Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Qupperneq 15
Laugardagur Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús kl. 14 Smekk- leysubíó: HAM – lifandi dauð- ir, heimild- armynd um rokksköddun. 84 mín. Ensk- ur texti. Kl. 16: SSL 25 eftir Óskar Jón- asson. Sýning- arnar verða á sama tíma á morgun. Smekk- leysudagskrá kl. 15: Jóhamar les úr eigin verkum og Sig- urður Ármann trúbador leikur og syngur frumsamin lög. Sjóminjasafn Íslands, Hafnarfirði kl. 13 sýning á völdum gripum úr þjóð- fræðisafni Þjóðminja- safns Íslands. Gallerí Tukt, Hinu hús- inu, Póst- hússtræti 3–5, kl. 16 GAG opnar einkasýningu sem hann nefnir „Pester a Beuty“. Þar er skírskotað til líðandi atburða þjóðfélagsins. Á opnuninni munu skáld lesa ljóð. Sýningin stendur til 12. júlí. Gallerí Nema hvað, Skóla- vörðustíg 22c, kl. 17 Sam- sýningin Fjarskanistan. Verk eiga Guðný Rúnarsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Hörn Harð- ardóttir, Rak- el Gunn- arsdóttir, Sólveig Einarsdóttir og Þorbjörg Jónsdóttir. Opið sunnudaga til mið- vikudags kl. 20–22. Sunnudagur Reykjavíkurtjörn kl. 15 Valgerður Dögg Jónsdóttir og fjölskylda verður með uppá- komu með þátttöku skúlptúra eftir Aðalheiði S. Eysteins- dóttur og er uppákoman liður í 40 sýningum á 40 dögum sem nú stendur yfir. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsi kl. 15 Ingólfur Arnarson leiðir gesti um sýn- inguna Innsýn í alþjóðlega samtímalist á Íslandi. Ingólfur valdi verkin á sýninguna. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar kl. 20.30 Söng- kvartettinn Út í vorið flytur er- lend og innlend sönglög fyrir kvartett, þar á meðal syrpu af lögum Jóns Múla Árnasonar sem Bjarni Þór Jónatansson hefur útsett. Kvartettinn skipa Einar Clausen tenór, Halldór Torfason tenór, Þorvaldur Frið- riksson bassi og Ásgeir Böðvarsson bassi ásamt Bjarna Þór Jón- atanssyni pí- anóleikara. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús kl. 12 HAM – lif- andi dauðir, heimildarmynd um rokksköddun. Fimmtudagur Hallgrímskirkja kl. 12 Sumarkvöld við orgelið: Erla Berglind Einarsdóttir sópran og Douglas A. Brotchie orgel. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús kl. 12 HAM – lifandi dauðir, heimildarmynd um rokk- sköddun. Föstudagur Ráðhús Reykjavíkur kl. 12.15 Tríó Cantabile heldur stutta hádegistónleika og flytur allt frá dramatískum verkum yfir í létt dægurlög. Tríóið er skipað Birnu Helgadótt- ur píanó- leikara, Emilíu Rós Sigfúsdótt- ur flautu- leikara og Sigríði Ósk Kristjánsdóttur söngkonu. Tilkynningar sem birtast eiga á þessari síðu þurfa að berast í síðasta lagi kl. 11 árdegis á fimmtudögum á netfangið menning@mbl.is. Sjá einnig mbl.is/staður og stund. Erla Berglind Einarsdóttir Jón Múli Árnason Jóhamar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 2003 15 Morgunblaðið/Þorkell Marteinn H. Friðriksson. TÓNLEIKARÖÐINSumarkvöld við org-elið er gengin í garð íHallgrímskirkju í ell- efta sinn. Það er Marteinn H. Friðriksson dómorgan- isti sem ríður á vaðið á fyrstu sunnudagstónleik- unum annað kvöld kl. 20. Efnisskráin gefur góða mynd af íslenskri org- eltónlist en einnig fær meistari Bach að njóta sín. Hvers vegna Bach meðal íslenskra tónskálda? „Margir freistast til að leika síðrómantíska tónlist á svona stór hljóðfæri eins og Klais-orgelið í Hall- grímskirkju er, en núna langaði mig að leika tónlist eftir Bach. Hann hafði, eins og ég nú, stóra kirkju og stórt orgel til að halda tón- leika í. Þess vegna leik ég tvö stór verk eftir hann. Annars vegar Tokkötu og fúgu í F-dúr, sem er eitt af þekktustu orgelverkum hans, og hins vegar Sónötu nr. 6 í G-dúr en hún er talin meðal bestu verka meist- arans. Sónötuna samdi Bach fyrir son sinn Friede- mann og hefur hún allar götur síðan verið próf- steinn en um leið gott vega- nesti sérhvers organista. Verkið er erfitt en ótrúlega fallegt og hlakka ég mikið til að flytja það. Einnig flyt ég stórt verk eftir Pál Ísólfsson honum til heiðurs en í ár eru liðin 110 ár frá fæðingu hans. Því fannst mér vel við hæfi að flytja Chaconne um stef úr Þorlákstíðum. Verkið er al- veg tilvalið til flutnings í Hallgrímskirkju og mér finnst alveg frábært að leika á orgelið sem er ákaf- lega hljómfagurt.“ Innan um þessi stóru verk eru þrjú minni sálma- verk, eitt eftir ungt tón- skáld, Þóru, dóttur Mar- teins. Hún stundar nú framhaldsnám í tónsmíðum við Tónlistarháskólann í Gautaborg. Hvernig tilfinn- ing er að flytja tónlist eftir dóttur sína? „Það er alveg yndislegt að upplifa það að leika verk eftir barnið sitt og vonandi verða verkin fleiri sem ég kem til með að flytja eftir hana. Verk Þóru nefnist Sálmaforleikur og þar vinn- Ragnari Björnssyni en þá frumflutti hann nokkra sálmforleiki eftir íslensk tónskáld. Þessi verk finnst mér sóma sér vel meðal stóru verkanna.“ Marteinn flytur hluta efnisskrárinnar á hádeg- istónleikum í dag kl. 12: Tokkötu og fúgu í F-dúr eftir Bach, Jesús, mín morgunstjarna eftir Jón Þórarinsson og Chaconne um stef úr Þorlákstíðum eftir Pál Ísólfsson. ur hún með gamalt íslenskt sálmalag. Einnig flyt ég sálmaforleik eftir Jón Þór- arinsson, Jesús, mín morg- unstjarna. Verkið útsetti Jón fyrst fyrir blandaðan kór árið 1952 og gerði síðar við hann sálmaforleik. Þetta litla verk er í miklu uppáhaldi hjá mér. Auk þess leik ég Sálmforleik um sálm sem aldrei var sung- inn eftir Jón Nordal. Verkið var frumflutt á Skálholts- tónleikum 17. ágúst 1980 af Þrjú smá- verk meðal stórverka STIKLA Orgeltón- leikar í Hall- grímskirkju Næsta v ika Myndlist Árbæjarsafn: Daglegt líf í Reykjavík – sjötti áratugurinn. Til 1.9. Lárus Sigurbjörnsson, safnafaðir Reykvíkinga. Til 20.7. Galleri@hlemmur.is: Sam- sýning fimm núverandi og ný- útskrifaðra nemenda LHÍ. Til 6.7. Gallerí Skuggi: Joris Rade- maker. Til 14.7. Gerðarsafn: Jóhannes Kjar- val. Úr einkasafni. Til 6.9. Gerðuberg: Upplýsingar um Breiðholtið á 18. og 19. öld. Til 5.9. Hafnarborg: Afmælissýn- ing Hafnarborgar. Til 4.8. Handverk og hönnun: Sumarsýning. Til 31.8. Kling & Bang, Laugavegi 23: Pétur Már Gunn- arsson.Til 13.7. Listasafn ASÍ: Úr eigu safnsins: Nína Tryggvadóttir, Svavar Guðnason og Kristján Davíðsson. Til 3.8. Listasafn Árnesinga, Hveragerði: Kristján Dav- íðsson og Þór Vigfússon. Til 31.7. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Úrval verka úr eigu safnsins. Til 31.8. Listasafn Rvíkur – Ás- mundarsafn: Ásmundur Sveinsson – Nútímamað- urinn. Til 20.5. Listasafn Rvíkur – Hafn- arhús: Innsýn í alþjóðlega myndlist á Íslandi. Til 7.9. Erró – stríð. Til 3.1. Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár. Til 31.8. Listasafn Rvíkur – Kjar- valsstaðir: Nýir tímar í ís- lenskri samtímaljósmyndun. Til 17.8. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Andlitsmyndir og af- straksjónir. Til 1.9. Ljósmyndasafn Reykja- víkur: Claire Xuan. Til 1.9. Mokkakaffi: Katrín Elvars- dóttir. Til 5.7. Norræna húsið: Norræn fílasýning. Til 17.8. Ragnar Th. Sigurðsson og Ari Trausti Guðmundsson.Til 31.8. Norska húsið, Stykk- ishólmi: Ebba Júlíana Lár- usdóttir og 15 félgsmenn Samlagsins á Akureyri. Til 28.7. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3B : Matthew Barney: Cre- master-plate. Til 27.7. Safnasafnið, Alþýðu- listasafn Íslands, Eyja- firði: Tíu úti- og innisýningar. Til 14.9. Skálholtsskóli: Björg Þor- steinsdóttir staðarlistamaður. Til 1.9. Slunkaríki, Ísafirði: Egill Sæbjörnsson. Til 21.7. Sjóminjasafn Íslands, Hafnarfirði: Valdir gripir úr Þjóðminjasafni. Til 15.11. Þjóðmenningarhúsið: Ís- landsmynd í mótun – áfangar í kortagerð. Til 8.8. Handritin. Landafundir. Leiklist Borgarleikhúsið: Grease, sun., fim., fös. „Gunnari Helgasyni hefur tekist að færa kraftinn, leik- gleðina og frelsið, sem hefur einkennt framhaldsskólasýn- ingar liðinna ára, yfir á at- vinnusýningu.“ Mbl. SH. Iðnó Ferðaleikhúsið. Light Nights, mán. fös. Evrópsk sönglög við Mývatn 17. STARFSÁR sumartónleika við Mývatn hefst um helgina með fyrstu tónleikum í Reykjahlíðarkirkju kl. 21 í kvöld og í Skútustaðakirkju annað kvöld kl. 21. Þetta er í fyrsta sinn sem sumartónleikarnir eru einnig í Skútustaðakirkju, en þar er nú kom- ið lítið pípuorgel, smíðað af Björg- vini Tómassyni orgelsmið. Flytjendur helgarinnar eru Margrét Bóasdóttir, sópran og Guðmundur Sigurðsson, organisti í Bú- staðakirkju í Reykjavík. Á efnisskrá þeirra eru orgelverk og söng- lög frá Frakklandi, Spáni og Þýskalandi og einnig íslensk kirkju- lög og sálmalög í nýjum útsetningum Smára Ólasonar. Guðmundur Sigurðsson Margrét Bóasdóttir ÞRIÐJU tónleikar í röð org- eltónleika í Reyk- holtskirkju verða í kvöld, kl. 20.30. Það eru feðginin Árni Ar- inbjarnarson organisti og Pál- ína Árnadóttir fiðluleikari sem leika einleik og samleik á orgel og fiðlu verk eftir J.S. Bach, G.F. Händel, A. Vivaldi og Pál Ísólfs- son. Árni Arinbjarnarson stund- aði orgelnám hjá dr. Páli Ísólfs- syni og lauk burtfararprófi í orgelleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1960. Áður hafði Árni lokið burtfararprófi í fiðlu- leik frá sama skóla, en kennari hans í fiðluleik var Björn Ólafs- son. Árni stundaði framhalds- nám í fiðlu- og orgelleik í Lond- on og hlaut til þess styrk frá British Council. Árni starfaði sem fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1960–1996. Hann er nú fiðlukennari við Nýja tónlist- arskólann og org- anisti við Grens- áskirkju í Reykjavík. Pálína Árnadóttir fiðluleikari lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1994 undir hand- leiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Framhaldsnám stundaði hún við University of Houston hjá Fredell Lack prófessor og lauk þaðan M.M.-prófi. Einnig stundaði hún nám við Royal College of Music í London hjá Grigory Zhislin prófessor, þar sem hún lauk Postgraduate Diploma. Á síð- asta ári lauk hún Graduate Dipl- oma frá Juilliard-tónlistarskól- anum í New York. Pálína hefur víða komið fram sem einleikari og tekið þátt í mörgum keppn- um. Tónleikarnir eru skipulagðir í samvinnu við Félag íslenskra organleikara til styrktar org- elinu. Árni Arinbjarnarson Pálína Árnadóttir Feðgin á orgeltónleikum í Reykholtskirkju SÖGUSETRIÐ á Hvolsvelli efnir til ferða með leiðsögn um Njáluslóðir næstu tvo sunnudaga. Lagt verður af stað frá Sögusetrinu báða dagana kl. 13. Heimsóttir verða nokkrir helstu sögustaðir Njálu í Rangárþingi. Sögumaður í ferðinni, sem tekur um fjórar klukkustundir, verður Arthúr Björgvin Bollason. Þeir sem vilja geta tekið daginn snemma og mætt í Sögusetrið kl. 11 um morguninn. Þá mun Arthúr Björgvin ganga með gestum um sýninguna Á Njáluslóð sem nú hefur verið endurnýjuð og aukin til muna. Sömuleiðis er boðið upp á rammíslenska kjötsúpu í Söguskála Setursins sem rangæskar griðkonur í mið- aldaklæðum bera fram við flöktandi skímu frá kyndlum sem loga á fornum röftum. Hádegisverðurinn hefst kl. 12. Nauðsynlegt er að panta bæði í ferðina og matinn. Þess má geta að Njáluveislur Sögusetursins hefjast að nýju í Sögusetrinu um miðjan ágúst og standa fram eftir hausti. Leiðsögn um Njáluslóðir Arthúr Björgvin Bollason er forstöðumaður Sögusetursins á Hvolsvelli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.