Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 3
búi, allt þar til Sigvaldi andaðist. ^ann Sigvaldi alla ævi eins og kraftamir framast leyfðu og hafði ávallt vakandi áhuga á öllu því er lil framfara mátti telja. Átti hann létt með að tileinka sér véltækni ^útímans, og hreifst af þeim undra ^iætti og möguleikum, sem vélarn ar gáfu, enda tók Klifshagi mikl- framförum í hans búskapartíð baeði hvað viðvék húsakosti og raektun. Nokkur seinustu árin Yann hann meira að söðlasmíði en aður, þar sem kraftar hans til ®t®rri átaka úti við tóku að þverra. Einnig gáfust honum þá fleiri stundir til samvista við sonabörn Sl'n, sem honum voru mjög kær °g hændust sérstaklega að honum. Eg var á barnsaldri, er ég sá “igvalda í fyrsta sinn. Hann vann ba að söðlasmíði á næsta bæ við »»ig. Þá var Sigvaldi á bezta aldri. ^ýr er þessi maður enn í fersku »ninni. Mér fannst hann gjörvi- legri en aðrir menn, kátari og snar ari í snúningum. Næstu mynd á ég af honum, er Vlð nokkrum árum seinna riðum ^na Austur-Sand ásamt fjölda fólks. Eg hafði flutzt í annað hérað, en slóst nú í skemmtiför með vinum °g vandamönnum. Hann reið hvít- úm hesti, fjörháum og fimum á °ilum gangi. Þarna sá ég í fyrsta skiP'ti á ævinni farið fram úr snörpustu stökkhestum á kostum. ^igvaldi sat hestinn sem hann Væri gróinn við söðulinn. Hestur og maður sýndust rammbundin heild. Myndin er skýr og með öllu ógleymanleg. Mágsemdir og vinátta leiddu okkur nú meira saman. Ég var oft gestur á heimili hans, kynntist störfum hans og áhugamálum, sem varð svo til þess, að þessi fágæti maður var oft í huga mér, þótt sjálfur væri hann víðsfjarri. Lítil- læti og hæversku hafði ég að vísu kynnzt, en tæpast sem sjálfsögð- um hlut, án innra mikillætis eða auðmýktar. En slíkur var Sigvaldi. Á veraldar vísu gat hann þó vel staðið sig við að láta mikið. Hann hafði unnið stórsigur á fátækt og umkomuleysi. Drengjum sínum gaf hann uppeldi og menntun, er þeir sjálfir kusu sér. Einn þeirra hefir nú tekið við búi af föður sínum, og vona ég, að þar sjáist, hvers konar uppeldi hann hefir hlotið þar heima fyrir, að hinum tveim ólöstuðum, sem eru á öðr- um sviðum. Ekki blandast mér hugur um, þótt ég hafi ekkert um það heyrt, að Sigvaldi hafi átt kost nokkurra mannaforráða. Hann sem bjó sjálf ur svo snyrtilegu og arðsömu búi. En Sigvaldi hafði ekki hug á mannafornáðum sér til handa, vildi víst heldur, að framgjamari menn og ef til vffl yngri tækju að sér hin opinberu stönf. Jónas Hallgrimsson segir í einu kvæða sinna um sögualdarmenn okkar: „Og undu þar glaðir við sitt“. Engan mann hef ég þekkt, sem fremur mætti segja þetta um en Sigvalda. Aldrei sá ég þó votta fyrir sjiálfsdýrkun og tæpast sj&ifs i ánægju á heiraili hans, en faguít i hjónaband of hógværð til aUra orðá og verka sköpuðu andrúms- , ioft friðsældar og andlegrar full- nægingar. Eirðarleysi og ástríður nútímans áttn þar aldrei heima. — Sigvaldi sló aldrei vankant á stein, hvorki í orði né verki. Það verður þó mörgum á á langri ævi. Ég er þess fullviss, að-sveitungar hans munu lengi minnast hreyf- inga hans og orðalags. Allir gtátu séð, að þar fór maður, sem undi glaður við sitt. Fágætir mannkost ir og afstaða hans til mannlifsins, færðu honum þá lifshamingju, sem entist honum alla ævi. Kvæði Einars Benediktssonar verða hvorki numin né skilin af hinum stóra heimi. Þau eru á máli, sem enginn skilur utan fáar og tiltölulega þýðingarlausar mann- eskjur, sem þetta land byggja. Eins mun fara um þá fyrirmynd, er Sigvaldi gaf okkur öllum með lífi sínu. Þeir eru svo fáir og smá- ir, sem hafa veitt henni eftirtekt og skilið, að þessi afstaða til lifs- ins er hið eina svar, sem til er við eirðarleysi og ógæfu manna um víða veröld. Á ásnum sem Klifshagi, bær Sigvalda, stendur á, mætist eitt- hvað, sem er ákaflega gott. Er það hafrænan norðan af Axarfjarðar- flóa, sem kemur þarna til móts við skógarilminn úr suðrinu, þrungn- um óskum og vonum þess mann- vænlega fólks, sem jafnan hefur búið í þessu fagra héraði? Þorlákur Jónsson. MINNING Finnur Jdnatansson frá Reykjum Það andar friði um dalinn. Hann er fagur álitum í vetrarsólinni sem leggur gullbryddingu um fann- krýnd fjöllin, ofar dökkna skógar- ins og hamrabeltanna. Frá kirkjunni á Illugastöðum ómar klukknahringing, sú er heyr ir því til, að einhverjum er fylgt í hinzta áfangastað. Yfir hvílurúmi horfins vinar er gert krossmark og um leið bærist tregasár strengur á hörpu minn- inganna. Samfylgdin er þökkuð og beðið fararheilla yfir hafið, sem heimana skUur. Lokið hefur hinzta þætti hetju- sögu. Finnur Jónatansson var fæddur á Reykjum í Fnjóskadal, 15. marz árið 1875 og var því nærfellt 94 íslendingaþættir 3 1

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.