Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 2003 ÞINGAÐ verður um Koggu og leirlisthennar á Sjónþingi í Gerðubergi í dagkl. 13.30.Kogga, fullu nafni Kolbrún Björg- ólfsdóttir, á að baki fjölbreyttan feril í grein sinni. Á Sjónþinginu ræðir Kogga um leir- listina, hönnun, fortíð, framtíð og allt þar á milli. Stjórnandi þingsins er Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur, en spyrlar eru þær Edda Jónsdóttir forstöðumaður gallerís i8 og Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður. „Fólk fær að vita sitthvað um þessa konu, sem hefur starfað við leir í þrjátíu ár og sjá hvað hún er búin að koma víða við,“ segir Kogga um þingið. Hún segir það hafa verið mikla sjálfsskoðun að undirbúa dagskrána og yfirlitssýninguna, en þess má geta að sýning á nýjum verkum hennar verður opnuð í þinglok. „Það er ótrúlega margt sem hefur komið mér á óvart, og margt sem ég var búin að gleyma. Ég hef ekki alltaf verið nógu dugleg í að passa mitt og skrá alla hluti, og þá kemur að því að maður þarf að leita – jafnvel að einhverju sem maður hefði ella aldrei leitað að. Þess vegna er þetta í rauninni mjög hollt og gott. Mér hefur fundist þetta mjög erfitt; þetta er þrjátíu ára tímabil. Þar sem ég hef haldið margar sýningar, kennt, tekið þátt í gallerírekstri, gert alls konar til- raunir og ýmislegt sem er ekki alltaf uppi á yf- irborðinu, þá þurfti ég að fara að grufla í fortíð- inni og reyna að draga eitthvað fram. Þegar ég var að byrja, virðist ég hafa verið nokkuð dug- leg við að halda hlutum til haga, en svo kemur millikafli, þar sem ég hef greinilega verið mjög önnum kafin og ekki verið nógu dugleg við að skrá verkin mín og mynda. Síðustu árin hefur þetta batnað aftur. Ég hef heldur ekki alltaf haldið eftir sýnishornum af verkum mínum, og það bitnar á mér núna. En þegar allt kemur til alls hlýtur hver einstaklingur að hafa ýmislegt að sýna af sjálfum sér.“ Kogga segir að margt hafi komið henni sjálfri á óvart í fortíðargrúskinu, og segir að þegar hún líti yfir feril sinn lítist henni nú mis- munandi vel á. „Ég hef greinilega átt mín tíma- bil, nú sé ég það betur en nokkru sinni fyrr. Ýmsu mundi ég vel eftir, en sumt sá ég í betra ljósi þegar búið var að raða ferli mínum í tíma- röð. En það er virkilega gaman að sjá þetta yf- irlit. Menn gleyma svo fljótt. Fólk heldur að ég hafi alla tíð unnið á þann hátt sem ég hef gert síðustu 8–10 árin, og það gæti komið mörgum á óvart að sjá það sem er eldra. Ég hugsa að ég eigi eftir að breytast og horfa aftur í fortíðina og taka á ýmsu sem ég var að gera þá og leysa það á nýjan hátt. Það eru þarna ákveðnir hlutir sem ég var að vinna að og kann enn ágætlega við. Einhver nýsköpun gæti því komið út úr þessari fortíðarkönnun, þótt hugmyndirnar séu ekki nýjar.“ Sérkennileg tilfinning Spyrlarnir, Tinna og Edda, hafa verið mat- aðir á efni um Koggu að undanförnu, að því er hún sjálf segir; þær hafa verið að glugga í göm- ul viðtöl og ýmislegt fleira til að kynnast Koggu betur. „Það er sérkennileg tilfinning að þurfa svo að standa fyrir sínu og svara fyrir sig, og ég neita því ekki að ég kvíði svolítið fyr- ir að þurfa að standa fyrir framan aðra og út- skýra hvers vegna ég hef gert þetta en ekki hitt. Ég held hins vegar að allt svona þroski mann, það væri vitleysa að sleppa því. Þetta er gott tækifæri fyrir mig og hér er hópur af fólki sem hefur verið að vinna að því með mér að fara í gegnum mig og minn feril.“ Í lok Sjónþings fá gestir að spyrja Koggu um list hennar og að því búnu verður sýningin opnuð. Gerðuberg er opið virka daga milli kl. 11 og 19, og milli 13 og 17 um helgar. Sýningu Koggu lýkur 16. nóvember. Leirlistakonan Kolbrún Björgólfsdóttir, betur þekkt sem Kogga, á Sjónþingi Gerðubergs Gæti komið mörgum á óvart að sjá það sem er eldra Morgunblaðið/Kristinn Kogga: Ég hef ekki alltaf haldið eftir sýnishornum af verkum mínum og það bitnar á mér núna. HILDUR Elín Ólafsdóttir dansari er ein þeirra fjölmörgu sem lagt hafa land undir fót til þess að láta drauma sína rætast. Aðeins sextán ára gömul fékk hún inngöngu í Konunglega listahá- skólann í Haag í Hollandi þar sem hún stundaði listnám í þrjú ár. Að námi loknu fékk hún stöðu við Rínaróperuna í Düsseldorf, en listrænn stjórnandi dansflokksins er Youri Vamos. Að- spurð segist Hildi líka afskaplega vel hjá Rínaróperunni. „Þetta er svo inni- haldsríkt starf. Vissulega fylgir því mikið álag og gerðar eru miklar kröfur til dansaranna. En metnaðurinn sem hér ríkir skilar sér í lokin til áhorfenda í betri sýningum og auknum listrænum gæðum. Sem dansari er maður aðeins ráðinn til árs í senn, en ég veit að mér stendur til boða að endurnýja samn- inginn og vera hérna áfram næstu ár- in. En auðvitað veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér og í raun er það óvissan sem er mér ákveðin hvatn- ing. Maður verður stöðugt að standa undir væntingum stjórnenda og sýna að maður er þess verður að vera hér áfram.“ Syngjandi ballettdansarar Að sögn Hildar er dansflokkurinn saman settur af fimmtíu dönsurum víðs vegar að úr heiminum. „Þetta er það stór hópur að við höfum tök á að setja upp stærri verk á borð við Svana- vatnið og Hnotubrjótinn. En við erum auðvitað líka með fámennari verk, auk þess sem dansarar eru stundum fengnir til þess að dansa í óperusýningum. Ég hef verið mjög heppin hér hjá Rínaróperunni því ég hef feng- ið nóg að gera með dansflokknum og tekið þátt í flestöllum uppfærslunum, en að jafnaði eru um sjö uppfærslur árlega, þar af þrjár nýjar.“ En Hildur hefur ekki aðeins verið að dansa hjá Rínaróperunni. „Við dansaranir höfum líka þurft að leika og syngja,“ segir Hildur kímin og vísar þar til uppsetningar ballett- hópsins á Sögu úr Vesturbænum frá liðnu starfsári. „Í fyrra var ákveðið að setja upp Sögu úr Vesturbænum og vildu forsvarsmenn hússins fremur gera sýninguna með ballett- flokknum en óperunni þar sem það væri svo mikilll dans í sýningunni. Allir dansararnir voru því settir í söngpróf og þá kom í ljós að nokkrir í flokknum gátu bara sungið býsna vel. Þannig að á endanum voru dansarar í öllum hlutverkum nema þremur aðalhlutverkum. Sýning- in var öll leikin á þýsku og var þetta frábær upplifun.“ Gefandi að dansa ný verk Aðspurð hvað fram undan sé hjá Hildi segir hún að á komandi starfsári sé ráðgert að setja upp Coppelíu og verk eftir John Neumeier. „Auk þess veit ég að í vor mun Rínaróperan standa fyrir sérstöku kvöldi þar sem dönsurum í flokknum gefst kostur á að setja upp frumsamin dansverk. Ég tók þátt í slíkri sýningu fyrir tveimur árum og það verður spennandi að sjá hver út- koman verður í ár. Að mínu mati er bæði mjög lærdómsríkt og afar gefandi að dansa nýtt verk og vinna með dans- höfundinum frá upphafi meðan hann er að skapa verkið. Það skemmtilega við að dansa fá- menn verk er að þá gefst dansaranum fremur tækifæri til að sýna eigin per- sónuleika heldur en þegar hann á að vera t.d. einn af svönunum í Svanavatn- inu þar sem allir eiga beinlínis að vera eins. En vissulega felst ákveðin kúnst að geta gert bæði,“ segir Hildur kímin og bætir við: „Í raun má líkja dans- sporum við orðaforða, því meira sem maður lærir því skiljanlegri getur mað- ur gert sig. Eftir því sem ég læri meira þeim mun áhugaverðara finnst mér starfið. Ég er mjög ánægð að hafa lagt dansinn fyrir mig. Ég vissi alltaf að ég yrði alla vega að láta á það reyna svo ég þyrfti ekki að sjá eftir því síðar meir. Vissulega voru sumir hissa á þessu starfsvali mínu og skildu ekki hvers vegna ég færi ekki í eitthvert praktískara framhalds- nám. En þetta var eitthvað sem ég einfaldlega varð að gera og er mjög sátt við það í dag.“ „Dansspor eru líkt og orðaforði“ Morgunblaðið/Þorkell Hildur Elín Ólafsdóttir ballettdansari. RÉTTINDASTOFA Eddu hefur gengið frá samningi um sölu á Mávahlátri eftir Kristínu Marju Baldursdóttur til forlags- ins Signature í Hollandi. Áður hefur út- gáfurétturinn verið seldur til Danmerkur og Þýskalands þar sem hún fékk góðar viðtökur. Meðal annars var sagan sögð „stórkostleg“, „bráðskemmtileg“ og „heillandi“. Signature í Hollandi leggur ekki síst áherslu á að gefa út skáldsögur frá Norðurlöndunum og má þar nefna verk höfunda á borð við Jostein Gaarder, höfund Veraldar Soffíu. Mávahlátur kom upphaflega út hjá Máli og menningu árið 1995. Mávahlátur hlaut afar lofsamlega dóma í þýskum fjölmiðlum á síðasta ári. Gagnrýnandi Die Welt sagði í umsögn sinni að það sem taki langan tíma verði á endanum gott: „Það tók Kristínu Marju Baldursdóttur átta ár að skrifa fyrstu skáldsögu sína og hún varð góð, meira að segja mjög góð. Þessi stórkostlega saga rannsakar mannlegt eðli í krók og kima, ódrengskap og manngæsku, kvenlega reisn og vanmátt karlmanna.“ Gagnrýnandi Oldenburger Volkszeit- ung segir: „Trúið mér, Mávahlátur er svo sannarlega stór skáldsaga – frumraun Kristínar Marju og verður fyrir alla muni að þýða meira af verkum hennar á þýsku.“ Morgunblaðið/Þorkell Mávahlátur til Hollands

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.