Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 22
SEXTUG STEFANÍA GISSURARDÓTTIR VÍGSLUBISKUPSFRÚ Stefanía Gissurardóttir vigslu- biskupsfrú á Selfossi varð sextug 9. febrúar s.l. Hún er fædd að Byggðarhorni í Sandvíkur- hreppi 9. febr. árið 1909, en þar bjuggu foreldrar hennar hjónin Gissur bóndi Gunnarsson og Ingi- björg Sigurðardóttir frá Langholti 1 Hraungerðishreppi. Voru þau Byggðarhornshjón prýði stéttar sinnar vegna myndarskapar og mannkosta. í Byggðarhorni var systkinahópurinn, því 16 voru börn þeirra hjóna, öll mjög mannvæn- leg, enda hafa þau orðið nýtir þegnar þjóðar sinnar. Þegar Stef- anía var 9 eða 10 ára gömul, fór hún úr föðurgarði til prestshjón- anna í Hraungerði Ólafs Sæmunds sonar og Sigurbjargar Matthías- dóttur. Þar dvaldi hún svo öll sín æskuár við gott atlæti og ástríki og varð þegar í bernsku uppáhald ailra á heimilinu, vegna glaðiynd- is og góðrar hegðunar. Sívökull áhugi hennar og röskleg tilþrif við öll störf átti einnig sinn þátt í því, að afla henni trausts og virðing- ar. í Hraungerði var gömul og rót- gróin höfðingjamenning. Þar sat sama ættin í þrjá aldarfjórðunga. Fyrst Sæmundur prófastur sonur Jóns prófasts HaTIdórssonar á Breiðabólsstað, og eftir hann Ólaf- ur prestur Sæmundsson, sem hélt staðinn frá því nokkru fyrir síð- ustu aldamót til ársins 1933. Kona Sæmundar prófasts og móðir séra Ólafs var Stefanía Siggeirsdóttir prests Pálssonar sýslumanns á Hall freðarstöðum í Hróarstungu, en móðir Stefaníu var Anna dóttir Óiafs prests Indriðasonar á Kol- freyjustað systir Páls skálds og Jóns ritstjóra. Stefanía Siggeirsdóttir prófasts frú í Hraungerði var mjög elskuð og virt af ölTum, er hana þekktu. Vinátta mikii mun jafnan hafa haldizt milli heimilanna i Hraun- gei*ði og Byggðarhorni- Ber Stef- anía vígslubiskupsfrú nafn gömlu prófastsfrúarinnar og mun það 22 hafa ráðið úrslitum um, að hún fór að Hraungerði. Má því á viss- an hátt tengja örlög hennar og æviþráð við nafn það, er hún hlaut i skírninni, og sem hún hefur bor- ið með heiðri og sóma. Eftir að séra ólafur Sæmunds- son missti konu sína, stóð Stef- anía fyrir heimilinu með honum í nokkur ár því dætur hans voru þá farnar að heiman að mestu. Stefanía varð bráðþroska og glæsi- leg heimasæta á prestssetrinu og fóstra sínum hin mesta stoð á síð- ustu árum hans í Hraungerði. Hún var félagsTynd og lá ekki á liði sínu í félagsskap unga fólksins í sveit sinni. Fylgdi henni fjör og græskulaus gleði hvar sem hún fór og hefur svo jafnan verið fram á þennan dag. Árið 1933 hætti séra Ólafur prestsskap. Eftirmaður hans í emb- ættinu varð ungur kandidat Sig- urður Pálsson frá Haukatungu í Hnappadalssýslu. Ungi presturinn og Stefania felldu hugi saman og gengu í hjónaband 9. janúar 1934. Hófst þar farsæl sam'búð og ást- úðleg, sem engum fölskva he'fur slegið á. Bjuggu þau hjón í Hraun- gerði þangað tiT þau fluttu að Sel- fossi árið 1956, byggðu sér þar hús og hafa búið þar síðan, enda störf prestsins þá mest orðin þar í fjöl- menninu. Börn þeirra hjóna eru sjö. Þrjár dætur og fjórir synir, sum þeirra gift og farin að heim- an, en önnur eru við nám. Öll eru þau gott fólk og ljúf í viðmóti. Mikil eru þau störf, sem innt hafa verið af höndum á heimili þeirra hjóna. Þar hafa jafnan verið gesta- komur miklar og þau samhent um að laða til sín gesti. Oft tók prest- urinn unga menn til nárns á heim- ilið bæði innlenda og erlenda, er divöldu þar um lengri tíma. Fram- an af prestsskaparárum sínum var séra Sigurður mjög heilsutæpur, en alla tíð framúrskarandi skyldu- rækinn embættismaður. Hefur frú Stefanía alla tíð stutt mann sinn í starfi og verið honum ómetan- legur félagi. Eins og kunnugt er, hefur trúnaðar- og embættisstörf- um séra Sigurðar innan Þjóðkirkj- unnar farið fjölgandi, enda er hann mjög mikilsvirtur kennimað- ur og kirkjuhöfðingi. Hann varð prófastur árið 1965 og kjörinn Vígslubiskup í Skálholtsbiskups- dæmi hinu forna 1966. Auk þess hefur hann starfað í ýmsum nefnd- um og að margvíslegum vísinda- störfum á sviði kirkju- og trúmála og ritað nokkrar bækur um þau efni., Allt hefur þetta aukið skyTd- ur og umsvif frú Stefaníu, en hún hefur borið vandann og staðið und ir vegsemdinni eins og stöðu henn ar sómdi. Frú Stefanía er kvenna háttvísust við hvaða tækiíæri sem er og getur rætt jafnt við háa sern lága, svo að allir fara glaðari ánægðari af hennar fundi en Þe£' ar þeir komu. Á yngri árum fór Stefanía til Danmerkur og framaði sig Þar ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.