemendur grunnskóla, 4.155 árið 2003 og í ár 4.609. Fjölgunin nemur því 731 nemanda á tveimur árum. Fjölgun umsókna um skólavist í framhaldsskól- um helgast hins vegar af fleiri þáttum. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, sagði í frétt, sem birtist í Morgunblaðinu á þriðju- dag, að tvær meginskýringar væru á því að framhaldsskólarnir ættu erfitt með að taka inn alla þá nemendur, sem sæktu um skólavist. Annars vegar nefndi hann hina stóru árganga, sem væru að ljúka grunnskóla og hins vegar að á undanförnum árum hefði það gerst að sífellt hærra hlutfall þeirra, sem lykju grunnskóla héldi strax áfram námi í framhaldsskóla. Til viðbótar kæmi aukin ásókn fólks úr eldri aldurs- hópum í framhaldsskólunum. Hér á ferðinni vandi, sem krefst þess að horft verði til framtíðar. Á okkar dögum er mikið lagt upp úr menntun, hvort sem hún er bókleg eða verkleg, hvort sem um er að ræða einstakling- inn eða þjóðfélagið. Framtíðarhorfur og möguleikar ungs fólks byggjast á því að það gangi menntaveginn. Á því byggjast vaxtarmöguleikar hagkerfis- ins, atvinnulífið byggist á því að á vinnumarkaði sé að finna hæfa og vel menntaða starfskrafta. Það er því skilj- anlegt að uppnám skapist meðal um- sækjenda og foreldra þeirra þegar tví- sýnt virðist um skólavist, sem tryggð á að vera með lögum. Atburðarás af þeim toga, sem átt hefur sér stað í sumar, er ekki einsdæmi, þótt tölurnar séu ef til vill hærri nú en áður. Ljóst er að hver skóli getur ekki tekið við öllum þeim nemendum, sem sækja um. En það hlýtur að vera hægt að finna leið til þess að haga þessu ferli þannig að kom- ist verði hjá árvissri óvissu og útgjalda- mál ríkissjóðs vegna nýnema í fram- haldsskólum verði leyst áður en synjanir eru sendar út. REYKURINN YFIR RÉTTUNUM OG RÉTTUR REYKINGAMANNA Í Morgunblaðinu í gær birtist fréttum niðurstöður rannsókna á afleið- ingum reykinga, sem fram hafa farið í Bretlandi undanfarna hálfa öld og taka yfir lengra tímabil en aðrar slíkar rannsóknir. Niðurstöðurnar sýna að reykingar draga til dauða að minnsta kosti annan hvern, jafnvel tvo af þrem- ur, af þeim sem byrja að reykja á ung- lingsaldri. Almennt geta reykinga- menn reiknað með því að lifa áratug skemur en þeir, sem láta tóbakið vera. Frægt er tilsvar rithöfundarins Kurts Vonnegut, er hann var spurður hvað hann hefði fyrir stafni og svaraði að hann fyrirfæri sér hægt og rólega með sígarettureykingum. Sumir hafa líka líkt reykingunum við það að menn settu ofurlítið rottueitur í mat sinn dag hvern og flýttu þannig dauðdaga sínum umtalsvert. Menn geta auðvitað haldið fram að slíkt sé réttur hvers og eins og menn geti sett hvaða ólyfjan sem þeim sýnist ofan í sig, skaði það ekki aðra. Hins vegar er hæpið að halda fram að fólk hafi rétt á að bjóða náunganum upp á svolítinn skammt af eitri dag hvern. Það er þó staðreyndin þar sem er reykt á opinberum stöðum, einkum og sér í lagi á veitingahúsum, sem hafa undanþágu frá núverandi reykinga- banni hér á landi. Þrátt fyrir ákvæði núgildandi laga um reyklaus svæði er staðreyndin sú að víða eru þau nafnið tómt og þeir, sem vilja geta sótt veit- inga- og skemmtistaði án þess að þurfa að sitja í reykjarsvælu, eiga óvíða at- hvarf og neyðast til að sitja í reyk yfir réttunum. Ýmis nágrannaríki okkar hafa nú sett á algert bann við reykingum á op- inberum stöðum. Slíkt bann gekk í gildi í Noregi í byrjun mánaðarins og á Írlandi í vor. Svíar hyggjast setja sam- bærilegar reglur á næsta ári. Einstök ríki og borgir í Bandaríkjunum hafa farið sömu leið. Hún byggist m.a. á þeirri reynslu, að veitingamenn, sem eru búnir að fá nóg af reykjar- svælunni, treysta sér sjaldnast til að banna reykingar á veitingastöðum sín- um upp á eigin spýtur. Sá, sem er fyrstur, á það á hættu að sá hluti við- skiptavinanna, sem reykir, færi sig strax yfir á annað stað, sem fyrir vikið hefur minni hvata til að banna reyk- ingar. Í þessum ríkjum hafa menn ko- mizt að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að vernda aðra viðskiptavini – að ekki sé talað um starfsfólkið – fyrir banvænum áhrifum tóbaksreyks, sé að setja á algert reykingabann. Það á auðvitað aðeins við á opinberum stöð- um; fólk ræður því eftir sem áður hvort það spillir eigin heilsu heima hjá sér; það er þó mikill ábyrgðarhluti að reykja ofan í börnin sín og flestir for- eldrar forðast slíkt væntanlega. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði hér í blaðinu á dögunum að meiri líkur en minni væru á því að lagt yrði fram frumvarp til laga um algert reykingabann á veitinga- og kaffihús- um á komandi haustþingi. Það er von- andi að heilbrigðisráðherra fylgi þessu eftir og stuðli að því að vernda heilsu starfsfólks og meirihluta gesta veit- ingahúsa. Íbúar sveitarfélaga á Fljótsd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.