Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 2003 9 fjölmörg hlutverk, ávallt heilluð af hinu leik- ræna og yfirdrifna og notar mikið spegla og grímur og ótal búninga: hún er dúkka, fyrir- sæta, stráksleg stúlka eða karlmaður, búdda- guð, vampíra, sígauni, engill eða norn eða bregð- ur sér í kvenhetjuhlutverkin sem hún fjallar um í smásagnasafni sínu Kvenhetjur (Heroïnes, 1924). Hún vill afmá landamæri milli kynja, bendir á óljóst eigið kynferði, tvíkynhneigð, samkynhneigð og draum sinn um þriðja kynið. 5 Í raun með hlutgervingu annars vegar og dýrk- un hins vegar á konunni hjá karlkyns súrreal- istunum, fæst fjarlægð sem ýtir undir tilfinn- inguna um konu-styttu eða konu-dúkku. Þó svo að í sjálfsmyndum og jafnan í allri listsköpun Cahun sé viss „ónotalegur furðuleiki“ sem löngum hefur verið minnst á í tengslum við list- sköpun súrrealistanna, þá eiga verk hennar eng- an sinn líka á þessu tímabili; Cahun sem dúkka er meðfærileg, þæg og falleg sem allir geta sætt sig við. Nema hún. Vanlíðan hennar skín í gegn- um dulargervin. Dúkkan hefur nefnilega sál. Ég mun áfram lifa Þótt ófáir listamenn hafi fengist við sjálfs- myndir og meginþorri horfist í augu við speg- ilmynd sína einhvern tíma á ferlinum, hafa verk Claude Cahun mikla sérstöðu. Listakonur hafa löngum fengist við sjálfsmyndir og má greina undanfarin ár samlíkingu á brautryðjandaverk- um Cahun og ljósmyndum Cindy Sherman frá níunda áratugnum. Einn reginmunur er þó á verkum þeirra, því um eiginlegar sjálfsmyndir er að ræða hjá Cahun en ekki Sherman. Cahun bregður sér í gervi karla og kvenna og tekur myndirnar að mestum hluta fyrir sjálfa sig, í mikilli einlægni. Í ljósmyndum Sherman er sterk ádeila á stöðu kvenna í samfélaginu sem á að komast til skila, þar sem Sherman notast við eigið andlit en er þó ekki hún sjálf. Með gler- augum samtímans virðist því liggja beinast við að skoða líf og list Cahun sem svipaða ádeilu þótt varhugavert sé. Í raun eru sjálfsmyndir Cahun fullar af skilaboðum og ádeilu ef við vilj- um að svo sé, ef til vill einmitt vegna þess að þeim var ekki ætlað að vera það. Þess vegna ein- skorðast þær greinar sem ritaðar hafa verið um Cahun ekki allsendis við lista- og bókmennta- söguna heldur hafa þær tengst umræðum um kvenlistamenn og sjálfsímynd þeirra, feminisma og samkynhneigð kvenna.6 Þá hefur listsköpun Cahun verið skoðuð með tilliti til andlegra veik- inda hennar og skoðuð í samhengi við verk lista- manna á borð við súrrealistann Unicu Zürn og Antonin Artaud, sem bæði gerðu geðveiki sína að viðfangsefni. Cahun er af mörgum talin einn fyrsti kons- eptlistamaðurinn í ljósmyndun ásamt Man Ray. Sú list öðlaðist sess nokkru síðar, m.a. með fyrr- nefndri dúkkumyndaröð Hans Bellmer og verk- um Tékkans Jindrch Styrsky. Við sjáum fram- haldslíf Cahun í konseptlist áttunda og níunda áratugarins: í sjálfsmyndum Svisslendingsins Urs Lüthi, hjá Bandaríkjamönnunum Duane Michals, William Wegman, Jeff Wall og Jeff Koons og Englendingunum Gilbert & George. Ennfremur í hrollköldum ritúalsviðsetningum Joel-Peter Witkin og leikrænum ljósmyndum Frakkans Bernard Faucon. Við má bæta, svo að nokkrir séu nefndir, ljósmyndurunum Robert Frank og Nan Goldin í Bandaríkjunum og Hervé Guibert og Denis Roche í Frakklandi þar sem röð portretta og sjálfsmynda verður að sjálfsævisögu. André Breton var líklega einn fárra samtíma- manna sem gerði sér grein fyrir því að Claude Cahun var einn frumlegasti meðlimur súrreal- istahópsins. Líf og list Cahun er heilsteypt sjálf- ævisögulegt portrett sem bætir ekki bara við nýjum kafla í list súrrealistanna heldur í lista- sögu tímabilsins alls. Nýr kafli sem nú er verið að skrifa eftir að þeirri útlegð sem hún þurfti að þola í lifanda lífi er aflétt: það er jafnan þraut þeirra sem fæðast of fljótt. Neðanmálsgreinar: 1) Stærsta einkasýningin sem haldin hefur verið á ljósmynd- um Claude Cahun var árið 1995 í Musée d’Art moderne de la Ville de Paris. Meðal þeirra fyrstu sem sýndu fram á mikilvægi ljósmyndunar súrrealistanna voru Edouard Jaguer (1982), Rosalind Krauss, Jane Livingstone og Dawn Ades (1985) en einnig Walter Benjamin og Susan Sontag. 2) Leperlier, François: Claude Cahun. Écrits. Jean-Michel Place, Paris, 2002, bls. 7–15. 3) Krauss, Rosalind, Livingstone, J., Dawn, A.: Explosante- Fixe. Photographie et surréalisme, Hazan, Paris, 1985. 4) Leperlier, François: Claude Cahun. Photographe [Sýn- ingarskrá frá sýningunni í Musée d’Art moderne de la Ville de Paris ], Jean-Michel Place, Paris, 1995, bls. 10. 5) Leperlier, François: Claude Cahun. Écrits, bls. 7–15; Claude Cahun. Photographe, bls. 9–16. 6) Cottingham, Laura: Seeing Through the Seventies: Ess- ays on Feminism and Art (1999); Rice, Shelley: Inverted Odysseys: Claude Cahun, Maya Deren, Cindy Sherman (1999); Cottingham, Laura: Cherchez Claude Cahun (2002). S VEGNA ER ÉG Claude Cahun, Sjálfsmynd, um 1928. Úr einkasafni Patricks Lezean. Claude Cahun, Ég teygi út hendur mínar (Je tends les bras), 1931. Úr einkasafni John Wakehams.m 1919. Pompidou-safnið í París. Claude Cahun, Sjálfsmynd, um 1912. Listasafnið í Nantes. Höfundur er listfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.