Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þetta er nú meira svínaríið, maður getur ekki einu sinni treyst ykkur fyrir ,,grísinum“ sín- um meðan maður skreppur í afmæli. Hlutabréf í Kaup-höll Íslands hafahækkað linnulítið frá því síðla árs 2001 og hefur hækkunin verið hvað mest á síðustu vikum og mánuðum. Í þessum mánuði hefur hækkunin verið rúm 10% og tæp 40% frá áramótum þegar miðað er við þróun Úr- valsvísitölu Kauphallar- innar. Og þegar horft er til eins árs hefur Úrvals- vísitalan tvöfaldast, en Úrvalsvísitalan mælir verðbreytingar á 15 félögum á Að- allista Kauphallarinnar og al- mennt má segja að í Úrvalsvísitöl- unni séu verðmætustu félög Kauphallarinnar og jafnframt þau sem mest viðskipti eru með. Þeg- ar hlutabréfaverð hækkar með þessum hætti er full ástæða til að huga að því hvort gengi hluta- bréfa sé almennt orðið of hátt. Á þriðjudag í þessari viku ítrek- aði greiningardeild Landsbank- ans þá skoðun sína, sem áður hafði meðal annars mátt lesa um í sér- riti deildarinnar fyrir rúmum mánuði, að hlutabréfamarkaður- inn væri hátt verðlagður. Grein- ingardeildin lýsti jafnframt þeirri skoðun sinni að fátt benti til að veruleg lækkun yrði á verði hluta- bréfa í bráð, en ef verðið héldi áfram að hækka eins og það hefði gert ykjust líkur á lækkun. Í byrjun þessa mánaðar gaf greiningardeild Íslandsbanka út rit um eignaverð og spáði þar meðal annars 6–8% hækkun inn- lendra hlutabréfa til áramóta. Á þeim rúmu þremur vikum sem liðnar eru frá þessari spá hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 10%, þannig að eigi spáin að ganga eftir verður hlutabréfaverð að lækka nokkuð til áramóta. Greining Íslandsbanka velti í riti sínu upp þeirri spurningu hvort að verð hlutabréfa hafi hækkað mun meira en grundvöll- ur sé fyrir og hvort að þess vegna mætti búast við mikilli skyndilegri lækkun. Komist er að þeirri nið- urstöðu að svo sé ekki og Atli B. Guðmundsson sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka segir að þrátt fyrir hækkun Úrvalsvísitöl- unnar það sem af er mánuði hafi skoðun Greiningar Íslandsbanka á innlenda hlutabréfamarkaðnum ekki breyst í grundvallaratriðum. Hann segir mikla hækkun Úrvals- vísitölunnar í þessum mánuði að mestu skýrast af hækkun KB banka, Össurar, Marel og Bakka- varar en Greining Íslandsbanka hafi að undanförnu mælt með að fjárfestar markaðsvegi eða yfir- vegi bréf þessara félaga í vel dreifðum eignasöfnum. Ef til vill megi gera ráð fyrir einhverri leið- réttingu til lækkunar á verði þeirra félaga sem hafi hækkað mest, en mikil lækkun á markaðn- um í heild sé ekki líkleg í bráð. Greiningardeild KB banka hef- ur bent á það að Úrvalsvísitalan hafi í síðustu viku hækkað um 6,9%, sem sé þriðja mesta viku- hækkun hennar frá upphafi. Mesta vikuhækkunin hafi orðið í 7. viku ársins 2000 þegar vísitalan hafi hækkað um tæp 8%. Í vikunni þar á eftir hafi vísitalan byrjað að leita niður á við og það hafi verið byrjunin á því lækkunarferli vísi- tölunnar sem staðið hafi þar til í nóvember árið 2001. Ýmsar vísbendingar eru því um að verð hlutabréfa sé hátt nú þó að vitaskuld gildi ekki hið sama um öll hlutabréf og að mikil nýleg hækkun einstakra bréfa þurfi ekki fela í sér að þau hljóti að lækka á næstunni. Og þrátt fyrir hina miklu hækkun er hlutabréf- um almennt ekki spáð lækkun og hér verður ekki lagt mat á hver þróunin muni verða.Óhætt er þó að segja að við aðstæður eins og þær sem nú eru uppi er jafnvel enn frekar ástæða til að fara var- lega í hlutabréfakaup en oftast áð- ur. Fréttaskýring | Hækkun hlutabréfa Tvöföldun á einu ári Hlutabréf hafa hækkað mikið, en er gengið orðið of hátt? Þórður Magnússon Mikil hækkun hlutabréfa hefur skilað mörgum fjárfestum mikl- um gengishagnaði það sem af er þessu ári. Eyrir fjárfesting- arfélag hefur verið hvað mest áberandi þessara fjárfesta að undanförnu, en aðaleigendur þess eru feðgarnir Þórður Magn- ússon og Árni Oddur Þórðarson. Eyrir eignaðist rúmlega 2% í KB banka í kjölfar þess að Gild- ing, félag sem feðgarnir voru meðal stofnenda og eigenda að, rann inn í Búnaðarbankann sem svo sameinaðist KB banka. Eyrir hefur átt fleiri eignir sem hafa gefið vel af sér, en vegna mik- illar hækkunar KB banka á þessu ári hefur eignin í honum hækkað úr rúmum 2 milljörðum króna um áramót í tæpa 4 milljarða króna nú. Að undanförnu, lík- lega meðal annars í krafti þessa gengishagnaðar, hefur Eyrir keypt stóra hluti í Marel og Öss- uri og á nú samanlagt um 2,7 milljarða króna í þessum tveimur félögum. Gengishagnaður haraldurj@mbl.is                        

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.