Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 2003 NÝJASTA skáldsaga breska rit- höfundarins J. G. Ballard nefnist Millenium People, eða Þúsaldar- fólkið, en Ballard er hvað þekkt- astur fyrir bækur sínar The Drowned World, Drought og Crash sem síðar var kvikmynduð af David Cronenberg. Millenium People er róttæk sýn á bresku miðstéttina sem á í ofbeldisfullri baráttu við hof miðstéttargild- anna – stofnanir á borð við BBC, National Film Theatre auk Pet- ers Jones og nær Ballard í frá- sögn sinni að skjóta inn morði í Tate Modern-safninu. Að sögn Ballards sjálfs fjallar bókin um hans eigið fólk. „Hún fjallar um [...] bresku miðstéttina sem þarf að takast á við heiminn árið 2003 án þess að kunna því neitt sérstaklega vel [...] hún gerir uppreisn einfaldlega af því að henni finnst hún vera illilega misnotuð,“ hafði Daily Tele- graph eftir Ballard. Dekkri hlið New Orleans JAMES Lee Burke þykir takast einstaklega vel upp í nýjustu glæpasögu sinni, Last Car to Elysian Fields, sem útleggja mætti sem Síðasti bíll til ódáins- valla. Söguþráðurinn er flókinn og reynir Burke að koma öllum mögulegum glæpaflokkum að frásögninni, allt frá klámmynda- gerð og ólöglegri áfengissölu að losun eiturefnaúrgangs í New Orleans. Að hans mati á sú sam- tvinnun þó vel við, því er al- mennri virðingu fyrir lífi manna hefur verið skipt út fyrir græðgi liggur leiðin aðeins niður á við. Virki einsemdar NÝJASTA bók Jonathans Leth- ems, The Fortress of Solitude, eða Virki einsemdar, er að mati New York Times sérlega vel skrifuð. Sagan gerist í hinu fá- tæklega Boerum Hill-hverfi í New York og segir á dapurlegan hátt uppvaxtarsögu Dylans Eb- dus sem elst upp í hverfinu á átt- unda áratugnum. Líkt og í öðr- um þroskasögum þarf Dylan, sem talinn er eins konar alter egó Lethems, að fást við bæði hræðslu og angist, vonbrigði og tilraunir til hetjudáða. Á vegum úti FIMMTA og nýjasta bók Jamals Mahjoubs, Travelling with Djinnser, er að mati gagnrýn- anda The Guardian metnaðar- full, íhugul og fyndin, en um er að ræða ferðasögu þar sem at- hyglinni er beint að sambandi föður og ungs sonar hans. Sam- an ferðast þeir um Evrópu í silf- urbláum Peugot 504 og kallar ferðalag þeirra fram mynd af eðli Evrópu sem og föðurins sem upplifir sig sem utangarðsmann þar á sama tíma og honum finnst hann eiga þar heima. ERLENDAR BÆKUR Þúsaldar- fólkið J. G. Ballard. Jonathan Lethem. H JÁ siðmenntuðum þjóðum eru fréttir af peningamörkuðum sagðar í sérfréttatímum, rétt eins og íþróttafréttir, og rétt eins og dagblöð halda fjár- málasíðunum aðskildum frá öðru fréttaefni. Slíkt efni er jafnvel vistað í sérblöðum sem auðvelt er að setja til hliðar. Hér er þessu öðruvísi farið. Undanfarinn hálfan annan áratug eða svo hafa fréttir af peningatil- færslum tröllriðið fréttatímum sjónvarpsstöðv- anna, óbrjáluðu fólki til ama og leiðinda, og hef ég á tilfinningunni að fréttastofa Sjónvarpsins okkar, þess upprunalega, eigi stærstan þátt í að gera pen- ingatilfærslur að aðalfréttaefni. Oft hefur maður setið við sjónvarpstækið og rembst eins og rjúpan við staurinn að láta sig það einhverju varða hver var að kaupa undan hverj- um, í hvers vasa þessi eða hin glásin af gjaldmiðli rynni þann og þann daginn. Ekki breytti það neinu um kjör almennings í landinu, nema til hins verra eins og reglulegar fregnir úr sjávarplássunum benda til, nú seinast frá Seyðisfirði. Vitaskuld keyrði um þverbak í fréttaflutningi af þessu tagi seinustu vikur. Svimandi háar upphæðir streymdu milli fjár- magnseigenda svo manni lá við feiknstórum upp- sölum og bráðu öngviti. Ég kem reyndar ekki auga á að þessar til- færslur breyti nokkru um minn hag þó að ég sé hluthafi í Eimskipafélagi Íslands. Ég mun halda áfram að fá minn árlega arð upp á þetta 720 kr. eða svo af leifunum af bréfunum sem aldamótamað- urinn afi minn keypti í bjartsýniskastinu 1914 í „óskabarni þjóðarinnar“. Í tilbót fæ ég fáránlega stórt dagatal með litljósmyndum sem engin leið er að nota í heimahúsi, sem auk þess er svo dýrt í framleiðslu, að eintakið kostar vægt reiknað þre- faldan þann arð sem ég fæ í krónum. Hefur mig oft langað til að biðjast undan því að fá dagatal þetta og mega í staðinn þiggja andvirði þess í beinhörð- um peningum. Fyrir þá peninga má alténd kaupa ljóðabók. Annars segja mér fróðari einstaklingar að Björgólfur Guðmundsson og hans fólk eigi lof skil- ið og stóra þökk fyrir að flytja ávexti síns gerska erfiðis til landsins til mótvægis við féð sem sogast hefur í einkaneyslu kvótaeigenda eða fokið til ann- arra landa. Þegar ég var kominn í keng nánast af depurð yf- ir fjármálafréttum seinustu vikna kom langþráð vítamínsprauta, upplífgandi gleðifregn. Kynntar voru tímabærar, spennandi og að því er sýndist raunhæfar tillögur um endurskoðun skipulags í miðbæ Reykjavíkur. Það kemur að vísu hvergi fram hvað gera eigi við Laugaveginn og líður sjálf- sagt á löngu áður en lausn finnst á því lýti á mið- borginni. Hugmyndin um Sundhöllina gömlu er hreint afbragð, göngugatan með viðsnúningi Hressingarskálans tær snilld, þó að mig gruni að menn geri sér ekki grein fyrir hversu stíft hann næðir í norðanáttinni þarna. Göngugata þessi með tilheyrandi nýbyggingu við hlið Bókaverslunar Eymundssonar er sú eðlilega lúkning byggingar- svæðisins sem við höfum lengi beðið eftir. Göngugatan sýnist mér eiga að ná alla leið út að væntanlegu Tónlistarhúsi, sem ég sé ekki betur en eigi loksins að rísa 2008. Það er reyndar ekki rétt að tala um tónlistarhús heldur fjölnotahús með ráðstefnuhótel og tón- leikasal innanborðs, og renna þá á mann tvær grímur. Mig uggir að þetta „fjölnota“ forskeyti verði akkilesarhæll þessa langþráða húss, því vitaskuld munu menn draga það að byggja ráðstefnuhótel jafnskjótt og ef ásókn erlendra ferðamanna minnkar. Hús yfir tónlistina er léttvægt í sam- anburði við arðsemissjónarmið þeirra sem vildu fá ráðstefnuhótel. Flökrar það annars að nokkrum manni að samhengi sé á milli úrræðaleysis og pen- ingaskorts hins opinbera gagnvart því að hlúa sómasamlega að listinni og þess auðs sem slettist eins og olíubrák á milli fjármagnseigenda í land- inu? Nei, vitaskuld er ekkert samhengi þar á milli. SANDUR AF SEÐLUM Undanfarinn hálfan annan áratug eða svo hafa fréttir af peningatilfærslum tröllriðið fréttatímum sjónvarpsstöðv- anna, óbrjáluðu fólki til ama og leiðinda. Á R N I I B S E N ÞÓ stór hluti þjóðarinnar sitji á hverju kvöldi fyrir framan sjónvarpið heima hjá sér og horfi á leikið sjónvarpsefni, hefur leikið íslenskt sjónvarpsefni varla verið sýnilegt í íslensku sjónvarpi. Hvers vegna vantar þetta í menningu okkar? Trúlega hafa menn haldið að Rík- isútvarpið myndi hafa forystu um þetta mál. Ríkisútvarpið, sem frá stofnun hefur verið einn aðalmáttarstólpi íslenskrar menningar, hefur því miður ekki breyst með tímanum, heldur staðnað. Síðast- liðin þrjátíu ár hafa átt sér stað miklar breytingar í fjölmiðlun. Fyrir þrjátíu ár- um var Sjónvarpið eina sjónvarpsstöðin sem sást á Íslandi og Sjónvarpið þar af leiðandi eina leið landsmanna að sjón- varpi og ábyrgð þess því mikil. Í dag geta landsmenn valið úr hundruðum er- lendra sjónvarpsstöðva og nokkrum ís- lenskum. Ábyrgð og hlutverk rík- isútvarps hafa því breytst. Yfir okkur flæðir óendanlegt magn af erlendu efni. Þess vegna getur það varla lengur verið hlutverk ríkisins að taka þátt í að dreifa amerísku efni yfir þjóðina. Það efni mun komast til skila án ríkisaðstoðar. Þær sjónvarpsstöðvar sem eru eingöngu reknar fyrir tekjur af markaðnum munu ekki frekar en Sjónvarpið framleiða annað en ódýrustu tegund af íslensku efni. Ef hér á að verða til vandað leikið efni á íslensku þá verður það ekki til nema með þátttöku ríkisins. Hagstæðast er fyrir skattborgarana að kaupa þetta efni frá sjálfstæðum framleiðendum sem munu sjá til þess að íslenska þjóðin fái íslenskt sjónvarpsefni á sama verði og íslenskar kvikmyndir eða á 50% af kostnaðarverði. Íslenskir kvikmynda- framleiðendur hafa sýnt það það þeim hefur tekist að afla 50% af fram- leiðslukostnaði erlendis. Þess vegna eru það ánægjuleg og söguleg tíðindi að í nýrri reglugerð um Kvikmyndasjóð sé samkvæmt tillögu frá menntamálaráðherra, Tómasi Inga Ol- rich, gert ráð fyrir styrkjum til fram- leiðslu á leiknu íslensku sjónvarps-efni. [...] Ef upphæði þessi hækkaði á næstu fimm árum í 300 milljónir yrðu til meira en 35 klukkutímar af vönduðu sjón- varpsefni auk þess sem skapast myndi föst vinna fyrir stóran hóp af fólki, kvik- myndagerðarmenn, leikara, rithöf- unda, tónskáld og fleiri. Leikið íslenskt sjónvarpsefni gæti orðið einn af mik- ilvægustu stoðum íslenskrar menningar. Ari Kristinsson Land&synir www.producers.is/LANDOGSYNIR Morgunblaðið/Kristinn „Nútíminn er smartur. Allt verður að vera stæll.“ MENNING OG SJÓNVARP I Segjum sem svo að það sé enginn staður til semekki hafi verið numinn af mönnum. Segjum sem svo að öllum stöðum hafi verið lýst með ná- kvæmum hætti í texta sem virðist þekja allt land. Og segjum sem svo að allir staðir hafi verið færð- ir inn á kort af þar til lærðum mönnum. Hvað hvetur þá til þess að við hreyfum okkur úr stað? Hugsunin um að eitthvað hafi breyst? Vonin um að við munum sjá hlutina öðruvísi en aðrir? Vonin um að við getum hugsanlega bætt ein- hverju við? Þörfin fyrir að halda áfram að leita? Þörfin fyrir að finna eitthvað nýtt? Kannski. Sennilega. Vonandi. II Segjum sem svo að síðasti höfundurinn hafinú loksins dáið. Með honum hljóðnaði síðasta röddin sem sagði hlutina á sinn hátt. Þögnin tek- ur við. Segir hún okkur eitthvað? Ef til vill. En hvers söknum við? Raddar höfundarins. Hvers vegna? Vegna þess að hún var einstök. Jafnvel þótt hún ætti það til að endurtaka áður sögð orð hafði hún sinn sérstaka hljóm. Og þessi hljómur fyllti heiminn merkingu. III Og segjum nú sem svo að síðasta orðið hafiverið sagt. Til hvers ættum við þá að hugsa? Ekki til neins. Ef síðasta orðið hefur verið sagt þurfum við ekki lengur að finna upp á neinu nýju. Og hver hefur alltaf síðasta orðið? Auðvitað sá sem ræður. Og sá sem ræður hefur sannleikann á sínu valdi. Við lifum því í sannleika síðasta orðs- ins sem sagt var. Og við verðum engu nær. Við er- um fávís. IV Predikarinn segir að ekkert sé nýtt undir sól-inni. Á sama hátt segja menn stundum að allt hafi þegar verið sagt, að allt hafi þegar verið séð, að allt sé þegar fundið, allt þegar gert. Þessu fylgir mikil írónía og fjarlægð og menn taka að glíma við eftirmyndir í öllum gerðum og það er hlegið að frumleikanum. V En þeir sem ekki leita finna vitanlega aldreineitt. Þeir sem lifa í trúnni á síðasta orðið finna aldrei neinn sannleika fyrir sig. Þeir eiga aldrei síðasta orðið. Þeir óttast sennilega hið óvænta, ólíkt manninum sem var haldinn þeirri þráhyggju að þurfa að ýta á alla takka sem urðu á leið hans. Hann fór í lyftu og ýtti á alla takkana og áður en hann vissi var slökkviliðið komið að bjarga honum úr sjálfheldunni. Hann fór í strætó og ýtti á alla takkana og áður en hann vissi var honum hent út af bílstjóranum sem var sótrauður í framan. Maðurinn vissi að hann myndi að end- ingu komast að einhverju nýju, einhverjum sann- leika sem enginn annar vissi ef hann bara héldi áfram að ýta á takka. Og hann ýtti á alla takkana á tölvunni, í eldhúsinu, í bílnum, í flugvélinni. Og einn góðan veðurdag gekk hann fram á rauðan takka inni í litlu rauðu boxi þar sem stóð hvítum stöfum: Eldur. Hann stakk puttanum inn í boxið og ýtti á takkann og áður en hann vissi stóð mikil eldtunga út úr gati á vegnum og eldurinn læsti sig í hár mannsins sem var svo undrandi og svo glað- ur yfir því að brunabjalla skyldi ekki klingja, eins og hann hafði búist við, að hann stóð bara þarna með höfuðið í ljósum logum og hló og skríkti. Eld- ur! var hans síðasta orð. Fundurinn var ekki ýkja merkilegur en tilfinning uppgötvunarinnar nægði þessum manni. FJÖLMIÐLAR NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.