Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 17
skyldar. Á þessu menningarheim- ili dvaldist hún næstu sex árin. Atti þaðan góðar minningar einar °g á hlýhug hennar til húshænd- anna og harna þeirra sló aldrei fölskva. G-ísIi bóndi átti til að kasta fram stöku. Um Jóhönnu kvað hann: Jóa dygg og dugleg er. Dyggðum hlaðin fínum. Margan þungann baggann ber á breiða hryggnum sínum. Aðra kvað hann um Hauk son ginn ungan. Haukur minn er harla smár. Hljóðabelgur mesti. Unr það gala góðar spár að gjöra hann að presti. Þær spár rættust. Nú stóð Jóh'anna á tindi æsku Ki'mar. Myndarstúlka, glaðlynd, ^ugmikil og vel verki farin. Hún réðist að Bárðartjörn í Höfða- hverfi til Guðrúnar systur sinnar ®n stóð þar stutt við, aðeins eitt ®r. Þá vistaðist hún að Grýtubakka 8Km róðskona Þorsteins Jónasson- ar og nú var langt til næstu vista- sli>pta, því að Grýtubakka átti hún að heimili næstu sextíu árin. Þorsteinn Jónasson var vænn ^aður og hinn mesti skörungur. A manndómsárum sinum var hann aMt í senn, stórbóndi og hrepp- stjóri, útgerðarmaður og skipstjóri. Uans er getið í bókum þeirra nianna er ritað hafa um hákarla og þorskveiðar við Eyjafjörð á síð ari hluta 19. aldar. Þegar Þorsteinn réði til sín hina ungu í'áðskonu, var hann orðinn roskinn að árum og ekkjumaður. Fór vel á með þeim Jóhönnu og bjuggu þau saman þar til hann lézt árið 1914. Var því við brugðið hve Jóhanna hjúkraði gamla manninum af mikilli alúð í banalegu hans. Sonur þeirra Ilall- dór, fæddur 2.5. 1909 ólst upp með móður sinni. Hann býr nú við Rauðavatn í landi Reykjavíkur, vin sæll maður og verkhagur. Ólumst við upp sem leik- og fóstbræður. Foreldrar mínir fluttu að Grýtubakka árið 1903. Mun fljót- lega hafa skapazt sá háttur að Jó- hanna vann þeim á sumrum en var sjálfrar sín að vetrinum. Entist það fyrirkomulag þar tiT búrekstri þeirra lauk árið 1930. Áður en Þorsteinn lét af höndum jörð sína, hafði hann ánafnað Jóhönnu af- þyljað hús í norðurenda baðstof- unnar og lítið fjárhús ásamt hlöðu að bæjarbaki. Ávallt átti hún nokkr ar kindur og kú átti hún um skeið. Hún var reiðumanneskja í fjármál um og ávallt fremur veitandi en þiggjandi, greiðvikin og gestrisin. Aldrei vissi ég til að skugga bæri á í þessu sambýli. Jóhanna var sá snillingur að umgangast fólk á- rekstralaust að lengra verður tæp- ast komizt. Á þvi sviði komu mann kostir hennar ekki sízt í ljós. Frændrækin var hún og nánast hreykin af mörgum ættmennum sínum og hún var svo heppin að aldrei vis3i ég til að hún þyrfti að bera rjóða kinn vegna framgöngu nokkurs þeirra. Ekki sat gamla kon an auðum höndum á veturna. Prjónavélin eða handprjónarnir voru í notkun flesta daga og þótt henni væri af trúarlegum ástæðum í nöp við þann hátt.að vinna á helgi dögum, vildi það henda. Starfsgleðin var svo máttug. Og svo liðu árin. Þótt Jóhanna væri ávallt við góða heilsu hTaut hún að lúta því lögmáli sem aðrir að þreytast með aldri. Halldór sonur hennar var horfinn að heiman og hún orðin ein síns liðs í gömlu baðstofunni. Þannig bjó hún nokk- ur ár og þó í nánu sambýli við húsbændurna Sigfús bróður minn og Jóhönnu Erlendsdóttur konu hans. Síðustu árin sin aö Grýtu- bakka dvaldist gamla konan í skjóli Ara bróður míns og Fjólu Snæbjarnardóítur konu hans er veittu henni frábæra umönnun. Að Yztu-Vík var gamla konan tæp tvö ár hjá Margréti systur minni. Var sú dvöl sem áfangi á leið hennar að Kristnesi. Nú var henni mjög tekin að daprast sýn og síðar varð hún blind með öllu. Kristneshæli var svo heimili Jóhönnu siðustu ár- in og nú var hvílan orðin henni kær. Mun hún þó hafa haft fóta- vist flesta daga. Heyrnin brást ekki og minnið var trútt og því gat hún notið útvarpsins. Slíkt er ómetanlegt þeim sem í myrkri sit- ur. Prjónarnir voru ávallt tiltækir og virtist henni leikur einn að prjóna vettlinga og leista handa börnum, þótt blind væri og með mislitum röndum. Er slíkt i aug- um þess er ekki kann á prjónum að halda viðlik galdramennska og tunglflug. Að Kristneshæli er gott að dvelja öldnum og þreyttum. Aldrei kvaðst gamla konan geta lofað sem vert væri, nærfærni þá og alúð er hún naut af hendi lækna og hjúkr- unarliðs. Sonur hennar heimsótti hana á hverju suniri um langan veg og vinir og ættingjar litu inn öðru hvoru. Það var hollur skóli að koma til Jóhönnu að Kristnesi og heyra hve sátt hún var við lífið, sem aldrei hafði þó fært henni að höndum vegtyllur. auð né völd, .,hve glaðlyndið var enn óskert og minnið og hve tamt henni var að rekja þráð hinna bjartari minninga. Og nú er Jóhanna Magnúsdóttir horfin af strönd jarðlífs. Enginn tal ar um héraðsbrest í því sambandi ■ Tæpast að hrokkið hafi sprek i tvennt, þó hygg ég hana í hópi þeirra sem öruggastir eru um góð- ar viðtökur á landinu fyrir handan. Blessuð sé minning hennar. Jón Bjarnason, Garðsvik. LEIÐRÉTTING í síðasta hefti íslendingaþátta eru í afmælisgrein um Jón Frið- riksson bónda á Hömrum prent- villur, er höfundur greinarinnar biður að leiðréttar verði: 1. Um föður J.F., Friðrik, segir m.a.: „harðkvæður hagyrðingur“ en á að vera hraðkvæður hagyrð- ingnr. 2. Sonur J.F. er sagður heita: „Jón Aðalsteinsson" en á að vera: Jón Aðalsteirtn. Blaðið biður velvirðingar á prent villunum. fSLEKlDINGAÞÆTOR 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.