Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 2003 L ENGI vel var afar lítið vitað um líf og list Claude Cahun (1894–1954). Hún var einungis þekkt af örfáum inn- vígðum bókmenntamönnum fyrir harðorða ádeilugrein í París árið 1934 og hafði starfað með súrreal- istunum, ein fárra kvenna. Ljós- myndir Cahun voru flestum ókunnar og segja má að þeim hafi fyrst verið gaumur gef- inn um 1990, um svipað leyti og farið var að við- urkenna mikilvægi ljósmyndunar súrreal- istanna.1 Í kjölfarið var farið að leita að skrifum Cahun og tók þá við torveld leit í rúman áratug. Nýverið kom út bók hjá útgefandanum Jean- Michel Place í París með þeim ritverkum sem fundist hafa eftir hana og varpa ekki einungis ljósi á rithöfundinn Cahun, heldur fæst dýpri skilningur á sjálfsmyndum hennar og persónu; ljósmyndir hennar og skrif sameinast í snemmbúinni konseptlist, eru sjálfsævisögulegt portrett af stórmerkri listakonu sem féll í gleymsku fyrir hálfri öld en stendur nú uppi sem einn frumlegasti meðlimur súrrealistahóps- ins. Ég upplifi Lucy Schwob, sem var rétta nafn Cahun, fæddist í Nantes í Frakklandi 25 október árið 1894. Lucy var snemma tekin frá andlega van- heilli móður sinni, sem dvaldist nær ævilangt á geðsjúkrahúsi, og var til skiptis hjá föður og ömmu. Lucy var leiftrandi gáfuð og fékk ríka andlega örvun í æsku. Hún ólst upp á miklu menningarheimili, þar sem nánast var skylda að stúdera málaralist og tónlist, spila á hljóðfæri og skrifa, en sú krafa var afdráttarlaus; faðirinn Maurice var ritstjóri og eigandi staðardagblaðs í Nantes, afi hennar George Schwob var rithöf- undur og hafði m.a. unnið með Jules Verne, og sérstakt dálæti hafði Lucy á frændum sínum Maurice Schwob og Léon Cahun sem báðir voru rithöfundar og miklir grúskarar. Þá hafði föð- uramma hennar, einstök sögumanneskja, mikil áhrif á hina ungu og bráðgeru konu. Hið fræga mál Dreyfusar (1894–1906), sem tengdist fordómum í garð gyðinga, skipti frönsku þjóðinni í tvær gagnstæðar fylkingar um þetta leyti. Faðir Lucy sem var gyðingur tók dóttur sína úr skólanum í Nantes þar sem hún hafði orðið fyrir miklu aðkasti og var hún send til Surrey í Englandi og þar lauk hún námi með glæsibrag. Á unglingsárum tók Lucy fyrstu sjálfsmyndir sínar, á sama tíma og fór að bera á andlegum veikindum hjá henni; hún þjáðist af lystarstoli og þunglyndi alla ævi og gerði nokkr- ar sjálfsmorðstilraunir. Lucy Schwob, sem skrifar frá unga aldri, tók upp listamannsnafnið Claude Cahun árið 1915, ef til vill til að benda á skyldleika við ömmubróður sinn Leon Cahun en þó aðallega vegna þess að Claude er bæði karl- og kvenmannsnafn, sem undirstrikar óneitan- lega tvíræðnina í verkum hennar: vissulega hef- ur karlmannsnafnið einnig verið vænlegra til birtingar á þessum tíma. Hún notaði einnig önn- ur dulnefni, Claude Courlis, Daniel Douglas, og ef til vill fjölmörg önnur, karlkyns og kvenkyns. Faðir Cahun kvæntist árið 1917 frú Marie Mal- herbe sem átti fyrir dótturina Suzanne Mal- herbe. Þar eignast Cahun ekki einvörðungu stjúpsystur á svipuðum aldri heldur urðu þær ástkonur og bjuggu saman ævina á endina. Cah- un varð tíðrætt um Suzanne, „hinn helminginn af sjálfri sér“ sem hún gæti ekki lifað án. Mal- herbe var listakona líka og ætti ekki að horfa framhjá þætti hennar í listsköpun Cahun. Árið 1918 hóf Cahun nám við Sorbonne í heimspeki og bókmenntum og sest þar alfarið að í París ár- ið 1922. Cahun og Malherbe urðu þekkt sam- kynhneigt par á tímabilinu í París líkt og rithöf- undurinn Gertrude Stein og Alice Toklas og rithöfundurinn Marguerite Yourcenar og Grace Frick. Cahun og Malherbe voru í innsta hring Parísarlistaklíku og varð heimili þeirra 70 bis, rue Notre-Dame-des Champs aðsetur hennar í 15 ár samfleytt. Cahun birtir fjölmargar greinar, smásögur, tekur ljósmyndir og fær nokkrar birtar í vel- virtum listablöðum, á milli þess sem hún fæst við þýðingar og leikur í nokkrum leikritum. Árið 1930 kemur út sjálfsævisaga hennar Ógildar játningar (Aveux non avenus), myndskreytt með klippimyndum (photomontage og collage) eftir hana með dyggri aðstoð Suzanne Malherbe sem hafði þá tekið upp dulnefnið Marcel Moore. Sagan var tíu ár í vinnslu, og hefur verkið að geyma allt það er Cahun hrífst af: drauma, ljóð, heimspekihugleiðingar, spakmæli, umbreyting- ar, sem verða að þráhyggju, kaldhæðnislegri ögrun og kímni. Árið 1932 gekk Cahun ásamt sambýliskonu sinni í Félag byltingarskálda og listamanna sem þá var nýstofnað. Cahun snýst þó fljótlega gegn stefnu félagsins og finnur meiri samleið með André Breton og súrrealistunum sem hneigðust til trotskíisma. Hún birtir m.a. árið 1934 grein sína Veðmálin eru hafin (Les paris sont ou- verts), menningarlega gagnárás á kommúnista- flokkinn og fasisma af hálfu súrrealistanna. Það var skáldið Jacques Viot, vinur Cahun, sem kynnir þau André Breton, forsprakka súrreal- istahópsins, árið 1932. Breton, eftir að hafa ver- ið svolítið píreygður og til baka í fyrstu viðkynn- ingu, heillaðist af verkum þessarar sérlátu persónu. Breton þótti hún þó alltof hæversk og segir í bréfi til Cahun árið 1938: „Það er mjög sennilegt að þér búið yfir miklum töframætti. Það er álit mitt, og ég margendurtek við yður, að þér ættuð að skrifa og birta. Þér vitið mæta vel að ég tel yður eina af athyglisverðustu hugs- uðum (af 4–5) í dag, en þér þegið sýknt og heil- agt.“ Cahun og Breton tengdust sterkum vin- áttuböndum og fjölmörg bréf þeirra á millum bera vott um trúnaðarsamband og gagnkvæma virðingu. Cahun flytur frá París árið 1937 þegar hún erfir býli á Ermarsundseyjunni Jersey. Þegar seinni heimsstyrjöldin skellur á líður ekki á löngu þar til Cahun og Malherbe leggja and- spyrnuhreyfingunni í Jersey lið. Á árunum 1940–1944 leiða þær einstaka og áhættusama baráttu sem leiddi að lokum til handtöku þeirra af Gestapo. Þær voru dæmdar til dauða, með óskiljanlegum hætti náðaðar, en haldið föngnum allt fram að stríðslokum 8. maí 1945. Eftir að hafa endurheimt frelsið snúa Cahun og Mal- herbe til heimilis síns í Jersey en Cahun ætlaði sér ávallt að snúa aftur til Parísar eftir stríð og vinna með súrrealistunum og Breton. Nokkru áður en hún deyr bregður hún sér til Parísar og hittir Breton. En Cahun er aðframkomin, and- lega og líkamlega. Stór hluti verka hennar hafði verið eyðilagður af nasistum, fangavistin hafði sett sitt mark á hana sem og áralöng andleg veikindi. Cahun bjó við heilsuleysi allt til dán- ardægurs 1954. Suzanne Malherbe lést 1972.2 Ég er ég og allt önnur André Breton varpar fram spurningu árið 1928 í verki sínu Súrrealismi og málaralistin (Le Surrealism et la Peinture): „Hvenær kemur sá tími þar sem allar bækur verða myndskreyttar með ljósmyndum en ekki teikningum? Sjaldan eða aldrei hafði sambandið á milli bókmennta og ljósmyndunar verið lofsungið eins og hjá súr- realistunum. Cahun myndskreytti bækur sínar jafnan með ljósmyndum, áður en hún komst í kynni við súrrealistana og með sanni eru sjálfs- myndir hennar samofnar skrifum hennar þó að báðir listmiðlar geti staðið sjálfstætt sterkum fótum. Man Ray og Cahun þekktust vel og víst að þau kunnu að meta ljósmyndir hvors annars; þau fást við svipuð viðfangsefni í anda súrreal- ismans en um gjörólíka listamenn er þó að ræða. Í ljósmyndun var sviðsetning algeng meðal súr- realistanna og oftar en ekki tengd sjálfsmynd- um og portrettum. Grímur og aðrir fylgihlutir eru mikið notaðir í ljósmyndum Man Ray og Jacques-André Boiffard og ljósmyndatæknin könnuð í þaula í alls kyns útfærslum. Konan verður aðalviðfangsefni súrrealistanna og í myndlist þeirra er nakinn kvenlíkaminn hálf- gerð þráhyggja á þeim tíma sem nektin þykir úrelt í listinni. Nektin var höfð í hávegum í list 19. aldar og þótti á þessum tíma of akademísk, og þar með óæskileg, í hugum flestra framúr- stefnulistamanna. En súrrealistarnir, nær allt karlmenn, áttu tvíbent samband við konuna, hún var annað hvort mærð í einum fegurstu ást- arljóðum sem ort hafa verið (t.d. hjá Paul El- uard) eða hlutgerð á grófan hátt í afar svæsnum ljósmyndum, þá einkum hjá þeim súrrealistum sem tengja konuna við aðra birtingarmynd, dúkku eða gínu. Í Hvítum hönskum (1924) segir Breton gínuna vera lýsandi fyrir brenglun mannsins, í nægjusemi hans og bælingu, inni- lokun í eigin sál. En dúkkan og gínan verða að kynferðislegri hlutdýrkun (fetisisma) hjá Salva- dor Dali og ljósmyndaranum Hans Bellmer en dúkkumyndaröð Bellmer frá árunum 1934–1939 er eitt mest ögrandi verkefni súrrealismans. Þar er dúkkan bútuð niður og sett saman á alla vegu og verður að einhvers konar eignarhaldsritúal; kvenlíkaminn verður að glæpsamlegum líkama eða corpus delicti eins og Rosalind Krauss kall- ar það.3 Ég sé mig, þess vegna er ég Það er helst að ljósmyndir Cahun séu í anda súrrealistanna þegar hún sviðsetur hluti og tek- ur svo myndir. Þetta kallar Cahun ljósmynda- skúlptúra eða ljósmyndverk þar sem hún notast við ýmsa hversdagslega hluti og efni á borð við sand, hár, sígarettur, fjaðrir, skordýr, skeljar eða dagblöð, eilítið í líkingu við ljósmyndir hins þekkta Brassaï af krumpuðum strætómiðum eða spíruðum kartöflum. Þó hafa þessi verk Cahun mikla sérstöðu og eru samstiga frum- legri listsköpun hennar í sjálfsmyndum og skrif- um. Cahun tekur sjálfsmyndir allt frá tvítugs- aldri til síðasta dags. Að upphugsa sjálfan sig annan til að komast að því hver þú ert í raun er mjög bovarískt samkvæmt Jules de Gaultier (Madame Bovary eftir Gustave Flaubert). 4 Um- breyting á sjálfum sér til að vita hver þú ert. Cahun kafar djúpt í eigið sjálf um leið og hún leggur á sjálfsflótta. Fyrir hana er ekki neinn kjarni í persónuleikanum heldur er hann sam- settur úr fjölmörgum persónum, óteljandi grím- um sem settar eru upp við mismunandi tæki- færi, eftir ástandi sálar. Meðvituð um innri framandleik og oftlega minnt á það af öðrum, hampar Cahun sérein- kennum sínum , trú og trygg „áráttunni að vera öðruvísi“ sem hún segist sjálf vera gagntekin af. Það eitt að vera yfirlýst samkynhneigð listakona á þessum tíma hefði nægt til fordæmingar af hálfu samfélagsins en auk þess er hún gyðingur þegar seinni heimsstyrjöldin skellur á, virk í andspyrnuhreyfingunni, byltingarpólitík og list- sköpun súrrealistahópsins sem bætti um betur. Cahun féll ekki heldur inn í hversdagsmynstrið því hún klæddist íburðarmiklum frökkum, var oft með einglyrni, klippti hár sitt knallstutt, lit- aði það í öllum mögulegum litum ef hún rakaði ekki af sér allt hár, þar meðtalið augabrýr eins og sést á sumum sjálfsmynda hennar. Cahun er eigið átrúnaðargoð, og eins og hún segir sjálf, vildi hún umfram allt hafa í hávegum sjálfsást og einstaklingshyggju: „Algjör sjálfselska er ör- yggi“ En um leið þráir Cahun að vera önnur: „Hamingjuríkustu stundirnar? Í draumum mín- um. Ímynda mér að ég sé önnur.“ Í ljósmyndum Cahun togast ávallt á andstæður og öfgar. Sjálfseyðingarhvöt og niðurrifsstarfsemi endur- speglast í klippiljósmyndum hennar, líkami hennar er klipptur í sundur og vísar í sterka þrá til að umbreyta honum í annan meira viðunandi. Í skrifum er Cahun tíðrætt um útlit sitt, talar um líkama sinn sem holdgervingu ljótleikans eða felur annarri kvenpersónu í sögum sínum að tala um eigin ófríðleika en einhvern veginn skín sjálfsmynd Cahun í gegn. Cahun bregður sér í ÉG SÉ MIG, ÞESS Claude Cahun, Sjálfsmynd, um 1921. Úr ónefndu einkasafni. Claude Cahun, Sjálfsmynd, um Nýverið kom út bók með ritverkum sem fundist hafa eft- ir frönsku listakonuna Claude Cahun og varpa ekki ein- ungis ljósi á hana sem rithöfund, heldur fæst dýpri skilningur á sjálfsmyndum hennar og persónu; ljós- myndir hennar og skrif sameinast í snemmbúinni kons- eptlist, eru sjálfsævisögulegt portrett af stórmerkri lista- konu sem féll í gleymsku fyrir hálfri öld en stendur nú uppi sem einn frumlegasti meðlimur súrrealistahópsins. E F T I R H Ö N N U G U Ð L A U G U G U Ð M U N D S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.