Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 15
MINNING Þórður Knstjánsson Þórður Kristjánsson fyrrum bóndi á Miðhrauni lézt á sjúkra- húsinu í Stykkishólmi 31. jan. s.l. Þórður var fæddur að Hjarðar- felli 17. október 1889 og var því á 80. aldursári er hann lézt. Þórður var sonur Kristjáns Guð- niundssonar bónda á Hjarðarfelli og seinni konu hans Elínar Árna- dóttur, einn af stórum systkina- hópi. Þórður var á 4. aldursári er hann missti föður sinn. Stóð þá okkjan uppi með 7 börn, öll ung. Hún réði til sín ráðsmann Erlend Erlendsson og giftist honum síðar og ól honum þrjú börn. Ólst því Þórður upp með móður sinni og stjúpa, meðan beggja naut við eða til fermingaraldurs. Þá missti hann móður sína líka. Eftir það bjó Erlendur með Guðrúnu, systur Elínar og héldu þau saman heim- ilinu unz hann varð úti á Kerling- arskarði í febr. 1906. Guðbjartur elzti sonur Kristjáns bet Pétursdóttir. S.k. Sigríður Ein- arsdóttir. 2. Þorsteinn (dó 5 ára). 3. Einar Þorsteinn (dó 13 ára). 4. Helga, gift Ingva Ingólfssyni frá Skjaldþingsistöðum í Vopnaf. Þau búa nú á Melum. 5. Gróa, gift Erni Ingólfssyni bróð'ur Ingva sikrifstofumanni við Kaupfélag Hornfirðinga. 6. Anma, gift Helga Oddssyni sjó hianni Akranesi. 7. Þuríður, gift Sigurði Björns- syni, bílstjóra Vopnafirði. 8. Margrét, gift Axel Jónssyni Bessaistöðum (ekkja). 9. Sigríður, gift Gísla ísleifissyni (Högnasonar) sk rifstofuim an ni Reykjavík. _ Næstliðið sumar 27. 7. áttu þau Asgerður og Eyjólfur gulJbrúð- kaup. Sarna dag kvæntist Eyjólfur Pátsson sonarsonur þeirra. Hann stundar nú nám í innanlhúss-arki- tektúr í Kaupmannahöfn. Barnabörn Ásgerðar og Eyjólfs eru 27 og 4 barnabarnabörn. 26.1. Halldór Stefánsson. tók við búi á Hjarðarfelli vorið 1906. Eftir það voru börnin að mestu á hans vegum, þar til þau sjálf stofnuðu eigin heimili. Bernsku og æskuár Þórðar voru að þessu leyti áfallasöm og kjörin þröng. í öllum tilfellum er mikið áfall að missa annað foreldra sinna en stórfellt áfall að missa báða for- eldra á unga aldri. Á þeirri tíð er Þórður var að alast upp var enga aðstoð að fá frá tryggingum eða frá öðrum félagsstofnunum. Þá varð hver einstaklingur að bjarg- ast af eigin dáð. Eina félagslega aðstoðin var sveitarframfæri. En það svipti menn ýmsum mannrétt- indum og að nokkru sjálfstæði og kusu því allir, sem eitthvað gátu bjargað sér, að forðast í lengstu lög að leita hjálpar sveitarfélags- ins. En slík barátta herti menn og stælti til átaka og sjálfbjargar. Þeir gerðu miklar kröfur til sjálfs sín en minni til annarra manna, er nú er algengast að gera. Þórður dvaldi með Guðbjarti bróður sínum fyrstu búskaparár hans á Hjarðarfelli, en fljótlega fór hann að vinna utan heimilis hluta úr ári. Sótti hann sjó um vetrarvertíð, fyrst í Ólafsvik og síðar suður á Reykjanes og víðar. Einnig var hann i sumarvinnu a rneðan að verið var að leggja síma- langlínuna úr Hrútafirði suður um Snæfellsnes. Þórður var séi'lega lagvirkur og mikill verkmaður og kappsfullur að hverju sem hann gekk og var hann því eftirsóttur í vinnu. Hinn 19. júlí árið 1913 kvænt- ist Þórður eftirlifandi konu sinni Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Miðhrauni. Ingibjörg var fóstur- dóttir merkishjónanna Steinunn- ar Jóhannesdóttur og Óla G. Daní- elssonar er þar bjuggu. Hún var glæsileg stúlka og vel gefin eins og hún átti kyn til Ungu hjónin voru fyrsta ár sitt í sambjdi við Óla á Miðhrauni, en fluttu vorið 1914 að Hjarðarfelli og bjuggu þar i fimm ár. Var innrétt- uð stór skemma á hlaðinu að Hjarð arfelli til íbúðar fyrir ungu hjónin og undu þau í henni búskaparár- in á Hjarðarfelli og töldu sér líða mjög vel. Þá fluttu þau að Mið- hrauni aftur og voru þar í tvö ár. En að þeim tíma liðnum keyptu þau jörðina Eiðhús og fluttu þang- að og bjuggu þar í 10 ár. Þá fóru þau enn að Miðhrauni vorið 1931 og bjuggu þar, unz þau afhentu sonum sínum Guðmundi og Krist- jáni jörðina til ábúðar árið 1950. Síðustu 9 árin hafa þau hjón dval- ið að Hvammi með Elínu dóttur sinni. Eins og áður segir var Þórður mikill verkmaður að hverju sem hann gekk og eins var það við bú- skapinn sem önnur störf er hann vann, á meðan hann hélt fullri heilsu. En snemma kenndi hann meins í baki sem ágerðist svo að hann þoldi ekki við og var um skeið lengi undir læknishendi -af þeim sökum og varð hann þá að hætta allri erfiðisvinnu. Þessi sjúk leiki kom illa við einyrkja bónda með stóran barnahóp á framfæri. En Þórður lét sjúkleikann ekki buga sig. Kjarkurinn og útsjónar- semin var óbilandi. Þegar hann gat ekki lengur unnið erfið landbúnaðarstörf keypti hann spunavél og prjóna- fSLENDINGAÞÆTTIR 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.