Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN
28 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
S
ætur, ljótur, sætur, sæt-
ur, ljótur.“ Þrjár systur
sitja við sjónvarps-
skjáinn og fylgjast með
þjóðsöngvum Dana og
Svía fyrir leik á Evrópumótinu í
knattspyrnu. Myndavélinni er
rennt yfir leikmenn liðanna og að
mati systranna er nokkurt jafnræði
með liðunum hvað fönguleik varð-
ar. Svo hefst leikurinn og situr þá
aðeins ein systirin áfram í stofunni
og fylgist af hálfum huga með bolt-
anum.
Enginn fer varhluta af því að
„knattspyrnuveisla“ stendur yfir
suður í Portúgal þessa dagana.
Strákarnir kljást sveittir um knött-
inn á vellinum og í stúkunni er
áhorfendafjöld. Karlmenn eru þar í
miklum meirihluta. Ef marka má
myndirnar sem öðru hverju birtast
af knatt-
spyrnuaðdá-
endunum er
næstfjölmenn-
asti áhang-
endahópurinn
sætar stelpur í
kringum tvítugt, léttklæddar í suð-
ur-evrópsku blíðunni.
Það ríkir sérstök stemmning í
kringum fótboltakeppni eins og þá
sem nú er háð í Portúgal. Hér
heima eru flestir karlmenn 10 ára
og eldri límdir við skjáinn, eða
fylgjast að minnsta kosti með
keppninni að einhverju leyti. Fyrir
marga karla er keppni sem þessi
langþráð skemmtun og einn lýsti
EM fyrir mér sem einskonar
„listahátíð“ knattspyrnuunnenda.
Fyrir suma karla eru fótboltaleik-
irnir sennilega notaleg afsökun til
þess að slaka á með bjór í annarri
hendi, snakk í hinni og vini sína í
kringum sig. Kannski eru fótbolta-
keppni sem þessi einskonar sauma-
klúbbar karlpeningsins.
En hvað er til ráða fyrir konur á
þessum EM-tímum? Auðvitað hafa
sumar þeirra mikinn áhuga á bolt-
anum og sitja við skjáinn með
strákunum. Aðrar fylgjast með
öðruhverju og hafa gaman af. Enn
aðrar birgja sig upp á mynd-
bandaleigum bæjarins eða fara út á
lífið með vinkonum sínum til að
þurfa ekki að hafa grænleitan skjá-
inn sífellt fyrir augunum.
Ég er ein þeirra sem hef ekki
gríðarlegan áhuga á fótbolta, en
finnst ágætt að kíkja á leiki við og
við og boltakeppni á borð við EM
vekur hjá mér ákveðna sum-
arstemmningu, svona svipaða og
girnileg sumarsalöt og kælt hvít-
vín.
Þegar ég tek mig til og horfi á
leiki með strákunum í stofunni er
ég aldrei óvelkomin. Samt hef ég
alltaf dálítið á tilfinningunni að ég
eigi ekki alveg heima í þessum
klúbbi. Þetta er einhvern veginn
ekki „minn heimur“ og mig rennir í
grun að fleiri konur upplifi EM-
keppnina með svipuðum hætti.
Mér hefur skilist að flesta litla
stráka dreymi á einhverjum tíma-
punkti um að komast í atvinnu-
mennsku og landsliðsbúning og
verða knattspyrnuhetjur. Þegar
fullorðnir karlar horfa á Wayne
Rooney þjóta upp völlinn og skora
fyrir enska liðið á EM í Portúgal,
eru þeir kannski að „endurupplifa“
æskudraumana. Ég horfi hins veg-
ar á Rooney og finnst hann vissu-
lega leikinn með knöttinn – en að
heppilegra væri ef hann hefði jafn-
framt útlitið með sér, líkt og Beck-
ham. Og strákunum nægir ekki að
horfa á leikina sjálfa. Til að auka
enn á gleðina birtist Þorsteinn Joð
okkur í RÚV á síðkvöldum og fær
til sín knattspyrnuspekinga úr
ýmsum áttum til að fara yfir leiki
kvöldsins. Þar er rennt yfir helstu
mörkin og ein og ein fegurðardís úr
stúkunni fær gjarnan að fljóta með.
Ein slík var einmitt sýnd hjá Þor-
steini í vikunni. Var stúlkan sú afar
léttklædd og virtist óska þess heit-
ast að barmur hennar fengi að fylla
út í sjónvarpsskjái Evrópubúa.
Ung fréttakona, sem var gestur
Þorsteins í þættinum, var spurð
álits á brjóstasýningunni. Sagði
hún eitthvað á þá leið að myndir
sem slíkar væru bara hluti af leikn-
um og hringdu engum fem-
ínistabjöllum hjá sér.
Ekki geri ég ráð fyrir öðru en að
hún hafi þarna lýst skoðun sinni á
hreinskilinn hátt. Mér fannst nú
samt fréttakonan vera sett þarna í
dálítið erfiða stöðu. Henni hafði
verið boðið í „strákapartí“ og yf-
irleitt er affarasælast fyrir gest-
komendur að móðga ekki húsráð-
endur.
Er skortur á ámóta viðburðum
og EM í fótbolta fyrir „okkur stelp-
urnar“? Sumir telja eflaust að svo
sé. Á baráttudegi kvenna, 19. júní,
benti Femínistafélag Íslands á að
það væri langt í frá jafnræði með
karla- og kvennaknattspyrnu á Ís-
landi. Afhenti félagið landsliðsþjálf-
ara kvenna hina svonefndu bleiku
steina og vildi með því hvetja til
þess að jafnréttissjónarmið yrðu
höfð að leiðarljósi í knattspyrnunni.
Sagði ein forystukvenna félagsins
að vinningslið karladeildar fengi
mun hærra verðlaunafé en sig-
urvegari kvennadeildarinnar og
sýndi þetta ákveðið verðmætamat.
Líklegt verður þó að teljast að
umrætt „mat“ komi kynjunum í
raun ekkert við, heldur byggist á
ísköldum útreikningum fyrirtækj-
anna sem fjárfesta í knatt-
spyrnuíþróttinni.
Það er gott að Femínistafélagið
skuli vekja athygli á knattspyrnu
kvenna. Það virðist þó langt í að
kvennaboltinn verði „jafnstór“
íþrótt og karlaboltinn er. Þess
vegna verður sennilega áfram erf-
iðara að fá fjármagn úr einkageir-
anum í kvennaboltann.
Einnig má spyrja hvort það sé
endilega eftirsóknarvert markmið?
Ég hefði satt að segja orðið enn
ánægðari með Femínistafélagið ef
það hefði ákveðið að beita sér al-
mennt fyrir auknu fjármagni og at-
hygli til handa íþróttagreinum sem
konur fjölmenna í. Margar þessara
greina eru svo sannarlega ekki
ofaldar fjárhagslega séð og komast
sjaldan í kastljós fjölmiðla. Svo
dæmi sé tekið fær áhugafólk um
fimleika (sem eru að meirihluta til
konur) einungis að njóta uppá-
haldsíþróttarinnar sinnar í sjón-
varpinu þegar Ólympíuleikar eru
haldnir fjórða hvert ár.
Því má heldur ekki gleyma að
fjölmargar konur sameinast um að
horfa saman á annað efni en íþrótt-
ir í sjónvarpinu. Gott dæmi eru
þættirnir um Carrie og vinkonur
hennar í Beðmálum í borginni, sem
hópar kvenna hafa skemmt sér yfir
og skeggrætt á undanförnum miss-
erum. Kannski eru þættir á borð
við þá á vissan hátt „okkar svar“
við knattspyrnuglápi strákanna.
Stelpurnar
og boltinn
Þegar ég tek mig til og horfi á leiki með
strákunum í stofunni er ég aldrei óvel-
komin. Samt hef ég alltaf dálítið á
tilfinningunni að ég eigi ekki alveg
heima í þessum klúbbi.
VIÐHORF
Eftir Elvu Björk
Sverrisdóttur
elva@mbl.is
FYRIR hönd Hjálparstofnunar
landsins helga í Betlehem erum við
innilega þakklát áralangri baráttu
þinni fyrir friði og mannréttindum
meðal þjóða.
Við höfum í langan
tíma beðið eftir fólki
eins og þér til að tala
fyrir málstað okkar og
þjáningum og leggja
okkur lið í baráttunni
fyrir réttlæti.
Í langan tíma hafa
þjáningar okkar undir
hernámi Ísraela verið
hundsaðar af alþjóða-
samfélaginu. Nú finn-
um við sterka rödd
sem mun standa upp í
baráttunni fyrir réttlæti og var-
anlegum friði verðir þú kjörinn for-
seti.
Héðan frá Palestínu, frá hernám-
inu, frá Betlehem, skorum við á fólk
að hjálpa þér, hr. Ástþór Magn-
ússon, til að hjálpa þér að halda
áfram að boða frið, ekki einungis
með orðum heldur einnig í verki.
Langt starf þitt fyrir friði og gegn
ofbeldi, og barátta þín fyrir betri
framtíð mannkyns, ætti að gera þjóð
þína stolta af þér. Frá Palestínu,
Ástþór Magnússon, erum við stolt af
þér, stolt af samstarfi okkar og stolt
af mannúð þinni sem
við söknum hjá leiðtog-
um heims.
Land eins og Ísland
hefur mikilvægu hlut-
verki að gegna í því að
styðja frið og réttlæti
og byggja friðarbrýr
milli þjóða.
Við munum öll eftir
því þegar forsetar
Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna mættust á
Íslandi á dögum kalda
stríðsins. Frá þeim
tíma hefur fólk um allan heim litið til
Íslands í von um aukin framlög til
heimsfriðar.
Hættuástandið í Mið-Aust-
urlöndum þarfnast svo sannarlega
liðsinnis ykkar Íslendinga sem þjóð-
ar. Palestínumenn og Ísraelar þurfa
átakanlega á hjálp ykkar að halda og
nú er rétti tíminn fyrir land eins og
Ísland að leggja hönd á plóginn og
valda straumhvörfum til friðar, ekki
aðeins í Mið-Austurlöndum heldur
um allan heim.
Ástþór Magnússon, barátta þín
fyrir friði hefur nú þegar breytt lífi
margra og þegar þú verður kosinn
forseti, erum við þess fullviss að þú
munt halda áfram á þeirri braut.
Við óskum þér góðs gengis í for-
setakosningum á Íslandi.
Megi friður ríkja á jörð.
Palestínumenn og Ísraelar þurfa
átakanlega á hjálp ykkar að halda
George Rishmawi skrifar opið
bréf til Ástþórs Magnússonar
frá landinu helga ’ Langt starf þitt fyrirfriði og gegn ofbeldi, og
barátta þín fyrir betri
framtíð mannkyns, ætti
að gera þjóð þína stolta
af þér. ‘
George Rishmawi
Höfundur er umsjónarmaður
Holy Land Trust í Betlehem,
www.holylandtrust.org.
ÞRÖSTUR Helgason blaða-
maður víkur heldur óvinsamlega
að mér í pistli í Morgunblaðinu
fimmtudaginn 24. júní. Hann
segir í tilefni ritdóms Helgu
Kress í Sögu um bók mína,
Halldór, fyrsta bindi ævisögu
Halldórs Kiljans Laxness, að
erfitt sé að taka það undir með
mér, að bókin hafi verið unnin
heiðarlega. Ég mun svara rit-
dómi Helgu í Sögu. Ég bað
raunar um að fá að svara honum
í sama hefti tímaritsins, eins og
eðlilegt hefði verið, en því var
hafnað. Þar er aðalatriðið, eins
og margoft hefur komið fram,
að ég nýtti mér lýsingar Hall-
dórs á æsku sinni, og gat þess
skilmerkilega bæði í neðanmáls-
greinum og eftirmála. En ég
vek athygli á tvennu um vinnu-
brögð Helgu Kress. Hún hefur
tekist á hendur fyrir tvær dæt-
ur Kiljans að semja greinar-
gerð, sem þær ætla að nota í
málshöfðun gegn mér. Hún er
því beinlínis aðili að því máli
gegn mér. Upplýsti hún rit-
stjóra Sögu um það, þegar hún
var fengin til að skrifa ritdóm
um bók mína? Ef hún gerði það
ekki, þá hefur hún brotið siða-
reglur Háskólans, sem kveða á
um það, að fræðimenn eigi að
upplýsa um hagsmunatengsl sín.
Í öðru lagi var hinni löngu álits-
gerð, sem Helga samdi fyrir
dæturnar, nýlega laumað í dag-
blöð í því skyni að koma höggi á
mig. Var það Helga, sem gerði
það? Hún hefur að vísu neitað
því í tölvupósti til mín, en um
leið neitað að greina frá því, í
hendur hverra hún lagði þessa
greinargerð sína. Ef hún hefur
staðið beint eða óbeint að þess-
ari sendingu, þá hefur hún þar
líka brotið siðareglur Háskól-
ans. Það er því góð spurning,
hver er hér óheiðarlegur. Þröst-
ur Helgason blaðamaður er
sjálfur í þeirri bókmenntafræ-
ðiklíku, sem snúist hefur önd-
verð við því, að ég fái að skrifa
um Kiljan. Það veitir honum
hins vegar ekki rétt til að mis-
nota þann aðgang, sem Morg-
unblaðið veitir honum að les-
endum, eins og hann gerði í
pistli sínum.
Hver er
óheiðarlegur?
Höfundur er prófessor í stjórn-
málafræði í Háskóla Íslands.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
ÉG STALDRAÐI við grein í
Fréttablaðinu í gær undir fyrirsögn-
inni ‘Hroki og valdníðsla í aðal-
hlutverki’ um nýafstaðin viðtöl við
mig í sjónvarpi.
Blaðamaður sagðist hafa vorkennt
mér og hefði fundist beinlínis óþægi-
legt að horfa upp á auðsýndan
hroka, lítilsvirðingu og valdníðslu
þeirra fjögurra sjónvarpsmanna
sem ræddu við mig þetta kvöld.
Sagðist blaðamaður hafa skammast
sín fyrir að vera Íslendingur þetta
kvöld og spyr: ‘Til hvers að þykjast
vera friðarþjóð þegar íbúarnir eru
upp til hópa vargar með eina og
sameiginlega skoðun? Því það er
einmitt skoðanamyndandi umfjöllun
í þessum dúr sem kyndir undir
ósjálfstæðar skoðanir hins íslenska
lýðs og skapar almenningsálitið.’
Einnig var sagt frá því í þessari
grein Fréttablaðsins að blaðamaður
hefði verið á læknastofu um daginn
þegar útvarpsfréttir af mér skullu á
hljóðhimnum biðstofugesta og hafi
þá hver einasti hnussað hátt um leið
og hann leitaði viðurkenningar á
virðingarleysi sínu fyrir hugsjónum
frambjóðandans muldrandi: ‘Djöfull
er hann ruglaður, mar!’
Ég vildi óska þess að vandamálið
væri einfaldlega það að ég sé klikk-
aður, ruglaður, veruleikafirrtur eða
eitthvað af þessu öllu saman sem ég
hef orðið vitni að í umræðunni um
mína persónu á meðal þjóðarinnar.
Ef þetta væri satt væri ég fyrstur
manna til að fara sáttur í háttinn á
hverju kvöldi í mínum eigin hug-
arheimi.
En því miður er veruleikinn með
allt öðrum hætti en gestirnir á tann-
læknastofunni vilja trúa. Eftir að
hafa heimsótt stríðshrjáð börn í Pal-
estínu, Írak og Bosníu grætur mitt
hjarta nær stöðugt fyrir þjáningar
þeirra. Ég einfaldlega get ekki farið
að sofa á kvöldin sáttur við slíkt
ástand vitandi að hægt er að hjálpa
þessu fólki bara ef raunverulegur
vilji er fyrir hendi.
Ég neita að trúa því að fimmt-
ungur íslensku þjóðarinnar sé svo
tómhjartaður að hann ætli að skila
auðum kjörseðli í stað þess að virkja
kosningaréttinn til að svara þeim
neyðarópum sem okkur berast frá
stríðshrjáðum löndum. Ég neita
einnig að trúa því að þjóðin ætli að
kjósa aftur mann sem virðist með
hjarta úr steini, en annað er ekki
hægt að kalla forseta sem hefur
ítrekað aftur og aftur gert mig aft-
urreka af skrifstofu sinni og Bessa-
stöðum með áskoranir og hjálp-
arbeiðnir frá fólki sem verið er að
limlesta og drepa fyrir framan augu
okkar.
Ég bið Guð að vekja þessa þjóð.
Ósjálfstæðir
Íslendingar
Ástþór Magnússon
ritar um kosningarnar ’Ég neita að trúa því aðfimmtungur íslensku
þjóðarinnar sé svo tóm-
hjartaður að hann ætli
að skila auðum kjör-
seðli. ‘
Ástþór Magnússon
Höfundur er forsetaframbjóðandi.