Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 37
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Work from home
www.toppjobb.no kode gryo
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu
verslunar-, skrifstofu-, þjónustu-, lager- og
iðnaðarhúsnæði á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Fasteignafélagið Kirkjuhvoll.
Vefsíða okkar er www.kirkjuhvoll.com
Uppl. veitir Karl í síma 892 0160 og Styrmir
Karlsson í síma 899 9090.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Kjördæmisráð
Sjálfstæðisflokksins
í Norðausturkjördæmi
Sumarferð til Flateyjar
Vegna veðurs er sumarferðinni í Flatey
á Skjálfanda, sem vera átti laugardaginn
26. júní, frestað
Ferðin verður farin laugardaginn 3. júlí nk.
og verður lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni
á Akureyri kl. 13.00.
Nánari upplýsingar er að finna á vefnum
„islendingur.is“, en einnig má hafa samband
við eftirtalda:
Gunnar Ragnars, sími 898 5560,
Helgi Vilbergs, sími 864 0088,
Alfreð Almarsson, sími 862 3323.
Stjórn Kjördæmisráðsins.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli auglýsir
uppboð á eftirfarandi lausafé:
Ford Explorer XLT árgerð 2002.
Uppboðið fer fram við sýsluskrifstofuna Græn-
ási þriðjudaginn 29. júní 2004 kl. 14.00 en bif-
reiðin verður til sýnis á uppboðsstað á upp-
boðsdegi frá kl. 10.00. Uppboðsskilmálar munu
liggja frammi á sýsluskrifstofunni Grænási,
235 Keflavíkurflugvelli, frá mánudeginum
28. júní 2004.
Keflavíkurflugvelli, 24. júní 2004,
sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli.
TILKYNNINGAR
Vegagerðin auglýsir
Frumdrög að tillögu
að matsáætlun Dettifossvegar í Keldu-
nes- og Skútustaðahreppi
eru nú til kynningar á heimasíðu Vegagerðar-
innar, www.vegagerdin.is undir kaflanum
Framkvæmdir/Mat á umhverfisáhrifum.
Almenningi gefst frestur til 9. júlí 2004 til að
koma á framfæri athugasemdum og fyrirspurn-
um um matsáætlunina.
Hægt er að senda tölvupóst til: sj@vegagerdin.is
eða póstsenda á Vegagerðin b/t Sóleyjar Jónas-
dóttur, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri.
Rafskautaverksmiðja á
Katanesi í Hvalfjarðar-
strandarhreppi í Hvalfirði
Mat á umhverfisáhrifum — athugun
Skipulagsstofnunar
Kapla hf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulags-
stofnunar matsskýrslu um rafskautaverksmiðju
á Katanesi í Hvalfjarðarstrandarhreppi í Hval-
firði.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 25. júní—6. ágúst
2004 á eftirtöldum stöðum:
Á bókasafni Akraness, á skrifstofum Hvalfjarð-
arstrandarhrepps og Skilmannahrepps, í Þjóð-
arbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun.
Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu HRV
Samsteypunnar: www.hrv.is.
Vakin er athygli á að opið hús verður haldið
mánudaginn 28. júní 2004 frá kl. 17.00 til
21.00 að Hlöðum í Hvalfirði þar sem öllum
gefst kostur á að kynna sér framkvæmdina.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast
eigi síðar en 6. ágúst 2004 til Skipulagsstofn-
unar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást
ennfremur nánari upplýsingar um mat á um-
hverfisáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis-
áhrifum, nr. 106/2000.
Skipulagsstofnun.
Auglýsing
um deiliskipulag í Grímsnes- og
Grafningshreppi
Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997, er hér með
lýst eftir athugasemdum við deiliskipulag sbr.
eftirfarandi:
a) Deiliskipulag í landi Nesja í Grafningi
Landið er um 30 ha. að stærð þar sem gert
er ráð fyrir 24 lóðum undir frístundabyggð.
Hver lóð er 5.600 fm til 11.000 fm að stærð.
Aðkoma að lóðunum er frá Grafningsvegi
og Hestvíkurvegi.
b) Deiliskipulag frístundabyggðar í landi
Ásgarðs í Grímsnesi
Landið er um 34 ha. að stærð þar sem gert
er ráð fyrir 32 lóðum undir frístundabyggð.
Hver lóð er 5.200 fm til 9.500 fm að stærð.
Aðkoma að frístundabyggðinni er frá
Fljótsbakka.
c) Deiliskipulag frístundabyggðar í
landi Hraunkots í Grímsnesi
Svæði A:
Frístundabyggð sem er að mestu fullbyggð,
skipt upp í þrjá hluta 1, 2 og 3. Á svæðinu
er gert ráð fyrir 229 lóðum, hver að stærð
u.þ.b 0,5 ha.
Svæði B:
Frístundabyggð þar sem gert er ráð fyrir
118 lóðum, hver að stærð u.þ.b. 0,5 ha.
Aðkoma að svæðinu er annars vegar um
Álfasteinssund og hins vegar frá Biskups-
tungnabraut.
Skipulagstillögur liggja frammi á skrifstofu
Grímsnes- og Grafningshrepps, félagsheimil-
inu Borg og á skrifstofu skipulagsfulltrúa Dal-
braut 12, Laugarvatni, frá 25. júní til 23. júlí
2004. Skriflegum athugasemdum við skipu-
lagstillögurnar skal skila á skrifstofu skipulags-
fulltrúa til 6. ágúst 2004.
Sveitarstjóri Grímsnes-
og Grafningshrepps.
upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar
ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 37
Þegar þið pabbi ættleidduð mig ár-
ið 1952 hafði margt á daga þína drifið;
skilnaður foreldra þinna á unglings-
árunum; lífsbaráttan í Reykjavík með
móður þinni og systkinum; gifting
ykkar pabba og flutningur vestur á
Hjarðarfell.
Það hafa verið töluverð viðbrigði
fyrir þig, borgarbarnið, að standa fyr-
ir heimili í sveit. Þið pabbi byggðuð
ykkur glæsilegt nýbýli á jörð afa og
ömmu. Á sumrin var gestkvæmt á
Hjarðarfelli, glaðværð og sólskin ein-
kennir þessi sumur í minningunni. Og
ekki voru veturnir kaldir þrátt fyrir
margan snjóaveturinn, inni fyrir var
hlýtt og öruggt, þetta voru tímar
íhugunar og ævintýra.
Svo komu aðrir tímar, önnur lífsins
ævintýri og ekki voru þau öll auðveld
eða falleg, en þú varst ætíð baráttu-
kona og hafðir góðan húmor, sérstak-
lega fyrir því smágerða í umhverfi
þínu.
Tveim vikum fyrir andlát þitt
minntir þú mig á ferð sem við fórum
saman til Evrópu árið 1983. Í þeirri
ferð komum við til fallegra og sögu-
frægra staða í mörgum löndum, en þú
minntir mig sérstaklega á hvað við
sólbrunnum skemmtilega suður á
Ítalíu.
Við vorum þar á strönd í nokkra
daga og gerðum lítið annað en að tefla
skák, liggjandi í sandinum, og auðvit-
að brunnum við. Sólbruninn myndaði
fallegar rendur á bak okkar, því við
lágum í skugga af rimlastólum!
Þú hafðir unun af góðum kveðskap,
sérstaklega stökum, en þær máttu
ekki vera grófar eða groddalegar, þú
hafðir litlar mætur á slíku. Margar
góðar minningar á ég frá samveru-
stundum okkar. Þú komst mér ung-
um í kynni við skáldskap og leikhús-
ferðir okkar eru mér ógleymanlegar
bernskuminningar.
Nú ert þú farin héðan á vit stærri
ævintýra. Ég bið Guð að blessa og
varðveita sálu þína, mamma mín.
Þinn sonur,
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson.
Elsku mamma. Þú ert farin. Ég
kvaddi þig með þeim orðum í fyrra-
sumar, áður en ég fór til Noregs, að
við sæjumst næsta sumar. Það varð
ekki svo.
Ég kom til þín þriggja ára gömul.
Bróðir þinn bað þig er hann lá bana-
leguna að taka dóttur sína (mig) að
þér. Þá bjugguð þið við Háaleitis-
brautina. Stuttu síðar fluttumst við
vestur í Hjarðarfell í Miklaholts-
hreppi, þar sem við bjuggum þar til
ég var 16 ára.
Það er margs að minnast, pabbi
byggði glæsilegt hús á Hjarðarfelli og
natni þín og smekkvísi gerði það að
fallegu og hlýlegu heimili. Á þeim
tíma var farskóli í sveitinni og oft var
hann heima. Þá var gott að geta feng-
ið hjálp frá mömmu með lærdóminn.
Gestkvæmt var á Hjarðarfelli og öll
sumur komu kaupstaðarbörn í sum-
ardvöl, þá var glatt á hjalla.
Elsku mamma, þú kenndir mér
margt nytsamlegt eins og saumaskap
og eldamennsku. Oft gerði ég villur
og kom þá til þín og bað þig að hjálpa
mér, en þá sagðir þú ætíð: „Nei, þú
lærir þetta aldrei nema þú gerir það
sjálf!“ Þá fannst mér þú hörð en nú
þakka ég þér einmitt fyrir þetta. Þú
kenndir mér einnig margt um lífið,
eins og að láta ekki bugast á erfiðum
stundum, vera hörð og segja: „Ég
skal!“ Vera ötul, þrautseig og ætlast
ekki til of mikils af öðrum. Þetta og
margt annað vil ég þakka þér, elsku
mamma. En það komu erfið ár. Ár
fyllt sársauka og misklíð á milli okkar.
En ég gleymi aldrei þeim degi er við
náðum sáttum. Ég heimsótti þig og
þú byrjaðir að tala um ósætti okkar.
En svo hættir þú snögglega og sagðir:
„Æ, ég nenni ekki að rífast við þig
lengur, farðu og helltu upp á könn-
una.“ Síðan sátum við eins og í gamla
daga og spjölluðum og hlógum.
Elsku mamma, takk fyrir allt.
Minningin um þig mun lifa í hjarta
mínu. Guð varðveiti sálu þína.
Þín dóttir
Hulda Björg Lúðvíksdóttir.
Ég hugsa um það elsku mamma mín,
hvað marþætt voru alltaf störfin þín,
nú þreytt að háu beði hefur lotið.
Í kyrrþey unnin öll þín miklu störf,
sem útheimt voru bæði mörg og þörf,
það var alltaf ljós á þinni leið,
að lofa og biðja Guð í sælu og neyð.
Barnabörnin bæði stór og smá,
blíðu þinnar sakna, ömmu þrá,
þau vita að þú ert farin frá þeim,
í fegurri og betri heim.
Þó svíði í augum angurs tár,
því alltaf verður kveðjustundin sár,
ég ann þér hvíldar, elsku mamma mín,
alla tíð sé blessuð minning þín.
(Jónína Magnúsdóttir.)
Ég á þér mikið að þakka, elsku
mamma mín. Hvíldu í friði og Guð
veri með þér.
Þín dóttir
Björg.