Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 49 ÞETTA var nú bara skemmtileg mynd og hressilega góð eftir alla klisjukenndu unglingaþvæluna sem manni er vanalega boðið upp á. Lindsay Lohan leikur Cade, unga stúlku sem kemur í fyrsta sinn í unglingaskóla, því hún fékk heima- kennslu þar sem hún bjó í Afríku. Hún eignast strax tvo vini, pönk- stelpuna og hommann. Þegar henni er hins vegar boðið að setjast hjá Plastgellunum súpersætu, gerir hún það til að geta kjaftað öllu því heimskulega sem þær segja í vini sína. Handritshöfundurinn Tina Fey sem þekktust er fyrir að fara fyrir handritshöfundateymi bandarísku skemmtiþáttanna Saturday Night Life, gerir hér býsna góða tilraun til að sýna unglingsstúlkum fram á hversu bjánalega þær geti hagað sér, og hversu grimmar þær oft eru. Og best var að það er enginn algóður og enginn alslæmur. Jafnvel að- alpersónan Cady – sem vanalega ætti að vera góða og fullkomna stelpan – fór að haga sér einsog bjáni. Samkvæmt Fey er hún engin undantekning á því að unglingar eru að reyna að finna sig, eru allir áhrifagjarnir og það er auðvelt að verða fyrir slæmum og bjánalegum áhrifum. Þetta er eitt gott dæmi um hversu óhefðbundnin sagan er. Ég set samt spurningarmerki við enda myndarinnar, sem var kannski smá klisjukenndur, og ekki laust við að hann sviki það sem undan var komið, en þetta er samt endirinn sem mað- ur var að vonast eftir. Ósköp sætur. Fey notar skemmtilegt frumskóg- arþema í myndinni, þar sem stúlkan sem nýkomin er frá Afríku sér oft hegðun dýranna sem hún þekkir svo vel í hegðun unglinganna, og í raun gilda í heimi þeirra hálfgerð frum- skógarlögmál. Þetta kemur mjög vel út, og er oft ótrúlega fyndið, eins og öll myndin reyndar er. Svei mér ef ég hló ekki oft og mörgum sinnum upphátt. Leikararnir standa sig mjög vel. Mér finnst krakkarnir allir frábærir í sínum hlutverkum og Lindsay Loh- an er bæði geðþekk og alþýðleg. Einnig voru skjáturnar vinkonur hennar mjög sannfærarnandi. Fey hefur fengið tvo af samleikurum sín- um úr SNL til að leika skólastjórann og mömmu aðalgellurnar og er sú síðarnefnda sérlega skemmtileg. Eini leikarinn sem mér fannst ekki alveg nógu góður, var því miður Fey sjálf. En hún leikur stærðfræðikenn- ara, vel skrifað hlutverk af henni sjálfri sem hún hefði getað gert mun meira með. Þetta er fín mynd fyrir allar ung- lingsstúlkur og eiginlega mömmur þeirra líka, þannig að ég sting upp á mæðgnabíóferð. Góða skemmtun stelpur! KVIKMYNDIR Kringlubíó og Smárabíó Leikstjórn: Mark S. Waters. Handrit: Tina Fey eftir bók Rosalin Wiseman „Queen Bees and Wannabes“. Kvikmyndataka: Daryn Okade. Aðalhlutverk: Lindsey Loh- an, Rachel McAdams, Lacey Chabert, Amanda Seyfried, Tina Fey, Lizzy Caplan og Daniel Franzese. 97 mín. BNA. UIP 2004. MEAN GIRLS/ILLSKEYTTAR SKJÁTUR  Hildur Loftsdóttir TIL stendur að setja upp óperu um Gaddafi Líbýuleiðtoga. Enska þjóð- aróperan – English National Opera – hefur fengið bresku sveitina Asian Dub Foundation til að semja óperuna en sveitin sú hefur hingað til getið sér orð fyrir að kokka betur en flestir bragðsterka blöndu af rokki, dans og indverskri tónlist. Það er gítaristi sveitarinnar Chandrasonic, sem hefur veg og vanda af því að semja óperuna og er gert ráð fyrir að hægt verði að frumsýna hana árið 2006. Talsmenn óperunnar skýra þetta val á viðfangsefni sínu svo að óp- eruheimurinn þurfi að fara láta sig varða málefni líðandi stundar í frekari mæli. Ópera um Gaddafi Muammar Gaddafi verður gerður ódauðlegur í óperu. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5 og 8 með Íslensku tali Sýnd kl. 4, 7 og 10 með ensku tali. Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð.  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  DV  HL Mbl Nýjasta og mest spennandi myndin um Harry Potter er komin í bíó. Stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna sem enginn má missa af! Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstruð. EINNIG MEÐ ÍSLENSKU TALIEINNIG MEÐ ÍSLENSKU TALI  Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2  Ó.H.T Rás2  DV  HL Mbl  HL Mbl KEFLAVÍK Sýnd kl. 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Kl. 5.30. Þær eru illgjarnar. Hún er ný. Og fljótlega fær hún alveg nóg af þeim. Kvikmyndir.is Tom Hanks er einhver útsmognasti, klárasti, færasti og mest heillandi afbrotasnillingur sem nokkru sinni hefur REYNT að fremja glæp aldarinar! Kvikmyndir.is KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8. AKUREYRI Sýnd kl. 10.30. AKUREYRI Sýnd kl. 6. AKUREYRI Kl. 5 isl. tal og 10.30 enskt tal. Með hinum eina sanna og ofursvala Vin Diesel. Geggjaaður hasar og magnaðar tæknibrellur. KRINGLAN Sýnd kl. 3 og 6 með Íslensku tali Sýnd kl. 3 og 6 með ensku tali. KRINGLAN Sýnd kl. 9. ÁLFABAKKI Kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B i 12  SV MBL Kvikmyndir.is EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45 OG 5.50. KRINGLAN Sýnd kl. 9 og 11.30. POWERSÝNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.