Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 2003 11 Af hverju er krabbamein kallað þessu nafni? SVAR: Áður en komið er að nafngiftinni er ekki úr vegi að gera grein fyrir eðli krabba- meina. Krabbamein eru margvísleg að uppruna, en að mörgu leyti sambærileg hvað hegðun varðar. Þau mynda flokk alvarlegra sjúk- dóma sem yfirleitt eru lífshættulegir ef við- eigandi meðferð er ekki beitt. Krabbamein einkennast flest af fyrirferðaraukningu, það er æxli, sem kemur fram eftir að frumur í einhverjum vef eða líffæri líkamans hafa tek- ið þeirri umbreytingu sem krabbameins- myndun nefnist, og eru teknar að fjölga sér stjórnlaust. Í umbreytingunni felst einnig að frum- urnar öðlast hæfileika til að vaxa inn í aðra vefi. Þessi innvöxtur nefnist íferð(invasion) og veldur skemmdum í þeim líffærum sem fyrir henni verða. Krabbameinsfrumur geta einnig sáð sér út með bláæðum eða vessaæð- um og tekið sér bólfestu á nýjum stöðum. Þar vaxa þær einnig stjórnlaust, mynda fyr- irferð og valda skemmdum. Slíkt nefnist á ís- lensku meinvarp(metastasis). Krabbamein í brjóstum kvenna geta til dæmis sáð sér til eitla í holhönd, krabbamein í lungum geta sáð sér til heila og krabbamein í blöðruháls- kirtli karla geta sáð sér til beina. Krabbameinin eru hættuleg vegna þess að frumuvöxturinn lýtur ekki stjórn líkamans og heldur áfram þó að slíkt þjóni engum hagnýtum tilgangi og verði aðeins til að skemma og eyðileggja aðra vefi og önnur líf- færi. Bera má þetta saman við vöxt í græðsluvef í sári eða beinbroti. Græðsluvefur vex fram til að fylla í sár eða beinbrot, en þegar sárinu er lokað eða brotið gróið hættir vöxtur hans. Í krabbameini hættir vöxturinn hins vegar ekki fyrr en hann er stöðvaður með meðferð eða hann hefur valdið svo mikl- um skemmdum í mikilvægum líffærum að sjúklingurinn deyr. Uppruna krabbameinsheitisins má rekja til forngrísku, þar sem karkinos þýðir krabbi, og til latínu, þar sem cancer þýðir krabbi. Sennilega er það lögun hins ífarandi vaxtar, það er angar og tungur æxlisins sem teygja sig inn í aðra vefi, sem veldur því að mönn- um hefur dottið í hug samlíking við krabba- dýr. Einnig hefur komið fram sú tilgáta að út- þandar og blóðfylltar æðar sem stundum teygja sig út frá krabbameini geti líkst öng- um krabbadýrsins. Loks hafa menn getið sér þess til að gríski læknirinn Hippókrates, sem uppi var um 400 f. Kr., hafi fyrstur notað heitið carcinoma, krabbaæxli. Talið er að hann hafi, auk ofan- greinds, einnig haft í huga að krabbamein eru oft mjög þétt á yfirborði, nánast eins og hörð skel krabbadýrs. Þá hefur verið sett fram sú tilgáta að hann hafi borið saman hegðun krabbameinsins og hegðun krabba- dýrsins, sem ekki sleppir taki sínu fyrr en í fulla hnefana. Í ritmálsskrá Orðabókar háskólans má finna að íslenska heitið krabbamein hefur verið komið í notkun þegar á miðri 18. öld. Það er fyllilega viðurkennt sem fræðiheiti, en í daglegu tali er óformlega heitið krabbi oft notað. Hver tegund krabbameins hefur sitt fræði- lega sérheiti. Almennt eru þau fyrst kennd við upprunalíffærið, svo sem magakrabba- mein, nýrnakrabbamein og húðkrabbamein. Læknisfræðilega geta þau svo verið nánar flokkuð eftir vefja- eða frumugerð æxlisvaxt- arins, til dæmis í kirtilkrabbamein, smá- frumukrabbamein, flöguþekjukrabbamein og margt fleira. Krabbamein í stoðvefjum, það er í beinum, vöðvum og bandvef, eru gjarnan nefnd sarkmein, eftir gríska fræðiheitinu sarcoma. Loks má nefna að hvítblæði er flokkur alvarlegra sjúkdóma sem tilheyra krabbameinum. Uppruni æxlisvaxtarins er þá í blóðmyndandi beinmerg. Jóhann Heiðar Jóhannsson, læknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, sérfræðingur í meinafræði. Getum við lifað á hundasúrum, grasi og öðru slíku eins og hest- arnir og kýrnar? SVAR: Við fáum orku úr jurtum fyrst og fremst í formi sterkju sem er forðasykra plöntunnar, samsett úr glúkósasameindum. Aðalbyggingarefni og uppistaða í frumu- veggjum plantna er svokallað beðmi eða sellulósi. Það er einnig úr glúkósasameindum en þær tengjast öðruvísi en glúkósasam- eindir sterkjunnar og meltingarensím mannsins geta ekki melt það. Þar af leiðandi nýtist sellulósi manninum ekki til orku. Reyndar er sellulasa, ensímið sem brýtur niður sellulósa, aðeins að finna í sárafáum dýrategundum. Jórturdýr brjóta til að mynda ekki niður sellulósa sjálf heldur sjá ákveðnar örverur í maga þeirra um það. Magi jórturdýra sem skiptist í fjögur hólf, vömb, kepp, laka og vinstur, á þó sinn þátt í að gera meltingu á grasi mögulega. Hestar, sem ekki eru jórturdýr, brjóta sellulósa einn- ig niður með hjálp örvera í botnristli. Auðmeltanlega sterkju, sem maðurinn þarf sem kolvetnagjafa, er frekar að finna í ávöxt- um og rótum plantna, en minna er af henni í stönglum og blöðum sem innihalda meira af sellulósa. Í grasi er til dæmis að mestu leyti ómeltanlegur sellulósi og því má segja að ómögulegt sé fyrir manninn að lifa eingöngu á grasi. Við gætum ekki nýtt það nægilega vel sem orkugjafa auk þess sem okkur myndi fljótlega skorta ýmis næringarefni. Þó að hægt sé að fá einhverja orku úr blaðgrænmeti eins og hundasúrum, þá er mikilvægt að neyta líka sterkjuríkra afurða á borð við kartöflur, rófur og gulrætur svo að dæmi séu nefnd. Annars má segja almennt um jurtafæði að fjölbreytni skiptir þar afar miklu máli; þannig má tryggja nægilega neyslu af orku og næringarefnum. Hunda- súrur gætu því verið hluti af fæðunni en þær gætu alls ekki fullnægt næringarþörf okkar. Björn Sigurður Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur á Rannsóknastofu í næringarfræði. AF HVERJU ER KRABBAMEIN KALLAÐ ÞESSU NAFNI? HVAÐ er heilög þrenning, eru íþróttameiðsl meðal barna og unglinga algeng, eru til villihestar í dag og af hverju fær maður stundum gæsahúð þegar maður hlustar á góða tónlist? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDI Nú er illt að inna ókjör harma minna, þá er ráða þinna þolinmóður að bíða, bíða betri tíða. Stormurinn rauk, strompurinn fauk fyrir hörku hríða. Opt mér hefur amað enn þó lítið framað, lund og gleði lamað. Leiðu seljans af koti fullu af mör og floti. Stormurinn rauk, strompurinn fauk, beinu lá við broti. Úti í Árna garði er nú strompurinn harði fyr en firða varði. Flestu má nú una, þaut á þaki duna. Stormurinn rauk, strompurinn fauk, burt hann varð að bruna! Hvað mun Árni segja? Hvurt mun kaupmanns freyja, nú í drottni deyja? Dottinn er nú strompur! Kæfum allar kumpur! Stormurinn rauk, strompurinn fauk, skemmdar allar hvumpur. Haf mig nú í huga! Hér má ekkert duga, nema bönd sem buga. Blástur efri krapta sterkt með haunkum hapta. Stormurinn rauk, strompurinn fauk, þúngt er það að kjapta. Biskup mun oss bráðum, bjarga vel með ráðum. Um stiga biskup bæðum brátt hann hjálpa vildi, Þá í harðri hildi. Stormurinn rauk, strompurinn fauk, mikil er biskups mildi! Harminn minn í hljóði Hyl ég nú í óði, við þig, Gísli góði, gæddur meistara höndum berst frá listar löndum. Stormurinn rauk, strompurinn fauk, Gísla brauzt úr böndum. Fauk í ofviðri 27. janúar 1900, en 28. janúar var þetta kveðið til Gísla. Strompkvæði orti Gröndal eftir að strompurinn fauk af húsi hans á Vesturgötu 16. Það gerðist 27. janúar árið 1900 eins og segir á handritinu undir kvæðinu. Frumritið er í eigu Guðfinnu Lilju Gröndal. Tengdamóðir hennar Eygló Gísladóttir gaf henni handritið, en Eygló var dóttir Gísla Finnssonar járnsmiðs. Það var úr vöndu að ráða hjá skáldinu þegar strompurinn var farinn svo hann tók sér penna í hönd og ritaði Gísla bónarbréf um björgun á strompinum. Sendi hann svo kvæðið til vinar síns sem bjó vestar á Vesturgötunni. Gísli Finnsson járnsmiður sigldi til Kaupmannahafnar árið 1897 til þess að kynna sér tækninýjungar í sinni grein, þ.e. járnsmíði. Hann flutti síðan heim með sér stein- olíumótor. Mótor þessi átti að knýja rennibekkinn á verkstæði hans. Auk mótorsins kom hann með fjöldann allan af nýjum verkfærum, sem ekki voru þekkt hér á landi. Gísli stofnaði einnig með Knud Zimsen verkfræðingi fyrstu járnvöruverslunina á Íslandi. Einnig byggði Gísli árið 1907 á Norðurstíg 7 stóra smiðju og nefndi hana „Hamar“. Kvæðið er handskrifað á folio. Á fremstu síðu er efst teikning af þaki hússins og það sem eftir er af strompinum en strompurinn sjálfur flýgur á vængjum á braut. Benedikt notar rauðan og bláan og svartan lit í þetta handrit. Teikningin er í bláu og rauðu, en kvæðið skiptist í rauðan og svartan lit. BENEDIKT SVEINBJARNARSON GRÖNDAL STROMPKVÆÐI Fyrsta síða í handriti Gröndals að Strompkvæði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.