Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 9 30% afsláttur af gallapilsum og gallaskokkum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Laugavegi 53B, sími 552 1555 15% opnunartilboð á nýjum stað Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Fallegur hörfatnaður Jakkar, buxur, pils og kjólar Lagerútsala Allt að 50% afsláttur Síðustu dagar útsölunnar Agadir Útsölulok um helgina Mikill afsláttur Allt á að seljast Laugarvegur 55 Sími 552 3355 ÚTSALA Flott föt á fínu verði Laugavegi 51 Sími 552 2201 Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Fataprýði Sérhönnun, st. 42-56 Sumarsala 20% afsláttur af hörfatnaði Fyrstur kemur fyrstur fær Nýkomið frá Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint þeim tilmælum til Ríkisút- varpsins, að í þeim tilvikum sem leit- að er til ráðningarstofa við ákvarð- anatöku um ráðningu starfsfólks, verði tryggt að stofnunin veiti að- gang að öllum þeim gögnum sem umsækjanda ber lögum samkvæmt að hafa aðgang að. Málavextir eru þeir að maður, sem sótti um starf forstöðumanns fréttasviðs Ríkisútvarpsins, kvartaði yfir því að hafa ekki fengið upplýs- ingar um nöfn þeirra einstaklinga sem veittu umsögn vegna umsókn- arinnar auk afrits af umsögnunum, að því er kemur fram í áliti umboðs- manns. RÚV óskaði eftir því að ráðninga- fyrirtæki sem sá um að veita um- sagnirnar, afhenti sér þær. Við því varð fyrirtækið ekki og sagðist hafa heitið umsagnaraðilum trúnaði. Um- boðsmaður bendir á að hann hafi ekki vald til að beina tilmælum til einkafyrirtækja og þar sem RÚV hafi upplýsingarnar ekki undir höndum geti hann ekki mælst til þess að stofnunin veiti umsækjand- anum þær. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpinu hafi borið að sjá til þess að fyrir lægju hjá stofnuninni upplýsingar um nöfn þeirra einstaklinga sem veittu um- sögn vegna umsóknar mannsins um starf forstöðumanns fréttasviðs og að hún hefði umsagnirnar sjálfar undir höndum þannig að stofnunin gæti tekið afstöðu til beiðni manns- ins um aðgang að upplýsingunum á grundvelli stjórnsýslulaga. Umboðsmaður tekur fram að með áliti sínu hafi hann ekki tekið af- stöðu til annarra úrræða sem mann- inum kunni að vera tæk til að fá gögnin afhent eða um hugsanlega bótaskyldu Ríkisútvarpsins af þessu tilefni. Þá beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Ríkisútvarpsins að það taki framvegis mið af þeim sjónar- miðum sem fram koma í álitinu. RÚV verði að tryggja upplýsinga- rétt umsækjenda Fréttir í tölvupósti HAFSTEINN Jóhannsson hélt fyr- ir skömmu upp í siglingu umhverf- is landið á seglskútunni Eldingu. Hafsteinn lagði upp frá smábáta- höfninni á Kársnesi í Kópavogi en var staddur á Patreksfirði í fyrra- dag. Hann segir ferðina hafa geng- ið vel og áætlar að siglingin taki einn og hálfan mánuð. Lítill rauð- ur hraðbátur úr plasti fylgir Eld- ingunni á siglingunni umhverfis landið, og er einn maður í áhöfn, Hafnfirðingurinn Valdimar I. Sig- urjónsson. Byggðasafnið á Akranesi á Eld- ingu en Hafsteinn ánafnaði safninu skútuna árið 1993. Í gjafabréfinu kom það fram að Hafsteinn hefði umráð yfir Eldingu þangað til hann vildi skila henni. Hafsteinn er þó ekki á þeim buxunum að segja skilið við skútuna að svo stöddu og bendir á þann möguleika að fara hina leiðina umhverfis landið. Ljósmynd/Björn Sigmundsson Elding og rauði hraðbáturinn, hlið við hlið, í höfninni á Patreksfirði. Elding í hringsigl- ingu um Ísland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.