Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 30
MINNINGAR
30 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigrún Árnadótt-ir fæddist á Látr-
um í Aðalvík 15. nóv-
ember 1914. Hún lést
á sjúkrahúsinu á Ísa-
firði 21. júní síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Hallfríður
Guðnadóttir, f. 15.
maí 1893 í Tungu í
Fljótavík, og Árni
Finnbogason, f. 14.
okt. 1889 í Efri-Mið-
vík í Aðalvík. Systkini
Sigrúnar voru: Krist-
ín, f. 3. maí 1917, lát-
in; Finney, f. 8. janúar
1919; María, f. 3. des. 1922, látin;
Rannveig, f. 1. des 1925; Margrét,
f. 15. sept. 1929; og Herbert, f. 26.
des. 1930. Sigrún ólst upp frá níu
ára aldri hjá Sölva Þorbergssyni
og Sigurlínu Guðmundsdóttur í
Miðvík.
Hinn 6. apríl 1940 giftist Sigrún
Oddi Oddssyni, bakarameistara, f.
10. apríl 1913, d. 18. okt. 1998.
Börn þeirra eru tvö: 1) Árný Her-
borg, f. 2. jan. 1942, maki Kristján
Friðbjörnsson. Börn
þeirra: a) Stúlka, f. 3.
nóv. 1966, d. 6. nóv.
1966. b) Ólafur, f. 12.
sept. 1968, maki Haf-
dís Jónsdóttir, þeirra
börn eru Hákon Elí
og Telma. 2) Sigurð-
ur, f. 13. sept. 1944,
maki Hrefna H.
Hagalín, börn þeirra
a) Oddur, f. 18. jan.
1965, sambýliskona
Guðbjörg Brá Gísla-
dóttir. Börn Odds af
fyrra hjónabandi eru
Sigurður, Rúna og
Maren. b) Kristín, f. 5. júní 1968,
sambýlismaður Einar Garðar
Hjaltason, börn þeirra eru Viktor
Máni og Hrafnhildur Eva. c) Arna
Sigrún, f. 16. jan. 1970, sambýlis-
maður Fjalar Sigurðarson, börn
þeirra eru Helga Rakel og Sigurð-
ur Patrik, einnig á Arna dótturina
Hrefnu Hagalín.
Útför Sigrúnar fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku amma mín, nú ertu komin
til afa og allra hinna englanna og ég
veit að þú ert afar ánægð með það.
Viðkvæði þitt, allt frá því ég man eft-
ir, þegar ég var að kveðja þig eða átti
von á því að þú kæmir í heimsókn
var: „Ef ég verð ekki farin.“ Og þá
varð ég alltaf svo miður mín og
hrædd um að besta amma í heimi
væri að fara að kveðja mig. En þér
fannst þetta eðlilegasti hlutur í
heimi. Þú vildir alls ekki flýta þér í
burtu en varst líka alveg óhrædd við
dauðann og taldir að hann yrði kær-
komin hvíld, þegar maður væri orð-
inn veikur og lúinn.
Það var alltaf svo yndislegt að
koma til ykkar afa í Garðshorn. Þú
dekraðir við okkur systurnar og það
var ekkert sem við fengum ekki að
gera og bralla hjá þér. Við elduðum
yndislega „hafragrauta“ á veturna
þar sem við fengum endalaust að
drullumalla með snjó og sandi og öllu
sem við náðum í og þú hafðir enda-
lausa þolinmæði þrátt fyrir allt sullið
í okkur. Á sumrin fórum við í göngu-
túra, berjamó og tíndum sand, skelj-
ar og steina í fjörunni með þér. Ég
man líka eftir því þegar þú saumaðir
tvær dúkkur með okkur systrunum.
Við höfðum einhvers staðar séð upp-
skrift að stærðarinnar tuskudúkkum
og það var ekki fyrir hvern sem var
að vilja og geta ráðist í það verkefni
með tveimur litlum hjálparkokkum,
en þú hafðir orku í það. Við syst-
urnar vorum líka ánægðustu börn í
heimi þegar við stóðum hvor með
sína dúkkuna sem voru svo rosalega
fínar með sítt svart hár og andlit sem
við höfðum málað á þessar risadúkk-
ur sem sköguðu hátt upp í okkar
hæð. Í gegnum tíðina hafðir þú líka
oft saumað fyrir okkur föt, kerru-
poka, sængurver og fleira á dúkk-
urnar okkar og alltaf tvennt af öllu
fyrir okkur systurnar báðar. Ég var
líka mikil dúkkukerling og það áttum
við sameiginlegt. Fötin og kerrupok-
arnir, kjólarnir, peysurnar, svunt-
urnar, húfurnar og buxurnar, allt er
þetta enn í notkun því eftir að ég
hætti að nota þetta þá lék Hrefna
mín sér endalaust að þessu og nú er-
um við Helga Rakel og meira að
segja stundum líka Siggi Patrik að
klæða og punta dúkkurnar með fal-
legu dúkkufötunum frá þér.
Þú hafðir endalaust áhuga á
barnabörnunum þínum og hefðir
örugglega viljað eiga miklu fleiri en
fjögur. Þú varst líka alltaf tilbúin að
passa börn fyrir aðra sem leituðu til
þín og ef ekki gafst annað þá nostr-
aðir þú við dúkkurnar þínar. Þegar
Hrefna mín fæddist varst þú fyrst til
að senda mér sængurföt með stöf-
unum mínum ísaumuðum og yndis-
lega hvíta og fallega barnaserki.
Hún var líka strax tæpra tveggja
mánaða komin í heimsókn í Garðs-
horn þegar við héldum upp á 75 ára
afmælið þitt hjá Árnýju.
Síðast þegar þú komst suður varst
þú orðin ansi veik en þrátt fyrir það
ljómaðir þú þegar þú sást Sigga Pat-
rik, nokkurra mánaða gamlan, vildir
strax fá hann og það var eins og birti
yfir þér, svo glöð varstu þegar þú
hélst á honum.
Elsku amma, ég kveð þig nú og
veit að þú átt eftir að umvefja alla
litlu englana þarna uppi með ást
þinni. Ég elska þig, amma mín,
kysstu afa frá mér, hann er nú líkast
heldur betur glaður núna að vera bú-
inn að fá Rúnu sína aftur. Og þú
SIGRÚN
ÁRNADÓTTIR
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Forsetakosningar fara fram um helgina. Þrír eru í kjöri, Ástþór Magnússon, Baldur Ágústsson og Ólafur Ragnar
Grímsson. Stuðningsgreinar frambjóðenda birtast hér, en á það skal bent að greinum sem óskað er eftir birtingu á,
skal nota hnappinn „Bréf til blaðsins“ á Mbl. is. Greinarnar munu birtast síðast á kjördag og þurfa að hafa borizt degi
áður. Mynd þarf að fylgja á JPG-formati (sendist á pix@mbl.is) og upplýsingar um starfsheiti.
Forsetakosningar ’04
Á ÉG að trúa því að um 90% þjóð-
arinnar vilji ekki styðja friðarmálin
eins og einhverjar skoðanakannanir
sem hamrað er á
virðast sýna? Fólk
segist jafnvel frekar
skila auðu en vilja
sýna stuðning og
mannúð í verki.
Hvað er eiginlega
að þjóðinni? Hvar er
þetta góða sem ég hélt að byggi í okk-
ur öllum?
Ætlum við að áfram að sitja yfir
kaffibollum og sjónvarpinu og horfa
upp á þann hrylling sem birtist á
skjánum næstum hvert einasta kvöld
þar sem verið er að pynta, limlesta og
drepa þúsundir fólks jafnvel með
stórtækum stríðstólum? Er okkur
stætt á því að afgreiða þetta bara með
meiningarlausri skrautmælgi á hátíð-
isdögum?
Höfum við gleymt nýafstöðnum
páskum og fæðingu frelsarans á jól-
um? Eru þetta bara tækifæri til þess
að gleðja okkur sjálf á tyllidögum til
þess að geta hrint ábyrgðinni af herð-
um okkar um stundarsakir?
Ég veit ekki um ykkur, en mér er
nóg boðið. Ég ætla að kjósa Ástþór á
laugardaginn og vona að mitt atkvæði
færi honum aukinn byr og bar-
áttuþrek til að halda áfram því óeig-
ingjarna starfi sem hann hefur nú
unnið í þágu friðarmála í nær áratug.
Hvar er okkar
kærleikur?
Carlotta Rósa Guðmundsdóttir
styður Ástþór
Höfundur er húsmóðir.
HVER er Baldur Ágústsson? Já
hver er maðurinn? Það þarf þjóðin að
vita. Baldur er í framboði til forseta
Íslands 26. júní í vor,
hann er tæplega sex-
tugur, fæddur 16.9.
lýðveldisárið 1944.
Móðir hans var
Magga Alda Eiríks-
dóttir, ein fimmtán
dætra sæmd-
arhjónanna Eiríks Einarssonar og
Sigrúnar Kristjánsdóttur, kennd við
bæinn Réttarholt við Sogaveg í
Reykjavík. Faðir Baldurs var Ágúst
Sigurðsson, magister í dönsku, mörg
okkar hafa verið látin læra hans
dönskubók. Nú þegar Ólafur Ragnar
Grímsson hefur sjálfur kosið að gefa
skotleyfi á sig með því að gerast póli-
tískur forseti getur hann ekki ætlast
til að verða sameiningartákn þjóð-
arinnar. Ég var einn af mörgum sem
héldu því fram að Ólafur Ragnar gæti
aldrei orðið sameiningartákn okkar,
sem þjóðin liti öll upp til, hann héldi
það aldrei út, og það er ég enn, þjóðin
þekkti allt of vel til verka hans og
orða á Alþingi. Ég reyndi, sjálfsagt
eins og aðrir, að virða hann sem for-
seta. En það er ekki hægt að breyta
karakter manna. Elsta þjóðþing ver-
aldar verður að kjósa sér ópólitískan
forseta ef á annað borð hann á að
verða það sameiningartákn sem hann
hefur verið frá stofnun lýðveldisins
1944, ja allavega til 1996. Því skora ég
á alla hugsandi kjósendur að kjósa
Baldur Ágústsson hinn 26. júní.
Forseta-
kosningar 2004
Karl Ormsson styður Baldur
Höfundur er fv. deildarfulltrúi.
Í ÆSKU heyrði ég sífellt í fréttum
útvarps um stríð hér og þar á jörð-
inni. Þegar sjónvarpið síðan kom með
lifandi myndum af
stríðshrjáðu fólki
færðist hryllingurinn
nær og nístir sálu
mína.
Sífellt eru sýndar
fleiri og átakanlegri
myndir frá stríðs-
átökum í heiminum. Blóðið rennur
um strætin, sundurskotin lík liggja
hér og þar, og grátandi börn og konur
á vergangi. Ég viðurkenni að tárin
hafa oft runnið niður kinnar mér við
að sjá þessar skelfilegu hörmungar
sem þetta fólk þarf að þola.
Svo komu myndirnar um hrotta-
legar pyntingar og kynferðislega sví-
virðu í fangelsum í Írak í eftirmála
stríðs sem stjórnvöld okkar studdu
án samráðs við fólkið í landinu.
Ég þrái frið á jörðu og að menn-
irnir geti lifað hér í sátt og samlyndi
og eflt kærleikan sín á milli. Ef það
tækist yrði jörðin okkar að hreinustu
paradís.
Tek ég því hjartanlega undir með
Ástþóri Magnússyni að forseti Ís-
lands á að beita kröftum sínum í frið-
armálum ásamt öðrum góðum málum
en ekki bara vera innihaldslaust tign-
arembætti sem kostar skattgreið-
endur milljarða á hverju kjörtímabili.
Hreinasta paradís
Sigrún Ármanns Reynisdóttir
styður Ástþór
Höfundur er rithöfundur.
Á LAUGARDAG er stór dagur
hjá okkur, því við ætlum að kjósa
forseta. Mig langar að fá hlutlausan
forseta sem er til þjónustu reiðubú-
inn að skoða vandamál sem við þurf-
um að horfast í augu við eins og t.d.
heilbrigðiskerfið, vímuefnavanda,
aldraða, geðfatlaða o.fl. Ég er orðin
þreytt á því að mikið er um neikvæð-
ar fréttir um þessi málefni, svo ekki
sé minnst á pólitík-
ina, sem ég hef ekki
mikinn áhuga á en
fylgist að sjálfsögðu
með.
Ég treysti Baldri
Ágústssyni til að
vera okkar næsti
forseti. Hef ég þekkt Baldur um tvo
áratugi og ég veit að hann er maður
orða sinna og mun sinna starfi sínu
með mikilli virðingu og sóma, bæði
sem fulltrúi þjóðarinnar innanlands
og erlendis. Ég veit að hann mun
skoða hvert og eitt málefni vandlega
og ganga hreint til verks. Það er
kominn tími á breytingar og það er í
okkar höndum kæra þjóð.
Tökum ábyrgðina í okkar hendur
og kynnum okkur um hvað er verið
að tala áður en við tökum endanlega
ákvörðun. Valdið er í okkar höndum.
Kjósum rétt: Baldur á Bessastaði.
Kæra íslenska þjóð
Arnbjörg Finnbogadóttir styður Baldur
Höfundur er svæðameðferð-
arfræðingur og jógakennari.
ÞRÁTT fyrir að helmingur af fjár-
lögum ríkisins renni í heilbrigðiskerfi
Íslendinga, vantar mikið upp á að all-
ir Íslendingar fái þá
heilbrigðisþjónustu
sem sómi væri að.
Sjúkrahúsdeildum er
lokað, það vantar
rými fyrir aldraða,
geðsjúka og unga
einstaklinga sem af
ýmsum orsökum þurfa að dvelja á
stofnun. Við þurfum manneskjulegra
og skilvirkara kerfi.
Einhverra hluta vegna gengur illa
að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu
fyrir alla í einu ríkasta landi heimsins.
Og þeir sem verða út undan í lífs-
gæðakapphlaupinu mynda fámennan
hóp sem á sér fáa málsvara.
Á fjögurra ára fresti veljum við Ís-
lendingar okkur forseta. Forsetinn
hefur ekki mikil völd en hann getur
náð athygli ráðamanna. Hann getur
gerst málsvari þeirra einstaklinga
sem enginn hefur hingað til viljað
vera. Ég dreg í efa að við óbreytt
ástand muni þessi fámenni hópur
eignast málsvara og því mun ég kjósa
Baldur Ágústsson þann 26. júní 2004.
Baldur fyrir
sjúka og aldraða
Vigdís Kristín Steinþórsdóttir
styður Baldur
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
EFTIR að hafa lagt hausinn í
bleyti er mér ljóst að miðað við
ástand heimsmála get ég ekki annað
en kosið Ástþór á
laugardag.
Ég get ekki horft í
spegilinn á morgn-
ana með það á sam-
viskunni að hafa ekki
lagt mitt af mörkum
til hjálpar öllu því
bágstadda fólki sem horfir á mig ang-
istaraugum nær daglega í sjónvarps-
fréttum frá átakasvæðum.
Auk þessa getur maður ekki annað
en dáðst að baráttu Ástþórs í því mót-
læti sem honum mætir á hverjum ein-
asta degi í fjölmiðlum. Ef mannkyns-
sagan er skoðuð er það æði oft svo að
stærstu snillingarnir eru ekki við-
urkenndir af samfélaginu fyrr en að
þeim gengnum, sumir jafnvel útskúf-
aðir og bannfærðir. Ég vona svo
sannarlega að samlandar vorir séu
þroskaðri en svo að þeir hafni útréttri
hönd hans til eilífðar. Málefnið er gott
og afar þarft og greinilega bar-
áttumaður á bakvið það.
Ég ætla því að kjósa Ástþór og
leggja þannig mitt atkvæði sem örlít-
ið sandkorn á vogarskál friðar næsta
laugardag.
Ég kýs frið –
ég kýs Ástþór
Gísli Guðlaugsson styður Ástþór
Höfundur er bílstjóri.
EMBÆTTI forseta Íslands á ekki
að vera pólitískt embætti, né á forset-
inn að vera maður sem tekur af-
drifaríka pólitíska af-
stöðu.
Baldur Ágústsson
er maður sem ég hef
þekkt lengi. Hann er
góður maður, vel gef-
inn og honum er
ákaflega annt um
land og þjóð. Baldur vill veg Íslands
sem mestan og að Íslendingar geti
staðið sameinaðir að baki forseta-
embættinu. Hann væri verðugur
fulltrúi fólksins á forsetastóli og góð-
ur fulltrúi Íslands á erlendri grundu.
Nái Baldur kjöri veit ég að hann kem-
ur til með að sinna sínu hlutverki vel
og af alúð. Við þurfum ópólitískan
einstakling á Bessastaði. Ég er sann-
færð um að Baldur sé góður kostur.
Enga pólitík
á Bessastaði
Þorbjörg Helga
Hilmarsdóttir styður Baldur
Höfundur er kennari.
Það eru forréttindi
hvers einstaklings að
hafa kynnst afa sínum
og notið leiðsagnar
hans. Afar búa yfir
reynslu fyrri kynslóða, við sem
yngri erum þurfum bara að gefa
okkur tíma til að hlusta. Siggi afi
bjó yfir mikilli reynslu og mikilli
visku. Afi kenndi okkur að það sé
allt í lagi að borða brauð með orma-
bragði í veiðiferðum, að vinnusemi
SIGURÐUR ELÍAS
EYJÓLFSSON
✝ Sigurður ElíasEyjólfsson prent-
ari fæddist í Reykja-
vík 21. maí 1911.
Hann lést á öldrun-
ardeild Landspítal-
ans í Fossvogi 24.
maí síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í
Reykjavík 4. júní.
og dugnaður séu dygð-
ir, að fortíðin skipti
máli og að hún sé lyk-
illinn að framtíðinni.
Afi kenndi okkur að
heiðarleiki og umburð-
arlyndi séu höfuðprýði
manna, að kratismi sé
æðst allra lífsskoðana,
að alltaf eigi að hjálpa
þeim sem minna mega
sín. Siggi afi kenndi
okkur þetta á löngum
sumrum uppi í Laug-
ardal þegar litlir fætur
reyndu að feta í fót-
spor hans á göngu-
túrum milli trjánna sem hann hafði
gróðursett fyrir löngu. Takk fyrir
þessi ómetanlegu samskipti, hvíl í
friði, minning þín mun lifa með okk-
ur.
Guðmundur Stefán,
Sigurður Ragnar.
UMRÆÐAN