Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 48
Brekkur anga blær á vanga’ á bak mig langar og svo halda’ af stað Nú söðla ég þig Sörli klárinn minn því senn nú lognast út af dagurinn. Öll læti eru hljóðnuð, horfinn kliðurinn – og hér bíður fákurinn. Ég á mér stað, (brekkur anga) ég á mér stað, (blær á vanga) – griðastað. (Á bak mig langar og svo held af stað.) Og þegar sál mín þreytt og lúin er og þankar dapurlegir sækja að mér, í jóreyk burt þeir hverfa, bagginn léttast fer, ég blessa’ alla stund með þér. Ég á mér … Ég held af stað held á minn stað – griðastað. Ég á mér stað 48 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Með hinum eina sanna og ofursvala Vin Diesel. Geggjaaður hasar og magnaðar tæknibrellur. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. KEFLAVÍK Kl. 8 og 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8 OG 10.30. Sýnd kl. 5.30.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás 2  HL Mbl Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 6 og 9. Brad Pitt, Orlando Bloom, Eric Bana  SV MBL Kvikmyndir.is Sýnd kl. 10. B.i.14 ára. Nú er komið frábært sjálfstætt framhald þar sem Elling fer í frí til sólarlanda ásamt móður sinni. Norskt grin uppá sitt besta. Mamma hans Elling Ó.H.T Rás 2 SV Mbl Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8 og 10.30. Geggjaaður hasar og magnaðar tæknibrellur. Með hinum eina sanna og ofursvala Vin Diesel. Sjáðu splunkunýja og magnaða heimildarmynd um væntanlega Íslandsvini 2 vikum á undan USA. "Ein besta mynd ársins." - Jeanne Aufmuth, PALO ALTO WEEKLY "Mögnuð mynd...afrek!" -- Sura Wood, HOLLYWOOD REPORTER "Leikstjórarnir hafa búið til nýtt viðmið fyrir aðra til að stefna að." - John A. Nesbit, CULTUREDOSE.NET LANDSMÓT hestamanna verður sett á Hellu í næstu viku en af því tilefni var Gunnar Þórðarson beðinn að semja lag fyrir mótið. Þessi vinna fór í gang fyrir um einum og hálfum mánuði en lagið er nú tilbúið og má búast við að heyra það í útvarpinu strax í dag. Þetta lag mótsins heitir „Ég á mér stað“ og semur Guð- mundur Andri Thorsson textann við lag Gunnars. Flytjandi er hins vegar tenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson ásamt Vörðukórnum frá Flúðum. „Lagið verður spilað við opnunina,“ seg- ir Gunnar en Landsmótið, sem venjulega er vel sótt af bæði Íslendingum sem ferða- mönnum, verður sett á fimmtudaginn í næstu viku. „Þetta er í anda íslenska sönglags- ins,“ segir hann um lag- ið. „Ég hef farið í nokkra túra á sumrin,“ segir Gunnar aðspurður hvort hann sé í hestamennsku. Gunnar verður líka við- staddur Landsmótið en hann verður umsjón- armaður tónlistar á mótinu. Hann er ánægður með að fá tæki- færi til að vera með. „Jú, það er gaman að taka þátt í þessu. Þetta er hresst fólk þarna.“ Tónlist | Gunnar Þórðarson semur lag Landsmóts hestamanna 2004 Ekta íslenskt sönglag Gunnar Þórðarson EITT vinsælasta sjónvarpsefni síðasta árs var án efa Stjörnuleitin á Stöð 2 en eins og nafnið gefur til kynna fór þar fram leitin að stórstjörnu Íslands. Kalli Bjarni bar þá sigurorð af fjölmennum hópi hæfileikaríkra söngvara og nú er kominn tími til að endurtaka leikinn. Áheyrnarpróf til þátttöku í keppninni hefjast í lok sumars en opnað verður fyrir skráningu hinn 1. júlí næstkomandi. Að sögn Pálma Guðmundssonar, markaðs- stjóra hjá Íslenska útvarpsfélaginu, verður keppnin með örlítið breyttu sniði sem snýr þó aðallega að umfangi keppninnar. „Þar sem þetta var gert í fyrsta sinn í fyrra ákváðum við að fara rólega í sakirnar. Að þessu sinni verður þó öllu til tjaldað til að gera þetta sem veglegast og við leggjum allan okkar metn- að í verkefnið,“ segir Pálmi. Hann segir að ekki endilega sé búist við fleiri keppendum en í fyrra, en alls þreyttu 1.400 manns áheyrnarpróf. „Við vonumst þó til að fá ekki síður betri söngvara en í fyrra,“ segir Pálmi. Þótt keppendurnir verði nýir verða aðrir að- standendur þeir sömu. Þau Sigga Beinteins, Þorvaldur Bjarni og Bubbi Morthens munu sem fyrr skjóta misupp- byggjandi athugasemdum að keppendum og Jói og Simmi sjá um kynningar. Þar sem Stjörnu- leitin er að sögn Pálma „vinsælasti sjónvarps- þáttur í sögu Stöðvar 2“ segir hann aldrei annað hafa komið til greina en að taka þráðinn upp að nýju. Sem fyrr segir fer skráning í áheyrnarpróf fram í byrjun næsta mánaðar en sú nýjung verð- ur á að prófin fara fram um allt land, í Reykja- vík, Vestmannaeyjum, á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Fyrsti þátturinn verður svo sýndur hinn 1. október og ný stjarna verður krýnd í Vetr- argarðinum í Smáralindinni 11. mars 2005. Sjónvarp | Stjörnuleitin á dagskrá Stöðvar 2 í haust Leitin að næstu stórstjörnu Íslands Sigga Beinteins, Bubbi Morthens og Þorvaldur Bjarni aðstoða þjóðina við val á næstu stórstjörnu Íslands. Skráning í áheyrnarpróf hefst 1. júlí næst- komandi á vefslóðinni www.stod2.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.