Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til fasteignaviðskipta og hvers konar umbóta á heimilinu. Dag- urinn hentar einnig vel til viðræðna innan fjölskyldunnar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert að velta fyrir þér stórum spurning- um um lífið og tilveruna í dag. Framtíðar- draumar þínir eru þér ofarlega í huga og þú horfir raunsæjum augum á alla mögu- leika. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þetta er góður dagur til hvers konar við- skipta. Það er hætt við að þú farir yfir strikið í innkaupum en það sem þú kaupir mun verða þér að skapi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert skýr í hugsun og opin/n fyrir nýjum möguleikum í dag. Þú ert jafnframt já- kvæð/ur og bjartsýn/n og óhrædd/ur við að gera framtíðaráætlanir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt hugsanlega öðlast aukinn skilning á sjálfri/sjálfum þér í dag. Þú ert að fá sterkari tilfinningu fyrir því hver þú ert sem gerir þig örlátari í garð annarra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú getur náð markmiðum þínum með sam- vinnu í dag. Það mun skila þér bestum ár- angri að vinna með öðrum og hjálpa þeim að ná markmiðum sínum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er góður dagur til viðskipta og til að taka ákvarðanir varðandi starfsframa þinn. Þú átt auðvelt með að telja valdamikið fólk á þitt band. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er góður dagur til fasteignaviðskipta og til að sinna málefnum sem tengjast út- gáfustarfsemi og fjarlægum löndum. Þú ert jákvæð/ur og bjartsýn/n. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Allt bendir til þess að þú munir á einhvern hátt njóta góðs af auði annarra í dag. Þú gætir fengið arf eða óvænta fyrirgreiðslu. Þetta er góður dagur til rannsókna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú finnur til hlýju í garð fólksins í kringum þig auk þess sem bjartsýni þín smitar út frá sér. Þið getið því hugsanlega fundið nýjar lausnir á gömlum vandamálum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert stórhuga í vinnunni í dag. Þú hikar ekki við að ráðast í erfið verkefni enda finnst þér allt vera mögulegt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur góða yfirsýn yfir líf þitt í dag. Þetta gerir þig ánægðari og opnari í sam- skiptum þínum við aðra. Stjörnuspá Frances Drake Krabbi Afmælisbörn dagsins: Eru raunsæjar draumóramanneskjur. Þau dreymir stóra drauma sem oft rætast þar sem þau gera yfirleitt það besta úr þeim tækifærum sem þeim bjóðast. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 hella, 4 poka, 7 ósannindi, 8 stór, 9 haf, 11 líkamshluta, 13 hlífi, 14 ber, 15 gamall, 17 nísk, 20 erfðafé, 22 heiðursmerkið, 23 gufa, 24 áma, 25 hrein- an. Lóðrétt | 1 dulin, 2 reiðar, 3 forar, 4 mikill, 5 náð- húsi, 6 harma, 10 óskar eftir, 12 elska, 13 bók- stafur, 15 kuldi, 16 skraf- hreyf, 18 handleggur, 19 kvendýrið, 20 svara, 21 digur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 formæling, 8 hamur, 9 ósinn, 10 tóm, 11 forka, 13 arana, 15 stáss, 18 safna, 21 kát, 22 grína, 23 iglan, 24 fastagest. Lóðrétt | 2 ormur, 3 murta, 4 ljóma, 5 neita, 6 óhóf, 7 snúa, 12 kös, 14 róa, 15 saga, 16 álíka, 17 skart, 18 sting, 19 falls, 20 agns. 80 ÁRA afmæli.Á morgun, laugardaginn 26. júní, verður Gunnar Már Torfason, Hafn- arfirði, áttræður. Af því tilefni tekur hann á móti gestum á af- mælisdaginn kl. 15–18 í Félags- og þjónustumiðstöðinni Ár- skógum 4, Reykjavík. Hann vonast til að sjá sem flesta. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Starf eldri borgara Aflagrandi 40 | Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó, kaffi á eftir, sýndur verð- ur magadans. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4 | Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16,30 smíðar. Bingó fellur niður í júní og júlí. Kl. 10 púttvöllurinn. Bólstaðarhlíð 43 | Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, frjálst spilað í sal. Minnum á skráningu í ferð á Snæfellsnes sem farin verður 29. júní. Uppl. og skráning á staðnum. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 9–12 aðstoð við böðun, púttvöllurinn opinn. Dalbraut 27 | Kl. 8–16 handavinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Hæðargarður 31 | Opin vinnustofa kl. 9– 16.30, hárgreiðsla, ganga kl. 9.30. Langahlíð 3 | Kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslun opin, kl.11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“. Félagsstarf aldraðra | Garðabæ. Fótaað- gerðarstofa, sími 899 4223. Félag eldri borgara | í Kópavogi. Félagsvist í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Brids kl. 13.15. Hafnarfjörður, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 Moggi, rabb, kaffi. Kl. 13 brids. Kl. 14–16 pútt á Hrafnistuvelli. Gerðuberg | félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinn- stofur opnar. Kl. 10.30 létt ganga um Elliðaárdalinn. (ath. breyttan tíma). Spila- salur opinn frá hádegi. Hraunbær 105 | Kl. 9 handavinna og búta- saumur, kl. 10–11 pútt, baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 14 bingó. 14. júlí verður farin ferð til Hofsóss og Vest- urfarasafnið heimsótt. Skráning á skrif- stofu. Hvassaleiti 58-60 | Fótaaðgerðir, hár- snyrting. Norðurbrún 1 | Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10– 11 ganga, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–10.30 setustofa, dag- blöð og kaffi, kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14 aðstoð v/böðun, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 9–10 boccia, kl. 9.30–11.30 skrautskrift, kl. 13–14 leikfimi. Kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dansað við lagaval Sigvalda. Pönnukökur í kaffitímanum. Vitatorg | Kl. 8.45–11.45 smiðjan, kl. 9–16 hárgreiðsla, kl. 9.30–10 morgunstund, kl 9.30–16 handmennt, kl. 9.30–12.30 bók- band, kl 10–11 leikfimi, kl. 10–16 fótaaðgerð- ir, kl 13.30–14.30 bingó. Þjónustumiðstöðin | Sléttuvegi 11. Opið í júlí og ágúst frá kl. 10–14. Félag eldri borgara | í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú | Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Myndlist Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Erró – Fólk og frásagnir verður opnuð kl. 16. Sýningin kemur frá Listasafni Reykjavíkur og stendur til 29. ágúst. Safnið er opið alla daga kl. 13–17.30. Kringlan | Ljósmyndasýning World Press Photo verður opnuð kl. 10 hjá Kaffitári í Norðurenda hússins. Póstbarinn | María Kristín Steinsson er um þessar mundir með tvær sýningar á ol- íumálverkum. Önnur er á Póstbarnum, Pósthússtræti 13 og hin er á Port City Java, Laugavegi 70. María er að mestu sjálfmenntuð, en hefur lokið fornámi í myndlist og farið á fjölda námskeiða. Sýn- ingarnar standa út júní. Gallerí veggur | Síðumúla 22, húsnæði Leturprents. Nú stendur yfir sýning Rafns Hafnfjörð á nokkrum ljósmynda hans af sýningunni Lesið í landið sem haldin var í Hafnarborg í Hafnarfirði fyrir nokkru. Sýn- ingin stendur til 15. ágúst. Listmunahorn Árbæjarsafns | Lára Gunn- arsdóttir opnar sýningu á handunnum munum úr íslensku birki. Sýningin stendur til 30. júní. Listasafn Íslands | Sýningunni Í nær- mynd/Close-up lýkur á sunnudag. Á sýn- ingunni eru verk eftir 11 heimsfræga bandaríska myndlistamenn sem hafa markað djúp spor í bandaríska listasögu. Tónlist Bar 11 | Smiðjustíg. Hljómsveitin Kimono flytur efni af fyrstu plötu sinni. Grand Rokk | Tónleikar með hljómsveitinni Diktu. Kaffi Kúltúr | Hljómsveit Ragnheiðar Gröndals. Kaffi Nauthóll | Andrés Þór gítarleikari og Kristjana Stefánsdóttir söngkona flytja kunna djassstandarda og lög í eigin út- setningum kl. 21. Langi mangi | Tónleikar með Þórarni Hannessyni kl. 23. Ólafsfjörður | Tveggja daga Blúshátíð verður sett í dag. Jazzhátíð Egilsstaða | Blús & Brass hljómsveitir víðsvegar að af landinu kl. 21. Mannamót Jónsmessuhátíð | í Skálholti. Norræna fé- lagið í uppsveitum Árnessýslu heldur Jónsmessuhátíð í Skálholti kl. 19. Ferð frestað | Sumarferð Sjálfstæð- isflokksins í Norðausturkjördæmi sem vera átti á morgun er frestað til 3. júlí. Reiðhöll Gusts | í Kópavogi. Sýning Hundaræktarfélags Íslands hefst kl. 16 og heldur áfram laugardag og sunnudag. Sýndir verða á fimmta hundrað hundar auk ungra sýnenda. Dómarar eru: Paul Stanton, Torbjörn Skaar og Hans Rosen- berg. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Halli og Laddi um helgina. Búálfurinn | Hólagarði, Breiðholti. Her- mann Ingi Jr. Catalina | Hamraborg 11, Kópavogi. Sváfnir Sigurðsson leikur fyrir gesti. Celtic Cross | Spilafíklarnir skemmta á neðri hæðinni, á annarri hæð leikur trúba- dorinn Ómar Hlynsson. Felix | Dj. Kiddi Bigfoot. Hressó | Atli skemmtanaglöggi. Hverfisbarinn | Dj Andri. Kaffi Krókur | Sauðárkróki. Hljómsveitin Gilitrutt. Kaffi Mjódd | Hljómsveitin Tros. Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og hljómsveit. Lundinn | Vestmannaeyjum. Hljómsveitin Smack. Nasa | við Austurvöll. Hljómsveitin Jagúar. Pakkhúsið | Selfossi. Hljómsveitin Sent frá Akureyri. Palace | Lækjartorgi. Dj-Extream kl. 23. Players-Sport bar | Kópavogi. Í svörtum fötum. Sjallinn | Akureyri. DJ Leibbi í Búrinu. Veitingahúsið 22 | Matti á X-inu verður á annarri hæð. Þjóðleikhúskjallarinn | Gleðistemming með Johnny Dee. Staðurogstund idag@mbl.is 80 ÁRA afmæli.Á morgun, laugardaginn 26. júní, er áttræður Reimar Snæfells, fyrrverandi símaverkstjóri, Garðabraut 24, Akra- nesi. Í tilefni dagsins mun hann ásamt eig- inkonu sinni, Ingu Magnúsdóttur, taka á móti gestum milli kl. 15 og 18 í sal Grundarskóla. Blóm og gjafir vinsam- lega afþökkuð. 60 ÁRA afmæli.Á morgun, laugardaginn 26. júní, verður sextug Sigrún Aadnegard, Bergs- stöðum, Skagafirði. Í tilefni þeirra tíma- móta tekur hún á móti gestum í Félagsheim- ilinu Ljósheimum á afmælisdaginn frá kl. 20. 80 ÁRA afmæli. Ídag, föstudag- inn 25. júní, er áttræð Kristjana Steinunn Leifsdóttir, fyrrver- andi húsfreyja á Brú- arreykjum í Borg- arfirði, nú til heimilis á Hrafnistu í Reykja- vík. Af því tilefni tekur hún á móti ættingjum og vinum laugardaginn 26. júní kl. 15 í hátíðarsal að Reykholti í Borgarfirði og vonar að sem flestir geti komið og glaðst með fjölskyld- unni. 80ÁRA afmæli. Ídag, föstudag- inn 25. júní, er átt- ræður Skarphéðinn Guðjónsson, Víðiteig 30, Mosfellsbæ. Hann tekur á móti ætt- ingjum og vinum á heimili sínu kl. 18–21. 60 ÁRA afmæli. Ídag, föstudag- inn 25. júní, er sextug Halldóra Elísabet Kristjánsdóttir deild- arstjóri. Ætla hún og eiginmaður hennar, Daði Ágústsson, af því tilefni að taka á móti gestum í húsi Karlakórs Reykja- víkur, Ými, Skógarhlíð 20 milli kl. 18 og 21 á afmælisdaginn. Ættingjar, vinir og samferðamenn eru boðnir velkomn- ir. Sumarhópar Hins hússins vinna að list- sköpun sinni alla virka daga, en á Föstu- dagsFlippi sameinast þeir í miðbæ Reykja- víkur í menningar- og sköpunarveislu kl. 13–15. Hóparnir verða á Lækjartorgi, Ing- ólfstorgi, Austurvelli og í Austurstræti. Borgarbúar og gestir eru hvattir til að mæta í miðbæinn ef þeir vilja taka þátt í listum, menningu og annarri gleði. FöstudagsFlipp Hins hússins www.hitthusid.is Staður og stund á mbl.is Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is 60 ÁRA afmæli.Í dag, föstu- daginn 25. júní, er sextugur Gissur V. Kristjánsson, lög- maður. Afmæl- isbarnið dvelur í út- löndum á afmælisdaginn. Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Selma Skúladóttir, Sigríður Anna Kjartansdóttir og Gabríela Rún Sig- urðardóttir, söfnuðu kr. 2.456 til styrktar Rauða krossi Íslands.  Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is Blómavasar • Karöflur • Gjafir Hlutavelta | Þessi duglegi drengur, Þorri Halldórsson, safn- aði flöskum að andvirði 1.850 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Hljómsveitin Dikta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.