Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 31
✝ Einar Eiríkssonfæddist í Mikl-
holtshelli í Hraun-
gerðishreppi 28. júlí
1925. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi 14.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Ei-
ríkur Bjarnason, f. í
Túni 27.6. 1881,
bóndi í Miklholts-
helli, d. 27.9. 1969,
og Margrét Einars-
dóttir húsfreyja, f.
13.6. 1891, d. 1.11.
1973. Systkini Einars
eru Bjarni, bóndi í Miklholtshelli,
f. 14.2. 1922, og Guðbjörg, f. 4.2.
1930, húsfreyja í Smjördölum, d.
11.5. 1988.
Einar kvæntist 28. júní 1964
Guðrúnu Guðmundsdóttur, f. 5.1.
1939, frá Ólafsfirði. Foreldrar
hennar eru Guðmundur L. Þor-
steinsson, f. 1906, d. 1986, og Jón-
ína Þorsteinsdóttir, f. 1912. Börn
Einars og Guðrúnar eru: 1) Jón-
ína, f. 1964, bóndi Stóru-Reykj-
um, gift Gísla Haukssyni, f. 1961,
bónda. Börn þeirra eru: Haukur,
f. 1986, Geir, f. 1988, Guðrún, f.
1991, og Gunnhildur, f. 1995. 2)
Eiríkur, f. 1965, rekstrarhag-
fræðingur í Svíþjóð, kvæntur Evu
Karen Einarsson, f. 1966, lyfja-
fræðingi. Synir þeirra eru: Einar
Axel, f. 1998, og Gunnar Karl, f.
2001. 3) Guðmundur, f. 1967, iðn-
rekstrarfræðingur í Reykjavík. 4)
Már, f. 1969, bókasafns- og upp-
lýsingafræðingur á Akureyri,
kvæntur Ingibjörgu Ágústsdótt-
ur, f. 1970, framhaldsskólakenn-
ara. 5) Margrét, f.
1971, bankastarfs-
maður á Selfossi,
gift Sigurði Þór Ást-
ráðssyni, f. 1968, bif-
vélavirkja og fram-
kvæmdarstjóra.
Synir þeirra eru:
Einar Örn, f. 1994,
og Arnar Már, f.
1997. 6) Gunnar, f.
1974, sérfræðingur
á Selfossi, kvæntur
Christine Devolder,
f. 1971. Synir Gunn-
ars og Sylvíu Ólafs-
dóttur eru Ólafur
Andri, f. 1995, og Valdimar, f.
1996. Börn Christine eru Leifur
Ingi, f. 1989, Agnes Maria, f.
1990, og Kristján, f. 1993. 7)
Bjarni, f. 1978, bóndi og fram-
kvæmdastjóri í Miklholtshelli, í
sambúð með Kolbrúnu Ingu
Hoffritz, f. 1979, verslunarstjóra.
Einar fæddist í Miklholtshelli
og bjó þar allan sinn aldur, lengst
af í félagsbúi með bróður sínum
Bjarna. Þeir voru frumkvöðlar á
ýmsum sviðum, t.d. í kornrækt og
ýmiss konar tæknivæðingu í land-
búnaði.
Einar tók þátt í ýmsu fé-
lagsstarfi; var forsvarsmaður
eggjabænda um árabil, sat í
hreppsnefnd Hraungerðishrepps
og var einn af stofnendum og
stjórnarmaður Hafnar hf. á Sel-
fossi. Hann var einnig mjög virk-
ur í starfi Sjálfstæðisflokksins og
vann að ýmsum skólamálum.
Útför Einars verður gerð frá
Hraungerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Fallinn er frá ástkær tengdafað-
ir minn Einar Eiríksson bóndi í
Miklaholtshelli.
Það var fyrir u.þ.b. 18 árum sem
ég kynntist Einari og þeirri sam-
hentu fjölskyldu sem konan mín
Margrét kemur frá. Það að vera
tekinn inn í þessa fjölskyldu sem
einn af þeim er eitt af því besta
sem fyrir mig hefur komið.
Tengdafaðir minn var einn af þeim
sem hvað ríkastir verða hér á jörð,
að ala upp sjö sterka og góða ein-
staklinga er nokkuð sem hann og
eftirlifandi kona hans Guðrún geta
verið stolt af. Einar hafði mjög
skemmtilegan persónuleika og
góðan húmor. Rólyndari manni
held ég að ég hafi aldrei kynnst og
aldrei sá ég hann skipta skapi.
Hann var að ég held holdgervingur
hins rólega Flóamanns sem maður
heyrir stundum talað um. Hann
var alltaf boðinn og búinn til að að-
stoða mann í hverju sem maður
tók sér fyrir hendur, hvort sem var
í leik eða starfi eða að koma upp
húsnæði fyrir fjölskylduna. Við
Margrét bjuggum um tíma uppi í
sveit og aðstoðuðum við bústörfin
og mynduðust þá mjög sterk
tengsl á milli okkar og gaman
fannst mér þegar hann sagði við
mann „„Mamma“ þín er að leita að
þér,“ og ég svaraði: „Þú átt við
Guðrúnu?“ Þá svaraði hann af
sinni hæversku: „Ég á sjö börn og
munar ekki um að eiga eitt enn.“
Einar var mjög fróður maður og
gaman var að ræða við hann hvort
sem rætt var um málefni líðandi
stundar eða hvernig hann upplifði
þær öru breytingar sem hafa orðið
á lifnaðarháttum okkar á ævi hans.
Barnabörn hans eiga eftir að sakna
hans mikið því alltaf gaf hann sér
tíma fyrir þau, hvort sem var úti í
fjósi eða við matarborðið að tefla,
spila eða segja þeim sögur.
Einar var skoðanafastur, trúr og
tryggur sjálfstæðismaður en aldrei
fór hann með offorsi í að koma
skoðunum sínum á framfæri og
hafði mikið umburðarlyndi með
skoðunum annarra. Það er þess
vegna held ég að hann hafi verið
kallaður til æðri starfa eftir svona
skammvinn veikindi, að það hafi
þurft rólyndan Flóamann til að
koma á ró og friði á æðri stöðum
vegna þeirra átaka sem eru í heim-
inum. Guðrúnu tengdamömmu,
börnum þeirra, barnabörnum og
tengdabörnum og eftirlifandi bróð-
ur Einars, Bjarna, sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Þinn elskandi tengdasonur.
Sigurður Þór Ástráðsson.
Mig langar til að skrifa nokkur
orð til að minnast Einars tengda-
föður míns. Ég kynntist honum
fyrst fyrir rúmum tveimur árum,
og vildi óska þess að ég hefði feng-
ið að þekkja hann mikið lengur, og
kynnast honum mikið betur. Þegar
ég kom fyrst í Miklholtshelli með
honum Má buðu þau Einar og Guð-
rún mig strax velkomna sem eina
af fjölskyldunni. Mér leið strax vel
í návist þeirra beggja, og þangað
var og er ætíð gott að koma. Einar
var rólegur maður og hógvær, en
með eindæmum glettinn og
skemmtilegur, var hnyttinn í til-
svörum og sagði skemmtilegar
sögur. Hann bauð af sér mikinn
þokka og hafði ákaflega hlýja og
sterka nærveru. Hann var afar
myndarlegur maður og bar ald-
urinn sérstaklega vel. Því grunaði
mig aldrei að hann myndi verða
tekinn frá okkur svo fljótt.
En raunin varð önnur. Það er
svo sárt að horfa upp á jafn ynd-
islegan mann og Einar var falla
fyrir slíkum vágesti sem krabba-
meinið er. Þegar við Már giftum
okkur í apríl var Einar orðinn
veikur, en var enn nógu hress til
að geta tekið þátt í gleði okkar. Þó
við vissum það ekki þá er svo gott
að við skyldum hafa gift okkur í
tæka tíð til að Einar gæti verið
með okkur. Dagarnir í kringum
brúðkaupið okkar öðlast nýtt gildi
og verða enn dýrmætari í minning-
unni þegar haft er í huga að þetta
var í síðasta skipti sem við hittum
Einar sæmilega hressan. Sú at-
burðarás sem varð til þess að við
giftum okkur í apríl virðist nú alls
ekkert tilviljanakennd. Mér finnst
að þetta hafi einfaldlega átt að
vera svona til þess að Einar gæti
glaðst með okkur.
Ég kveð þig með sorg í hjarta,
kæri tengdafaðir. Minningin um
góðan mann lifir áfram. Hvíl þú í
friði.
Þín tengdadóttir,
Ingibjörg.
Í dag kveð ég tengdaföður minn
hinstu kveðju.
Einar hafði mikla ánægju af öllu
því sem hann tók sér fyrir hendur,
var vandvirkur og natinn í störfum
sínum. Af bæ fór hann aldrei nema
sem uppábúið séntilmenni.
Skepnurnar voru hans yndi, því
varð ég vitni að einn sunnudags-
morgun er ég hitti hann í fjósinu.
Talað var við kálfana, köttunum
strokið og hundinum hampað, jafn-
framt hlustað á sunnudagsmess-
una í útvarpinu. Það var sem tím-
inn stæði í stað og ekkert gæti
raskað þeirri ró sem ríkti við störf-
in. Einar var mikill fjölskyldumað-
ur og bauð oft til veislu. Þar var
hann í essinu sínu, glaðvær og
naut nærveru barna sinna.
Hann var afar stoltur af sínum
börnum enda öll vönduð og vel lát-
in í sínum störfum.
Það var gaman að ræða þjóð-
málin við hann því hann hafði
skýrar skoðanir á málunum. Ekki
vorum við alltaf sammála í pólitík-
inni en það virti hann og hafði
gaman af. Einu sinni sagði hann þó
við mig daginn fyrir kosningar:
„Þú kýst vonandi rétt. Gísli minn.“
Kæra Guðrún, megi guð vera
með þér og þínum.
Gísli Hauksson.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Einars móðurbróður míns
í Helli.
Einar var dagfarsprúður og
virðulegur maður en tók sig samt
ekki alvarlega. Hann var mikill
barnakarl og hafði afar hlýja nær-
veru. Systkinin í Helli, Einar,
Bjarni og Guðbjörg, voru afar
samheldin og þó að móðir okkar
hafi flust í næstu sveit og hafið bú-
skap í Smjördölum var samgang-
urinn alltaf mikill á milli heim-
ilanna á meðan foreldrar okkar
voru á lífi. Mamma talaði alltaf af
mikilli væntumþykju og virðingu
um bræður sína og Guðrúnu konu
Einars. Þessi væntumþykja smit-
aðist til okkar systkinanna og
hjartað tók alltaf kipp af gleði þeg-
ar Hellisfólkið renndi í hlað.
Einar og Guðrún áttu miklu
barnaláni að fagna því þau eign-
uðust sjö börn, hvert öðru efni-
legra, og var Einar ákaflega stolt-
ur af þeim. Það var ekki leiðinlegt
þegar svo stór barnahópur kom
saman, sjö börn frá Helli og fjögur
úr Smjördölum. Aldrei man ég eft-
ir því að hann hafi hvesst á
krakkaskarann þegar hann var
samakominn, en sjálfsagt vorum
við frændsystkinin svo vel upp alin
líka. Ég held að ég geti sagt fyrir
hönd okkar systkinanna að við eig-
um öll dýrmætar minningar frá
heimsóknum okkar í Helli.
Einar og Guðrún reyndust okk-
ur systkinunum afar vel á erfiðum
tímum og veittu okkur ómetanleg-
an stuðning sem við þurftum á að
halda. Það mun aldrei gleymast.
Ég kveð Einar frænda með
miklu þakklæti og hlýju og sendi
Guðrúnu, börnum þeirra, mökum,
barnabörnum og Bjarna eldri mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Margrét.
Ellinni fylgir að sjá á bak sam-
ferðamönnum og vinum í lífinu. Nú
er kvaddur Einar Eiríksson bóndi í
Miklaholtshelli, samstarfsmaður
minn um marga áratugi. Finn ég
mig knúinn til að minnast hans hér
í blaðinu. Leiðir okkar lágu saman
hjá fyrirtækinu Höfn á Selfossi,
sem þá hafði mikil umsvif og skorti
þar ekki viðfangsefni. Einar var
þannig gerðar að það var hverjum
manni gæfa að kynnast honum og
eiga hann að samverkamanni.
Hann var hygginn og gætinn;
fundvís á úrræði, hafði góða þekk-
ingu á fjármálum og þá skapfestu
til að bera að æðrast ekki þótt á
móti blési. Var því öðrum styrkur
að návist hans. Eðlisgróin kurteisi
og fáguð framkoma einkenndi dag-
far hans og fór þar saman yfir-
bragð og innri maður. Af því varð
þeim sem umgengust hann skjótt
ljóst að þar fór göfugmenni sem
hann var. Hann sparaði hvorki fé
né fyrirhöfn til framgangs þeim
málefnum sem hann vildi lið veita.
Ég hefi oft sagt að þátttaka í fé-
lagsmálum er á við góðan skóla;
kemur þar mest til félagsskapur
og umgengni við mikilhæfa menn.
Í því ljósi skoðað var mikils vert að
hafa mann á borð við Einar sem
sessunaut.
Einar hafði frá unga aldri áhuga
og þekkingu á þjóðmálum og vann
hann þeim málstað er hann studdi
allt er hann mátti. Fóru þar saman
skoðanir hans og þess er þetta rit-
ar. Er einnig þar þökkuð einlæg
samvinna.
Einar dugði jafnan best er mest
á reyndi og miðlaði þá öðrum af
styrk sínum. Hann var þar stefnu-
fastur og lét ekki goluþyt dæg-
urmála bera sig af leið. Einar Ei-
ríksson var ekki fæddur til auðæfa,
en dugnaður hans og hyggindi
báru hann til góðra efna í farsælli
samvinnu við bróður sinn, Bjarna
Eiríksson. Þeir bræður byggðu
upp ábýlisjörð sína svo sómi var
að. Þeir voru í búskap sínum órag-
ir við að bregða til nýrra búhátta
og jafnan fundvísir á úrræði.
Í einkalífi var Einar gæfumaður;
átti samhenta eiginkonu og mörg
mannvænleg börn, er hann sá
þroskast sem nýta samfélags-
þegna. Nú á kveðjustund stíga
minningarnar fram hver af annarri
og ber þar hvergi skugga á. Í birtu
þeirra er Einar kært kvaddur, en
hans mun ég jafnan minnast er ég
heyri góðs manns getið.
Helgi Ívarsson.
EINAR
EIRÍKSSON
kannski sérð til þess að hann fái nú
framvegis eftirmatinn sinn.
Arna Sigrún.
Elsku amma Rúna, loksins fékkst
þú að fara, við höfum vitað að það
færi að líða að þessari stundu en
samt er svo erfitt að takast á við það
að þú sért öll. En samt er gott að
hugsa til þess að þið afi hittist aftur,
þið voruð alltaf svo sæt saman. En
minning þín mun lifa í brjóstum okk-
ar allra.
Elsku amma, ég hef átt svo marg-
ar skemmtilegar stundir með þér frá
því ég man eftir mér. Við systur urð-
um mjög kátar þegar við vorum
sendar til ykkar afa sem börn yfir
sumartímann og þá var margt brall-
að. En samt man ég aldrei eftir því
að þú hafir skammað okkur. Það var
alltaf gaman að koma til ykkar afa í
Garðshorn, þar var yndislegt heimili
og góðir straumar sem maður fékk
við að koma til þín.
Þú áttir töluvert mikið í mér, og
þegar ég kom til þín sem unglingur
og ílentist um tíma á Ísafirði, þá var
alltaf hægt að leita til þín.
Á sunnudögum var komið saman
með Kitta, Árnýju og afkomendum í
Garðshorni og setið yfir pönnukök-
um og kaffi. Við töluðum saman um
allt milli himins og jarðar.
Þegar dóttir mín fæddist, Hrafn-
hildur Eva, og ég var í fæðingaror-
lofi flutt til Akureyrar þá hringdir þú
í mig á hverjum degi til að spjalla við
mig og Viktor Mána, það voru
skemmtilegar stundir sem við áttum
saman, elsku amma.
Eftir að þú veiktist fækkaði sam-
verustundum okkar en ég vissi að
hugur þinn innra með þér var tær.
Ég get haldið áfram endalaust
með endurminningar okkar en eitt
er víst að nú líður þér vel og ég veit
að afi hefur tekið vel á móti þér.
Ég kveð þig með þakklæti.
Kristín Sigurðardóttir.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Í hvert skipti sem ég heyri eða fer
með þessa litlu bæn þá man ég þegar
hún amma Rúna sat á rúmstokknum
mínum þegar ég var polli, eða púki
eins og það er víst kallað fyrir vest-
an, og kenndi mér þessar línur. Síð-
an þá hefur þetta verið bænin henn-
ar ömmu – ömmu Rúnu.
Fyrir þá sem ekki þekktu ömmu
Rúnu þá var amma fyrirmynd hinn-
ar fullkomnu ömmu, amma sem alla
dreymir um að eiga, svona amma
sem maður mundi upphugsa ef mað-
ur væri að skrifa ævintýri. Já, ég er
heppinn að hafa átt slíka ömmu –
ömmu Rúnu.
Amma, elsku amma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Amma, elsku amma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Amma, elsku amma,
man ég lengst og best
hjartað blíða, heita –
hjarta, er sakna ég mest.
Oddur Sigurðsson.
Aldan hnígi til að mæta
þér, vindurinn sé í bak þér,
sólin vermi andlit þitt, regnið
falli milt að jörðu. Og allt til
þess við sjáumst á ný, varð-
veiti þig Guð í örmum sínum.
Amen.
Blessuð sé minning góðrar
konu sem ávallt bar hag fjöl-
skyldu sinnar fyrir brjósti og
gladdi okkur svo ótal sinnum
með góðum gjöfum og kveðj-
um.
Hvíl í friði, elsku Rúna
amma.
Sigurður, Rúna,
Maren og Nanna.
HINSTA KVEÐJA
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
bróðir, afi og langafi,
RÖGNVALDUR JÓN AXELSSON,
Hraunbæ 52,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut
sunnudaginn 20. júní.
Sálumessa er sungin í Kristskirkju, Landakoti,
mánudaginn 28. júní kl. 13.30.
Kristrún Elíasdóttir,
Rögvaldur Axel Rögnvaldsson,
Margrét G. Rögnvaldsdóttir,
Anna A. Rögnvaldsdóttir,
Ólafur Axelsson
og aðrir aðstandendur.