Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 10
MINNINC ÞORKiLL GUDMUNDSSON fyrrverandi kaupfélagsstjóri / Árið 1918 kom til dvalar að Ós- epakseyri í Bitrufirði 13 ára dreng ur, Þorkell Guðmundsson að inafni. Foreldrar hans voru þau Guðmundur Guðmundsson, bóndi að Melum í Árneshreppi og kona hans, Elísabet Guðmundsdóttir, Péturssonar, frá Ófeigsfirði. Á Óspakseyri bjuggu þá Sigur- geir Ásgeirsson frá Heydalsá í Steingrimsfirði og kona hans, Jens ína Guðmundsdóttir frá Ófeigsfirði móðursystir Þorkels. Ég hygg, að það hafi verið fyr- irfram ákveðið að drengurinn í- lengdist á Óspakseyri, enda varð svo, því hann yfirgaf ekki þann etað, fyrr en hann flutti með fjöl- Kkyldu sína til Reykjavíkur vorið 1961. Það eru kannski ekki margir nú é dögum, sem geta gert sér í hug- arlund þá hörðu lífsbaráttu sem við var að etja á árunum fyrir og eftir aldamótin síðustu, og þá ekki sízt þess fólks, sem bjó við yzta haf, og hlaut því að verða mest fyrir barðinu á aðsteðjandi harð- indum. En Strandamenn stóðu sig eins og hetjur í þessari baráttu, og mætti segja ýmislegt því til sönn- unar sem ekki er ætlað að birta hér, meðal annars ýmsar sagnir i , sambandi við sjósókn Guðmundar Péturssonar í Ófeigsfirði, en hann var afi Þorkels Guðmundssonar á , Óspakseyri, sem nýlega var jarð ! sunginn frá Fríkirkjunni 1 ' Reykjavík. Það lætur að líkum, að þeir sem hlutu í vöggugjöf eðlilegan þroska ' til Ikama og sálar, og ólust upp við þau lífsskilyrði og lífsviðhorf | sem að framan er lýst, hlutu að taka upp merki feðra sinna og keppa að því að verða þar engir óftirbátar. Ég tel, að framangreindir eðlis- þættir og lífsviðlhorf hafi mjög , mótað og orðið rlkjandi þáttur í Mfsstarlfi Þorkels vinar míns frá Óspakseyri. Áhuginn, dugnaðurinn og viljinn til að l'eysa aðsteðjandi L10 ____________ vanda var svo að segja takmarka- laus. Gekk svo langt á stundum að það hlaut að ganga of nærri þreki hans og heilsu, einkum hin síðari ár er heilsa hans tók að bila. Þorkell Guðmundsson var fædd ur að Melum í Árneshreppi 3. apríl 1905. Foreldra hans er getið hér að framan. Systkinin á Melum voru 12, öll myndar og mannvæn- legt fólk. Stórt átak að koma slík- um hóp upp án fjölskyldubóta, en ekkert einsdæmi á þeim árum. Strax og Þorkell kom til Óspaks eyrar, tóku frænka hans og mað- ur hennar miklu ástfóstri við hann og helzt meðan þau lifðu, enda fljótt endurgoldið af honum, sem og varð þeirra önnur hönd við bú- skapinn. Á þessum árum gekk mikil á- huga- og hugsjónaalda yfir íslenzk ar sveitir. Félagslíf breiddist óð- fluga út, sem byggðist á hugsjón- um ungmennafélaganna og sam- vinnufélaganna. Þarna var mikill starfsvettvangur fyrir jafnmikinn áhugamann og Þorkel. Tók hann mikinn þátt í því starfi, ásamt jafnöldrum sínum í sveitinni. Á Óspakseyri var rekið stórt og afurðagott bú. Var Þorkell sálugi mikill áhugamaður á þvi sviði, og heyskaparmaður með afbrigðuni. Bóndi var hann á Óspakseyri frá 1937 til 1961, og nokkrar kindur átti hann til hinztu stundar. Árið 1942 var Kaupfélag Bitru- fjarðar stofnað á Óspakseyri. Þá í rúman áratug hafði verið þar úti- bú frá Kf. Hrútfirðinga á Borð- eyri, og hafði Þorkell haft á hendi afgreiðslu þess síðustu árin. Var það því einróma ósk, að Þorkell tæki að sér framkvæmda- stjórn hins nýstofnaða félags, sem hann og gerði. Var hann kaup- félagsstjóri þess félags frá stofn- un, og þar til hann flutti til Reykja víkur árið 1961. Hér vann Þorkell alveg óvenjulega óeigingjarnt starf og hugsaði um hag félagsins eins og bezt varð á kosið. Mun ég á- vallt minnast þess góða samstarfs er við áttum saman allt þetta ára- bil. Þá vil ég einnig minnast góðr- ar aðstoðar hans við fyrirgreiðsl- ur hér í Reykjavík, eftir að ég tók við starfi hans við kaupfélagið 3 Óspakseyri. Ýmis önnur störf vann Þorkell fyrir sveit sína, svo hreppsnefnd- arstörf, skattnefndarstörf, og einn ig var hann oddviti um skeið- Þessi störf voru að mínum dómi unnin af samvizkusemi og eftú beztu vitund. Þá má ekki gleyma litlu kirkjunni okkar á Óspakseyr1 sem þau hjónin hlynntu að efW beztu getu. Árið 1938 kvæntist Þorkell eft' irlifandi konu sinni, Ástu StefánS- dóttur frá Kleifum í Gilsfirðj; hinni ágætustu konu. Var heim111 þeirra á Óspakseyri sérstaklega myndarlegt, þar sem öllum þút 1 gott að dvelja. Fóru þar saman hlýleiki, glaðværð og rausnarlega^ veitingar, enda alltaf fullt hús a gestum. Þau hjón eignuðust fjóra syn1- sem allir eru hinir efnilegus menn. — Þeir eru: Sigurgeir, sk'H stofumaður hjá Olíufélaginu k- ■< íslendingaþætth1

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.