Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 2003 7 frá því að mennskar konur sem jafnframt eru valkyrjur geti endurfæðst. Þannig er því haldið fram að Sigrún Högnadóttir sé í reynd Sváva Eylimadóttir endurborin. Sigrún er föstnuð öðrum manni en hetj- unni sem hún elskar; „en er hún spyr það, þá reið hún með valkyrjur um loft og um lög að leita Helga“ og fann hann. Seinna fékk Helgi Sigrúnar og átti með henni sonu, en hafði þá áður fellt bæði föður hennar og bróður í orrustu. Hetjan varð þó ekki ellidauð því Dagur, annar bróðir Sigrúnar, rak hann í gegn í Fjöturlundi. Er Dagur segir systur sinni tíðindin bregst hún hatrammlega við. Böl- bænir hennar eru gott dæmi um enn eitt vopn sem valkyrjur Óðins kunnu að beita engu síður en hann sjálfur; þær gátu lagt á menn álög eins og gjarnt er um nornir. Eitt fyrrgreindra nafna valkyrjanna, Herfjötur, vísar beinlínis til þess mikilsverða hæfileika þeirra að fjötra andstæðinginn með göldrum svo hann geti ekki varið sig. Dagur er hins vegar ekki í vafa um hver beri ábyrgð á döprum örlögum fjölskyldunnar því hann segir bitur í bragði: „Einn veldur Óðinn öllu bölvi.“ Tvíeðli valkyrju sem er í senn mennsk og meyja Óðins birtist í óvenjulegu ljósi í frá- sögn kviðunnar af því sem gerist eftir dauða Helga. Hann var grafinn í haug að sið vík- inga og hélt til Valhallar, en sneri aftur til að hitta Sigrúnu sem gekk þá í hauginn til elskhuga síns. Hún vill sem sagt njóta ásta hans í mannheimi þótt hann sé dauður. Af þessu má ráða að þegar mennsk kona umbreytist í valkyrju Óðins missi hún hæfi- leikann til að finna fyrir mannlegum tilfinn- ingum. Sigrún gat því einungis elskað á mannlegum nótum með því að dvelja áfram meðal manna, en ekki sem valkyrja þótt Helgi hafi væntanlega verið einherji í Val- höll. Það fór svo að eftir að Helgi hélt alfarinn til Óðins varð Sigrún skammlíf í mannheimi; harmur og tregi dró hana fljótlega til dauða. En elskendunum var engu að síður hugað annað líf: „Helgi og Sigrún, er kallað, að væri endurborin. Hét hann þá Helgi Hadd- ingjaskati, en hún Kára Hálfdanardóttir, svo sem kveðið er í Káruljóðum, og var hún valkyrja.“ 9 Samkvæmt öðrum heimildum voru enda- lok Káru hins vegar frekar dapurleg þar sem hún féll óvart fyrir sverði hetju sinnar er hún flaug yfir vígvellinum í svanslíki. „ … björt í brynju“ „Sefur á fjalli fylkis dóttir björt í brynju.“10 Brynhildur Buðladóttir er vafalítið kunn- ust þeirra skjaldmeyja í mannheimi sem jafnframt voru valkyrjur. Hún er kynnt til sögunnar í Grípisspá þar sem hún sefur á fjalli í vígklæðum sínum og bíður þess að hetjan mikla, Sigurður Fáfnisbani, komi til að vekja sig af löngum svefni. Nánar segir frá fundum þeirra í Sig- urdrífumálum11 en þar hefur valkyrjan feng- ið nýtt heiti sem kvæðið dregur nafn sitt af. Svefninn langi var annars hefnd Óðins; hann stakk Sigurdrífu/Brynhildi svefnþorni vegna þess að valkyrjan felldi annan mann í orrustu en Óðinn vildi. Beitti goðið þar sams konar galdri og nornir gera gjarnan í þjóðsögum á borð við ævintýrið um Þyrni- rósu sem svaf í hundrað ár. Þegar Sigurð bar að garði sá hann mann liggjandi í skjaldborg og „svaf með öllum hervopnum. Hann tók fyrst hjálminn af höfði honum. Þá sá hann, að það var kona. Brynjan var föst sem hún væri holdgróin. Þá reist hann með Gram frá höfuðsmátt brynjunnar í gegnum niður og svo út í gegn- um báðar ermar. Þá tók hann brynju af henni, en hún vaknaði.“ Í Sigurdrífumálum kynnumst við enn einn hlið valkyrjunnar; hún er galdranorn sem kann að beita rúnagöldrum til sigurs í orr- ustum, en einnig til annarra hluta svo sem til lækninga eða til að vekja gleði og ást hjá mönnum líkt og ástargyðjan Freyja. Valkyrjan kennir bjargvætti sínum marg- vísleg galdravísindi; sigrúnir til að hafa sig- ur, ölrúnir til að hindra að eitri sé blandað í drykk, bjargrúnir til að hjálpa konum í barnsnauð, limrúnir til lækninga, málrúnir til verndar gegn reiðiorðum og hugrúnir til að efla vit og hyggindi. Meðal annarrar fjölkynngi valkyrjanna var að þær kunnu að tala og skilja fuglamál, en það þóttu mikil vísindi til forna. Þannig yrkir Þorbjörn Hornklofi um samtal val- kyrju og hrafns í Haraldskvæði sínu sem einnig er af þessum sökum kallað Hrafns- mál. Þar spyr valkyrjan um gang orrust- unnar miklu á Hafursfirði, en hrafninn svar- ar og gengur samtalið ágætlega vegna þess að hún „fuglsrödd kunni.“ 12 Haraldur hárfagri fór reyndar með fullan sigur í þessum bardaga og hafði þar með sameinað Noreg fyrsta sinni í eitt konungs- ríki – en það voru einmitt sögufrægar til- raunir hans til að leggja allt landið undir sig sem urðu þess valdandi að fóstbræðurnir Ingólfur og Hjörleifur yfirgáfu Noreg og námu land á Íslandi. „Hálfan val hún kýs“ Valkyrjurnar eru í hópi þeirra yfirnátt- úrulegu kvenlegu vætta sem fornmenn köll- uðu dísir. Þetta orð, dísir, er „haft um val- kyrjur, nornir og fylgjur“ og “stundum eru sumar ásynjur jafnvel kallaðar dísir.“13 Dísir höfðu sums staðar á Norðurlöndum svo veigamiklu hlutverki að gegna að efnt var til sérstakra dísablóta til að færa þeim fórnir. Ýmsir hafa orðið til þess að tengja þessar vættir nánum böndum ekki aðeins við Óðin heldur einnig við gyðju gyðjanna í heiðni; vanadísina Freyju. Hún er þekktust sem gyðja ástar og frjósemi, en einnig er eðlilegt að líta á hana sem eins konar drottningu valkyrjanna. Það er ekki síst byggt á eft- irfarandi fullyrðingu í Grímnismálum: „Fólkvangur er inn níundi, en þar Freyja ræður sessa kostum í sal. Hálfan val hún kýs hverjan dag, en hálfan Óðinn á.“14 Hér er sagt beinum orðum að Freyja kjósi hálfan val á móti Óðni dag hvern og búi einherjum sínum vist í Fólkvangi. Hljótt er um þetta í öðrum Eddukvæðum, en Snorri Sturluson er sammála þessari full- yrðingu í Eddu sinni og vísar þar til Grímn- ismála. Í Sörla þætti birtist vanadísin einni söguhetjunni hvað eftir annað sem valkyrj- an Göndul og í Fáfnismálum svarar sá vísi dreki Fáfnir spurningum Sigurðar og segir þar meðal annars frá því að sumar nornir eða dísir séu „áskunngar.“ 15 Í hugum forfeðra okkar var Freyja „ágætust af ásynjum“ svo vitnað sé í orða- lag Snorra. Hún hafði til að bera fegurð og glæsileika, en kunni einnig að beita göldr- um, enda var það hún sem kenndi ásum seið. Hinar bestu valkyrjur og skjaldmeyjar höfðu ýmsa þessa sömu eiginleika og Freyja, að minnsta kosti þegar þær sýndu sínar betri hliðar. Hlutverk þeirra á vígvell- inum var ekki bara grimmilegt því þær fluttu líka fallnar hetjur til nýrra sælusala þar sem ölið rann í stríðum straumi og þeir gátu gamnað sér við þá iðju sem fornum vígamönnum þótti skemmtilegast að stunda; það er að berjast. Þær kunnu að beita galdrarúnum til góðs engu síður en til þess að fjötra verðandi einherja. Og í mannheimi voru sumar þeirra fagrar, stæltar og stoltar skjaldmeyjar og í alla staði verðugir föru- nautar þeirra kappa sem fornmenn töldu hinar mestu hetjur. Því er ekki að undra þótt fram komi í hetjukvæðum að mennskum konum þyki eðlilegast að minnast mektardaga sinna með samjöfnuði einmitt við valkyrjurnar. Það á til dæmis við um Guðrún Gjúkadóttur er hún rekur harma sína við lát Sigurðar Fáfn- isbana: „Ég þótta og þjóðans rekkum hverri hærri Herjans dísi“16 Það er auðvitað engin tilviljun að ekkju Sigurðar finnist þannig best henta að lýsa forni frægð sinni með því að bera sig saman við merkustu meyjar sem fornmenn þekktu; valkyrjur Óðins og Freyju. Neðanmálsgreinar: 1) Völuspá 30, Eddukvæði, Skálholt, 1968, bls. 82. 2) Grímnismál 36, Eddukvæði, bls. 158. 3) Elías Snæland Jónsson, Valkyrjan, Vaka-Helgafell, 2003. 4) Gylfaginning 36, Edda Snorra Sturlusonar, Mál og menning 1984, bls. 47. 5) Darraðarljóð, Brennu-Njáls saga, Hið íslenska fornritafélag, 1955, bls. 455–457. 6) Hákonarmál, Heimskringla I, Hið íslenska fornrita- félag 1941, bls. 193–197. 7) Völundarkviða, Eddukvæði, bls. 236–248. 8) Helgakviða Hundingsbana I, Eddukvæði, bls. 264– 280. 9) Helgakviða Hundingsbana II, Eddukvæði, bls. 299. 10) Grípisspá 15, Eddukvæði, bls. 306. 11) Sigurdrífumál, Eddukvæði, bls. 341–351. 12) Haraldskvæði, Fagurskinna, Hið íslenska fornrita- félag 1984, bls. 59–64. 13) Ólafur Briem: Norræn goðafræði, Iðunn 1991, bls. 22. 14) Grímnismál 14, Eddukvæði, bls. 152. 15) Fáfnismál 13, Eddukvæði, bls. 331. 16) Guðrúnarkviða in fyrsta 19, Eddukvæði, bls. 365. Ofsafengin reið valkyrja í dimmum stormskýjum. H. Herman málaði þessa mynd um 1890. Valkyrjur á ferð um skýjageim, sumar með fallna vígamenn í fangi; einherja á leið til Valhallar. Málverkið er frá því um 1890 og eftir W. T. Maud. Höfundur er rithöfundur. Hér er það Óðinn sjálfur sem stýrir för valkyrja sinna á vígvellinum. Málverk eftir norska málarann P. N. Arbo frá árinu 1872.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.