Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.2003, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 2003 Sturluson hafi litið svo á að valkyrjan Skuld og örlagadísin Skuld væru ein og sama gyðjan því hann segir um valkyrjurnar: „Gunnur og Rota og norn hin yngsta er Skuld heitir ríða jafnan að kjósa val og ráða vígum.“4 Norn hin yngsta. Valkyrjan Skuld. Þessi ummæli eru ein af mörgum vísbend- ingum um hversu óljós skil hafa verið á milli norna og valkyrja í hugmyndaheimi nor- rænna manna. „Eigu valkyrjur vals of kosti“ Eina þekktustu og um leið óttalegustu lýsingu á því hlutverki valkyrjanna „að kjósa val og ráða vígum“ er að finna í fyrr- nefndum Darraðarljóðum Brennu-Njáls sögu.5 Þar segir frá því að maður nokkur hafi lit- ið inn um glugga „og sá, at þar váru konur inni ok höfðu vef upp færðan. Mannahöfuð váru fyrir kljána, en þarmar ór mönnum fyrir viptu ok garn, sverð var fyrir skeið, en ör fyrir hræl.“ Valkyrjurnar eru tólf talsins, þótt þær séu ekki allar nafngreindar. Þær kyrja „vindum, vindum vef darraðar“ á meðan þær vefa með þessum óhugnanlegu tólum örlög þeirra sem mætast eiga undir rauðum himni þar sem rigna mun blóði: „Látum eigi líf hans farask; eigu valkyrjur vals of kosti.“ Þegar valkyrjurnar höfðu lokið við að vefa þessi örlög rifu þær ofan vefinn og í sundur og hafði hver það sem hún hélt á. Því næst stigu þær á hesta sína og skiptu liði: riðu sex í suður en aðrar sex í norður til þess að gera það að veruleika í mannheimi sem ráðist hafði við vefstólinn. Í Hákonarmálum6 lætur Eyvindur Finns- son skáldaspillir Óðin senda tvær valkyrja sinna til Storðar að velja hvaða konungur skuli þar falla á vígvellinum. Að dauða kom- inn heyrir Hákon góði „hvat valkyrjur mæltu, mærar af mars baki“ og ávarpar V ALKYRJA? Nafnið eitt kallar gjarn- an fram í hugann æsilega mynd af vígbúnum skjald- meyjum sem æða um víg- velli jarðarinnar til að sækja fræknustu kappana og flytja þá til Valhallar Óðins, þar sem dauðir stríðsmenn fá að lifa hvern dag sem nýjan við taumlaus veislu- höld og bardaga, allt þar til blásið verður til hinnar síðustu orrustu á Vígríðarvöllum. Þessi algenga ímynd óskmeyja Óðins dregur dám af því hlutverki sem þær höfðu sem dísir dauðans í þeim hugmyndum sem norrænir fornmenn gerðu sér um þá ferð til annars heims sem örlögin höfðu öllum búið, þótt einungis þeir sem féllu í bardaga gætu átt von á heimboðinu mikla til Valhallar, en sá var talinn eftirsóknarverðastur endir á ævidegi vígamanns. Sumarið 2000, þegar ég hafði lagt síðustu hönd á barnasöguna Víkingagull sem kom út hjá Vöku-Helgafelli síðar það sama ár, hóf ég að vinna úr gamalli hugmynd um sögu sem tengdi saman nútímann og Goð- heima fyrri alda; barnasögu þar sem sögu- hetjan gæti sameinað það tvennt að vera í senn mennsk og valkyrja. Næstu misserin má segja að ég hafi hvað eftir annað haldið á slóðir valkyrjanna í leit að skilningi á eðli þeirra, og fljótlega komist að raun um að þær höfðu mun margbrotnara hlutverk í hugmyndaheimi forfeðra okkar en það eitt að kjósa val fyrir Óðin og Freyju. Þessi grein er tilraun til að rekja stuttlega leit í fornum norrænum fræðum að margræðu eðli meyja Óðins. „Ríða jafnan að kjósa val“ Leit að valkyrjum hlýtur ávallt að byrja á Eddukvæðunum, þessu einstæða safni fornra kvæða um goð og mennskar hetjur sem segir okkur svo margt um þær hug- myndir sem fornmenn gerðu sér um heim- inn, enda hefur þessi fjársjóður reynst fjöldamörgum skáldum liðinna alda óþrjót- andi uppspretta nýrrar skáldlegrar túlk- unar. Valkyrjur eru nefndar til sögunnar jafnt í goðakvæðum sem hetjukvæðum Eddu, þótt þær fái óneitanlega á sig margbreytilegri og hetjulegri svip í þeim síðarnefndu. Í Völuspá sér völvan þessar „nönnur Herjans“ (það er dísir Óðins) mæta til leiks í undanfara þess að Baldur er veginn, en eftir það voðaverk fer að styttast í Ragna- rök: „Sá hún valkyrjur vítt um komnar, görvar að ríða til Goðþjóðar.“1 Í þessu höfuðkvæði forfeðra okkar eru sex valkyrjur nefndar til sögunnar með nafni: Skuld, Skögul, Gunnur, Hildur, Gönd- ul og Geirskögul. Í Grímnismálum eru talin upp nöfn á þrettán valkyrjum, og eru ellefu þeirra önnur en minnst er á í Völuspá: Hrist, Mist, Skeggjöld, Þrúður, Hlökk, Her- fjötur, Göll, Geirölul, Randgríð, Ráðgríp og Reginleif. Bætt er við í lokin: „Þær bera einherjum öl.“2 Það vísar að sjálfsögðu til þess að eitt verka valkyrjanna var að fylla drykkjarhorn fallinna stríðsmanna í Valhöll. Sum þessara nafna eru oftsinnis nefnd ekki aðeins í Eddunum heldur einnig í öðr- um íslenskum ritum fornum, og þá stundum ásamt nöfnum fleiri valkyrja. Þannig voru þær Hildur, Gunnur og Göndul í félagskap með Hjörþrimul, Sanngríði og Svipul að vefa hinn blóðuga örlagavef darraðar sem frá segir í Brennu-Njáls sögu. Valkyrjan Hildur kemur reyndar víða við sögu líkt og nafna hennar, Brynhildur, sem vafalaust er frægust allra valkyrja forn- bókmenntanna. Enda fór það svo að þessi nátengdu heiti urðu nánast sjálfkjörin sem nöfn á hetjurnar tvær þegar ég fór að skrifa söguna um Valkyrjuna.3 Skuld er hins vegar þekktari sem ein þeirra þriggja norna við Urðarbrunn sem ráða örlögum manna og goða. Auðvelt er að skilja Gylfaginningu á þann veg að Snorri þær reiðilega, en fær það svar til baka að valkyrjurnar hafi ráðið úrslitum orrustunn- ar þannig að fjandmenn hans séu nú á flótta, en sjálfur verði Hákon að sæta þeirra dauðadómi og búa sig undir að hitta Óðin í Valhöll. En það eru mun fleiri hliðar á þessum meyjum Óðins en það sem snýr beint að at- höfnum þeirra á vígvellinum. Meyjar í álftarham „Meyjar flugu sunnan Myrkvið í gögnum. alvitur unga, örlög drýgja. Þær á sævarströnd settust að hvílast, drósir suðrænar dýrt lín spunnu.“ Þannig eru þrjár prinsessur, Hlaðguður svanhvít og Hervör alvitur, dætur Hlöðvés, og Ölrún Kjársdóttir af Vallandi (Frakk- landi) kynntar til sögunnar í Völundar- kviðu.7 Í lausmálstexta segir: „Það voru hjá þeim álftarhamir þeirra. Það voru valkyrj- ur.“ Þessi kviða bætir fyrst og fremst tvennu við þá þekkingu á eðli og hlutverki valkyrj- anna sem fram kemur í goðakvæðunum: Í fyrsta lagi að mennskar konur gátu með einhverjum hætti orðið að valkyrjum Óðins. Hvernig sú umbreyting átti sér stað er hins vegar ekki skýrt nánar. Í öðru lagi kemur hér fram hvernig val- kyrjur af mennskum ættum gátu snúið til baka til mannheima, það er með því að bregða yfir sig álftarham og fljúga þannig í svanslíki til jarðar og voru þær þá gjarnan kallaðar svanmeyjar. Á þennan hátt gátu valkyrjurnar farið að vild á milli tveggja heima, veraldar manna í Miðgarði og goða í Ásgarði, og eru um það mörg fleiri dæmi í öðrum hetjukvæðum og í fornum sögum. Í þessu tilviki fór svo að þrír bræður, Völ- undur, Slagfiður og Egill, fundu konurnar þrjár og álftarhami þeirra á ströndinni í Úlfdölum og höfðu þær á brott með sér. Valkyrjurnar lifðu sem eiginkonur þeirra bræðra í níu ár. En þá var svo komið að löngun þeirra til að verða aftur meyjar Óð- ins var orðin öllu öðru yfirsterkari. Þær „fýstust … örlög drýgja“ á ný, það er að ráða örlögum manna, fundu álftarhami sína, flugu „að vitja víga“ og komu aldrei aftur til eiginmanna sinna. Tveir bræðranna fóru víða um lönd að leita þeirra, en Völundur varð eftir í Úlfdölum og átti þar illa ævi. „Reið loft og lög“ „Eylimi hét konungur. Dóttir hans var Sváva. Hún var valkyrja og reið loft og lög.“ Í hetjukvæðum Eddu er sagt frá val- kyrjum sem festa ást á stríðshetjum og fá að njóta þeirra í mannheimi. Þær veita hetjum sínum liðsinni á vígvellinum en gefa þeim auk þess margvísleg hollráð, enda eru þær sumar hverjar að minnsta kosti bæði vitrar og fjölkunnugar. Áhrifamestar þess- ara skjaldmeyja eru Sigrún, Sváva sem nefnd er í tilvitnunni hér að framan og Kára, en frá þeim segir í þremur Helgakvið- um Eddukvæða, Sigurdrífa sem um er fjallað í kvæði sem við hana er kennt, og Brynhildur Buðladóttir, söguhetjan kunna í kviðum og sögum sem tengjast örlögum Sigurðar Fáfnisbana. Helgi Hjörvarðsson var frá unga aldri undir verndarvæng Svávu valkyrju. Hún vísaði honum til og með á felustað þar sem hann fann sverð það sem var „öllum betra“ og reyndist Helga vel í bardögum, enda naut hann yfirleitt stuðnings valkyrjunnar, þar á meðal þegar hann drap Hata jötun. Hrímgerður dóttir jötunsins lýsir því svo þegar valkyrjurnar komu til Hatafjarðar til að tryggja Helga sigurinn: „Þrennar níundir meyja, þó reið ein fyrir hvít und hjálmi mær; marir hristust, stóð af mönum þeirra dögg í djúpa dali, hagl í háva viði.“ Valkyrjurnar fóru yfirleitt margar saman, en í misjafnlega fjölmennum hópum. Hér eru þær þrisvar sinnum níu talsins með Svávu í fararbroddi; hún er í herklæðum, hvít undir hjálmi. Þær riðu með slíkum lát- um um skýjageim himinsins að snædrífa féll af mökkum hestanna yfir dimma skóga en dögg í djúpa dali. Sú lýsing minnir óneit- anlega á gæðing Nætur, Hrímfaxa, sem döggvir jörðina af méldropum sínum hvern morgun. Að því kom að Helgi fékk að hitta yf- irnáttúrulegu verndardísina sína í mann- heimi. Hann kom sem sagt til Eylima kon- ungs og fékk Svávu dóttur hans sem eiginkonu og unnust þau „furðu mikið“ segir þar. En hjónabandið breytti hins vegar engu um tvíeðli Svávu; hún hélt áfram að vera mennsk en var um leið „valkyrja enn sem fyrr.“ „Hávar und hjálmum …“ Í Helgakviðu Hundingsbana8 er önnur lýsing á valkyrjureið um himinhvolf, en þar segir: „hávar und hjálmum á Himinvanga, brynjur vóru þeirra blóði stokknar, en af geirum geislar stóðu.“ Hér ríða valkyrjurnar brynjum klæddar á gæðingum sínum. Þær eru með hjálma á höfði og spjót í hendi og væntanlega að koma frá vígum því á brynjum þeirra er blóð fallinna stríðsmanna. Það geislar til jarðar af spjótsoddum þeirra. Fremst í þessum flokki er Sigrún Högna- dóttir sem hefur hrifist af Helga Hundings- bana. Sú valkyrja getur ekki aðeins hjálpað hetju sinni á vígvellinum heldur líka bjargað honum og félögum hans úr ólgusjó Æg- isdætra þegar skip þeirra lendir í mikilli hættu af völdum þeirra systra. Á öðrum stað í Helgakviðum er gengið út „DRÓSIR SUÐRÆNAR, DÝRT LÍN SPUNNU“ Valkyrjur ríða til orrustu. Málverk eftir sænska listmálarann Johan Gustaf Sandberg frá 1820. Hér er haldið á slóðir valkyrjanna í leit að skilningi á eðli þeirra og fljótlega komist að raun um að þær höfðu mun margbrotnara hlutverk í hugmyndaheimi forfeðra okkar en það eitt að kjósa val fyrir Óðin og Freyju. Greinin er tilraun til að rekja leit í fornum norrænum fræðum að margræðu eðli valkyrja. E F T I R E L Í A S S N Æ L A N D J Ó N S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.