Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 26.02.1969, Blaðsíða 19
90 ÁRA: Steinunn Sigurðardðttir dregnu, er margs að minnast um ^anninn Hallvarð, hjá þeim, sem til hans þekktu. Þau atvik stóSu til okkar kynna, að kona hans var æskuleiksystir piín og jafnaldra, fædd og uppal- in á næsta bæ við mig, Skerðings- stöðum. Henni kvæntist Hallvarð- Ur 1929, og voru þau alla tíð bú- sett í Reykjavík. Okkur Guðrúnu hafði ávallt ver- vel til vina. Mátti segja, að vin- attan hefði eins og gengið í ari til okkar frá foreldrum beggja og seskuheimilunum. Því að milli þeirra var ávallt mikill samgang- Ur. gagnkvæm hjálpsemi og vin- skapur. Ég leitaði því fljótlega uPpi hús þeirra Guðrúnar og Hall Varðs, þegar ég átti leið til Reykja víkur eða þurfti að dvelja þar um tínia, sem oft kom fyrir. Og vissu- lega var þar vinum að mæta. Guð- ?únu þekkti ég áður, og þar sem Hallvarður var, fann ég fljótlega að fór maður, sem vert var að kynnast. Var undarlega jafnt á komið með þeim hjónum, hvað ®annkosti snerti: tryggðin, hjálp- fýsin — já, líknsemdin frá þeirra nondi, sem aldrei brást og alltaf Var söm við sig, þegar mest við þ^'rfti. Hversu margoft fékk ég ekki að sjá og þreifa á því — bæði Sagnvart sjálfri mér og öðrum — sumuni mínum allra nánustu. Að ^uaota slíku á ferli sínum er mikil- Vaegt, persónulegt lán — gjöf úr nendi lífsins, — sem seint verður tullþakkað eða metið að verðleik- um. Fyrir utan þetta, sem ávallt or 0g verður innsti kjarni allrar Ujenningar, duldist mér ekki, að einnig að öðru leyti átti sönn menn ln§ þarna djúpar rætur. Hinar Sömiu dyggðir: iðjusemi, reglusemi °g sparsemi, ásamt þeirra fylgifisk Ulu: hagsýninni, þrifnaðinum og Snyrtimennskunni, settu svip sinn a heimilið, þótt ekki væri það rík- Oiannlegt. Voru þau þar sem í fieiru samhent húsfreyjan og bónd jJU'11. svo lagið sem honum var að baeta úr og lagfæra með eigin lendi fjölmargt á heimilinu þær stundir, sem hann hefði þar til Samvistar við konu og börn, enda nvort tveggja, laghentur og hag- ®yun. Sem dæmi má nefna, að með an börnin voru ung, a.m.k. gerði Hallvarður að jafnaði sjálfur við skófatnað þeirra. En börnin urðu 1 öll sitt á hvoru árinu, einn son- JV’ °g fimm dætur. Var því oft ekki ett að framfleyta svo stóru heim- íslendingaþættir Þann 17. 9. s.l. varð níræð Stein unn Sigurðardóttir Syðri-Kví- hólma við Eyjafjöll. Þrátt fyrir nokkra vanheilsu öðru hverju á undanförnum árum, má segja að Steinunn beri aldurinn vel. Hún klæðist dag hvern gengur um bæ- inn, og fylgist með öllu því helzta sem gerist nær og fjær, hugsunin skýr og minnið allgott, heyrnin sömuleiðis, en sjónin hefur dapr- azt nokkuð, svo að um l'estur er tæpast að ræða lengur. En prjón- ana hef ur hún alltaf tiltæka og eng- in ellimörk þar á. Steinunn hefur um langan aldur búið á Syðri-Kvíhólma og gert þar garðinn frægan. Fyrst með manni sínum Guðjóni Jónssyni frá Mið- Grund í sömu sveit, en hann lézt árið 1943 eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Síðan hefur Stein- unn búið í félagi við 4 af börnum þeirra hjóna, en þau eru 8 er upp komust, hin 4 eru búsett hér og þar flest í Rangárþingi. Bömin eru öll vel metið manndómsfólk eins og þau eiga kyn til. Steinunn er drenglunduð heið urskona, hógvær og hjartahlý, full þakklætis til guðs og manna. Og ótaldir eru þeir sem þegið hafa af henni góðar og rausnarlegar gjaf ir fyrr og síðar. Hún er því elskuð og virt af öllum sem hana þekkja. Steinunn var mikil atorkukona meðan hún mátti sín. Heimili henn ar hefur ætíð verið með menning- ar- og snyrtibrag, svo að til fyrir- myndar er. Ég óska Steinunni heillaríks ævi- kvölds og heimili hennar gæfu og gengis, og þakka hjartanlega vin- áttu á liðnum árum. Ritað á jólum 1968. Marta Jónasdóttir. ili, einkum á kreppuárunum. En allt blessaðist vel fyrir samhenta umhyggju og hagsýni foreldranna, svo að efnahagurinn fór batnandi með árunum. Nú eru þessi .börn þeirra öll uppkomin og gif’t og hin mannvænl'egustu, enda farsæl lega að heiman búin. Elztur þeirra er Haukur stýrim., búsettur í Reykjavík, þá Kristín, stúdent, gift bandarískum manni og nú búsett í Uganda í Afríku, þá Agnes, bú- sett á ísafirði, Ragna í Reykjavík og Amfxúður og Árný, báðar á Selfossi. Þótt Hallvarður væri skyldurækinn heimilisfaðir, voru áhugaefni hans síður en svo ein- skorðuð við daglegustu þarfir og dægurmál. Miklu frekar undraði mig, hve áliugasvið hans var vítt og rúmaði margar hliðar mann- legra viðfangsefna og áhugamála, þjóðfélagsmálin þar með talin. í stjórnmálum mun jafnaðarstefnan framar öðru hafa átt fylgi hans, en maðurinn laus við aÚt ofstæki og einsýni í þessu sem öðru og heilbrigð félagshyggja honum svo í blóð borin, að hverju góðu mál- efni vildi hann lið veita. Áttu því ýmis mannúðar- og menningarfé- lög ávallt í honum ósérplæginn og trúfastan liðsmann, svo sem Slysavarnarfélagið og Guðspekifé- lagið. í daglegum viðræðum við kunningjana gætti oft góðlátlegr- ar kímni hjá Hallvarði, þótt hann værf alvörumaður að upplagi og viðkvæmur í lund^ enda íhyggli og sannleiksþrá í eðli borin, og alla tíð áhugamaður um andleg mál. Á flestum almennum fræðum og fróðleik hafði hann einnig vakandi áhuga og viðaði að sér góðum bók- um, stundum öllu meir en fjárhag- urinn þoldi. Átti hann því furðu margt góðra bóka, þar á meðal al- fræðibækurnar gamalkunnu Salo- monsenslexikon. Nú, þegar Hallvarður hefur kvatt og horfið á vit nýrra lífs- sviða, er mér efst í huga góðar óskir og þökk fyrir langa og góða viðkynningu. Og þess er ég fyrir löngu fullviss, að væri okkar litla þjóðfélag byggt svo af alþýðuheim il'um, því líkum sem heimili þeirra Hallvarðs Árnasonar og Guðrúnar konu hans var, þyrfti ekki að örvænta um menríingu og hag íslenzku þjóðarinnar 1 fram- tíðinni. Ingibjörg Þorgeirsdóttir, "frá Höllusböðum. 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.