Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 2003 15 Pavel Panasiuk, Helga Bryndís Magnúsdóttir og Sigurður Ingvi Snorrason saman komin í náttúrunni norðan heiða. VERK þriggja tón-skálda verða fluttaf þremur flytj-endum í Salnum annað kvöld kl. 20. Það eru þau Sigurður Ingvi Snorrason, klarinettuleik- ari, Pavel Panasiuk, selló- leikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleik- ari, sem flytja verk eftir L.v. Beethoven, Þorkel Sig- urbjörns- son og Jo- hannes Brahms. Þau fluttu þessa dagskrá á Dalvík og Akureyri fyrr í mán- uðinum. Eru áheyrendur að ein- hverju leyti öðruvísi úti á landi, Sigurður? „Fólk úti á landi fær sjaldnar tækifæri til að hlýða á klassíska tónlist og er að mörgu leyti einlæg- ara í upplifun sinni og þakklátara. Ég geri yf- irleitt ekki mikið af því að leika úti á landi en það er mjög gaman að vinna með fólki sem starfar annars staðar en hér fyrir sunnan. Ég er búinn að fara þrisvar sinnum norður undanfarið til að æfa og það, eitt og sér að skipta um umhverfi, hefur veitt mér mikla ánægju.“ Er hér um fastmótað samstarf ykkar að ræða? „Það hefur ekki verið rætt ákveðið um það en vonandi fáum við að spila saman aftur því það hefur verið mjög gaman og gef- andi að leika með þeim tveimur. Ég hef þekkt Helgu Bryndísi lengi, al- veg frá því hún tók einleik- arapróf sitt frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Pavel kynntist ég er ég vann með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands í janúar sl. Þá lékum við saman á Vínartónleikum.“ Segðu okkur af verk- unum sem þið flytjið. „Já. Verk Beethovens og Brahms eru mjög þekkt. Verk Beethovens er æsku- verk, opus 11. Þess gætir í verkinu, en síðasti kaflinn er götuslagari sem Beet- hoven heyrði í Vín og skrif- aði tilbrigði við. Tríóið er kennt við stefið í síðasta þætti verksins, lagið Pria ch’io l’impegno (Ég verð að borða eitthvað áður en ég held til vinnu). Fyrstu heimildir um flutning eru frá árinu 1800 og stendur húsið enn þar sem sá flutn- ingur fór fram. Þessi „slag- ari“, eða uppá þýsku „Gassenhauer“, var um tíma raulaður af öðrum hverjum manni á götum Vínarborgar. Beethoven vissi ekki fyrr en löngu síð- ar að lagið er úr óperunni Sjómaður af ást eftir Jos- eph Weigl sem frumsýnd var í borginni 1797. Óper- an er ekki lengur flutt, en slagarinn góði lifir. Verkið sem við flytjum eftir Brahms, Tríó op. 114, er meðal hans síðustu verka. Áður hafði Brahms ákveðið að komið væri að lokum tónlistarferils síns, þá tæplega sextugur. Hann gekk svo ákveðinn til verks að hann tók nótnabunkann sinn og henti honum í á í Austurríki. Hann sagði við útgefanda sinn að meðal pappíranna hafi verið upp- kast að 5. sinfóníunni. Nokkrum mánuðum síðar fer Brahms til Meiningen í Þýskalandi og heyrir þá í fyrsta klarínettuleikara í hirðhljómsveitar staðarins, Richard Mühlfeld að nafni. Hann var svo ævintýralega góður að hann kveikti aft- ur neistann í brjósti tón- skáldsins. Eftir þetta sem- ur Brahms, í einum rykk, Tríóið op. 114 og Klarín- ettukvintettinn op. 115og stuttu síðar Sónöturnar op. 120 nr. 1 og 2. Hann lést 64 ára gamall. Eftir Þorkel flytjum við Thema senza variazioni, Stef án tilbrigða. Þetta er gott verk og dæmigerður Þorkell. Verkið leynir á sér og stutt er í húmorinn. Í umsögn sinni um verkið leggur hann útfrá því að í mörgum tónverkum sé alltaf eitthvert þema og til- brigði, þar af eitt í moll. Þarna leikur hann sér að einu þema og kastar á milli flytjenda.“ Gefandi að vinna með fólki úti á landi STIKLA Tríótónleikar í Salnum Næsta v ika Laugardagur Gallerí Skuggi, Hverfisgötu, kl. 17 Guðrún Öyahals opnar sýningu. Í verkum sínum leitast hún við að kanna huglægt ástand ein- staklingsins, þörf manneskjunnar fyrir persónulegt rými, ferð hennar um hringrás lífsins og tilraunir til að gera sjálfa sig að miðjupunkti. Gerðuberg kl. 13.30 Sjónþing með Koggu. Stjórnandi er Að- alsteinn Ingólfsson listfræðingur. Spyrlar eru Edda Jónsdóttir for- stöðumaður gallerís i8 og Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður. Einnig verður opnuð yfirlitssýning á verk- um Koggu sem spannar sl. 30 ár. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhús kl. 13 Yfirlitssýningu á verkum Magnúsar Ólafssonar (1862–1937) eins helsta frumherja í íslenskri ljósmyndun. Verk Magn- úsar, sem eru kjölfestan í safneign Ljósmyndasafns Reykjavíkur, varpa ljósi á tímabilið frá aldamótum 1900 fram undir miðbik 20. aldar. Opið virka daga kl. 12–19, um helgar kl. 13–17. Sunnudagur Listasafn Íslands kl. 15 Harpa Þórsdóttir listfræðingur fylgir gest- um um sýningar Söru Björnsdóttur og Spessa í „Sjónarhorni“ lista- safnsins. Einnig verður farið um sýninguna Vefur lands og lita – Yf- irlitssýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur. Listasafn Reykjavíkur – Hafn- arhús kl. 15 Pétur H. Ármanns- son, deildarstjóri byggingarlist- ardeildar og sýningarstjóri, fer með gestum um sýningu á húsa- teikningum og líkönum og spjallar við gesti um verkin. Listasafn Reykjavíkur – Kjar- valsstaðir kl. 15 Eyjólfur Ein- arsson verður með leiðsögn um sýningu sína, Hringekjur lífsins, og ræðir við gesti um listsköpun sína. Nýlistasafnið kl. 15 Baldur Geir Bragason myndlistarmaður verður með leisögn um sýninguna Grasrót 2003. Þar eru verk 13 ungra myndlistarmanna. Mánudagur Listaháskóli Íslands, Laug- arnesi, kl. 12.30 Þýski myndlist- armaðurinn Ingo Frölich flytur fyr- irlestur er hann nefnir „Raunveruleiki og möguleiki“ og fjallar þar um tíma og rúm í eigin verkum. Þriðjudagur Salurinn kl. 20 Hannes Þ. Guð- rúnarson gítarleikari flytur tónlist frá Paragvæ, Mexíkó og Kúbu. Villancico de Navidad, Barcarola og La Samaritana eftir Agustin Barrios Mangore, 5 Prelúdíur, Theme varie et Finale og Vals eftir Manuel M. Ponce og Elogio de la Danza, Dansa Caracteristica og Cancion de Cuna eftir Leo Brouwer. Norræna húsið kl. 12.05–13 Már Jónsson flytur erindi sem hann nefnir Heim- an eða heim? Brott- rekstur mára frá Spáni í byrjun 17. aldar. Fyr- irlesturinn er í fyrirlestraröð Sagn- fræðingafélags Íslands sem nefnist „Hvað er (um)heimur? Aðgangur er ókeypis. Miðvikudagur Listháskóli Íslands, Skipholti 1 kl. 12.30 Glerlistamaðurinn Mike Lees fjallar um glerlist. Mike er bú- settur í Norður –Wales og starfar þar að list sinni. Fimmtudagur Háskólabíó kl. 19.30 Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Ein- leikari á selló Erling Blön- dal Bengts- son. Hljóm- sveitarstjóri er Lawrence Foster. Flutt verða verk eftir Georges Enesco, Rúm- ensk raps- ódía nr. 2, Sellókonsert eftir Aram Khatsjatúrjan og Sinfónía nr. 3 eftir Johannes Brahms. Már Jónsson. Kogga. Erling Blöndal Bengtsson. unnar Liv Blåvarp. Til 19.10. Anddyri: Sari Maarit Cedergren. Til 12.10. Nýlistasafnið: Grasrót 2003. Til 12.10. Safn – Laugavegi 37: Opið mið-sun, kl. 14– 18. Til sýnis á þremur hæðum íslensk og al- þjóðleg samtíma- listaverk. Skaftfell, Seyðisfirði: Sirra Sigrún Sigurð- ardóttir og Erling T.V. Klingenberg. Til 10.10. Slunkaríki, Ísafirði: Hjörtur Hjartarson. Til 28.9. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Landafundir. Skáld mánaðarins – Jón Helgason. Þjóðarbókhlaða: Humar eða fræðg: Smekkleysa í 16 ár. Til 23.11. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Dýrin í Hálsaskógi, sun. Með fulla vasa af grjóti, lau., fös. Pabbastrákur, lau., fös. Veislan, sun. Borgarleikhúsið: Lína Langsokkur, lau., sun. Öfugu megin uppí, lau. Púntila og Matti, fös. Grease, Loftkastalinn: Erling, lau. Hafnarfjarðarleik- húsið: Vinur minn heimsendir, lau., fim., fös. Iðnó: Sellofon, fim. Tjarnarbíó: Eldurinn, Jóhanna af Örk, lau., sun. Möguleikhúsið: Tveir menn og kassi, sun. Heiðarsnælda, sun. Völuspá, sun. Til 12.10. Listasafn Akureyrar: Þjóð í mótun.Vestursalur: Erla S. Haraldsdóttir og Bo Melin. Til 2.11. Listasafn ASÍ: Einar Garibaldi Eiríksson og Bruno Muzzolini. Til 12.10. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Júl- íana Sveinsdóttir. Sara Björnsdóttir og Spessi. Til 26.10. Listasafn Reykjanes- bæjar: Stefán Geir Karlsson. Til 19.10. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Ás- mundur Sveinsson – Nú- tímamaðurinn. Til 20.5. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi: Erró – stríð. Til 3.1. Samsýning alþýðulistar og samtíma- listar, í samstarfi við Safnasafnið. Úr bygg- ingarlistarsafni. Innsetn- ing Bryndísar Snæ- björnsdóttur og Mark Wilson. Til 2.11. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Eyj- ólfur Einarsson. Sæ- mundur Valdimarsson myndhöggvari. Til 12.10. List án landa- mæra: Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Þórey Rut Jóhannesdóttir. Til 28.9. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Meistarar formsins – Úr högg- myndasögu 20 aldar. Til 28.9. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Magnús Ólafsson ljósmyndari. Til 1.12. Mokkakaffi: Bjarni Bernharður. Til 15. okt. Norræna húsið: Skart- gripir norsku listakon- MYNDLIST Gallerí Dvergur, Grundarstíg: Elín Hansdóttir. Til 4.10. Gallerí Fold, Rauð- arárstíg: Pétur Gautur. Ljósafold: Jóna Þorvalds- dóttir. Til 5.10. Gallerí Hlemmur: Val- gerður Guðlaugsdóttir: Innsetning. Til 28.9. Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu: Hulda Vilhjálmsdóttir. Til 5.10. Gallerí Skuggi: Guð- rún Öyahals. Til 12.10. Gallerí Sævars Karls: Svanborg Matthíasdóttir. Til 8.10. Gerðarsafn: Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Katrín Þorvaldsdóttir og Olga Bergmann. Til 5.10. Gerðuberg: Yfirlitssýn- ing af verkum Koggu sl. 30 ár. Til 16.11. Hafnarborg: Bernd og Jutta Lohmann. Krist- bergur Pétursson. Ingi- ríður Óðinsdóttir. Teikn- ingar hafnfirskra barna. Til 13.10. Hallgrímskirkja: Gunnar Örn. Til 1.12. Hús málaranna: Jó- hann G. Jóhannsson og Guðbjörn Gunnarsson. Til 28.9. i8, Klapparstíg 33: Guðrún Einarsdóttir. Undir stiganum: Tomas Lemarquis. Til 1.11. Íslensk grafík: Berg- lind Björnsdóttir. Til 28. sept. Ketilhús, Akureyri: Einar Hákonarson. Til 5. okt. Kling og bang gall- erí, Laugavegi 23: Nína Magnúsdóttir. Til 28.9. Listasafni ASÍ: Arin- stofa, Kristinn Pétursson. ALBÍNA Thordarson fjallar um ævi og störf föður síns, Sigvalda Thordarsonar, í fjölnotasal Lista- safns Reykjavíkur – Hafnarhúsi, kl. 20 á mið- vikudagskvöld. Þann dag er alþjóðlegur dagur bygg- ingarlistar. Sigvaldi var einn listfengasti arkitekt sinnar kyn- slóðar og hafði með verkum sínum mikil áhrif á þró- un byggingarlistar hér á 5. og 6. áratug 20. aldar. Hann fæddist á Ljósalandi í Vopnafirði árið 1911. Eftir sveinspróf í húsasmíði fór hann utan til náms í arkitektúr í Danmörku árið 1934. Hann gerði hlé á námi árið 1940, fluttist til Reykjavíkur og hóf rekstur teiknistofu með Gísla Halldórssyni arkitekt. Að stríði loknu lauk hann námi sínu ytra, var eftir það forstöðumaður teiknistofu SÍS 1948-51 og rak loks eigin teikni- stofu allt til æviloka. Fyrirlesturinn er í boði byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur og Arkitektafélags Íslands. Aðgangur er ókeypis. Ævi og störf Sigvalda Thordarsonar Sigvaldi Thordarson. BARNADAGAR verða í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, í vetur, en mikið er um að börn heimsæki safnið með foreldrum eða öðrum fullorðnum. Ýmislegt verður um að vera fyrir börnnin í vetur, m.a. sögustundir, lista- smiðja, tónsmiðja, sýnd verða myndbönd og brúðuleikhús kemur í heimsókn. Á morgun kl. 15 kemur Hallveig Thorlacius með Sögusvuntuna og sýnir leikritið um Loðinbarða. Að- gangur ókeypis. Barnadagur í Borgar- bókasafni Úr sýningu Sögusvuntunnar á brúðuleiknum Loðinbarða. EINAR Garibaldi Eiríksson og Bruno Muzzolini opna einkasýn- ingar í Listasafni ASÍ í dag, laugardag kl.15. Einar Garibaldi sýnir málverk og kallast sýning hans Ísland í níu hlutum. Bruno sýnir ljósmyndir og myndbandsverk og kallast sýning hans Augnagildrur. Einar Garibaldi hélt málverkasýningu sem nefnist Blað 18- Reykjanes í Listasafni Reykjaness 7. september í fyrra. „Það má segja að sýningin nú sé framhald þeirrar sýningar. Þar fjallaði ég um landslagið eins og það birtist í túlkun kortagerðarmanna og vísaði titillinn í kort frá landmælingum Íslands sem gefið er út í Atlaskortaröðinni. Blað 18 í þeirri röð er af Reykjanesi. Nú tek ég fyrir allt landið. Um er að ræða óhefðbundin málverk sem mynda heildarlandslagsmynd,“ segir Einar Garibaldi. Bruno Muzzolini er frá Ítalíu og sýnir nú verk sín í annað sinn hér á landi. Hann tók þátt í samsýningunni Færur árið 1997 í Nýlistasafninu. Bruno er nú gestakennari við Listaháskóla Íslands. Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 13 –17. Sýningarnar standa til 12. október. Málverk af Íslandskorti og ljósmyndir í ASÍ Bruno Muzzolini og Einar Garibaldi Eiríksson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.