Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorsteinn Árna-son fæddist í Holtsmúla í Land- sveit 23. október 1949. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 17. júní síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Árna Jóns- sonar bónda í Holts- múla, f. 17. júní 1896, d. 16. september 1995, og Þorgerðar Vilhjálmsdóttur, f. 27. febrúar 1918, d. 4. október 1996. Syst- ir Þorsteins sammæðra er Helga Marteinsdóttir, f. 1945. Systkini Þorsteins samfeðra eru Oddur, f. 1921, Jóna Gíslunn, f. 1922, Inga Guðrún, f. 1923, d. 1999, Guð- munda, f. 1924, Ingibjörg, f. 1925, Lilja, f. 1926, Ágúst, f. 1927, d. 1930, og Ágúst, f. 1930. Hinn 26. desember 1972 kvænt- ist Þorsteinn eftirlifandi eigin- konu sinni Dórótheu Antonsdótt- ur, f. 30. október 1950, frá Vík í Mýrdal. Foreldrar hennar eru hjónin Anton Guðlaugsson, f. 26. nóvember 1920, d. 22. ágúst 1993, og Charlotte Guðlaugsson, f. 6. nóvember 1925. Börn Þorsteins og Dórótheu eru 1) Anton Karl, f. 10. ágúst 1970, kvæntur Hönnu Valdísi Garðarsdóttur, f. 25. jan- úar 1973. Börn þeirra eru Birta Rós, f. 1994, Daníel Garðar, f. 2001, og Þorsteinn Aron, f. 2004. 2) Helga, f. 14. júní 1974, sambýlis- maður hennar er Baldur Þór Bjarna- son, f. 3. júlí 1969. Dóttir hans er Hild- ur Vala, f. 1992. 3) Þorbjörg Sif, f. 9. mars 1981, sambýlis- maður hennar er Hreimur Örn Heim- isson, f. 1. júlí 1978. Þorsteinn ólst upp í Holtsmúla til 15 ára aldurs, þá flutti hann með foreldr- um sínum á Selfoss. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Skógaskóla, síðan lærði hann rafvirkjun hjá Raflögnum á Selfossi. Í framhaldi af því hóf hann nám í Tækniskól- anum og lauk þar námi sem raf- iðnfræðingur vorið 1973. Þorsteinn og Dóróthea bjuggu á Hvolsvelli frá 1973 til 1997 og þar vann Þorsteinn hjá Rarik. Hann starfaði með björgunar- sveitinni á Hvolsvelli um árabil og einnig með Karlakór Rangæinga um tíma. Frá árinu 1997 bjuggu þau hjónin í Reykjavík og vann Þorsteinn hjá Rarik í Reykjavík til dauðadags. Útför Þorsteins verður gerð frá Stórólfshvolskirkju á Hvolsvelli í dag og hefst afhöfnin klukkan 14. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans, vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máske tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóh.) Bjarta brosið er mér efst í huga er ég minnist míns kæra bróður sem við kveðjum í dag. Hann var einstaklega ljúfur og kærleiksríkur maður sem vildi allt fyrir alla gera. Minningarnar frá æskuárum okkar í sveitinni fögru. Við systk- inin umvafin ást og umhyggju for- eldra okkar. Þorsteinn var góður sonur og bróðir, síðar eiginmaður og faðir, litlu barnabörnin nutu líka umhyggju hans. Söknuðurinn er mikill en minningarnar margar og góðar sem við yljum okkur við um ókomin ár. Elsku Dolla mín. Anton, Hanna Valdís, Birta Rós, Daníel Garðar og Þorsteinn Aron. Helga, Baldur og Hildur Vala. Þorbjörg og Hreimur. Ég bið Guð að styrkja ykkur í sorg- inni og leiða ykkur áfram í lífinu. Ég þakka þér fyrir allt, elsku bróðir minn. Guð geymi þig og varðveiti. Þín systir Helga. Það er sárt að kveðja góðan dreng svona allt of fljótt, en við ráð- um ekki við almættið. Steini var einstakt ljúfmenni og aldrei sást hann skipta skapi, sama hvað á gekk. Hann kom inn í fjöl- skylduna þegar hann kynntist elstu systurinni á Grund, henni Dollu. Þau byrjuðu búskap á Hvolsvelli með Anton Karl lítinn. Stundum fór ég að passa hann fyrir stóru systur. Svo var farið í húsbyggingu í Norðurgarði 19, þá var Helga fædd og síðar Þorbjörg Sif. Allt var unnið þar af natni og samviskusemi, því allt skyldi vera sem best fyrir fjöl- skylduna, því hag hennar bar Steini alla tíð fyrir brjósti. Á þessum tíma byrjaði undirrituð sinn búskap í Hólmahjáleigu og var þá ekki amalegt að eiga þau Dollu og Steina að á Hvolsvelli. Aldrei fór maður í verslunarferð öðruvísi en koma í Norðurgarðinn. Ófáar ferð- irnar komu þau til að hjálpa okkur við heyskap og annað slíkt. Þegar við byggðum húsið okkar var ekki síður gott að leita til Steina. Hjá Steina var alltaf hægt að fá góð ráð, þar var ekki verið að fara með neina vitleysu, alltaf rökfastur og ekkert sagt nema með vissu fyrir hlutun- um. En svo breyttist lífið Dolla veikt- ist af sínum erfiða sjúkdóm, svo þau urðu að flytja til Reykjavíkur, en áfram hélt Steini að hugsa um hana af sinni einstöku nákvæmni og hlýju. Þetta er það allra fallegasta samband sem ég hef séð á milli hjóna. En lífið er ekki leikur, Steini greindist með krabbamein fyrir um tveim árum, þá fyrst var hann til viðræðu um að Dolla færi í Hátún, þar sem hún hefur dvalið síðan, en á meðan heilsan leyfði var hann óþreytandi að taka hana heim um helgar og gera henni dagamun, skreppa í Köldukinn þar sem þau ásamt Helgu frænku og Sigga höfðu búið sér lítinn sælureit, eða fara aðeins á Hvolsvöll, öðrum fannst nú að hann gæti nýtt þennan tíma fyrir sjálfan sig, nei hans þarf- ir komu alltaf síðastar. Elsku Dolla, börnin ykkar, tengdabörn og barnabörn hafa misst mikið, en minningin lifir um góðan dreng. Agnes Antonsdóttir. Af hverju þú? Þetta er gjarnan það fyrsta sem manni dettur í hug á svona tímamótum. En spurningin er greinilega óþörf þar sem aldrei hefur fengist svar við henni, hver sem í hlut á. Það var á árunum út úr 1970 að það fór að bera á því að við Steini áttum oft erindi til Víkur, sitt í hvoru lagi því við þekktumst ekki þá. Ferðir þessar báru árangur því ekki löngu seinna vorum við orðnir svilar. Síðan stofnum við báðir ásamt okkar konum heimili í Rang- árvallasýslu, Steini og Dolla á Hvolsvelli en við í Austur-Landeyj- um. Þegar við þurftum að fara í Kaupfélagið var vinsælt að koma við í Norðurgarði 19, þiggja kaffi- sopa og taka upp spjall. Oft tókum við Steini spjall um pólitík, en ég var aldrei viss hvar hann stæði í þeim málum, þótt ég færi oft bjart- sýnn af hans fundum. Eftir að ég kynntist Steina komst ég að raun um að þarna var mjög óvenjulegur maður. Hann hafði einfaldlega meira andlegt atgervi en flestir aðr- ir sem ég hef kynnst – heiðarleika – samviskusemi – fórnfýsi – geðprýði, en allt þetta átti eftir að koma miklu betur í ljós. Eftir um það bil tíu ára búskap höfðu þau hjón eign- ast þrjú yndisleg börn. Fljótlega upp úr því dynur yfir fyrra stóra áfallið, Dolla greinist með ólækn- andi sjúkdóm sem hún hefur glímt við allar götur síðan. En nú komu hans miklu mannkostir best í ljós. Allan þennan tíma, eða meðan eigin heilsa leyfði, hefur hann hjúkrað henni heima hjá þeim með svo undraverðum hætti, lagt allt sitt líf undir. Með sínum einstöku geðs- munum tókst honum þetta, sem fáum öðrum hefði tekist. Fyrir um tveimur árum kom svo seinna stóra áfallið, Steini greindist með sjúk- dóm sem ekki tókst að vinna á. Þessum tíðindum var tekið af hálfu Steina með sama æðruleysinu og öllu öðru. Elsku Dolla, harmur þinn er mik- ill að hafa misst þessa styrku stoð. Anton Karl, Helga, Þorbjörg Sif, þið hafið mætt meiri erfiðleikum á ykkar lífsleið en margur annar. Ég votta ykkur öllum sem og tengda- börnum og barnabörnum mína sam- úð. Bergur Pálsson. Okkur systur langar í örfáum orðum að minnast Stedda frænda okkar sem við kveðjum að sinni í dag. Á æskuárum okkar biðum við alltaf spenntar eftir samverustund- unum með Stedda frænda, Dollu og krökkunum. Þar sem þau bjuggu á Hvolsvelli en við á Seltjarnarnesi hittumst við kannski sjaldnar en lengur í einu og voru samveru- stundirnar oft vel nýttar í leik og gleði. Eins voru það ógleymanleg ævintýri fyrir litlar stelpur eins og okkur að fá að fara einar með rútu til Hvolsvallar og dvelja þar í nokkra daga. Veiðivatnaferðir fjölskyldunnar og vina hafa skipað stóran sess í lífi okkar í gegnum árin. Það var sér- staklega ánægjulegt að vera þarna með Stedda í fyrrasumar þar sem hann keyrði um allt á Bronconum sem hann hafði verið að gera upp. Við vonuðum svo innilega að hann hefði sigrað meinið og vonuðumst svo sannarlega til að Steddi frændi yrði með okkur um ókomin sumur en því miður hefur aftur verið höggvið í hópinn sem ekki verður hægt að bæta. Einnig vonuðumst við til að geta átt mörg góð sumur saman í Köldukinn. Traustari og blíðari frænda er vart hægt að finna. Kletturinn í lífi svo margra. Hvernig Steddi ann- aðist Dollu sína í hennar veikindum á undanförnum árum var aðdáun- arvert. Meiri barnagæla er vand- fundin og hann kunni svo sannar- lega að vera vinur barna sinna. Í hugann kemur samtal sem við átt- um nokkru fyrir síðustu jól þar sem Steddi talaði um mikilvægi þess að eiga börn og hversu heppinn hann hefði verið með sín. Steddi talaði ekki um erfiðleikana varðandi veik- indi sín og Dollu heldur um hversu heppin þau væru með alla sólar- geislana sína og það væri það sem skipti mestu máli í lífinu. Þessu munum við ekki gleyma. Samband Stedda við mömmu var alla tíð einstaklega gott. Við gerð- um stundum grín að þessu á okkar yngri árum en sjáum í dag hversu mikilvægt þetta hefur verið fyrir þau bæði í gegnum tíðina. Það er ekkert sjálfgefið að systkini séu svona náin alla tíð og miklir vinir og það hefur verið ómetanlegt að fá að fylgjast með því. Elsku Dolla, Anton, Helga, Þor- björg og fjölskyldur og elsku mamma. Við og fjölskyldur okkar biðjum Guð að styrkja ykkur og alla aðra sem eiga um sárt að binda í þessari miklu sorg. Elsku Steddi, blessuð sé minning þín. Það eru döpur hjörtu sem kveðja þig að sinni, en við vitum jafnframt að það hefur verið vel tekið á móti þér. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Þorgerður, Þórunn og Dagný. Kær vinur og samferðamaður, Þorsteinn Árnason ,hefur kvatt þetta líf í blóma lífsins eftir baráttu við krabbamein. Maður spyr: Af hverju hann? Hann sem hefur stað- ið eins og klettur með konu sinni Dórotheu í hennar veikindum hálfa ævi sína, með einstakri baráttu og umhyggju fyrir hennar velferð. Okkar kynni hófust í Skógaskóla árið 1963, þá feimnir sveitastrákar að fara að heiman í fyrsta sinn. Tókst þar með okkur einstök vin- átta sen aldrei hefur borið skugga á. Vorum við samferða í námi til 1973, en það ár stofnum við báðir heimili á Hvolsvelli, þá orðnir fjöl- skyldumenn. Það var fyrir framsýni Þorsteins að við ákváðum að byggja húsin að Norðurgarði 19 og 22 í samvinnu. Þar sem stefndi í verðbólgu eins og síðar kom í ljós lagði hann til að við myndum kaupa strax allt efni sem hægt var, sem reyndist vel. Fyrir þetta ber að þakka. Það var gott að eiga þig og þína fjölskyldu sem nágranna. Gaman var að kíkja í bílskúrinn hjá þér og fylgjast með áhugamáli þínu, sem var að gera upp bíla. Þar var vand- að til verka sem og í öllu sem þú gerðir. Aðstæður urðu til þess að þið ákváðuð að flytja til Reykjavíkur árið 1997, þar sem þið bjugguð ykk- ur heimili í Yrsufelli 8. Var þar gott að koma. Eftir að við fluttum í bæ- inn líka varst þú boðinn og búinn að aðstoða okkur við húsbygginguna og nutum við hjálpsemi þinnar og vináttu þótt þú gengir ekki heill til skógar. Kæri vinur, nú er stríði þínu lokið og verður þín sárt saknað. Blessuð sé minning þín. Guðjón og Ólafía. Vegna fráfalls Þorsteins Árna- sonar vil ég fyrir hönd samstarfs- manna á Hvolsvelli minnast hans í fáeinum orðum. Þorsteinn hóf störf hjá RARIK í júní 1973 og því búinn að starfa hjá fyrirtækinu í 31 ár þegar hann féll frá. Í upphafi starf- aði hann sem rafmagnseftirlitsmað- ur í Rangárvalla- og V-Skaftafells- sýslu og annaðist auk þess ýmsa viðskiptaþjónustu á því svæði. Haustið 1980 var Suðurland gert að sérrekstrarsvæði hjá RARIK með höfuðstöðvar á Hvolsvelli. Það var þá sem ég kynntist Þorsteini fyrst er ég tók við starfi umdæmisstjóra. Ég fann strax að þarna var traustur og góður starfsmaður enda varð hann fljótlega minn nánasti sam- starfsmaður. Það var mér ómetan- legt að hafa Þorstein með mér við uppbyggingu starfseminnar og vart hægt að hugsa sér traustari og lipr- ari mann í öllum samskiptum. Hann var mjög réttsýnn og rökfastur og leitaðist við að leysa öll mál af sann- girni. Hann vann fyrir fyrirtækið að miklum heilindum og hafði einnig hagsmuni viðskiptavina í huga við lausn þeirra mála er upp komu. Dórothea eftirlifandi kona Þor- steins starfaði einnig á skrifstofu RARIK á Hvolsvelli þangað til hún veiktist sem leiddi til þess að hún lét af störfum seinni hluta árs 1987. Það lýsir best hvern mann Þor- steinn hafði að geyma hvernig hann stóð með og annaðist Dórotheu í veikindum hennar, alltaf sýndi hann sama æðruleysið þegar rætt var við hann um þá erfiðleika sem óneit- anlega steðjuðu að. Heilsu hennar hrakaði stöðugt og að því kom að þau urðu að flytja til Reykjavíkur þar sem hún naut meiri aðstoðar vegna veikinda sinna. Þorsteinn fór þá að vinna, í viðskiptaþjónustu, á skrifstofu RARIK í Reykjavík þar sem hann leysti störf sín af sömu kostgæfni og endranær. Það var óneitanlega mikið áfall fyrir okkur er við fréttum af því að Þorsteinn hefði greinst með krabbamein sum- arið 2000. Þrátt fyrir veikindi sín til viðbótar veikindum Dórotheu sýndi hann alltaf sama æðruleysið og bar þetta allt með reisn þannig að ósjálfrátt fylltist maður bjartýni um að hann myndi sigrast á sjúkdómn- um. Þessi von brást á þjóðhátíð- ardaginn 17. júní. Þorsteinn var mikill áhugamaður um gamla muni og var aðalhvatamaður innan fyr- irtækisins að því aðsafna og varð- veita búnað sem hafði sögulegt gildi er tengdist rafvæðingu landsins, m.a. er það fyrir hans tilstilli að komið hefur verið fyrir munum úr þessu safni á minjasafninu á Skóg- um. Þorsteinn var mjög félagslynd- ur og átti stóran þátt í stofnun starfsmannafélagsdeildarinnar Raf- Suð. Um leið og við vottum Dórot- heu, börnum og öðrum aðstandend- um samúð okkar þökkum við sam- fylgdina með svo einstökum manni. Örlygur Jónasson. Þorsteinn eða Steini eins og hann var ávallt kallaður meðal vinnu- félaganna var ötull starfskraftur fyrir starfsmannafélagið, alltaf boð- inn og búinn til verka hvenær sem var. Hann vann alltaf af kappi við allar þær framkvæmdir sem tekist var á við. Sumarið 1982 tóku þeir Steini og Örlygur undirritaðan með á leið sinni austur á Klaustur að taka út verk í Skaftafellssýslunni. Voru þeir á gula Bronconum hans Steina og komið var við í söluskál- anum í Hrífunesi. Þar fæddist sú hugmynd að fá lóð undir sumarhús í landi Hrífuness. Sýndi Steini þessu mikinn áhuga frá fyrstu stundu og boltinn fór að rúlla. Eru ófá hand- tökin sem hann átti við byggingu hússins og viðhald, skrapp austur í tíma og ótíma til að taka til hend- inni. Einnig kom hann að vinnu við fleiri bústaði sem félagið kom sér upp. Er honum þökkuð þátttaka í félagsstarfi okkar sem hann vann alltaf með gleði. Fallinn er í valinn langt um aldur fram maður af þeirri manngerð sem alltof fáir hafa til að bera, þvílíkt gæðainnræti er ekki mörgum gefið. Starfsmannafélag RARIK, „Stóra RAF“, þakkar Steina góða samfylgd og samvinnu. Við kveðjum þig með söknuði kæri félagi. Góðar minningar geymast. Dórótheu, börnum þeirra og fjöl- skyldum vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. RAF Gunnar Jónsson. Látinn er langt um aldur fram kær samstarfsmaður og mikill öð- lingur, Þorsteinn Árnason, eftir langa baráttu við erfið veikindi. Þótt kallið hafi ekki komið á óvart situr sár tómleiki og söknuður eftir hjá okkur, samferðafólkinu. Það æðruleysi og ósérhlífni sem Þorsteinn sýndi í áratuga baráttu við heilsuleysi konu sinnar – og síð- an sitt eigið á seinni árum – verður okkur, samstarfsfólki hans, óráðin gáta. Um hann eiga vel við vísuorð Stephans G.: „Bognar aldrei – brotnar í bylnum stóra seinast.“ Innri ró hans og styrkur sýndi fá- gætan þroska. Að sjálfsögðu hefur sálarstríðið oft verið hart og óvæg- ið, en í innsta kjarnanum er mað- urinn alltaf einn – og þar er enginn annar til frásagnar. Þorsteinn var einstaklega hæfur til þjónustustarfa. Af yfirvegun og þolinmæði leysti hann úr málum af eðlislægu réttlæti og með sanngirni í huga, en jafnframt var hann mikill ÞORSTEINN ÁRNASON REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.