Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 2003 M AÐUR einn knúði dyra hjá konunginum og sagði: – Gefðu mér skip. Á húsi konungs- ins voru miklu fleiri dyr, en þessar voru bænadyrnar. Þar sem allur tími konungsins fór í að sitja við gjafadyrnar (það skal tekið fram að hann tók við gjöfum handa sjálfum sér) lét hann sem ekkert væri í hvert sinn sem hann heyrði að barið var að bænadyrunum, og það var ekki fyrr en sífelld höggin frá bronshúðaða dyrahamrinum glumdu ekki aðeins í allra eyr- um heldur voru orðin yfirgengileg og trufluðu friðinn í nágrenninu (menn voru farnir að tauta: – Hvers konar konungur er þetta, hann fer ekki til dyra) að hann skipaði aðalritara sínum að fara og kanna hvað beiðandinn vildi fyrst ekki virtist nokkur leið að þagga niður í honum. Þá kallaði aðalritarinn á undirritara sinn, sem kall- aði á sinn undirritara, en hann kallaði á aðstoð- armann sinn, sem kallaði þá á sinn aðstoðar- mann, og þannig gekk það koll af kolli þar til röðin kom að ræstingakonunni, sem hafði ekki yfir neinum að ráða, opnaði bænadyrnar í hálfa gátt og spurði út um rifuna: – Hvað viltu? Beið- andinn greindi henni frá erindi sínu og tók sér því næst stöðu til hliðar við dyrnar meðan hann beið þess að beiðnin færi sömu leið til baka manna á milli þar til hún bærist konunginum. Konungurinn var ævinlega upptekinn við að taka á móti gjöfum og dró svarið á langinn, en umhyggja hans fyrir vellíðan og hamingju þegna sinna leyndi sér ekki þegar hann ákvað að biðja aðalritara sinn um rökstutt, skriflegt álit, og hann – vart þarf að taka það fram – lét fyrirmælin ganga til undirritarans og hann til síns undirritara og áfram koll af kolli uns röðin kom aftur að ræstingakonunni, sem samþykkti beiðnina eða hafnaði henni eftir því hver gállinn var á henni. En í tilviki mannsins, sem vildi fá skip, gerð- ust hlutirnir ekki nákvæmlega með þessum hætti. Þegar ræstingakonan spurði hann út um dyragættina: – Hvað viltu? bað maðurinn ekki um nafnbót, heiðursmerki eða einfaldlega pen- inga eins og allir aðrir, heldur svaraði: – Ég vil tala við konunginn. – Þú veist að konungurinn getur ekki komið, hann er staddur við gjafa- dyrnar, svaraði konan. – Jæja, farðu þá til hans og segðu honum að ég muni ekki hreyfa mig héðan fyrr en hann kemur í eigin persónu til að vita hvað ég vil, svaraði maðurinn, lagðist endi- langur meðfram þröskuldinum og breiddi yfir sig teppi til að verjast kuldanum. Ógerlegt var að komast inn eða út um dyrnar nema klofa yfir hann. Nú var illt í efni ef haft er í huga að sam- kvæmt þeim reglum sem giltu um dyrnar mátti aðeins einn beiðandi standa við þær í senn, en það þýddi að meðan einhver var að bíða eftir svari mátti enginn annar nálgast dyrnar og greina frá þörfum sínum eða löngunum. Við fyrstu sýn mætti ætla að sá sem hagnaðist á þessu reglugerðarákvæði væri konungurinn, vegna þess að því færri sem kæmu til að ónáða hann með harmatölum sínum því betri tíma hefði hann – og meiri frið – til að taka við gjöf- unum, dást að þeim og halda þeim til haga. En við nánari athugun var þetta konunginum í óhag – og það mjög – vegna þess að þegar mönnum varð ljóst að svarið drægist á langinn meira en góðu hófi gegndi urðu almenn mót- mæli til þess að óánægja þegnanna jókst til muna, og það hafði fyrir sitt leyti skjót og nei- kvæð áhrif á gjafafjöldann. Í því tilviki sem hér um ræðir íhugaði konungurinn kostina og gall- ana og eftir þrjá daga fór hann í eigin persónu að bænadyrunum til að grennslast fyrir um hvað hann vildi þessi vandræðagemlingur sem hafði hafnað því að beiðni sín færi eftir réttum leiðum í kerfinu. – Opnaðu dyrnar, sagði kon- ungurinn við ræstingakonuna og hún spurði: – Upp á gátt eða aðeins rifu? Konungurinn hikaði andartak, sannleikurinn er sá að hann kærði sig lítið um að komast í snertingu við loftið úti á götunni, en hugleiddi síðan að það liti illa út og væri ennfremur ósamboðið hátign hans að hann talaði við þegn sinn gegnum glufu líkt og hann óttaðist hann, og sérstaklega þar sem ræstinga- konan yrði áheyrandi að samræðunum og færi svo á kreik og segði hinum og þessum einhverja vitleysu: – Upp á gátt, skipaði hann. Maðurinn, sem vildi eignast skip, reis upp af dyratröpp- unni þegar hann heyrði byrjað að skjóta slag- bröndunum frá, vafði saman teppið sitt og beið átekta. Þessar vísbendingar um að einhver ætl- aði loksins að koma til dyra og að plássið við dyrnar losnaði innan skamms varð til þess að nokkrir, sem sóttust eftir örlæti konungsins og voru þarna á vappi, nálguðust dyrnar tilbúnir að gera áhlaup á staðinn jafnskjótt og hann losnaði. Þegar konungurinn birtist óvænt í dyr- unum (slíkt hafði aldrei átt sér stað síðan hann setti upp kórónuna) urðu menn óskaplega undr- andi, ekki aðeins fyrrnefndir keppinautar held- ur einnig nágrannarnir í húsunum hinum megin við götuna, sem heyrðu skyndilegan gauragang og komu út í glugga. Eini maðurinn sem varð ekki sérstaklega undrandi var sá sem hafði komið til að biðja um skip. Hann hafði gert ráð fyrir því, og sú tilgáta reyndist rétt, að konung- inum, enda þótt það tæki hann þrjá daga, hlyti að leika forvitni á að sjá framan í þann sem for- málalaust og af fágætri ósvífni vildi tala við hann. Innra með konunginum toguðust á óvið- ráðanleg forvitnin og óánægjan yfir að sjá svo margt fólk saman komið og hann hreytti út úr sér þremur spurningum í röð: – Hvað viltu? – Af hverju sagðirðu ekki strax hvað þú vildir? – Heldurðu að ég hafi ekkert þarfara að gera? en maðurinn svaraði einungis fyrstu spurning- unni. – Gefðu mér skip, sagði hann. Konung- urinn varð svo furðu lostinn að ræstingakonan flýtti sér að skjóta til hans strástólnum, þeim sama sem hún var vön að setjast á sjálf þegar hún þurfti að fást við saumaskap, hún hafði nefnilega á hendi, auk hreingerninganna, minni háttar saumaskap í höllinni, svo sem að staga sokka skjaldsveinanna. Það fór illa um konung- inn vegna þess að strástóllinn var svo miklu lægri en hásætið, og hann reyndi eftir bestu getu að koma fótleggjum sínum fyrir, ýmist með því að draga þá undir stólinn eða teygja úr þeim til beggja hliða, en maðurinn, sem vildi eignast skip, beið þolinmóður eftir næstu spurningu: – Og til hvers viltu eignast skip, með leyfi að spyrja? reyndist verða spurning kon- ungsins þegar hann hafði loksins komið sér bærilega fyrir á stól ræstingakonunnar. – Til að leita að ókunnu eyjunni, svaraði maðurinn. – Hvaða ókunnu eyju? spurði konungurinn og hélt niðri í sér hlátrinum líkt og andspænis hon- um stæði vitfirringur úr hópi þeirra sem eru helteknir af siglingum og ekki væri ráðlegt að andmæla honum strax. – Ókunnu eyjunni, end- urtók maðurinn. – Þvættingur, ókunnar eyjar eru ekki lengur til. – Hver hefur sagt þér, kon- ungur, að ókunnar eyjar séu ekki lengur til? – Eyjarnar eru allar á landakortunum. – Á landa- kortum sjást aðeins þær eyjar sem menn þekkja. – Og hvaða ókunna eyja er þetta sem þú vilt leita að? – Ef ég gæti sagt þér það væri hún ekki ókunn. – Hvern hefurðu heyrt segja frá henni? spurði konungurinn og var orðinn alvar- legri. – Engan. – Fyrst svo er, af hverju held- urðu því fram að hún sé til? – Einfaldlega af því að það er óhugsandi að ekki sé til ókunn eyja. – Og hingað komstu til að biðja mig um skip. – Já, hingað kom ég til að biðja þig um skip. – Og hvaða rétt hefur þú til að krefjast þess að ég gefi þér það? – Og hvaða rétt hefur þú til að neita því að gefa mér það? – Ég er konungurinn í þessu ríki og öll skip ríkisins eru mín eign. – Fremur ert þú þeirra eign en þau þín. – Hvað áttu við? spurði konungurinn órólegur. – Að án þeirra sért þú ekki neitt, og að án þín geti þau samt siglt. – Að minni skipan og með mínum stýrimönnum og mínum skipverjum. – Ég bið þig hvorki um skipverja né stýrimann, ég bið þig aðeins um skip. – Og þessi ókunna eyja, ef þú finnur hana, mun heyra undir mig. – Þú, konungur, hefur aðeins áhuga á þeim eyjum sem vitað er um. – Ég hef einnig áhuga á ókunn- um eyjum, þegar þær verða kunnar. – Kannski þessi vilji ekki verða kunn. – Þá gef ég þér ekki skip. – Þú gefur mér skip. Mennirnir, sem vildu komast að bænadyrunum, heyrðu þessi orð bor- in fram af stillingu og ákveðni – óþolinmæði þeirra hafði vaxið stig af stigi frá því að samtalið hófst – og þeir ákváðu að tala máli mannsins sem vildi eignast skip, fremur þó til að losna við hann en vegna samkenndar, og tóku að hrópa: – Gefðu honum skipið, gefðu honum skipið! Kon- ungurinn opnaði munninn til að skipa ræstinga- konunni að kalla á hallarverðina og segja þeim að koma tafarlaust aftur á röð og reglu og inn- leiða aga, en í sömu andrá tóku nágrannakon- urnar, sem fylgdust með úr gluggunum, ákafar undir hrópin og kölluðu eins og hinir: – Gefðu honum skipið, gefðu honum skipið! Frammi fyr- ir svo ótvíræðri tjáningu um vilja almennings og áhyggjufullur yfir því sem hann kynni að hafa misst af við gjafadyrnar meðan á þessu stóð, hóf konungurinn hægri hönd sína á loft til að fá hljóð og sagði: – Ég skal gefa þér skip, en þú verður sjálfur að útvega þér áhöfn, ég þarf á sjómönnum mínum að halda vegna þeirra eyja sem við þekkjum. Fagnaðarlæti almennings komu í veg fyrir að þakkarorð mannsins, sem hafði komið til að biðja um skip, heyrðust, en af hreyfingum vara hans að dæma gat það hvort heldur verið: – Þökk, herra, eða: – Ég sé um það, aftur á móti heyrðist greinilega hvað kon- ungurinn sagði næst: – Þú ferð niður á bryggju, spyrð um hafnarstjórann, segir honum að ég hafi sent þig og að hann eigi að gefa þér skip, taktu spjaldið mitt með. Maðurinn, sem átti að fá skip, las á nafnspjaldið þar sem stóð skrifað Konungur undir nafni konungsins, og eftirfar- andi orð hafði hann skrifað á spjaldið um leið og hann studdi það við öxl ræstingakonunnar: – Fáðu handhafa spjaldsins skip, það þarf ekki að vera stórt, en vel sjófært og öruggt, ég kæri mig ekki um samviskubit ef illa fer. Þegar maðurinn leit upp, við skulum gera ráð fyrir að í þetta sinn hafi hann ætlað að þakka fyrir gjöfina, var kon- ungurinn á bak og burt, aðeins ræstingakonan stóð þarna og virti hann hugsi fyrir sér. Mað- urinn sté niður af dyratröppunni til merkis um að aðrir beiðendur gætu loksins nálgast, til- gangslaust væri að greina frá því að ringulreið- in varð gríðarleg, allir vildu þeir komast fyrstir að dyrunum, en ekki vildi betur til en svo að þeim hafði verið lokað öðru sinni. Aftur börðu þeir bronshúðuðum dyrahamrinum í hurðina til að ná eyrum ræstingakonunnar, en ræstinga- konan er hvergi nálæg, hún hafði snúist á hæli og gengið út um aðrar dyr með fötuna sína og skrúbbinn, dyr ákvarðananna, þær eru sjaldan notaðar, en þegar svo ber undir er það ótvírætt. Og nú getum við skilið af hverju ræstingakonan var svona hugsi á svipinn; Einmitt á þessari stundu hafði hún ákveðið að fara á eftir mann- inum þegar hann héldi niður að höfn til að taka við skipinu. Hún hugleiddi að nú væri hún búin að fá nóg af því að eyða ævinni í að þvo og skrúbba hallir, tímabært orðið að skipta um starf, að hennar rétta hlutverk væri að skrúbba og þvo skip, úti á sjó myndi hana alltént aldrei skorta vatn. Ekki hvarflar það að manninum, sem er ekki einu sinni byrjaður að ráða áhöfn- ina, að nú þegar fylgi honum sú sem í framtíð- inni muni sjá um skúringar og önnur þrif, á þennan hátt eru örlögin vön að leika okkur, þau standa hérna fyrir aftan, teygja fram höndina til að snerta öxl okkar meðan við tautum enn: – Því er lokið, ekkert fleira að sjá, skiptir engu. Maðurinn gekk lengi uns hann kom að höfn- inni, hann gekk út á bryggju, spurði um hafn- arstjórann, og meðan hann beið hans reyndi hann að giska á hvaða skip, af öllum skipunum sem voru þarna, yrði skipið hans, hann vissi nú þegar að það yrði ekki stórt, nafnspjald kon- ungsins var afdráttarlaust í þeim efnum, þess vegna voru gufuskipin, flutningaskipin og her- skipin útilokuð. En ekki gæti það orðið svo lítið að það stæðist ekki áhlaup vinda og úfinn sjó, konungurinn hafði einnig verið skorinorður í þeim efnum: – Vel sjófært og öruggt, það voru hans eigin orð og fólu í sér að árabátar, seglbát- ar og kænur væru sömuleiðis útilokuð, því að þótt þau væru vel sjófær og örugg, allt eftir ástandi hvers og eins þeirra, voru þau ekki gerð til að kljúfa úthöfin, þar sem er að finna ókunn- ar eyjar. Spölkorn frá, í felum bak við nokkrar tunnur, renndi ræstingakonan augunum eftir skipunum í höfninni: – Mér líst vel á þetta þarna, hugsaði hún, en hennar skoðun gilti einu, hún hafði ekki einu sinni verið ráðin ennþá, fyrst skulum við heyra hvað hafnarstjórinn seg- ir. Hafnarstjórinn kom, las spjaldið, virti fyrir sér manninn frá hvirfli til ilja og lagði fyrir hann spurninguna sem konungurinn hafði gleymt að spyrja: – Kanntu að sigla, hefurðu skipstjórn- arréttindi? Maðurinn svaraði: – Ég læri það á sjónum. Hafnarstjórinn sagði: – Ég myndi ekki ráðleggja þér það, ég er skipstjóri og ég hætti mér ekki út í að sigla hvaða skipi sem er. – Láttu mig þá fá skip sem ég gæti hætt mér út í að sigla, nei, ekki slíkt skip, láttu mig heldur fá skip sem ég virði og getur borið virðingu fyrir mér. – Þú talar eins og sjómaður, en þú ert ekki sjómaður. – Tali ég þannig er ég eins og sjómað- ur. Hafnarstjórinn las aftur spjald konungsins og spurði síðan: – Geturðu sagt mér til hvers þú vilt fá skip? – Til að leita að ókunnu eyjunni. – Ókunnar eyjar eru ekki lengur til. – Þetta sagði konugurinn líka. – Allt sem hann veit um eyjar lærði hann hjá mér. – Einkennilegt að þú, sem ert sæfari, skulir segja mér þetta, að ókunnar eyjar séu ekki lengur til, ég er landkrabbi, en ég veit samt að allar eyjar, einnig þær sem vitað er um, eru ókunnar þar til við stígum á þær. – En þú, ef ég hef skilið þig rétt, ætlar að leita að eyju sem enginn hefur nokkru sinni stigið fæti á. – Það veit ég þegar ég kemst þangað. – Ef þú kemst. – Já, stundum bíða menn skipbrot á ferð sinni, en ef slíkt hendir mig skaltu skrá það í hafnarskýrsluna að ég hafi komist svo og svo langt. – Komist, þú átt við að menn komist allt- af. – Þú værir ekki sá sem þú ert ef þú vissir það ekki nú þegar. Hafnarstjórinn sagði: – Ég ætla að láta þig fá skipið sem hentar þér. – Hvaða skip er það? – Það er skip sem hefur mikla reynslu, frá þeim tíma þegar allir leituðu að ókunnum eyjum. – Hvaða skip er það? – Ég held það hafi meira að segja fundið nokkrar. – Hvaða skip? – Þetta þarna. Jafnskjótt og ræst- ingakonan sá hvert hafnarstjórinn benti hljóp hún fram fyrir tunnurnar og hrópaði: – Það er skipið mitt, það er skipið mitt! við skulum fyr- irgefa henni þessa óvenjulegu og algerlega óréttmætu eignarkröfu, þetta var einfaldlega skipið sem henni hafði litist best á. – Það lítur út eins og karavella, sagði maðurinn. – Að meira eða minna leyti, tók hafnarstjórinn undir, – í upphafi var þetta karavella, síðar gekk skipið í gegnum lagfæringar og endurbætur sem breyttu því. – Samt er það ennþá karavella. – Já, það heldur gamla heildarsvipnum. – Og á því eru möstur og segl. – Þegar lagt er í leit að ókunnum eyjum er slíkt ráðlegast. Ræstinga- konan gat ekki stillt sig: – Ég kæri mig ekki um annað skip. – Hver ert þú? spurði maðurinn. – Manstu ekki eftir mér? – Kannast ekkert við þig. – Ég er ræstingakonan. – Hvar gerirðu hreint? – Í konungshöllinni. – Sú sem opnaði bænadyrnar. – Það var ég. – Og af hverju ertu ekki í konungshöllinni að ræsta og opna dyr? – Af því að dyrnar, sem ég vildi í rauninni opna, voru þegar opnar og af því að frá og með þess- um degi ræsti ég einungis skip. – Ertu þá ákveðin í að koma með mér í leit að ókunnu eyj- unni? – Ég gekk út um dyr ákvarðananna í höll- inni. – Fyrst svo er skaltu fara um borð í kara- velluna og kanna ástandið, eftir allan þennan tíma hlýtur hún að þurfa á þvotti að halda, og gættu þín á mávunum, þeim er ekki treystandi. – Viltu ekki koma með mér að skoða skipið þitt að innan? – Þú sagðir að þú ættir það. – Fyr- irgefðu, það var bara af því að mér leist vel á það. – Að lítast vel á eitthvað er líklega besta leiðin til að eiga það, en að eiga eitthvað hlýtur að vera versta leiðin til að lítast vel á það. Hafn- arstjórinn rauf samræðurnar: – Ég verð að af- henda eiganda skipsins lyklana, öðru hvoru ykkar, ákveðið ykkur, það gildir mig einu. – Ganga lyklar að skipum? spurði maðurinn. – Ekki til að komast um borð, en í þeim eru skáp- ar og geymslur, og skrifpúlt skipstjórans ásamt leiðarbókinni. – Hún getur séð um það allt, ég ætla að ráða áhöfnina, sagði maðurinn og hvarf á brott. Ræstingakonan gekk með hafnarstjóranum til að sækja lyklana á skrifstofuna, síðan fór hún um borð í skipið, tvennt kom henni að notum þar, skrúbburinn úr höllinni og varnaðarorðin gegn mávunum, hún var ekki komin nema hálfa leið upp landgöngubrúna á milli skipshliðarinn- ar og hafnarbakkans þegar óhræsin steyptu sér gargandi yfir hana, hamslaus, með opinn kjaft- inn, líkt og þau ætluðu að rífa hana í sig þá þeg- ar. Mávarnir vissu ekki við hverja var að kljást. Ræstingakonan lagði frá sér fötuna, stakk lykl- unum inn á sig, náði traustri fótfestu á land- göngubrúnni, og sveiflandi skrúbbnum líkt og fornu sverði tókst henni að tvístra blóðþyrstri hersingunni. Það var ekki fyrr en hún kom um borð í skipið að hún skildi reiði mávanna, hvar- vetna voru hreiður, mörg þeirra yfirgefin, í öðr- um voru ennþá egg, og í fáeinum ungar sem biðu eftir æti með glennta gogga. – O sei-sei, en héðan verða þeir að flytja sig, skip sem ætlar í SAGAN UM ÓKUNNU EYJUNA E F T I R J O S É S A R A M A G O

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.